Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 13

Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 Spennandi lína af vegan vörum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Aðalráðgjafi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri bandarískir embættismenn hafa verið í Nuuk, höfuðstað Grænlands, síðustu daga og danskir stjórnmálaskýrendur telja líklegt að markmiðið með heim- sókninni sé að auka áhrif Bandaríkj- anna á eyjunni. Nokkrir fréttaskýr- endur hafa leitt getum að því að stjórn Donalds Trumps Bandaríkja- forseta hafi einsett sér að „vinna hug og hjarta“ Grænlendinga með það fyrir augum að fá þá til að segja skil- ið við Danmörku, hugsanlega til að verða hluti af Bandaríkjunum. „Kaupin lögð á ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði til í ágúst að Bandaríkin keyptu Grænland og hann aflýsti ferð til Kaupmannahafnar, sem ráð- gerð hafði verið í byrjun september, eftir að Mette Frederiksen, for- sætisráðherra Danmerkur, neitaði að ræða tillöguna. Kristian Mourit- zen, fréttaskýrandi danska blaðsins Berlingske, segir að því fari fjarri að skyndilegur áhugi Trumps á Græn- landi sé horfinn. Stjórn forsetans ætli að ná fram markmiðum hans með öðrum aðferðum. „Kaupin hafa verið lögð á ís. Núna vilja Banda- ríkjamenn auka viðveru sína á Grænlandi til að hafa bein samskipti við Grænlendinga og sneiða hjá Danmörku með það fyrir augum að auka smám saman áhrif sín á þessari stóru eyju. Þetta er ákvörðun sem veldur óróa í Danmörku vegna þess að samstarfsríki landsins í NATO er greinilega að vinna gegn fullveldi Danmerkur. Það er ekkert minna,“ skrifaði Mouritzen. „Bolabítur“ Pompeos í Nuuk Grænlenski fréttamiðillinn Ser- mitsiaq segir að Ulrich Brechbuhl, aðalráðgjafi bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, hafi farið fyrir hópi bandarískra embættismanna sem hafi rætt við grænlenska ráðamenn í Nuuk síðustu þrjá daga. Á meðal gestanna voru einnig Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Kaup- mannahöfn, og nokkrir embættis- menn í utanríkisráðuneyti og þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þeir ræddu meðal annars við Kim Kielsen, formann grænlensku land- stjórnarinnar, og þrjú önnur sem eru í landstjórninni: Vittus Qujaukit- soq, ráðherra fjármála, Ane Lone Bagger, sem fer með mennta-, menningar-, kirkju- og utanríkismál, og Ruth Lindhardt, sem fer m.a. með húsnæðis- og byggðamál. Gest- irnir létu í ljós áhuga á að auka sam- starf Bandaríkjanna við Grænland, meðal annars á sviði viðskipta, upp- byggingar innviða, fjárfestinga, menntamála og rannsókna, að sögn Sermitsiaq. Ulrich Brechbuhl er þriðji áhrifa- mesti embættismaður utanríkis- ráðuneytisins í Washington og Berl- ingske lýsir honum sem „bolabít“ Mike Pompeos, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Brechbuhl á að sjá til þess að stefnu Trumps forseta og Pompeos sé framfylgt í ráðuneytinu. „Bandarísk sókn á Grænlandi er í fullum gangi,“ sagði Berlingske um viðræðurnar í Nuuk í frétt undir fyrirsögninni: „Trump hefur sent bolabít Pompeos til Grænlands – og því fylgir sprengihætta.“ Grænlendingar á tveim áttum Berlingske hefur eftir Brechbuhl að Bandaríkjastjórn vilji „hjálpa“ Dönum og Grænlendingum að leysa vandamál Grænlands. Meginmark- miðið sé að treysta samstarfið í ör- yggismálum en einnig að tryggja að Grænland verði „í stöðu til að vaxa og dafna efnahagslega“ og hag- vöxturinn „verði frumbyggjunum til framdráttar“. Hann sagði að Græn- land ætti margt sameiginlegt með Alaska og reynsla bandarískra stjórnvalda af uppbyggingunni þar ætti að vera gagnleg fyrir Græn- lendinga. Berlingske segir að þótt danska stjórnin vilji treysta samstarfið við Bandaríkin í öryggismálum hafi spurningar vaknað í Danmörku um langtímamarkmið Bandaríkja- stjórnar í málefnum Grænlands. Þær séu sérlega áleitnar núna þegar deilur hafi komið upp milli stjórn- valda í Kaupmannahöfn og Nuuk um fjárfestingar, uppbyggingu ferða- þjónustu og námuvinnslu, m.a. um hverjir eigi að fá aðgang að náttúru- auðlindum Grænlands. Berlingske segir að viðræður Brechbuhls í Nuuk og ummæli hans hafi vakið vonir meðal sjálfstæðis- sinna á Grænlandi. Blaðið hefur eftir Pele Broberg, þingmanni Naleraq- flokksins, að hann telji að Banda- ríkjastjórn geti hjálpað Grænlandi að öðlast sjálfstæði frá