Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 26
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslendingaliðið Álaborg hefur farið afar vel af stað í Meistaradeild Evr- ópu í handknattleik en liðið er með jafn mörg stig í sínum riðli og stórlið- in Barcelona og PSG. Álaborg er fyr- ir ofan lið eins og Pick Szeged, þýska meistaraliðið Flensburg og Celje Lasko sem eitt sinn vann keppnina. „Við erum strax komnir með dýr- mæt 8 stig sem er eitthvað sem á eft- ir að hjálpa okkur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Það er nokkuð ljóst. Við vorum afskaplega ánægðir með hvernig þetta spilaðist fyrir landsliðspásuna,“ sagði Janus Daði Smárason þegar Morgunblaðið færði þetta í tal við hann á lands- liðsæfingu á miðvikudaginn. Janus er í stóru hlutverki í sókn- inni hjá Álaborg en sveitunga hans frá Selfossi, Ómars Inga Magn- ússonar, nýtur hins vegar ekki við vegna höfuðáverka. Arnór Atlason er svo aðstoðarþjálfari liðsins. Álaborg kom á óvart á dögunum og lagði Flensburg að velli í keppninni. „Við áttum nokkuð þægilega nið- urröðun í upphafi keppninnar því þá mættum við liðum sem við viljum meina að séu slakari en við. Við unn- um þá leiki. Við förum inn í keppnina með því hugarfari að afreka eitthvað meira en bara að vera með eins og stundum hefur verið raunin með dönsk lið í þessari keppni. Ef manni hefði verið sagt fyrir tímabilið að við værum með 8 stig eftir fimm leiki þá hefði maður orðið mjög ánægður.“ Heima fyrir í Danmörku er Ála- borg stórlið og varð meistari síðasta sumar. Gerð er krafa um að liðið berjist um þá bikara sem í boði eru í danska handboltanum. „Við erum efstir í deildinni og er- um ánægðir með það. Við köstuðum frá okkur stigi á heimavelli sem var leiðinlegt í leik sem við hefðum átt að vinna. En að öðru leyti hefur okkur gengið vel að vinna jafna leiki sem hefur skilað því að við erum á toppn- um. Deildin er mjög jöfn og í raun geta allir unnið alla.“ Göppingen besti kosturinn Janus er búinn að taka þá ákvörð- un að fara til Þýskalands og samdi við Göppingen þar sem fjöldi Íslend- inga hefur spilað í gegnum árin eða allt frá því að Geir Hallsteinsson ruddi brautina árið 1973. Janus segir tímabært að taka næsta skref í bolt- anum. „Já, ég verð þá búinn að vera í þrjú og hálft ár í Danmörku. Mér finnst þessi staður henta mér vel vegna þess að til mikils er ætlast af mér. Ég ætti að fá strax hlutverk og ábyrgð í liðinu. Slíkar aðstæður henta mér best þegar ég fæ að vera stór hluti af því sem er í gangi. Baráttan er mjög hörð um Evrópusæti í þýsku deild- inni en hefðin er til staðar og metn- aðurinn mikill. Ég held að þetta henti vel mínum gildum,“ sagði Janus en spurður hvort hann hafi haft marga valmöguleika sagði hann Göppingen hafa verið mest spennandi. „Það var ekki eins og Kiel og Barcelona hefðu hringt í mig. Mér fannst Göppingen yfirburða mest spennandi af því sem í boði var. Ég ákvað að taka þessa ákvörðun nokk- uð snemma og þurfa þá ekki að velta því meira fyrir mér. Hinn kosturinn hefði verið að bíða lengur, sýna sig í Meistaradeildinni, og sjá hvað myndi gerast. En mér fannst þetta vera fínn valkostur á fínum tímapunkti og var ekki að flækja málið,“ sagði Janus Daði Smárason í samtali við Morgunblaðið en hann gengur til liðs við Göppingen næsta sumar og þá fer Ómar Ingi Magnússon einnig til Magdeburg. Erum afskaplega ánægðir  Íslendingaliðið Álaborg er í góðri stöðu í Meistaradeildinni  Vann þýsku meistarana  Er með jafn mörg stig og Barcelona og PSG í riðlinum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Danmörku Janus Daði og Elvar Örn Jónsson, sem báðir leika í Danmörku, á landsliðsæfingu í vikunni. