Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Sjóðheit steypujárnssending Lodge járnpanna, 26 cm Verð 9.500 kr. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is 30% afsláttur Túnika tvær í einni flík kr. 5.990 kr. 4.190 Peysa kr. 6.990 kr. 4.890 20% afsláttur af kjólum og túnikum föstudag og laugardag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Str. 36-56/58 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mikil tímamót urðu hjá Vega- gerðinni í ágúst sl. þegar stofn- unin tók í notkun nýtt rafrænt út- boðskerfi. Því verða ekki lengur tekin upp skrifleg tilboð úr lok- uðum umslögum á sérstökum „opnunarfundum“ eins og tíðkast hefur í áratugi, eða eins lengi og elstu menn muna. Það sem af er ári hafa verið opnuð tilboð í 67 verk hjá Vegagerðinni svo hið nýja verklag mun spara tíma og draga úr kaffidrykkju. Núna fara öll útboð Vegagerð- arinnar fram í gegnum nýtt raf- rænt útboðskerfi á vefnum, Tend- Sign. Kerfið er sænskt og er t.d. einnig notað af Ríkiskaupum og Framkvæmdasýslu ríkisins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Öll útboðsgögn rafræn Útboðsauglýsingar eru birtar á vegagerdin.is og útboðsvefur.is en í auglýsingunum er hlekkur á TendSign kerfið. Bjóðendur fá öll útboðsgögn afhent rafrænt í gegnum kerfið og er það með öllu endurgjaldslaust. Bjóðendur skila verðtilboðum í gegnum kerfið. Einnig svara þeir spurn- ingum og skila gögnum sem skulu fylgja verðtilboðum sam- kvæmt skilmálum útboðs. Þar er um að ræða upplýsingar um verk- reynslu bjóðenda, fjárhagsstöðu, gæðakerfi og annað sem getur skipt máli við mat á hæfi verk- taka. Öll samskipti verkkaupa og bjóðenda á útboðstíma, fyr- irspurnir og athugasemdir, eru meðhöndluð í rafræna útboðs- kerfinu. Trúnaður er tryggður „Öll samskipti, miðlun og geymsla upplýsinga fer fram með rafrænum aðferðum og gert með þeim hætti að uppruni gagna er tryggður og að ekki sé hægt að breyta þeim. Vegagerðin getur aðeins kynnt sér innihald tilboða og beiðni um þátttöku í útboðs- verki eftir að tilboðsfrestur eða frestur til að leggja fram beiðni um þátttöku er liðinn. Með þessu móti er tryggt að trúnaður um tilboð og beiðni um þátttöku sé ekki rofinn,“ segir G. Pétur Matt- híasson, upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar. Vegagerðin bendir á að mik- ilvægt sé að verktakar sem nota kerfið gefi sér góðan tíma í að skila gögnum, einkum til að byrja með á meðan þeir eru að fóta sig í þessu nýja verklagi. Með til- komu þess eru ekki lengur haldn- ir opinberir opnunarfundir. Bjóð- endur fá sendar niðurstöður útboðs í tölvupósti sama dag og tilboðsfrestur rennur út. Ljósmynd/Vegagerðin Liðin tíð Ekki verða lengur haldnir fundir þar sem tilboð eru tekin upp úr lokuðum umslögum. Myndin er af opnun tilboða í Dýrafjarðargöng 2017. „Lokuð umslög“ heyra sögunni til  Rafrænt útboðskerfi hjá Vegagerð  „Opnunarfundir“ verða lagðir af Guðni Einarson gudni@mbl.is Fundi strandveiðiríkja um veiðar á norsk-íslenskri síld og kolmunna á næsta ári sem hófust í fyrradag lauk í London í gær. Samið var um heildarkvóta en ekki skiptingu milli landa. Viðræðum um makrílveiðar lauk í síðustu viku og því er lokið fundum strandríkjanna um upp- sjávarveiðar á næsta ári. Ekki samið um skiptingu Samþykkt var að fara að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um heildarveiði á norsk-íslenskri síld upp á 525.594 tonn og heildarveiði á kolmunna upp á 1.161.615 tonn á árinu 2020. Eins og fram hefur kom- ið voru litlar breytingar í ráðgjöf ICES varðandi kolmunna milli þessa árs og næsta en ráðgjöfin um heildarveiðar á norsk-íslenskri síld dróst saman um 11%. Kristján Freyr Helgason, aðal- samningamaður Íslands, sagði að ekki hefði verið samið um skiptingu afla úr þessum stofnum á milli strandveiðiríkjanna. „Þetta er í raun sami samningur og í fyrra. Það er samþykktur heildarafli á grundvelli ráðgjafar ICES. Síðan fara aðilar hver heim til sín og taka sér kvóta. Það er enginn samningur um skipt- ingu milli landa,“ sagði Kristján. Hann sagði að heildarveiðin á norsk- íslenskri síld og kolmunna undanfar- in ár hefði verið umfram vísindaráð- gjöf ICES. „Þrátt fyrir samnings- leysi vildu Íslendingar ræða leiðir til að færa heildarveiði nær vísindaráð- gjöf en við fengum ekki hljómgrunn með það.“ Löndin sem áttu fulltrúa á fund- inum voru Ísland, Færeyjar, Evr- ópusambandið (ESB), Noregur og Rússland og Grænland. Fulltrúar Grænlands voru áheyrnarfulltrúar á fundum um síld og kolmunna og fulltrúar Rússlands áheyrnarfull- trúar á kolmunnafundinum. Færeyingar stýrðu fundi um norsk-íslensku síldina og munu Norðmenn stýra honum á næsta ári. Íslendingar stýrðu fundinum um kolmunnann en ESB mun stýra hon- um á næsta ári. Samið um kolmunna og síld  Ísland vildi ræða að heildarafli væri nær ráðgjöf  Það fékk ekki hljómgrunn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Síld Ráðlagt er að veiða rúm 525 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld 2020. Farþegaþotur Icelandair af gerð- inni Boeing 737 Max fara í fyrsta lagi aftur í rekstur hjá félaginu í lok febrúar árið 2020. Vélarnar voru kyrrsettar vegna alvarlegs tæknigalla sem upp komst í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. „[Icelandair telur] ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs,“ segir í tilkynningu frá Icelandair vegna stöðu Max-vélanna. Max-flugvélar hafa verið kyrr- settar um heim allan sl. mánuði. Icelandair fékk þó nýverið leyfi til þess að flytja vélar sínar til Spánar í langtímageymslu. Ekki fékkst leyfi til að fljúga þeim til Frakk- lands, líkt og áætlað var í upphafi. Max-vélar Icelandair munu standa út árið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.