Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 14
Útfarir á landsbyggðinni 2012-2019* mán þrí mið fim fös lau sun 766 909 776 1.141 2.460 2.659 114 Ár mánud. þriðjud. miðvikud. fimmtud. föstud. laugard. sunnud. 2012 79 77 82 121 239 296 14 2013 80 87 95 140 295 384 6 2014 100 109 79 121 314 359 17 2015 113 118 95 123 299 373 28 2016 96 125 116 138 337 378 11 2017 111 136 125 178 315 301 19 2018 107 144 113 163 367 307 11 2019 80 113 71 157 294 261 8 *Útfarir utan kirkjugarða Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Akureyrar BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Víða í stærri bæjum á lands-byggðinni fara útfarir núoftar fram á föstudögumeða öðrum virkum dögum heldur en áður var. Áður var reglan sú að á höfuðborgarsvæðinu var að- eins jarðað á virkum dögum, en á landsbyggðinni langoftast á laugar- dögum. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknar- prestur á Sauðárkróki, segir að þau hafi ákveðið í tilraunaskyni í vor að bjóða ekki upp á útfarir á laugar- dögum. Þetta hafi gengið vel og hún segist reikna með að þetta fyrir- komulag verði til framtíðar. Hún segir að margir komi að hverri útför og breytingarnar hafi verið gerðar af hagkvæmnisástæðum. Starfsfólk þurfi til að mæla fyrir gröf, grafa og ganga frá svo vel sé. Sömu- leiðis komi, auk prests, meðhjálpari, organisti og kannski 20 manna kór að hverri útför, þá sé yfirleitt boðið upp á kaffi að lokinni athöfn. Auðveldara sé að fá fólk í þessi verkefni á virkum dögum. Hún segir að ekki virðist vera vandamál fyrir t.d. söngfólk að losa sig úr vinnu vegna útfara á virkum dögum. „Það sem ég heyri er að þetta sé að verða þróunin á mörgum stærri þéttbýlisstöðum,“ segir Sigríður. „Fólki finnst þetta mjög eðlilegt og ég held að þróunin verði sú að útfarir færist í auknum mæli yfir á virka daga í stærri bæjum á landsbyggð- inni. Í sveitakirkjum, oft í dreifðum sóknum, er þetta yfirleitt öðru vísi því þar eru allir í sjálfboðavinnu og þar gefa allir vinnu sína.“ Spurð hvort það vefjist ekki fyrir fólki af höfuðborgarsvæðinu að fara út á land til að fara í jarðarför á virk- um degi segir Sigríður: „Það spyr nú enginn að því hvaða dagur er þegar landsbyggðarfólk vill fara í jarðarför í Reykjavík!“ Hún bætir því við að út- farir á Sauðárkróki séu yfirleitt á föstudögum eða mánudögum og fólk geti þá nýtt helgina að hluta til að ferðast og heimsækja ættingja. Laugardagar í sveitunum Dalla Þórðardóttir, prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðar- prófastsdæmi, segir að greinileg breyting hafi orðið í bæjum víða um land. Fólk vilji eiga sína frídaga og mikil binding sé samfara því að hafa útfarir á laugardögum, auk þess sem það geti aukið kostnað. Í mörgum stærri bæjum á landsbyggðinni geti verið um og yfir 30 útfarir á ári. Sjálf þjónar Dalla í sjö sóknum í dreifbýli Skagafjarðar og segir að í sveitakirkj- unum hafi ekki orðið breyting, þar sé enn í langflestum tilvikum jarðað á laugardögum. Jón Ármann Gíslason, sóknar- prestur á Skinnastað og prófastur á Norðausturlandi, tekur í sama streng. Laugardagarnir séu langalgengustu útfarardagar í fámennari sóknum á hans svæði. Á Akureyri sé hins vegar yfirleitt jarðað á virkum dögum, enda slíkar athafnir þar háðar útfararþjón- ustu. Á Húsavík sé oft óskað eftir því yfir sumartímann að útfarir séu ekki á laugardögum því fólk vilji síður vera bundið um helgar. Reynt að mæta óskum Sigríður Rún Tryggvadóttir er prófastur á Austurlandi og einn þriggja presta í Egilsstaðaprestakalli, þar sem eru 14 sóknir. Hún segir að almenna reglan sé að reyna að verða við óskum aðstandenda og oftast hafi laugardagur hentað fólki best. Þetta sé þó breytilegt og nú orðið sé oftar jarðað á Egilsstöðum á virkum degi heldur en áður var. Á Seyðisfirði sé hins vegar sjaldan jarðað á virkum degi og laugardagur henti betur. Þar séu flestir sem komi að útför í sjálf- boðavinnu, hvort sem það sé kirkju- vörðurinn, meðhjálparinn eða sá sem keyri líkbílinn. „Á þessum minni