Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 19
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Sveinn Skúlason og
Erna Valsdóttir.
Kynni okkar Egils hófust þeg-
ar ég stofnaði Skokkhópinn í
Grafarvogi haustið 1992. Þau Vig-
dís voru með þeim fyrstu sem
slógust í hópinn, hóp sem átti eft-
ir að vaxa og dafna, ferðast og
njóta lífsins saman jafnt á æfing-
um sem utan. Félagslegi þáttur-
inn var alltaf mikils virði og áttu
þau ekki síst þátt í því að margt
skemmtilegt var gert fyrir utan
æfingarnar sjálfar. Ef eitthvað
heppnaðist vel þessi fyrstu ár var
næsta víst að það yrði gert að
hefð. Besta dæmið er sennilega
að á gamlársdag 1993 ákváðum
við að taka þátt í Gamlárshlaupi
ÍR sem þá var tæplega 10 km
langt þar sem endaspretturinn
var upp Túngötuna að íþróttahúsi
ÍR að endamarkinu. Við vorum
einungis þrjú úr hópnum sem
mættum þar sem okkur þótti
þetta frekar löng vegalengd. Rétt
fyrir hlaup laumaði Egill því að
okkur að hann væri búinn að setja
kampavín í ísskápinn á vinnustof-
unni sem hann var með á Túngöt-
unni og hvort við kíktum ekki inn
eftir hlaup. Hlaupið var eftir-
minnilegt, hefðin skapaðist og all-
ar götur síðan í 26 ár höfum við
hist á teiknistofunni hans og síðar
á arkitektastofu þeirra Alla og fé-
laga okkar í Arkís sem tóku við
keflinu og skálað fyrir liðnu hlau-
paári og sagan rifjuð upp. Þau
Egill og Vigdís gáfu líka hópnum
gestabækur þar sem stendur á
forsíðunni. „Trimmhópur Fjölnis
– hress og kát á hreyfingu. Í
þessa bók má skrifa hlaup og
mannfagnaði. Trimmkveðjur Eg-
ill og Vigdís.“ Bækurnar urðu
tvær og geyma dýrmæt afrek,
myndir og minningar frá þessum
tíma. Egill var sannarlega einn af
þessum styrku stoðum sem gerðu
hlaupahópinn samheldinn og öfl-
ugan. Eftir að hlaupastundum
fækkaði hittumst við oft í starfi
okkar innan Oddfellowreglunnar,
þar sem hann var tryggur og
traustur félagi.
Um leið og við þökkum sam-
fylgdina vottum við Vigdísi og
fjölskyldunni allri okkar dýpstu
samúð. Söknuðurinn er sár en
minningarnar lifa.
Erla og Stefán.
Fyrir um 30 árum lánaðist for-
eldrum okkar að fá lóð til hús-
byggingar við hlið lóðar Egils og
Vigdísar í Grafarvogi. Fljótlega
kom á daginn að eigendur lóð-
anna við Baughús 36 og 38 fengu
ekki aðeins besta útsýnið heldur
einnig bestu nágrannana. For-
eldrar okkar og Egill og Vigdís
urðu fljótt vinir og studdu hvert
annað við húsbyggingarnar. Vin-
áttan varð svo enn nánari með ár-
unum og saga fjölskyldna okkar
verið samofin æ síðan. Ekki kom
það á óvart að hús Egils og Vig-
dísar var sérstaklega nýstárlegt
og fallegt, byggt úr öðrum efnum
en hin húsin við götuna og bar
fagkunnáttu hans sem arkitekts
og listrænu innsæi fagurt merki.
Svo ekki sé minnst á allar þær fal-
legu myndir og gripi sem enn
prýða heimili þeirra hjóna. Egill
og Vigdís hafa alltaf verið afar
samhent hjón enda aldrei talað
um Egil án Vigdísar eða Vigdísi
án Egils á okkar heimili. Þau
sýndu okkur ætíð mikla ástúð og
hlýju og voru föður okkar mikill
stuðningur við fráfall móður okk-
ar sem var þeim svo kær vinkona.
Þau gerðu sér far um að sam-
fagna okkur systkinunum við sér-
staka áfanga í okkar lífi og sér-
staklega eru okkur minnisstæð
falleg orð Egils við brúðkaup
Önnu fyrir nokkrum árum.