Danmörku. Aðrir grænlenskir stjórnmálamenn velta því fyrir sér hvað stjórn Trumps vilji fá fyrir sinn snúð. Grafið undan danska ríkissambandinu? Danski rithöfundurinn og stjórn- málaskýrandinn Ulrik Tarp Jensen segir í grein á vefnum Altinget.dk að bandarísk stjórnvöld hafi einsett sér að vinna hug og hjarta grænlensku þjóðarinnar og grafa undan danska ríkissambandinu. Hann bendir á að íbúar Grænlands eru aðeins 56.000 og segir að ekki ætti að vera mikið mál fyrir stórveldið Bandaríkin að vinna þá á sitt band með fjárfest- ingum og „ástarjátningum“. Jensen getur sér þess til að Bandaríkjastjórn hefji baráttuna um hug og hjarta grænlensku þjóðar- innar með því að afla upplýsinga um hana og mögulega bandamenn á Grænlandi. Hún leitist síðan við að auka áhrif Bandaríkjanna á eyjunni smám saman með það fyrir augum að stuðningurinn við sjálfstæði auk- ist jafnt og þétt á þingi Grænlands uns meirihluti þess samþykki að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Danmörku. Grænland verði síðan sjálfstætt ríki sem fái styrki frá Bandaríkjunum. 51. ríki Bandaríkjanna? Grænlenska þingkonan Aaja Chemnitz Larsen kveðst vera sam- mála Jensen um að bandarísk stjórnvöld vilji vinna hug og hjarta Grænlendinga. Hún er annar af tveimur þingmönnum Grænlands á danska þinginu og félagi í vinstri- flokknum Inuit Ataqatigiit. Grænlenska blaðið AG spurði þingkonuna hvort Grænland hefði hag af því að segja skilið við Dan- mörku og verða 51. ríki Bandaríkj- anna. „Því myndu fylgja gallar og kostir að verða ríki í Bandaríkjunum frekar en hluti af Danmörku,“ svar- aði hún og bætti við að stefna banda- rískra stjórnvalda í velferðarmálum væru á meðal ókostanna. „Ég tel ekki að hægt sé að útiloka þann möguleika að það verði pólitískur meirihluti fyrir því að við verðum bandarísk frekar en hluti af Dan- mörku eftir um fimm til tíu ár,“ sagði Aaja Chemnitz Larsen. Hún tók fram að hún væri ekki hlynnt því að Grænland yrði 51. ríki Bandaríkj- anna. „Ég styð ekki hugmyndina en tel að hún eigi rætur að rekja til óánægju Grænlendinga með dönsk stjórnvöld og ég skil þá gremju vel. Á þeim 32 sviðum í málefnum Græn- lands, sem dönsk stjórnvöld bera ábyrgð á komumst við aftur og aftur að raun um að við erum látin sitja á hakanum, til dæmis hvað varðar launakjör lögregluþjóna og annarra ríkisstarfsmanna, og Danmörk og Færeyjar eru þar betur settar en Grænland.“ „Bandarísk sókn“ hafin á Grænlandi  Stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögð stefna að því að vinna hug og hjarta grænlensku þjóðarinnar  Ferð bandarískra embættismanna til Nuuk á Grænlandi veldur titringi í Danmörku AFP Boðin velkomin Ferðamenn fylgjast með grænlenskum trumbudansara sem tók á móti þeim þegar þeir komu til Kulusuk á Grænlandi. Ferðamennirnir fóru m.a. í kajakaferðir til að skoða ísjaka og í göngur í stórbrotnu landslagi. Áætlað er að um 85.000 ferðamenn komi til Grænlands á ári og margir þeirra fara á vesturströnd landsins en austurhlutinn nýtur nú vaxandi vinsælda. Flestir ferða- mannanna fara þangað í júlí eða ágúst til að skoða jökla, stórbrotna náttúru, hvali, hvítabirni og fleira sem landið hefur upp á að bjóða. Ferðir á hundasleðum eru einnig vinsælar í mars og apríl. Ferðamönnum fjölgaði um 10% á ári á Grænlandi frá 2014 til 2017 en í fyrra nam fjölgunin 3%, að sögn grænlenskra ferðamálayfirvalda. Flestir ferðamann- anna koma með flugvélum en komum skemmti- ferðaskipa hefur einnig fjölgað á síðustu árum. Grænlensk ferðamálayfirvöld segja að hátt verð á flugferðum til Grænlands standi ferðaþjónustunni fyrir þrifum. T.a.m. kosti dagsferð frá Reykjavík til Kulusuk um 97.000 krónur. Þau segja að einnig þurfi að byggja upp samgöngumannvirki og aðra innviði á Grænlandi en leggja áherslu á að það þurfi að gera án þess að valda umhverfisspjöllum. Meðal annars er verið að stækka flugbrautir í Nuuk og Ilulissat á vesturströnd- inni og ráðgert er að leggja nýjan flugvöll í suðurhlut- anum. Jakob Ipsen, sem rekur eina hótelið í Kulusuk, kveðst vona að vöxturinn í ferðaþjónustunni verði ekki of hraður. „Við viljum reyna að halda þróuninni eins og hún er núna, þannig að fjölgun ferðamannanna verði ekki of snögg,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Ipsen. Ferðamönnum fjölgar á Grænlandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.