Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gracia Grindal hefur þýtt Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar á ensku og verða fyrstu eintökin með nýju þýðingunni afhent formlega að lok- inni messu á Hallgrímshátíð í Hall- grímskirkju í Reykjavík næstkom- andi sunnudag, 27. október. Karl Sigurbjörnsson biskup ritar ítarlegan formála og Halla Sólveig Þorgeirs- dóttir hannaði bókina, en mynd- skreytingar tengjast glugga Leifs Breiðfjörðs yfir höfuðdyrum kirkj- unnar. Stefna Hallgrímssafnaðar hefur frá upphafi verið að halda minningu Hall- gríms Péturssonar á lofti. Karl bendir á að liður í því hafi verið að gefa út Passíusálmana á erlendum tungu- málum. Útgáfan hafi hafist með enskri þýðingu Arthurs Gooks, trú- boða á Akureyri, 1966 og í kjölfarið hafi fylgt þýðingar á öðrum málum, meðal annars á ungversku, nýnorsku og dönsku. Þessar útgáfur hafi selst upp og því hafi verið hugað að endur- útgáfu. Saga ungversku þýðingarinnar er afar sérstök. Lúterskur biskup í Ung- verjalandi, Lajos Ordass (1904-1989), andmælti stefnu kommúnista- stjórnarinnar og var dæmdur til fang- elsisvistar. Hann hafði fengið Passíu- sálmana að gjöf og lærði íslensku í fangelsinu til þess að geta þýtt þá. „Handritinu var smyglað úr landi og það komst til föður míns, Sigurbjörns Einarssonar, sem sá til þess að Hall- grímskirkja gaf árið 1974 út þýð- inguna, sem síðan var aftur smyglað til Ungverjalands. Sálmarnir fengu töluverða útbreiðslu í landinu, voru mikils metnir og voru sungnir og lesnir í kirkjum. Þeir voru endur- útgefnir 2013. Þegar Lajos Ordass dó voru Passíusálmarnir og íslenska biblían á náttborði hans.“ Mikilvægar þýðingar Karl segir að þýðing Gooks hafi verið afrek á sínum tíma, afar trú frumtextanum og 17. aldar ensku. „Þegar ég hitti Graciu Grindal, pró- fessor í prédikunarfræði og sálmafræðum, í Minnea- polis um nýliðin aldamót hafði hún verið með kór- tónleika þar sem fluttir voru sálmar frá öllum Norð- urlöndunum, þar á meðal Hallgrímssálmar. Hafði hún lagfært þýðingu Gooks til að þeir féllu betur að lög- unum,“ segir Karl um að- draganda að nýju útgáfunni. Hann bendir á að Hallgrímur hafi ætlað Passíusálmana til söngs og vandað valið á sálmalögum við texta sína. Grindal sé menntuð í tónlist og gjör- þekki sálmakveðskap Norðurlanda fyrr og síðar. „Svo fór að við sam- mæltumst um að þegar færi gæfist myndi hún endurþýða Passíusálmana og ég skyldi vera í bakhöndinni. Hún hófst svo handa fyrir nokkrum árum og hefur unnið ákaflega gott verk, meðal annars með aðstoð Sigurðar Sævarssonar tónskálds.“ Gracia Grindal er af norskum ætt- um, talar norsku en ekki íslensku. Við þýðinguna studdist hún við þýðingar Arthurs Gooks og svo var ómetan- legur stuðningur að þýðingu dr. Michaels Fell í óbundnu máli sem út kom fyrir fimm árum. Hallgrímskirkja gefur bókina út í samvinnu við Skálholts- útgáfuna, biskupsemb- ættið og Kristnisjóð. Endurútgáfa á öðrum tungumálum verður með svipuðu sniði. „Þessi útgáfa er góð kynning á Hallgrími og lífsverki hans fyrir hin- um enskumælandi heimi,“ segir Karl. Í Hallgrímskirkju Frá vinstri: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, Einar Karl Haraldsson, formaður útgáfu- stjórnar Passíusálmanna, Karl Sigurbjörnsson biskup, Gracia Grindal þýðandi, frænkur hennar Janette og Theda, Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, og Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar. Saga á bak við þýðingar  Ný ensk útgáfa Passíusálma Hallgríms Péturssonar Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Strengjasveit Tón- listarskóla Garðabæjar halda tónleika með ævintýrinu um Maxímús Músí- kús í Hásölum Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar í dag kl. 9 og 10.15 og í Hörpu á sunnduag kl. 11.30. Flutt verður sagan Maxímús Músíkús trítl- ar í tónlistarskólann með sögumanni, myndum og tónlistaratriðum. Fimm einleiksatriði eru á efnisskránni og stjórnandi hljómsveitanna verður Ármann Helgason. Maxímúsartónleikar í Hafnarfirði og Hörpu FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 298. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Pavel Ermolinskij reyndist hetja Valsmanna þegar liðið fékk Tinda- stól í heimsókn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Origo-höllina á Hlíðarenda í fjórðu umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 95:92-sigri Valsmanna en Pavel skoraði sigurkörfu leiksins í framlengingu. KR slapp naumlega við tap gegn Þór Þorlákshöfn. »27 Valdatími nýs konungs hafinn á Hlíðarenda ÍÞRÓTTIR MENNING Stuttmyndahátíðin Northern Wave hefst í dag og stendur yfir út helgina í Frystiklefanum í Rifi. Boð- ið verður upp á mikið og fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda, hreyfimynda, vídeóverka og ís- lenskra tónlistarmyndbanda auk fyrirlestra, tónleika og fleiri við- burða og má finna dagskrá á northernwavefestival.com. Kvikmyndatöku- maðurinn Berg- steinn Björgúlfs- son er heið- ursgestur hátíð- arinnar í ár og verður með meist- araspjall. Northern Wave haldin í Rifi um helgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.