Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Benedikt Hermann Hermannsson, betur þekktur undir listamannsnafni sínu Benni Hemm Hemm, heldur tónleika á Hressing- arskálanum í kvöld kl. 21 með nýrri hljóm- sveit sem skipuð er þekktum hljóðfæraleik- urum. „Miklabraut“, lag af næstu plötu Benna sem kemur út upp úr áramótum, hefur verið býsna mikið leikin í útvarpi upp á síðkastið, enda bæði grípandi og hressandi. Myndband við lagið hefur líka verið gefið út og sést Benni þar á gangi um bílakirkjugarð og ruslahaug. Benni er sérkennilega til fara í myndbandinu, klæddur hvítum fötum með hálsklút og hatt og í hvítum og svörtum skíðaskóm. Hvað á það eiginlega að fyrirstilla? „Ég bað hann Guðmund Jörundsson, mág minn og fatahönnuð, um að finna út úr því með mér hvernig ég ætti að vera klæddur. Ég spurði hann hvað ég gæti farið í þannig að ég væri sambland af útigangsmanni og engli og þá sagði hann að ég þyrfti að vera í skíða- skóm,“ svarar Benni. – Já, það liggur í augum uppi! En ertu að fara aftur í eldri tónlistina þína núna hvað stíl varðar? „Ég upplifi þetta þannig að ég sé að fara inn í einhvern heim sem ég var inni í. Ég var að grúska í gömlu plötunum til að spila eitthvað gamalt á þessum tónleikum á föstudaginn [í kvöld, innsk.blm.] og ég meika bara eiginlega ekki að spila neitt af því,“ segir Benni og hlær. – Hver er ástæðan fyrir því? „Ég þarf eiginlega að finna eitthvert svar við því, ég veit það ekki en ég get ómögulega gert mig spenntan fyrir því að spila eitthvert gamalt dót,“ svarar Benni að bragði. – Er ekki líka bara hollt fyrir listamann að vilja gera eitthvað nýtt? „Jú, ég upplifi það alla vega sem eitthvað mjög eðlilegt og hitt sem furðulega iðju, að grafa upp eitthvert gamalt dót.“ Aftenging – Arnar Eggert poppdoktor skrifaði um þig pistil í fyrra þar sem hann segir að þú hafir tekið u-beygju árið 2016 með plötunni Skor- dýrum. Veistu hvað hann á við með því? Er það tónlistarleg u-beygja eða eitthvað annað? „Ég tók rosalega mikla beygju yfir í að vera að vinna í þessu persónulega og hafði lítinn áhuga á tengingu við aðra, einhvern veginn. Svo gaf ég út aðra plötu síðasta haust, Fall, sem gekk enn lengra í þessu og er bara svona noise ambient plata. Ég lenti grínlaust nokkr- um sinnum í því að hitta fólk sem hafði hlustað á hana og þá rann upp fyrir mér að hún væri ekki bara í tölvunni hjá mér, að ég hefði gefið hana út. Þetta var það persónulegt og gekk lítið út á að tala við einhverja aðra.“ – Platan sem er væntanleg, er hún kannski alveg á hinum endanum? „Já, eiginlega. Síðasta vetur fékk ég svona eldingu í höfuðið og byrjaði að gera rosalega mikið af tónlist, fáránlega mikið og var svo kominn með alveg haug af dóti, kannski 80 lög og var að spá í hvað ég ætti eiginlega að gera við þau. Ég var í smávandræðum með það og var að spyrja fólk að því hvað ég ætti að gera og fékk einhvern smávinkil frá fólki sem sá þetta skýrar en ég, að það væri einhver Benna Hemm Hemm-plata í þessu, sem mér fannst fjarstæðukennt. Ég áttaði mig svo á því að þessi týpa í skíðaskónum væri að banka upp á,“ svarar Benni. Hefur áhrif að hjálpa öðrum Benni hefur verið tónlistarkennari í grunn- skóla til fjölda ára og er spurður að því hvort starfið hafi haft áhrif á hann sem tónlistar- mann, að kenna börnum og umgangast alla daga. „Það hefur alveg áhrif á mann að hjálpa öðrum við að skapa tónlist. Þegar maður er alltaf að telja öðrum trú um að þeir geti fengið hugmyndir, þurfi bara að nota þessa og hina aðferðina til þess að sækja þær, þá er frekar ólíklegt að maður lendi í vandræðum með það sjálfur. Það er líka bara mjög fínt, hristir upp í öllu kerfinu. Ég sæki alveg í að vera bara einn inni í herbergi að semja lög og pæla ekki í neinu öðru en það er ekki mjög hollt. Kennsl- an heldur lífi í kerfinu,“ segir hann. Benni segist hafa tekið sér hlé frá tónleika- haldi í nokkur ár og er spurður hvernig standi á því. „Ég hef bara ekki verið í stuði fyrir það, hef almennt verið að forðast það sem tónlist- armaður að tala við fólk, bara eins og ég væri með unglingaveiki einn inni í herbergi í jóla- boði,“ svarar hann sposkur. – Kannski er nauðsynlegt að taka sér gott frí frá tónleikahaldi stundum? „Já, ég fékk alveg nóg af þessum bransa en það er fínt að koma aftur inn í hann á eigin forsendum en ekki gera bara það sem maður heldur að maður eigi að gera.