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: Qarabag – APOEL Nikósía......................2:2 Sevilla – Dudelange...................................3:0  Sevilla 9, Qarabag 4, Dudelange 3, APO- EL 1. B-RIÐILL: Malmö – Lugano .......................................2:1  Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Malmö. Dynamo Kiev – Köbenhavn......................1:1  FC København 5, Dynamo Kiev 5, Malmö 4, Lugano 1. C-RIÐILL: Trabzonspor – Krasnodar.......................0:2  Jón Guðni Fjóluson kom inn á hjá Kras- nodar á 76. mínútu. Getafe – Basel............................................0:1  Basel 7, Getafe 6, Krasnodar 3, Trabzon- spor 1. D-RIÐILL: PSV Eindhoven – LASK Linz .................0:0 Sporting Lissabon – Rosenborg ..............1:0  PSV 7, Sporting 6, LASK 4, Rosenborg 0. E-RIÐILL: Celtic – Lazio .............................................2.1 Rennes – Cluj ............................................0:1  Celtic 7, Cluj 6, Lazio 3, Rennes 1. F-RIÐILL: Arsenal – Vitoria Guimares......................3:2 Eintracht Frankfurt – Standard Liege ..2:1  Arsenal 9, Frankfurt 6, Standard Liege 3, Vitoria Guimaraes 0. G-RIÐILL: Porto – Rangers ....................................... 1:1 Young Boys – Feyenoord .........................2:0  Young Boys 6, Porto 4, Rangers 4, Feyenoord 3 H-RIÐILL: CSKA Moskva – Ferencváros ................ 0:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann með CSKA en Arnór Sigurðsson fór útaf á 80. mín. Ludogorets – Espanyol ........................... 0:1  Espanyol 7, Ludogorets 6, Ferencváros 4, CSKA Moskva 0. I-RIÐILL: Gent – Wolfsburg ..................................... 2:2 Saint-Étienne – Oleksandriya................. 1:1  Gent 5, Wolfsburg 5, Saint-Étienne 2, Oleksandriya 2. J-RIÐILL: Istanbul Basaksehir – Wolfsberger ....... 1:0 Roma – Mönchengladbach ...................... 1:1  Roma 5, Istanbul Basaksehir 4, Wolfs- burger 4, Mönchengladbach 2. K-RIÐILL: Besiktas – Braga ...................................... 1:2 Slovan Bratislava – Wolves ..................... 1:2  Braga 7, Wolves 6, Slovan Bratislava 4, Besiktas 0. L-RIÐILL: AZ Alkmaar – Astana ............................. 6:0  Albert Guðmundsson lék ekki með AZ Alkmar vegna meiðsla.  Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki með Astana vegna meiðsla. Partizan Belgrad – Manchester United. 0:1  Manchester United 7, AZ Alkmaar 5, Partizan Belgrad 4, Astana 0.  Kim Andersson, vinstrihand- arskytta sænska landsliðsins í hand- bolta sem leikur með Ystad í Sví- þjóð, kemur ekki til með að spila með Svíunum í vináttuleikjunum gegn Íslendingum um helgina. Kristján Andrésson, þjálfari sænska landsliðsins, greindi frá því í gær að Andersson væri farinn heim af fjölskylduástæðum og mundi ekki taka þátt í leikjunum gegn Íslend- ingum en leikirnir eru liður í und- anbúningi liðanna fyrir Evr- ópumótið. Fyrri leikur þjóðanna fer fram í Kristianstad í kvöld og sá síð- ari verður í Karlskrona á sunnudag- inn. Eftir þessa tvo leiki mun Krist- ján velja leikmannahópinn sem spilar á Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð, Noregi og Austurríki í jan- úar. Svíar unnu til silfurverðlauna á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Kristján sagði einnig frá því að rétthenta skyttan Linus Persson yrði ekki með í leiknum í kvöld en hann vonast til að geta teflt honum fram á sunnudaginn. gummih@mbl.is AFP Þjálfari Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu mæta Íslendingum í tveimur vináttuleikjum í Svíþjóð um helgina. Kim Andersson verð- ur ekki með Svíum  Yfirgaf hópinn af fjölskylduástæðum skoðið úrvalið á facebook Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er. Opið: laugardag frá 10-18 – sunnudag frá 11-17 Vetrarfatnaður á g óðu verði Breytt og bætt búð Allir velkomnir SKÓR, FATNAÐUR, ,LEIKFÖNG, HANDKLÆÐI, YOGA DÝNUR, BAKPOKAR, GÖNGUSTAFIR, ÍSBRODDAR, GLERAUGU, LOPI, PRJÓNAR, NÁLAR, NEON VETTLNINGAR, GUMMITÚTTUR, SUNDGLERAUGU, SPIL, HÁRBURSTI, BENDLABÖND, VETTLINGAR, HÚFUR, GJAFAPOKAR, KORT, NAGLAKLIPPUR, DÚKKUR, TÖSKUR, TÓBAKSKLÚTAR, NÆLONSOKKAR, SKÓHORN, INNLEGG, BOLTAR, SÁPUKÚLUR, HLAUPASOKKAR, GJAFAVARA O.M.FL. á frábæru verði – fyrir alla fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.