stöðum leggj- ast allir á eitt við að gera það sem hægt er til að mæta óskum aðstand- enda og gera þessar athafnir virðu- legar og fallegar,“ segir Sigríður Rún. Oftar jarðað á virkum dögum í stærri bæjum 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Brexit-skákiner orðinbýsna löng og stundum líkist hún mest þrátefli og þófi. Og póli- tískt mannfall er þegar orðið mun meira en sést nokkru sinni á hefðbundnu skákborði. Tveir forsætisráðherrar Íhaldsflokksins hafa hrökklast frá við illan leik og enginn veit með vissu hvort Boris lifir af. Þá er annað sem skilur þessa atskák frá hinum hefðbundnu og það er hversu oft hún hefur farið í bið. Þó hljómuðu leik- reglurnar þannig í upphafi að endapunkturinn lægi ljós fyrir og hvorki heimilt í þessari skák né vilji til að láta sig falla á tíma. Og ólíkt öllum skákum á hvítum reitum og svörtum þá heldur sama skák Brexit- taflsins áfram, þótt skákmenn falli á tíma og það reyndar hvað eftir annað. Því er ekki fyrir að synja að stundum leika helstu stór- meistararnir frumlega leiki og stilla upp flækjum fyrir and- stæðinganna til að festast í. Þess vegna hefur því verið margoft spáð að nú væru menn komnir í endataflið. Má segja um það eins og sagði um mikið at á vígvelli hér fyrir austan fjall: „Í því tafli er brögðum beitt...“ Boris Johnson forsætisráð- herra hafði sagt og áréttað, að frekar en að verða við kröfum þingsins um að senda enn eitt beiningarbréf til Brussel um að samþykkja að enn yrði skákinni löngu ýtt í bið, myndi hann vilja liggja dauður í skurði og þá væntanlega í pólitískri merkingu orðsins. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins og þar með talsmaður stjórnarand- stöðunnar hefur síðustu árin krafist þess hástöfum og reglubundið að þing verði þegar í stað rofið og efnt verði til kosninga. En þegar John- son tók hann á orðinu og lagði sjálfur fram tillögu um þessar margföldu óskir Corbyns var þeim síð- arnefnda brugðið og gaf sínu liði fyrirmæli um að sjá til þess að sú tillaga yrði felld! En nú þarf þingið að sam- þykkja með 2/3 atkvæða að þing sé rofið og kjósendur kallaðir að kjörborðinu. Síð- asta afbrigðið í þessu tafli sást í gær þegar Johnson kynnti tillögu sína um að kosið verði um miðjan desember næst- komandi. Sagðist hann um leið mundu fallast á frestun Brexit fram í janúar með því skilyrði að fallist verði á kosning- arnar. Jeremy Corbyn er ekki rótt vegna þessa leiks og þykist þekkja eitrað peð þegar hann sér það. Ástæðan sem hann gefur upp er sú að hann vilji hafa gulltryggt að Bretar fari ekki út úr ESB „án útgöngu- samnings“. Raunverulega ástæðan er hins vegar sú að að skoðana- kannanir sýna að Verka- mannaflokkurinn muni fara mjög illa út úr kosningum nú og yrði sú raunin er augljóst að Corbyn yrði ekki lengur sætt á leiðtogastólnum og draumurinn um forsætisráð- herratign mundi breytast í martröð. Og vissulega er það svo að kannanir spá því að Íhaldsflokkur Borisar muni koma sterkur frá kosningum um þessar mundir. Og á næstu 5-6 vikum getur margt óvænt gerst sem kynni að gjörbreyta stöðunni. Fyrir aðeins tveim- ur árum knúði May fram kosn- ingar í krafti jákvæðra kann- ana, en kom svo frá þeim með tapaðan meirihluta á þingi. Kannski eru komin kaflaskil í Brexit en kannski ekki} Frumlegir leikir og afbrigði en lítið gerist Atlantshafs-bandalagið, sem Ísland tók þátt í að stofna fyrir sjötíu árum, hefur stuðlað að friði og öryggi í þessum heimshluta allar götur síðan. Fjölgað hefur í hópi bandalags- ríkja, ekki síst eftir fall Sov- étríkjanna og Varsjár- bandalagsins, og við fjölgun er markmiðið ávallt hið sama; að auka stöðugleika og öryggi í Evrópu og styðja við lýðræð- isþróun. Í gær gerðist það að Alþingi samþykkti inngöngu Lýðveld- isins Norður- Makedóníu í Atl- antshafsbandalag- ið og með inngöngunni verða aðildarríkin orðin þrjátíu talsins. Þetta er jákvætt skref sem flestir styðja og fagna. Á Al- þingi náðist þó ekki samstaða um málið. Vinstri grænir studdu það ekki og var svo sem ekki