Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 17

Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 ✝ Kristján Krist-jánsson fæddist í Stege á eyjunni Møn í Danmörku 18. desember 1932. Hann lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Hlíð á Akureyri 12. októ- ber 2019. Foreldrar hans voru Dusine Elisa- bet Kristjánsson, fædd Nilsen, f. 22. október 1900, d. 5. október 1983, og Jakob Kristjánsson prentari, f. 8. mars 1887, d. 3. ágúst 1964. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum í Stege til 14 ára aldurs en þá fluttust þau til Íslands og sett- 2002. Eiginkona Kristjáns er Björg Þórðardóttir, f. 30. apríl 1938 á Kleifum í Ólafsfirði. For- eldrar hennar voru Helga Sig- ríður Sigvaldadóttir, f. 3. júní 1914, d. 22. desember 1986, og Þórður Halldór Ólafsson, f. 10. júlí 1909, d. 3. júní 1953. Synir Bjargar og Kristjáns eru: 1) Kristján, f. 28. júní 1962, kvænt- ur Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, f. 10. janúar 1963. Börn þeirra eru Þórunn Bryndís, f. 2. apríl 1992, Högni Hjálmtýr, f. 10. apríl 1994, Brynja Björg, f. 4. janúar 2000, og Kári, f. 24. júlí 2004. 2) Jakob Þór, f. 18. mars 1965. Útför Kristjáns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 25. október 2019, klukkan 13.30. ust að á Akureyri. Kristján lærði prentsetningu í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, hann lauk námi sem prentari frá Graf- isk höjskole í Kaup- mannahöfn 1952 og sem auglýs- ingateiknari frá Kunsthånd- værkerskolen 1961. Þegar námi lauk vann hann sem auglýs- ingateiknari í Prentsmiðju Odds Björnssonar í 10 ár en stofnaði svo eigin teikni- og auglýsingastofu sem hann starf- rækti allt til starfsloka haustið Pabbi minn og alnafni dó tæpra 87 ára, aðfaranótt laugardagsins 12. október. Hann var vissulega lítið fyrir tilfinningasemi og hefði ekki viljað láta mæra sig í minn- ingargrein en ég læt slag standa. Hann var auglýsingateiknari og rak stofu á Akureyri um áratuga skeið og akureyrskur iðnaður sem var svo stór á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum bar hand- bragði hans skýrt merki. Hann teiknaði og teiknaði í 40 ár, fram yfir aldamótin og maður sá hann á hverjum degi birtast í verkum sín- um, á mjólkurfernunum fyrir Mjólkursamlagið, á sápuvörunum fyrir Sjöfn, á plastvörum fyrir Plasteinangrun og Sæplast, smjörlíki og djús frá Flóru, kaffinu fyrir Kaffibrennsluna, matvælum frá Kjötiðnaðarstöð- inni, á umbúðunum fyrir Lindu- súkkulaðið, á gosflöskunum frá Sanaverksmiðjunni, á rassinum á Duffys-gallabuxunum og á öllum vörum KEA og Sambandsverk- smiðjanna meira eða minna, í sjónvarpsauglýsingum og út- varpsauglýsingum og blaðaaug- lýsingum, í bókum og á plötuum- slögum. Það hressir Braga kaffið. Jafnvel Egill sterki drekkur Thule og allt þetta og endalaust af fleira dóti, firmamerki, Slippurinn, Sæ- plast, Sjöfn og fleiri og fleiri. Þá eru ótalin mörg önnur verk við auglýsingar og sýningahald á vörusýningum víða um lönd. Pabbi var fæddur og uppalinn í Danmörku, sigldi til Íslands með skipi strax eftir seinna stríð ásamt foreldrum sínum, Jakobi Krist- jánssyni prentara og Dusine El- isabet Nielsen frá Stege á eynni Mön. Hann var alltaf mikill Dani og lærði aldrei alveg að beygja ís- lenskuna rétt. Kaupmannahöfn var hans