Morgunblaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019
Það er ekki laust við að mað-
ur bíði spenntur eftir Evrópu-
mótinu í handbolta þó að enn
séu tveir og hálfur mánuður í
mótið. „Nýtt“ og áhugavert ís-
lenskt lið er í mótun og mikið
undir á EM, meðal annars vegna
þess að góður árangur gæti
komið Íslandi í undankeppni Ól-
ympíuleikanna í Tókýó. Ekki veitir
nú af að fjölga Íslendingum þar.
Þess vegna er leitt að sjá
hversu mikil forföll eru í íslenska
hópnum sem mættur er til Sví-
þjóðar, landsins þar sem Ísland
mun spila leiki sína á EM. Fyrir
höndum eru tveir leikir við Svía
sem maður hefði haldið að væru
afar mikilvægir sem einu leikirnir
fram að því að EM-hópurinn
kemur saman um jólin.
Vissulega er gaman og gagn-
legt að óreyndari leikmenn fái
tækifæri til að sýna sig, en betra
væri að þeir sem munu spila
megnið af leikjunum á EM gætu
nýtt þessa leiki til undirbúnings.
Sumir eru einfaldlega meiddir
og ekkert við því að gera, og
aðrir þurfa á því að halda að gefa
líkamanum smáhvíld frá oft og
tíðum ómannlegu álagi sem
handboltamenn eru settir undir.
Ef það þýðir að sömu menn geti
mætt öflugri til leiks þegar það
skiptir mestu máli, í janúar, þá er
auðvitað rétt ákvörðun hjá Guð-
mundi Guðmundssyni að veita
þeim hvíld, en það má ekki vera
svo að menn velji sér landsliðs-
verkefni eftir hentugleika til að
skella sér í borgarfrí með frúnni
eða eitthvað þvíumlíkt. „Menn
eru undir miklu álagi hjá félags-
liðum sínum og þegar lands-
leikjahlé kemur vilja þeir taka
pásu. Við getum lítið við þessu
gert,“ sagði Guðmundur í blað-
inu í gær, en vonandi er ekki
ástæða til þess að fara að efast
um mikla fórnfýsi okkar góðu
landsliðsmanna fyrir þjóðina.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
EVRÓPUDEILD
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Arnór Ingvi Traustason er með liði
Malmö í ótrúlega jafnri baráttu fjög-
urra liða um sænska meistaratitilinn í
fótbolta. Arnór og félagar eiga fyrir
höndum afar mikilvægan leik við
AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, á
mánudagskvöld í næstsíðustu umferð
deildarinnar. Af þessum sökum, og
vegna meiðsla, var Malmö án lykil-
manna í Evrópudeildinni í gær en það
kom ekki að sök því liðið vann Lug-
ano frá Sviss 2:1 og er vel á lífi í bar-
áttunni um að komast upp úr B-riðli
keppninnar.
Arnór lék allan leikinn gegn Lug-
ano í gær en með sigrinum er Malmö
nú með 4 stig þegar riðlakeppnin er
hálfnuð, stigi á eftir FC København
og Dynamo Kiev sem gerðu 1:1 - jafn-
tefli í Úkraínu í gær. Malmö á eftir
útileiki við Lugano og FCK en heima-
leik við Dynamo Kiev, en hver sigur
er liðinu auk þess dýrmætur því fyrir
að vinna leik í riðlakeppninni fæst
jafnvirði 80 milljóna íslenskra króna.
CSKA Moskva, lið Harðar Björg-
vins Magnússonar og Arnórs Sigurðs-
sonar, á hins vegar afar veika von um
að komast upp úr H-riðli eftir þriðja
tapið í keppninni í gær, 1:0 á heima-
velli gegn Ferencváros frá Ungverja-
landi. Eftir eftirtektarverð úrslit í
Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð
hefur ekkert gengið upp hjá CSKA í
Evrópudeildinni. Hörður lék allan
leikinn í gær en Arnór fór af velli á 80.
mínútu.
Jón Guðni Fjóluson lék síðasta
korterið í góðum 2:0-útisigri Krasnod-
ar á Trabzonspor í Tyrklandi í gær.
Sigurinn heldur Krasnodar með í bar-
áttunni við Basel og Getafe um að
komast upp úr C-riðli, en um var að
ræða fyrstu þrjú stig Krasnodar í
keppninni. Liðið á eftir heimaleiki við
Trabzonspor og Basel en sækir svo
Getafe heim í lokaumferðinni 12. des-
ember.