Þegar að ferðalokum er komið
erum við afar þakklát fyrir að
hafa kynnst þeim hlýja og trausta
manni sem Egill var og erum
þakklát fyrir alla þá vináttu og
stuðning sem þau Vigdís sýndu
okkur og foreldrum okkar gegn-
um tíðina.
Við kveðjum Egil með miklum
trega og vottum Vigdísi, Tönju
og Arnari okkar dýpstu samúð.
Anna, Kristín og
Bjarki Björnsbörn.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þannig var kveðið um góða
drengi í árdaga í nafni hins háva.
Þessi fornu eftirmæli má einnig
viðhafa um minn gamla félaga og
vin Egil Má Guðmundsson arki-
tekt.
Eftir nám í byggingarlist réð
ég mig til Ingimundar Sveinsson-
ar arkitekts. Þegar á leið í okkar
samstarfi vann ég fyrir hann sem
sjálfstæður verktaki. Í minn stað
hjá Ingimundi kom ungur arki-
tekt, Egill Már Guðmundsson.
Við Egill unnum saman að verk-
efnum Ingimundar og tengdumst
við það vináttuböndum.
Þá var boðið til samkeppni um
nýbyggingu Verkfræðingafélags
Íslands. Við Egill ákváðum að slá
til, taka þátt og vinna saman til-
lögu. Svo fór að við unnum sam-
keppnina og hófst með því sam-
starf okkar næstu ellefu árin með
stofnun sameiginlegrar teikni-
stofu. Við unnum þar saman að
fjölbreytilegum verkefnum,
stórum og smáum, bæði bygging-
um og skipulagsverkefnum.
Í tímans rás skildi leiðir með
okkur Agli og stofnaði hann
ásamt fleirum teiknistofuna Ark-
ís. Sú stofa átti eftir að verða ein
öflugasta stofa landsins og liggja
eftir þá mörg glæsileg verk sem
bera höfundum sínum gott vitni.
Egill hélt ætíð utan um verk-
efni stofanna sem framkvæmda-
stjóri bæði með mér og með fé-
lögum sínum í Arkís. Hann hafði
góða leiðtogahæfileika sem birt-
ust okkur félögum hans í sköp-
unarkrafti, úthaldi og umhyggju.
Við sem urðum svo lánsöm að
vinna með Agli getum verið
þakklát fyrir þá gæfu að hafa
kynnst honum, skapað með hon-
um og átt með honum vegferð um
lífsins ólgusjó.
Við Sigga vottum Vigdísi og
fjölskyldu hennar einlæga samúð
okkar.
Blessuð sé minning Egils Más
Guðmundssonar.
Þórarinn Þórarinsson.
Tveir ungir arkitektar fengu
úthlutað hvor sinni íbúð í skipu-
lögðu fjölbýli. Þetta var á fyrri
hluta níunda áratugarins þegar
einstaklingar gátu byggt sér
íbúð. Úthlutað var eftir fjöl-
skyldustærð og fékk Egill stærri
íbúð á efri hæð ásamt bílskúr en
ég minni íbúð á þeirri neðri. Við
þóttum sjálfskipuð í að teikna
húsið. Á þessum tíma vorum við
bæði að koma undir okkur fót-
unum sem sjálfstætt starfandi,
þeir Þórarinn síðar í Túngötunni,
við Guðni í Bankastrætinu.
Samstarfið um litla fjölbýlið
okkar Egils var einstaklega gott
og gjöfult enda Egill fagmaður
fram í fingurgóma. Það fór þó svo
að Egill flutti aldrei inn í íbúðina,
var þá kominn með önnur plön
fyrir sig og sína.
Allar götur síðan hefur Egill
verið í nærumhverfinu sem koll-
egi og vinur og vandfundinn er
maður svo heilsteyptur, vamm-
laus og drengur góður.
Ég bið honum blessunar í
garðinum fagra hinum megin og
fjölskyldu hans huggunar hérna
megin.
Dagný Helgadóttir.