heimili fjarri Akureyri, hann flæktist um borgina, þekkti hana eins og lófann á sér og á vinnuferðum sínum eyddi hann kvöldunum við að hlusta á djass og endurheimta sambandið við föður- landið. Hann var með Danmörku í blóðinu þó að hann byggi lengst- um á Íslandi og á endanum varð hann hálflandlaus, Íslendingur í Danmörku, Dani á Íslandi. Pabbi og mamma, Björg Þórðardóttir, kynntust 1955, giftu sig 1958, þau bjuggu saman í Kaupmannahöfn þegar pabbi var að læra og nutu þess alla tíð að flakka saman um heiminn en líka um Ísland. Pabbi naut sín á ferðalögum og nýtti ferðirnar oft til að auka þekkingu á hönnun og arkitektúr og útliti og stíl og öllu sem þessu tengdist. Hann var nákvæmur og agaður og stundum óhóflega samviskusamur en líka umhyggjusamur, oft mjög fyndinn, úrræðagóður og traustur en ekkert sérstaklega mannblend- inn eftir því sem á ævina leið, reyndar var hann allur annar á dönsku en íslensku, þá skipti hann um ham og opnaðist allur. Pabbi minn reyndist mér alltaf óendan- lega vel og vildi allt fyrir mig og mína fjölskyldu gera, örlátur og dýrmætur pabbi og tengdapabbi og afi ekki síst. Hann lifði góða ævi, athafnasamur og metnaðar- fullur en varð ólíkur sjálfum sér síðustu árin, hjálparþurfi og utan við sig og líkaði það ekki vel. Mamma mín og Jakob bróðir minn önnuðust hann af mikilli þol- inmæði og væntumþykju, þar til yfir lauk. Hann fékk fremur frið- sælt andlát, saddur lífdaga og óljóst hvort hann tók eftir okkur sem vorum hjá honum síðustu dagana. Hans verður sárt saknað. Kristján Kristjánsson. Afi minn var hálfur Dani og mér verður það alltaf minnisstætt að fyrsta ferðin mín til útlanda var með fjölskyldunni til Danmerkur með afa í farabroddi þar sem hann dró okkur alla leið á eyjuna Fanø þar sem við leigðum hús og synt- um í sjónum. Alltaf var ég jafn stoltur af því fyrstu árin í grunn- skóla að geta sagt við félagana að ég væri af dönskum uppruna þeg- ar verið var að státa sig af því að eiga ættir að rekja til útlanda. Afi vann sem auglýsingateikn- ari og var mjög fær. Hann nýtti sér það einnig í þágu fjölskyldunn- ar en sem dæmi voru öll jólakort unnin í tölvu frá grunni og sér- hönnuð fyrir hvern og einn. Alltaf sást langar leiðir þegar verið var að skoða pakkana á aðfangadag hvaða gjafir voru frá ömmu og afa, því kortin báru af. Akureyri hefur lengi vel verið talinn fremsti skíðabær landsins og fyrir þann sem stundaði skíði og bjó fyrir sunnan var einkar heppilegt að eiga ömmu og afa í bænum. Farnar voru ótal ferðir norður í land í æfinga- og keppn- isferðir og í stað þess að taka svefnpokann með og gista á bedda í skíðaskála breiddi ég úr mér í húsinu hjá ömmu og afa í Hamra- gerðinu. Afi útbjó aðstöðu í bíl- skúrnum hjá sér til þess hægt væri að gera skíðin klár fyrir næsta dag, brýna kanta og bera á vax. Amma breytti sjónvarsher- berginu í svefnherbergi og passaði upp á að enginn færi svangur upp í fjall á æfingu. Allt var gert fyrir barnabörnin á meðan heimsóknin stóð yfir. Með tímanum tók skíðaferðun- um norður að fækka en alltaf var þó jafn gott að skreppa í heimsókn til ömmu og afa, það breyttist ekk- ert. Síðustu ár voru afa erfið og maður fann á sér undir lokin að hann hafði ekki orku í mikið meira, en alltaf er það erfitt þegar stundin rennur upp. Það er