Albert Guðmundsson og Rúnar
Már Sigurjónsson misstu af 6:0-
stórsigri AZ á Astana í L-riðli. Með
sigrinum komst AZ upp í 2. sæti og er
tveimur stigum á eftir Manchester
United sem vann Partizan Belgrad
1:0. Astana er enn án stiga.
Öll úrslit og stöður í riðlum má
sjá á síðu 26.
Unnu í hléi frá
titilbaráttunni
CSKA Mosvka í tómum vandræðum
AFP
Fögnuður Arnór Ingvi Traustason faðmar liðsfélaga í sigrinum á Lugano.
Erik Thorstvedt, sparkspekingur á
norsku sjónvarpsstöðinni TV2,
reiknar með því að Salzburg selji
norska framherjann Erling Braut
Haaland í janúar. Haaland hefur
farið á kostum á leiktíðinni og er
fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem
skorar í fyrstu þremur leikjum sín-
um í Meistaradeildinni en þessi 19
ára gamli hávaxni framherji hefur
skorað 6 mörk í Meistaradeildinni
og 20 mörk í 13 leikjum Salzburg í
öllum keppnum. Manchester Unit-
ed, Liverpool og Juventus eru með-
al þeirra liða sem vilja fá Haaland.
Telur að Haaland
verði seldur
AFP
Eftirsóttur Erling Braut Haaland
er í sigtinu hjá nokkrum stórliðum.
Gianni Infantino, forseti Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, tilkynnti
í gær að heimsmeistaramót fé-
lagaliða í knattspyrnu árið 2021
færi fram í Kína og með breyttu
sniði. 24 lið mun taka þátt í mótinu,
þar af átta lið frá Evrópu en hingað
til hafa aðeins sjö lið spilað á HM fé-
lagsliða. „Þetta er söguleg ákvörð-
un fyrir fótboltann. Þetta verður
keppni sem allir einstaklingar,
hvert barn og allir sem elska fót-
bolta hlakka til,“ sagði Infantino.
HM félagsliða í ár og á næsta ári fer
fram í Katar.
24 lið á HM
félagsliða í Kína
AFP
Forsetinn Gianni Infantino, forseti
Alþjóðaknattspyrnusambandsins.
Samkvæmt ítölskum miðlum gæti
farið svo að ítalska stórliðið Roma
geri samning við landsliðsmanninn
Emil Hallfreðsson vegna mikils
krísuástands í herbúðum félagsins. Í
augnablikinu er Jordan Veretout
eini miðjumaður Roma sem er heill
heilsu.
Emil hefur verið án samnings síð-
an skammtímasamningur hans við
Udinese rann út í sumar. Þessi 35
ára miðjumaður hefur mikla reynslu
af því að spila á Ítalíu og samkvæmt
frétt Sky Sport á Ítalíu heillar það
forráðamenn Roma. Umboðsmaður
Emils, Alessandro Beltrami, fór til
Rómar í gær til þess að hitta Gian-
luca Petrachi, yfirmann íþróttamála
hjá Roma, á Ólympíuleikvanginum
eftir leik Roma og Borussia Mönc-
hengladbach í Evrópudeildinni.
Hins vegar kom í ljós seint í gær-
kvöld að Jack Rodwell, fyrrverandi
miðjumaður Everton sem síðast lék
með Blackburn í ensku 1. deildinni á
síðustu leiktíð, væri einnig kominn
til Rómar. Standist hann læknis-
skoðun mun hann ganga í raðir
Roma, eftir að hafa verið án félags.
Í hlaðvarpsþættinum Fantasy-
Gandalf, sem fór í loftið í gær, sagði
Emil að „eitthvað“ væri í vinnslu og
að hann kæmi til greina hjá Roma.
„Miði er möguleiki,“ sagði Emil.
Roma er án miðjumannanna
Bryan Cristante, Amadou Diawara
og Lorenzo Pellegrini sem eru allir
meiddir. Ekki er von á Cristante
fyrr en á nýju ári, Pellegrini gæti
snúið aftur í desember og búist er
við Diawara um miðjan nóvember.
Roma er í 6. sæti ítölsku deildar-
innar á sinni fyrstu leiktíð undir
stjórn Portúgalans Paulo Fonseca.
sindris@mbl.is
Rodwell fram yfir
Emil hjá Roma?
Mikil meiðslakrísa opnar möguleika
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Án félags Emil Hallfreðsson í
landsleik gegn Andorra á dögunum.