Ég var svo lánsöm
sumarið 2012 að vera
ráðin ásamt Halldóru
K. Magnúsdóttur
sem skólastjórnandi við Grunn-
skóla Grindavíkur. Ég þekkti
Halldóru ekkert þegar samstarf
okkar hófst en við fundum strax
sameiginlegan takt og gekk sam-
starf okkar afar vel alla tíð eða allt
þar til hún hætti störfum sumarið
2017. Það var gaman að vinna með
eldhuga eins og Halldóru sem
lagði sig alla fram um að sinna
starfi sínu vel og lagði á sig ótelj-
andi vinnustundir fyrir skólann og
samfélagið. Saman gengum við í
þau störf sem þurfti að sinna við
skólann og reyndum að koma okk-
ar sameiginlegu sýn á skólamál í
framkvæmd með okkar frábæra
starfsfólki. Við Halldóra vorum
ólíkar manneskjur og áttum ólík
áhugamál. Okkar sameiginlegu
Halldóra Kristín
Magnúsdóttir
✝ Halldóra KristínMagnúsdóttir
fæddist 25. júní
1957. Hún lést 10.
október 2019.
Útför Halldóru
fór fram 18. október
2019.
áhugamál sneru að
skólamálum, kennslu-
háttum og nýbreytni í
skólastarfi. Við áttum
ótal margar samveru-
stundir í vinnunni, á
kaffihúsum, heima og
víðar þar sem um-
ræðuefnið var nánast
alltaf skólamál. Ég var
líka svo heppin að fá að
fylgjast með því sem
hún elskaði mest af
öllu, fjölskyldu hennar, litlu krílin
að keppa í íþróttum, verkefnum
dætranna, flutningar, sæludvöl
fyrir vestan og austan og svo þegar
litla prinsessan fæddist í sumar.
Þetta voru svo sannarlega stundir
sem gáfu Halldóru mikið. Bar-
áttukonan Halldóra Kristín fékk
erfitt verkefni sl. sumar, verkefni
sem hún ætlaði að sigrast á en því
miður gekk það ekki. Það er eitt af
því sem ég lærði af Halldóru, við
tökumst ekki á við vandamál held-
ur miserfið verkefni. Ég sendi
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til fjölskyldunnar með þakklæti
í hjarta fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að kynnast og starfa með
Halldóru Kristínu.
Guðbjörg M. Sveinsdóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019
✝ Guðrún fæddistí Reykjavík 13.
júní, 1932. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Ljósheimum á
Selfossi 10. október,
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Loftur
Andrésson, bóndi á
Vestri-Hellum í
Gaulverjabæjar-
hreppi, f. 26. sept-
ember, 1889, d. 15. nóvember,
1979, og Helga Guðlaugsdóttir
frá Eystri-Hellum í sömu sveit, f.
12. apríl, 1905, d. 15. ágúst 1995.
Guðrún ólst upp við öll almenn
sveitastörf. Fyrst hjá foreldrum
sínum að Eystri-Hellum, en þegar
hún var tólf ára gömul, flutti fjöl-
skyldan að Vestri-Hellum, sem
var næsti bær. Barnaskólanám
stundaði hún í Barnaskólanum í
Gaulverjabæ. Alla starfsævi sína
vann hún við landbúnað og land-
búnaðarstörf, fyrst að búi for-
eldra sinna og seinna við hlið
dóttur sinnar er hún tók við búi
að Vestri-Hellum.
Hinn 26. nóvember
1960 giftist Guðrún,
Pálmari Þ. Eyjólfssyni,
organista og tónskáldi
í Skipagerði á Stokks-
eyri. Börn þeirra eru:
1) Andrés Pálmarsson,
f. 23. febrúar 1955.
Börn hans eru: a) Guð-
rún Helga, f. 1986,
sambýlismaður hennar
er Ívar Örn Gíslason, f.
1985. Barn þeirra er Aron Hjalti,
f. 2017. b) Magnús Arnar, f. 1993.
2) Helga Pálmarsdóttir, f. 5 mars
1958. 3) Eyjólfur Pálmarsson, f.
29. janúar 1960. Eiginkona hans
er Svanhildur Karlsdóttir, f. 5.
janúar 1958. Sonur Eyjólfs er
Magnús Kjartan, f. 1983. Sam-
býliskona hans er Sigríður Jóns-
dóttir, f. 1985. Dóttir Magnúsar
Kjartans er María Dögg, f. 2009.