erfitt að hugsa til þess að þú verðir ekki áfram með okkur þegar förinni er heitið norður. Takk fyrir allar góðu minningarn- ar, elsku afi. Högni Hjálmtýr Kristjánsson. Í dag kveðjum við afa minn Kristján. Minningin um hann er sterk, þar sem hann sat inni í stofu eða úti í garði, sagði sögur frá Danmörku, reytti af sér brandara eða stríddi ömmu smávægilega til að láta okkur systkinin hlæja. Hann vildi allt fyrir okkur barna- börnin gera. Hvort sem það var að spila við okkur Matador, sem gat staðið yfir í nokkra daga, skutla okkur upp í Hlíðarfjall á skíðaæf- ingu eða -mót eða keyra yfir í næstu bæjarfélög til þess að horfa á okkur keppa í fótbolta. Hann virtist aldrei þreytast á því að snú- ast í kringum okkur, sama hvað okkur datt í hug að gera eða við báðum hann um. Að fara norður í Hamragerði var alltaf tilhlökkunarefni þar sem afi tók alltaf fagnandi á móti manni og faðmaði þétt að sér áður en hann dró fram skál af af- anammi sem við systkinin skipt- um á milli okkar. Afi sagði okkur oft sögur af ferðalögunum sínum en eina sögu sagði hann mér þó oftar en aðrar, og þá sérstaklega þegar honum fannst ég vera orðin aðeins of gömul, en það var þegar hann kom til Freiburg og við hittumst í fyrsta skipti. Þá var hann að verða sextugur og ég nokkurra mánaða. Með sögunni fylgdi iðulega ferð inn í bílskúr þar sem hann sýndi mér hvítvínsflösku í kassa sem ég hafði gefið honum í sextugsgjöf og sagði að við myndum drekka hana saman við tækifæri. Ég á margar einstaklega góðar minningar um afa minn úr heim- sóknum mínum til Akureyrar, ferðalögin um landið og einstaka ferð til Danmerkur þar sem hann leiddi okkur um götur Kaup- mannahafnar eins og honum ein- um var lagið. Nú þegar hann er farinn verður Hamragerðið óneit- anlega aðeins tómlegra en eftir lifa minningar og sögur um ynd- islegan afa sem ég mun sakna mikið og var einstaklega heppin að eiga í öll þessi ár. Takk fyrir samveruna, elsku afi. Þórunn Bryndís. Í dag kveðjum við Kristján Kristjánsson, auglýsingateiknara og hönnuð, til heimilis í Hamra- gerði 31 á Akureyri. Kristján og kona hans Björg Þórðardóttir ásamt sonunum Kristjáni og Jak- obi, voru nágrannar foreldra minna og okkar systkinanna til margra ára á 8. og 9. áratug síð- ustu aldar. Þá mynduðust vina- tengsl sem tengja okkur sterkum böndum enn í dag eftir ósýnileg- um streng sem liggur frá Kotár- gerði til Hamragerðis rétt ofan gatnamóta þessara gerða og rétt neðar þar sem iðulega skóf í snjó- skafl allsvakalegan þegar gekk á með norðan vetrarstormi. Við Jakob urðum æskuvinir og ég var heimagangur í Hamragerði 31 um árabil. Ef ég var ekki hjá Kobba, þá var Kobbi hjá mér. Þegar ég heyrði af andláti Kristjáns Krist- jánssonar brá strax fyrir mynd í hugskoti mínu úr stofuglugganum á Hamragerði 31. Þessu glæsilega húsi sem mér fannst minna á hulduheima. Það var eins og að ganga í hamar að koma þar inn. Hverfa inn í náttúruna, sameinast henni – og þegar inn var komið tóku við upplýstir salir og hlut- fagrir. Þaðan er útsýn mikilfeng- legt, horft af brekkunni út Eyja- fjörð sem hlykkjast norður í eilífðina, þangað sem miðnætur- sólin kyssir Kaldbak á björtum sumarkvöldum. Síðast sá ég Kristján í sumar, einmitt í þessari stofu útsýnisins, þegar ég fagnaði stúdentsafmæli á Akureyri. Þá kom