“ Benni segir að hann og hljómsveitin muni spila haug af nýjum lögum í kvöld. Hann hafi reynt að troða gömlum lögum í efnisskrána en þau hafi viljað fá að vera í friði. En ætlar hann að vera í skíðaskónum? „Nei, ég held ekki … en það er dálítið freist- andi.“ Týpa sem vill tala við fólk Glæsilegur Benni í myndbandinu við „Miklubraut“, hvítklæddur og í skíðaskóm.  Benni Hemm Hemm snýr aftur í skíðaskóm Hljómsveitin Seabear er aftur komin á kreik eftir heldur langt hlé, átta ár, og er þessa dagana að vinna í nýrri plötu, þeirri þriðju í röðinni sem kemur út á næsta ári á vegum þýsku útgáfunnar Morr Music. Fyrsta smáskífan af þeirri plötu kemur út í dag, föstudag, lagið „Waterphone“ og má nálgast það á helstu streymisveitum auk þess sem frumsýnt verður myndband við lagið, leikstýrt af Mána M. Sig- fússyni. Máni hefur m.a. unnið með Jóhanni Jóhannssyni, Ásgeiri Trausta, Ólafi Arnalds og hinni heimskunnu rokksveit Rolling Stones. Seabear snýr aftur á tónleika- svið á Iceland Airwaves tónlist- arhátíðinni sem hefst 6. nóvember. Verður það aðdáendum sveit- arinnar að vonum fagnaðarefni, löng bið þar með á enda. Ljósmynd/Inga og Lilja Birgisdætur Seabear Hljómsveitin er risin úr dvala og treður upp á Iceland Airwaves. Seabear snýr aftur Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær sín þriðju verðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Hvítur, hvítur dagur, á elstu kvikmyndahátíð Kan- ada, FNC í Montreal. Fyrri verðlaun hlaut Ingvar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi og á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í Rúmeníu. Mótleikkona Ingvars í myndinni, Ída Mekkín Hlynsdóttir, hlaut einnig verðlaun nýverið, á Hamptons-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkj- unum. Hvítur, hvítur dagur hefur nú alls hlotið sjö verðlaun frá því hún var frumsýnd á Critic’s Week í Cannes í maí síðastliðnum og hlaut þar ein af aðalverðlaunum dómefndar. Hlaut verðlaun í Kanada Ingvar Sigurðsson 15.15 tónleikasyrpan held- ur áfram göngu sinni kl. 15.15 á morgun í Breið- holtskirkju, með tónleik- unum „Fágæti fyrir fa- gott“. Leikin verða verk fyrir fagott í ýmsum sam- setningum með áherslu á að kynna tónverk sem sjaldan heyrast flutt á tónleikum, segir í tilkynn- ingu, og eru flest verkanna frönsk. Að- algestur tónleikanna verður franski fagott- leikarinn Franck Leblois sem heldur masterklass í Menntaskóla í Tónlist, MÍT, í dag. Einnig leika á tónleikunum Jón Sig- urðsson píanóleikari og Kristín Mjöll Jak- obsdóttir fagottleikari. Sérstakir gestir á tónleikunum verða fjórir fagottnemendur frá MÍT. Fágæti fyrir fagott Franck Leblois Tónlistarkonan Marína Ósk heldur útgáfutónleika vegna nýútgefinnar plötu sinnar, Athvarf, í kvöld kl. 20 í salnum Hömrum í Hofi á Akureyri og á miðviku- daginn, 30. október, í Sunnusal Iðnó í Reykjavík kl. 20. Rafgítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson kemur fram með Marínu auk fleiri hljóðfæraleikara, heimamanna á hvorum stað. Hljóðheimur plötunnar á rætur í myndrænum söngvaskáldastíl og voru flest lögin samin á gítar í opinni stillingu að því er kemur m.a. fram í tilkynningu. Marína fagnar Athvarfi Marína Ósk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.