Um áratugaskeið söng Guðrún í
kirkjukórnum í Gaulverjabæ.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Gaulverjabæjarkirkju í dag, 25.
október 2019, klukkan 14.
Elskuleg frænka mín, Guðrún
Loftsdóttir, Vestri-Hellum í Gaul-
verjabæjarhreppi, er látin. Mig
langar til að kveðja hana með
nokkrum orðum – aðrir munu ef-
laust fjalla um líf hennar og starf.
Við Gunna höfum átt margar
góðar stundir saman gegnum tíð-
ina, þó að sannarlega hefðu þær
mátt vera miklu fleiri. Þegar ég
var krakki var alltaf tilhlökkunar-
efni að fara austur í Flóa og heim-
sækja Loft ömmubróður og hans
góðu konu Helgu og fjölskyldu
þeirra. Ekki var síst gaman að
hitta Gunnu frænku, sem alltaf
var glöð í bragði, snaggaraleg og
skemmtileg.
Árin liðu, krakkar uxu úr grasi,
nýjar kynslóðir komu. Ég kom af
og til í heimsókn með mömmu og
börnum mínum og síðari árin með
barnabörnum. Öllum þótti gott að
koma að Vestri-Hellum.
Við Gunna töluðum líka oft
saman í síma í seinni tíð, og alltaf
var gaman að spjalla við hana.
Eftir erfið veikindi og langa
sjúkrahúslegu undanfarið lenti
Gunna um tíma í hálfgerðri útlegð
vegna skorts á hjúkrunarrými. En
hún var fyrir allnokkru komin í
góða og örugga höfn á Ljósheim-
um á Selfossi, þar sem henni leið
vel og hún var nærri fjölskyldu
sinni.
Síðast þegar ég kom til Gunnu
frænku á Ljósheimum sat hún og
hlustaði á tvo hressa harmóníku-
leikara, sem glöddu heimilisfólkið.
Ég settist hjá henni og við hlust-
uðum góða stund saman á fjörug
lög og rauluðum stundum með.
Síðan fórum við inn til hennar og
fengum kaffi og með því og spjöll-
uðum um heima og geima eins og
alltaf þegar við hittumst. Þetta var
indæl stund.
Heilsunni hafði sannarlega
hrakað en hugurinn var skýr og
gaman var að ræða við hana, ekki
bara um gamla daga, hún hafði allt
á hreinu um sitt fólk og vini og ná-
granna og hvað væri að gerast í
heiminum. Það var stutt í kímnina
og fallega brosið og ekki grunaði
mig þá að þetta væri okkar síðasti
fundur, en hún andaðist hálfum
mánuði seinna.
Ég kveð kæra frænku með
þakklæti fyrir allt og allt frá mér
og mínum.
Hvíl þú í friði.
Guðrún Magnúsdóttir
(Dúna).
Það tókst snemma góð vinátta
milli foreldra minna og fólksins á
Vestri-Hellum sem í daglegu tali
voru alltaf kallaðar Hellnahjá-
leiga. Þetta hófst á meðan við
bjuggum í Brandshúsum um miðj-
an 5. áratuginn. Dag nokkurn kom
Gunna, sem nú er kvödd, til
mömmu og trúði henni fyrir því að
hún væri svo skotin í nýja söng-
stjóranum í kirkjunni í Gaul-
verjabæ. Spurði hún mömmu
hvort það væri viðeigandi að hún
sendi honum jólakort. Svarið hlýt-
ur að hafa verið „já“ því að tímans
rás sá svo um framhaldið og þau
Pálmar, sá sómamaður, urðu
seinna hjón.
Alltaf var síðan mikill samgang-
ur milli Skógsness og V-Hellna og
þá helst heimsóknir pabba til
þeirra og Lofts til okkar. Þegar
Loftur kom hékk maður gjarnan
yfir samræðum fullorðna fólksins
– hlustaði á Loft segja gamansög-
ur, fara með misprenthæfar vísur
sem stundum runnu upp úr honum
eftir augnabliks þögn, taka í nefið,
svo eins og sauð á honum og það
tísti niðri í honum hláturinn.