ég aftur í Hamragerði til Jak- obs, Bjargar og Kristjáns, inn á fallega heimilið þeirra þar sem hugsað er fyrir hverjum hlut. Kristján sat í stól með teppi yfir sér. Það var augljóslega af honum dregið. Hann þekkti mig þó og það brá fyrir „glimt í öjet“, hann nefndi nafn mitt, við heilsuðumst og brostum. Það var stutt í glensið hjá Kristjáni sem hló smitandi hlátri. Heimili Bjargar og Kristjáns var einstaklega fallegt og stíl- hreint enda húsráðendur fagur- kerar með næmt auga fyrir hlut- föllum og því sem passar saman. Kristján var flinkur auglýsinga- teiknari og hönnuður, menntaður í Danmörku þar sem móðurfólk hans bjó og býr enn. Hann teikn- aði og hannaði margt snjallt, eins og umbúðir og auglýsingar sem urðu hluti af tilverunni fyrir norð- an. Um það var ekki rætt sérstak- lega en maður heyrði af því og fannst mikið til þess koma. Krist- ján hafði fallega rithönd og útbjó verðlaun þegar við félagarnir í neðri gerðunum kepptum í íþrótt- um og skák. Ég fann uppi á lofti eitt slíkt fyrir nokkru – skákvið- urkenningu Rauða riddarans. Þá lyftist brún og lifnuðu tímar. Fyrir nokkrum árum nutum við aftur leiðsagnar Kristjáns þegar hann aðstoðaði við bókakápur og útlit skákbóka og tímarita. Nú vitja ég hennar æsku norður á Akureyri og gamla tímans sem rennur í gegnum mig eins og lítil elfur sem mann langar að setjast við og blístra í strá um leið og ég kveð góðan mann. Hugur minn er hjá Jakobi og Björgu, Kristjáni og Kristínu og börnum þeirra. Bless- uð sé minning Kristjáns Krist- jánssonar. Pálmi Ragnar Pétursson. Kristján Kristjánsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi okkar. Takk fyrir að vera til staðar. Takk fyrir að hafa dyrnar alltaf opnar í Hamragerði. Takk fyrir að sækja okkur upp í Hlíðar- fjall sama hvernig viðraði. Takk fyrir að fylgjast með okkur á skíða- og fótbolta- mótum og hafa trú á okkur. Takk fyrir að hugsa alltaf vel um – og dekra við okk- ur. Takk fyrir að vera æv- intýragjarn og sýna okkur að allt er hægt. Takk fyrir afanammið. Takk fyrir allt, við sjáumst seinna. Þín, Brynja Björg og Kári. ✝ Regína Vil-helmsdóttir var fædd 3. apríl 1931 á Sauð- árkróki í húsinu Klöruminni. Hún lést á Dvalarheim- ili aldraðra á Sauð- árkróki 19. októ- ber 2019. Hún var dóttir hjónanna Baldeyj- ar Reginbalds- dóttur, f. 22.8. 1898, d. 15.5. 1973, og Jónasar Vilhelms Lár- ussonar f. 15.2. 1902, d. 22.11. 1963. Systkini hennar voru Sig- ríður Björg, f. 23.8. 1923, d. 7.12. 2016, Sigurður Kristján, f. 27.10. 1925, d. 7.1. 2007, Lára, f. 17.9. 1928, d. 19.10. 2018, og Guðmundur Vignir f. 20.5. 1943, sem lifir systkini sín. Fullt skírnarnafn hennar var Regína Bjargey en hún notaði aldrei seinna nafnið. Á fyrsta ári flutti hún að Tungu í Gönguskörðum og það- an fjögurra ára gömul, 7. júní 1935, að Sævarlandi í Laxárdal Ytri Skefilstað- arhreppi. Hún hlaut hefð- bundna barna- skólamenntun í formi farskóla. Mestallan starfs- aldur sinn vann hún á Sævarlandi að undanskildum tíma þegar hún vann á Hótel Tindastóli og Hótel Villa Nova á Sauðárkróki og einnig við barnapössun í Reykjavík hjá Ingunni frænku sinni. 4. ágúst 1956 eignaðist hún einkadóttur sína Jósefínu E. Hansen. Faðir hennar var Er- lendur Hansen, f. 26.8. 1924, d. 26.8. 2012. Maður Jósefínu er Tryggvi G. Eymundsson, f. 8.10. 