Morgunblaðið - 28.10.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Skoska knatt-
spyrnusambandið
hefur til umfjöll-
unar að banna
börnum undir 12
ára aldri að skalla
fótknött. Ástæðan
er að vitglöp hafa
verið rakin til iðk-
unar fótbolta.
Niðurstöður lækna við háskólann
í Glasgow eru þær, að fyrrverandi
atvinnumenn í knattspyrnu séu
tæplega fjórum sinnum líklegri til
að deyja af völdum heilahrörnunar-
sjúkdóma en aðrir.
Skoska sambandið hefur átt við-
ræður við sérfræðilækna og hefur
til umfjöllunar nokkra valkosti um
hvernig brugðist skuli við.
Fulltrúi sambandsins segir að
bann við að skalla bolta eigi ekki
bara við knattspyrnuleiki heldur
þurfi að gera ráðstafanir til að
stöðva sérstakar skallaæfingar
Í Bandaríkjunum hafa reglur
bannað börnum að skalla bolta frá
árinu 2014. agas@mbl.is
Börnum í Skotlandi
bannað að skalla
Skallað Börn
við æfingar.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Ríkis íslams,
féll í aðgerðum bandarískra hersveita í norð-
vesturhluta Sýrlands, að því er Donald Trump
Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær.
Trump segir að al-Baghdadi hafi sprengt
sprengjuvesti sem hann hafi klæðst eftir að
sérsveit bandaríska hersins hafði fundið hann í
enda neðanjarðarganga.
Trump sagði að Baghdadi hefði flúið undan
hermönnunum inn í blindgöng í Idlib-héraði,
„snöktandi, skælandi og öskrandi“ alla leið með
sérsveitina á hælum sér. Hermt er að þetta hafi
gerst í fyrrakvöld, laugardag. Í fylgd með Bag-
hdadi hafi verið þrjú ung börn hans og hafi þau
öll beðið bana er sprengjuvestið sprakk. Rann-
sókn á lífsýni hefur staðfest að um Baghdadi
var að ræða.
„Ómennið sem lagði svo hart að sér að hræða
aðra skalf af hræðslu síðustu augnablikin sem
hann lifði, í algjörri örvinglan og ótta, skelfingu
lostinn yfir því að bandaríska sveitin var að
króa hann af,“ sagði Trump.
Baghdadi tók við sem leiðtogi Ríkis íslams er
hann lýsti yfir stofnun kalífaveldis 2014 í Írak
og Sýrlandi. Hryðjuverkasveitirnar hafa framið
fjölda ódæðisverka sem kostað hafa þúsundir
óbreyttra borgara lífið. Samtökin beittu íbúa á
svæðum undir þeirra yfirráðum hrottalegu
harðræði. Kalífaveldi hans leið undir lok fyrr á
árinu.
Bandaríska sérsveitarmenn sakaði ekki í að-
gerðunum en fjölmargir fylgjendur Baghdadi
eru sagðir hafa fallið eða verið teknir til fanga.
Sagði Trump að mjög leynilegra og viðkvæmra
gagna hefði verið aflað í aðgerðinni í bænum
Barisha en íbúar þar sögðu þyrlur hafa seint á
laugardag haldið uppi skothríð í hálftíma á
tvær byggingar í bænum, áður en sérsveitin
lagði til atlögu, og jafnað annað þeirra við
jörðu.
Hersveitir Kúrda í norðurhluta Sýrlands
sögðust hafa tekið þátt í „aðgerðinni sögulegu“.
Á nokkrum svæðum í Idlib-héraði ráða ríkjum
íslamskar sveitir sem andvígar eru sagðar Ríki
íslams.