við því að búast miðað við afstöðu þeirra til Atlantshafs- bandalagsins. En athygli vakti að flestir þingmenn Pírata voru samstíga Vinstri grænum í andstöðunni. Píratar og Vinstri grænir samstíga í andstöðunni við Atl- antshafsbandalagið} 30. aðildarríkið L ögspekingurinn Njáll á Bergþórs- hvoli á að hafa sagt fyrir margt löngu „með lögum skal land vort byggja, en með ólögum eyða“. Þetta er um margt rétt. Ef laga- setning frá Alþingi er ekki skýr, í takt við tím- ann og ríkjandi viðhorf reynist eðlilega erfitt fyrir borgarana að fara að þeim sömu lögum. Dæmi um úrelta lagasetningu eru þau ólög að refsa fólki með fangelsisvist fyrir að móðga aðra manneskju. Þessi ákvæði almennra hegn- ingarlaga stangast á við tjáningarfrelsið og vernd mannréttinda. Í gær mælti ég fyrir frumvarpi til laga um bætur vegna ærumeiðinga. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði sérstök lög um bætur vegna ærumeiðinga og að samhliða því verði nánast öll ákvæði almennra hegningarlaga sem fjalla um ærumeiðingar felld á brott. Þetta eru tímabærar breytingar á tæplega 80 ára gömlum ákvæðum um refsingar vegna ærumeiðinga. Eins og gefur að skilja hafa orðið umtalsverðar breytingar á löggjöf um tjáning- arfrelsi á þeim tíma. Ber þar hæst tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar frá árinu 1995 og lögfesting Mannrétt- indasáttmála Evrópu árið 1994, þar sem finna má ákvæði sem sérstaklega fjallar um tjáningarfrelsi. Samkvæmt eldri lögum, sem nú falla úr gildi, er hægt að dæma einstakling í eins árs fangelsi fyrir móðgun. Það gef- ur auga leið að það stenst ekki tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þau ákvæði hegningarlaga sem fjalla um ærumeiðingar endurspegla því hvorki raun- verulega réttarframkvæmd né nútímaviðhorf um tjáningarfrelsi og ærumeiðingar sem refsiverðan verknað. Samkvæmt nýjum lögum geta ein- staklingar þó enn höfðað meiðyrðamál og krafist bóta af þeim sem þeir telja að hafi skaðað æru þeirra. Það er samt töluverður munur á því að krefjast bóta og setja menn í fangelsi. Þá eru jafnframt lagðar til breytingar er fella á brott ákvæði um óvirðingu íslenska fánans og fangelsisrefsingu þar um. Aðrar reglur um þjóð- fánann haldast óbreyttar sem og sektarheimildir. Nú velta eflaust einhverjir því fyrir sér hvort með þessu sé verið að hvetja til ærumeiðinga ein- staklinga eða óvirðingar fánans. Það er þó ekki svo. Við eigum sem þjóð að virða fánann okkar og vera stolt af honum, enda munu fánalögin sem slík halda gildi sínu. Aftur á móti verðum við að viðurkenna rétt einstaklinga til að tjá skoðanir sínar og takmarka þá möguleika sem ríkið hefur til að dæma menn í fangelsi fyrir að tjá þær. Hvergi á Norð- urlöndunum eru ákvæði í sambærilegum lögum til að stinga mönnum í steininn fyrir ofangreind atriði og það er ekkert sem kallar á að íslensk lög séu með öðrum hætti. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegrar og upp- lýstrar umræðu. Öllu jafna förum við misvel með þennan hornstein, en við þurfum ekki að fangelsa þá sem fara illa með hann. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Hver á heima í tugthúsinu? Höfundur er dómsmálaráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Magnús Erlingsson, prófastur á Vestfjörðum og sóknarprestur á Ísafirði, segir að þar um slóðir haldi fólk sig við útfarir á laugardögum. „Á stöðum eins og höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri eru útfararstofur sem sjá um skipulagningu útfara og fagfólk syngur við útfarir þannig að það hentar því betur að hafa þessar athafnir á virkum dögum. Hjá okkur kemur fólk að jarðarförum þegar það á frí í sinni föstu vinnu; smiðurinn og rakarinn og bakarinn og allir þeir. Fólki hér fyrir vestan finnst líka þægilegt að hafa útfarir um helgar svo ættingjar geti komið vestur og kannski gist í 1-2 nætur hjá skyldfólki,“ seg- ir Magnús. Óbreytt á Vestfjörðum SMIÐURINN OG BAKARINN OG RAKARINN OG ALLIR ÞEIR …

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.