Stundum kom hann ríðandi eða á
grápöddunni sem var massinn.
Hann gat verið laus við á málum
og lærði ekki að mjólka kýr vegna
óútskýranlegs flökurleika sem
sótti að honum þegar æfingin átti
að hefjast, „svo að ég varð að fara
út á tún og leggja mig“.
Helga sambýliskona Lofts var
þessi dæmigerða húsfreyja í sveit,
vann það sem þurfti að gera hverju
sinni, kát, gestrisin og hafði þægi-
lega nærveru. Ég minnist þess að
ég fékk að smakka flatkökur sem
Helga gerði og voru einungis úr
hveiti og reyndust bragðgóðar.
Margir áttu leið til þeirra á Vestri-
Hellum því þar var gaman að
koma.
Gunna var ákaflega mikið fyrir
búskap og lagði sig alla fram við
dýrin sem fengu óvenjulegar nafn-
giftir svo sem Kú-Píla og Níupun-
dakisi. Hún var úrræðagóð með af-
brigðum og forkur til vinnu, ekki
síst útiverkanna. Þetta var held ég
draumur Lofts, að hún yrði bóndi,
a.m.k. man ég eftir því þegar hann
var að tala um að hann hefði gefið
Gunnu jörðina því þar sá hann
framtíð hennar borgið.
Gunna söng sópran í kirkju-
kórnum og hafði sterkar skoðanir
á söng sem og mörgu öðru og lét
álit sitt í ljós umbúðalaust og talaði
hátt. Ég man hana útlista fram-
burð Hauks Morthens; að hann
hefði lært söng í Svíþjóð og syngi
því „komdu vina til boka“ í stað
baka. Þar kom víst til mismunur á
framburði sænskra og íslenskra
sérhljóða.
Ég á góðar og skemmtilegar
minningar um þetta fólk. Ég votta
börnum og öðrum aðstandendum
Gunnu samúð mína og ann henni
hvíldar í eilífðinni.
Þórdís Kristjánsdóttir.
Minningarnar lifa og það gera
þær svo sannarlega þegar við
hugsum til Gunnu okkar á Vestri-
Hellum.
Hjá þeim fengum við að heyra
allar sögur sem tilheyra umliggj-
andi náttúru og um ævintýrin sem
eru við hvert fótmál. Við gleymum
ekki svo auðveldlega álfunum og
huldufólkinu sem áttu heima við
túnfótinn og tröllinu sem bjó í
hálfhrunda hellinum, þess vegna
gátum við hlaupið mjög hratt á
milli bæjanna, hún stundum furð-
aði sig á því hvað við vorum
spretthörð.
Gunna kenndi okkur að lífið
snýst ekki bara um okkur mann-
fólkið heldur einnig um reyrinn
sem ilmar, kvakið í stelknum og
sjávarföllin sem toga í okkur. Við
máttum passa okkur á því að góla
ekki að tilefnislausu út í loftið því
þá myndu álfarnir hrökkva við.
Það átti líka að passa sig á því að
stíga varlega til jarðar í hulduhól-
unum því huldufólkið var velviljað
ef maður kæmi af virðingu fram
við það. Enn í dag lítum við til
fjalla til að athuga hvort tröll-
skessan sé að hengja út þvott því
af því mátti ráða í veður.
Svo var mikið hlegið á Vestri-
Hellum og gert að gamni sínu, og
það má vera að eitthvert okkar
hafi iðulega stungið af með kandís
í vasanum og falið sig þegar sæð-
ingamaðurinn átti leið hjá því
hann hló svo rosalega hátt og mik-
ið og þegar hann var farinn þá hló
Gunna líka mikið þegar hún fann
barnið aftur.
Hjá Gunnu var hvergi hægt að
fá eins góðar flatkökur og kleinur,
en hún hvessti líka á okkur augun
ef við komum of nálægt steikar-
pottinum því olían gæti stokkið
upp úr pottinum og brennt á okk-
ur gat. Og þó að manni hafi sárnað
þegar fallega Skjóna var slátrað
þá kunni Gunna að elda besta
hrossaketið og kjötbollurnar og
við lærðum snemma á það hvernig
lífið gengur sína hringrás.