Raunverulegt nafn Baghdadi var Ibrahim
Awwad Ibrahim al-Badri. Það orð fór af honum
að hann væri mjög skipulegur og vægðarlaus
herfræðingur. Honum var lýst sem eftir-
sóttasta manni veraldar. Hann fæddist í Sam-
arra norður af Bagdad árið 1971. Hermt er að
hann hafi verið leiðtogi mosku þar í borg við
innrásina í Írak 2003. Í október 2011 stimpluðu
Bandaríkjamenn hann sem hryðjuverkamann
og buðu 10 milljónir dollara fyrir höfuð hans,
lífs eða liðinn. Verðlaunaféð var hækkað í 25
milljónir dollara árið 2017.
Leiðtogi Ríkis íslams felldur
Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir eftirför Trump fagnaði
AFP
Fallinn Abu Bakr al-Baghdadi féll á laugardag.
Skógareldar geisa víða í Kaliforníu en hvassviðri
jók bálið og útbreiðslu þess í gær. Lýst hefur
verið yfir neyðarástandi í Los Angeles og
Sonoma-sýslu. Þegar hefur gróður brunnið á
10.300 hekturum lands en þúsundir slökkviliðs-
manna hafa barist við eldana. Þúsundir hafa
yfirgefið heimili sín og þurft hefur að rjúfa raf-
magn til 940.000 heimila og fyrirtækja í 36
sýslum Norður-Kaliforníu.
AFP
Eldar illir viðureignar
Prestastefna í
Vatíkaninu í
Róm hefur
samþykkt að
slaka á banni
og leyfa kvænt-
um prestum að
vígjast til
kirkjuþjónustu.
Hefur kröfunni
um ókvæni
kaþólskra
presta verið
fylgt strangt eftir um aldir.
Heimildin, sem samþykkt var með
atkvæðum 128 biskupa gegn 41,
virðist þó einungis gilda um Ama-
zon-svæðið þar sem sagður er alvar-
legur skortur á kaþólskum prestum.
Til að öðlast gildi þarf Frans páfi að
veita samþykki sitt. Hann mun lýsa
afstöðu sinni innan skamms.
Prestastefnan, sem stóð í þrjár
vikur, fjallaði einnig um þátt kvenna
í kirkjulegum athöfnum og um-
hverfismál. Stuðningsmenn ókvænis
sögðu eftir atkvæðagreiðsluna að
hún snerist um undantekningu frá
reglum um ókvæni en ekki slökun á
banninu. agas@mbl.is
VATÍKANIÐ
Kirkjan slakar á
reglu um ókvæni
Messað Brasilíski
biskupinn
Wilmar Santin.
Líkur á að þingkosningar fari fram
í Bretlandi í jólamánuðinum jukust
í gær eftir að tveir flokkar stjórnar-
andstæðinga lýstu sig hlynnta því,
en þó með þeim fyrirvara að Evr-
ópusambandið (ESB) veitti frest
fram í janúar til að ljúka samn-
ingum um útgöngu Breta úr ESB.
Breska þingið hefur í dag um-
ræður um þá tillögu ríkisstjórnar
Boris Johnsons að þing verði rofið í
nóvember og efnt til nýrra þing-
kosninga 12. desember. Til að það
verði að veruleika þurfa tveir
þriðju þingmanna að styðja tillög-
una.
Verkamannaflokkurinn er and-
vígur kosningum, en flokkur
skoskra þjóðernissinna (SNP) og
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
sögðu sig úr lögum við hann og
buðu Boris Johnson upp á stuðning
við tillögu hans um nýjar kosn-
ingar, en á sínum forsendum þó.
Ríkisstjórnin lýsti tilboðinu sem
„brellu“ enda skilyrt frestun til að
ljúka brexit fram í janúar, en þeirri
frestun er stjórn Johnsons andvíg.
Leiðtogar ESB-ríkjanna munu sam-
þykkir frestun en ætla að bíða þar
til í dag eða á morgun með að
ákveða lengd hennar. Frakkar
munu andvígir því að lengja frest-
inn nema um einn mánuð, til nóv-
emberloka. agas@mbl.is
Þráttað um
þingkosningar
BRETLAND