1940, og dóttir þeirra Regína Petra, f. 30.4. 1991. Maður hennar er Ingi Valur Haraldsson, f. 26.3. 1991. Regína verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 25. október 2019, klukkan 14. Enn er höggvið skarð í raðir þess fólks sem taldist fullorðið eða komið á miðjan aldur þegar ég var að alast upp í Skefils- staðahreppi, eins og sveitarfé- lagið hét þá á austanverðum Skaga, og er nú orðið æði fáliðað í þeim hópi. Nú er fallin frá Reg- ína Vilhelmsdóttir frá Sævar- landi, en þar átti hún heima nær alla sína ævi og bjó þar með for- eldrum sínum og bræðrum og í framhaldi dóttur sinni og hennar fjölskyldu. Nokkrar fyrstu minninga minna eru tengdar Sævarlands- fólkinu, heimsóknum eða öðrum samskiptum. Við kaffispjall og góðar veitingar hefur maður oft setið í litla eldhúsinu á Sævar- landi, þar sem alltaf virðist vera nóg pláss og nægur tími. Ekki var Regga kona sem tranaði sér fram eða var með óþarfa orða- gjálfur, heldur var hún fremur hlédræg en gat verið föst á mein- ingunni ef því var að skipta. En það var líka stutt í spaugið og gamansemina. Ekki ræddi hún mikið sína hagi eða langanir í líf- inu enda lagði hún sig fremur fram við að þjóna öðrum en huga að eigin hag. Það mun ekki hafa verið létt fyrir hana á sínum tíma að vera einstæð móðir og maður fann hve þakklát hún var þeim sem þá reyndust henni vel. Mik- ill gleðigjafi hefur þó dóttirin og hennar fjölskylda orðið henni. Regga var létt á fótinn á sín- um yngri árum, hún var dugnað- arforkur og afar handlagin, sem kom fram í fallegri handavinnu og ýmsu öðru sem hún tók sér fyrir hendur, sem ekki var heigl- um hent. Í þau ófáu skipti sem ég fór í göngur í Tindastóli var alltaf séð til þess að klæðnaður væri góð- ur, nægilegt nesti, vasahnífur og snærisspotti í vasa. Já, enn er gott að koma í eld- húsið á Sævarlandi, þó er ekki allt sem áður var, við borðsend- ann situr ekki lengur gömul kona sem býður mann velkominn með kossi. Heimilisfólkinu á Sævarlandi og öðrum aðstandendum færum við Margrét innilegar samúðar- kveðjur. Kári Sveinsson, Hafragili. Regína Vilhelmsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐRÚNAR BJARNARDÓTTUR, Diddu í Holti. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir góða umönnun og hlýju. Jóhanna Sigríður Harðard. Már Ólafsson Sigurður Jónsson Björn Harðarson Anna Harðardóttir Sigurður Kristinsson Sigurður Harðarson Manon Laméris barnabörn og barnabarnabörn Við sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA SVEINS JÓHANNSSONAR, Sunnubraut 6, Þorlákshöfn. Geirlaug Sveinsdóttir Jóhann Sveinsson Hafdís Björk Guðmundsdóttir Ólafur Helgi Ólafsson Bjarni Ágúst Sveinsson Þóra Birna Gísladóttir barnabörn og langafabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, DR. HALLDÓRS I. ELÍASSONAR, stærðfræðings og prófessors emeritus við Háskóla Íslands. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks blóðlækningadeildar Landspítala fyrir alúð og góða umönnun. Björg Cortes Stefánsdóttir Stefán V. Halldórsson Anna Margrét Halldórsdóttir Haraldur Darri Þorvaldsson Steinar Ingimar Halldórsson Xue Li Halldór Alexander Haralds. Jökull Ari Haraldsson Hugrún Eva Haraldsdóttir Ari Cortes Li Steinarsson Aron Cortes Li Steinarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.