Á Vestri-Hellum var gælt við
hverja skepnu, þeim var strokið
hátt og lágt og spjallað við þær
eins og aðra. Við kettina var talað í
sérstökum málróm og af mikilli
kímni, kisunum voru gerðar upp
alls konar skemmtilegar skoðanir
á daglegum athöfnum og við
skemmtum okkur mikið. Það ríkti
gleði í daglegum athöfnum og það
leiddist engum þegar setið var
saman og sungið um leið og fléttuð
voru höft fyrir kýrnar.
Eitt sinn þegar eitt okkar týnd-
ist fann Gunna viðkomandi grát-
andi á bak við hól því Kubbur,
gamli hundurinn, hafði drepist.
Hún strauk burtu tárin og gaf sér
góðan tíma til að lýsa dásamlegum
himnasléttunum þar sem grasið
bylgjast í andvaranum, sólin sleik-
ir vangann og fjöllin fagurblá í
fjarska. það þyrfti ekki að hafa svo
miklar áhyggjur af Kubbi, hann
var jú orðin dálítið gamall og hann
hefði það eflaust ekki svo slæmt
þarna uppi. Minningin er enn
kristaltær líkt og málrómur
Gunnu þegar hún lýsti þessum fal-
lega stað og við báðar strukum tár
af hvarmi.
Við strjúkum núna tár af
hvammi þegar við minnumst
Gunnu því hún átti í okkur hvert
bein. Við minnumst hennar með
einlægu þakklæti og hugsum til
þess að nú sé hún á himnaslétt-
unum umvafin fallegri náttúru,
brott gengnum vinum og vanda-
mönnum og síðast en ekki síst hópi
af dýrum.
Vilborg, Katrín og Andri,
Eystri-Hellum.
Þegar Guðrún Loftsdóttir
fæddist var mamma tíu ára stelpa í
sveit á Vestri-Hellum og var treyst
til að passa telpukornið, Gunnu
Lofts, eins og hún var alltaf kölluð
á Sólvallagötunni. Það varð upp-
hafið að ævilangri vináttu og elsku
þeirra í milli. Þau voru ófá skiptin
sem ég flæktist með mömmu og
ömmu að Vestri-Hellum, borðaði
óviðjafnanlegu flatkökurnar henn-
ar Helgu á Hellum og naut lífs-
gleði og galsa Gunnu og Lofts
ömmubróður, þegar sá gállinn var
á honum. Á sama hátt var fólkið
hennar Gunnu aufúsugestir heima
þegar það átti ferð „suður“, úr Fló-
anum í bæinn, sem var ennþá tals-
verð reisa þegar var ég var pjakk-
ur.
Svo lengi sem ég man var
Gunna gift Pálmari sínum, og í
þessi skipti sem ég kom í Gaul-
verjabæjarkirkju voru þau lífið og
sálin í tónlistinni, hann við orgelið
og hún með sína háu sópranrödd.
Músíkalskt par.
Lífið var Gunnu ekki alltaf auð-
velt og seinni árin glímdi hún við
áföll og heilsuleysi. Hún bar þann
kross með hetjuskap og óbuguðu
glaðlyndi. Ég man aldrei eftir að
hafa komið til hennar öðru vísi en
að hún hefði uppi spaugsyrði og
gerði grín að mótlætinu. Hún var
líka hafsjór af fróðleik, ekki síst
um okkar fólk, og kunni vísur eftir
ömmu sína og nöfnu og vísur eftir
föður sinn. Þessar vísur voru þess
virði að varðveita, en ég var sjaldn-
ast nógu fljótur að grípa þær. Nú
fækkar þeim sem þekkja þann
kveðskap, en ef hún amma hafði
rétt fyrir sér, er verið að rifja hann
upp í fjörlegum umræðum í vina-
hópi á betri stað við hestaheilsu.
Megi þær lifa, minningarnar
um Gunnu Lofts og hennar glöðu
og hugrökku sál, og megi þær ylja
börnunum hennar og öllu þeirra
fólki.
Markús Möller.
Guðrún Loftsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Egil Má Guðmundsson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.