Morgunblaðið - 28.10.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.10.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skattheimtahefur aukistmikið hér á landi síðastliðinn áratug eða svo án þess að vart verði við mikinn vilja til að stíga skref til baka og létta þessum byrðum af skattgreið- endum. Almenningur situr uppi með hluta hækkananna – og all- ar lenda þær raunar hjá honum á endanum – en fyrirtækin hafa einnig orðið mjög fyrir barðinu á þessum hömlulausu hækk- unum. Í Morgunblaðinu á laug- ardag var rætt við Magnús Árna Skúlason, hagfræðing hjá Reykjavík Economics, um fast- eignagjöld á atvinnuhúsnæði, sem eru um þessar mundir, sér í lagi í Reykjavík, í hæstu hæð- um. Þau eru hærri en þau hafa áður verið, líka þegar borið er saman við árið 2008 þegar gjöld- in voru orðin mjög há, og þau eru hærri en almennt þekkist erlendis. Þetta sést til dæmis af því að fasteignaskattar nema 2% af landsframleiðslu hér á landi, en 1,8% í Danmörku og 1% í Sví- þjóð. Og rétt er að hafa í huga að þessi lönd verða seint talin til skattaparadísa. Samanburðurinn við fyrri ár er enn meira sláandi, einkum í Reykjavík þar sem rúman helm- ing alls verslunar- og skrifstofu- húsnæðis er að finna. Í Reykja- vík hafa hækkanir fasteigna- skatta verið úr öllu hófi og hafa numið 61% frá árinu 2015. Í ár skilar þessi skattheimta meira en fimm milljörðum króna um- fram það sem var fyrir fjórum árum. Magnús Árni bendir á að brýnt sé að endurskoða þennan skattstofn á hverjum tíma og „aðlaga hann bæði óeðlilega miklum hækkunum á fasteignamarkaði og hvaða tekjur eignirnar bera. Fasteignamat Þjóð- skrár er tekjumat á atvinnuhúsnæði og það hefur hækkað mjög mikið með nýrri aðferðafræði. En það þyrfti að gaumgæfa betur. Hærra fasteignamat ætti að endurspegla hærri tekjur hjá viðkomandi fasteign en oftar en ekki getur það rýrt tekjurnar af eigninni. Sérstaklega ef leiga lækkar. Á meðan mestu erf- iðleikarnir ganga í gegn í at- vinnulífinu nú um stundir ætti að taka tillit til þess og lækka skatta á atvinnulíf. Líka vegna þess að laun hafa hækkað mikið og þar með eru útsvarsgreiðslur sveitarfélaga hlutfallslega hærri miðað við fasteignaskatta.“ Það eru ekki aðeins fasteigna- skattar sem hafa hækkað gríðarlega hjá sveitarfélög- unum, sér í lagi Reykjavík sem ofnýtir þennan skattstofn eins og aðra, útsvarið skilar líka miklum mun hærri fjárhæðum en áður. Miklar launahækkanir ár eftir ár, sem hafa skilað laun- þegum áður óþekktri kjarabót, skila Reykjavík og öðrum sveit- arfélögum einnig mikilli aukn- ingu skatttekna. Kostnaðarauk- inn leggst svo af tvöföldum þunga á fyrirtækin þegar Reykjavík hækkar fast- eignaskatta eins og raun ber vitni á síðustu árum. Það er orðið afar brýnt að létta álögum af fólki og fyrir- tækjum. Í því sambandi þarf að horfa til margra skatta og aug- ljóst er að fasteignaskattar þurfa að vera þeirra á meðal, ekki síst hjá Reykjavíkurborg eftir 61% hækkun á fáum árum. Reykjavíkurborg hefur hækkað fast- eignaskatta um 61% á fjórum árum} Hömlulausar hækkanir Donald TrumpBandaríkja- forseti tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Abu Bakr al- Baghdadi, leiðtogi hryðjuverka- samtakanna Ríkis íslams, hefði fallið í aðgerð Bandaríkjamanna í Sýrlandi. Leiðtoginn féll fyrir eigin hendi þegar hann horfði fram á endalokin, og eins og verstu varmenni þriðja ríkisins ákvað hann að fara ekki einn heldur taka sína nánustu með sér, þar með talin nokkur börn sín. Það segir sitt um hvern mann hann hafði að geyma. Það er aldrei gott að gleðjast yfir dauðsfalli, en fall Abu Bakr al-Baghdadi getur þó orðið til þess að minnka líkurnar á því að Ríki íslams rísi á nýjan leik og mun vonandi verða til þess að bjarga fjölda mannslífa og auka líkurnar á að milljónir manna á þessu svæði fái búið við skárri aðstæður, lausar undan hryllingi þessara samtaka. Nægar eru hörm- ungarnar samt á þessu svæði. Að þessu leyti eru þetta tvímælalaust ánægjuleg tíðindi, en þau eru líka óvænt þegar horft er til þess að Bandaríkin hafa verið að draga sig út úr Sýr- landi og að Trump hafði sætt gagnrýni fyrir það. Ekki var við því að búast að á sama tíma tæk- ist að ráða niðurlögum Abu Bakr al-Baghdadi og fyrir Trump er þetta því mikill sigur. Þá vekur athygli að þrátt fyrir óánægju Kúrda með að Bandaríkjaher dragi úr starfsemi sinni í Sýr- landi störfuðu þeir með banda- ríska hernum að því að ráða nið- urlögum hryðjuverkaforingjans. Segja má að það staðfesti hve flókin staðan er á þessu stríðs- hrjáða svæði, en binda má vonir við – hóflegar þó – að þessi nýj- ustu tíðindi einfaldi og bæti stöð- una. Aðgerð Bandaríkja- hers í Sýrlandi var jafn óvænt og hún var árangursrík} Abu Bakr al-Baghdadi fallinn F yrir nokkru stóð Markaðsstofa Norðurlands fyrir fundi á Ak- ureyri um flugmál og var hann afar vel sóttur. Fram kom á fundinum að ekki er gert ráð fyrir millilandaflugi um Akureyrarflugvöll í drögum að grænbók um flugstefnu. Í þessum sömu drögum kemur fram að byggja eigi upp varaflugvöll á Egilsstöðum og það er virki- lega gott en við frekari lestur kemur í ljós að ekki er ætlunin að hleypa farþegum út úr flugvélum á Egilsstöðum heldur á flugvöll- urinn að verða nokkurskonar geymslustaður flugvéla þangað til hægt verður að fljúga þeim á áfangastað. Undanfarin ár hafa ferðaþjónustuaðilar á Norðausturlandi lagt sig fram við að koma á fót heilsárs ferðaþjónustu. Með þeirri ákvörðun stjórnvalda að leggja ekki til krónu til upp- byggingar Akureyrarflugvallar næstu árin er óásætt- anlegt, það er furðulegt og jafnvel ósanngjarnt að stilla málum upp þannig að þegar uppbygging á Egilsstaða- flugvelli verður að veruleika og því ber að fagna að þá sé skyndilega dregið úr allri uppbyggingu á Akureyri. Varla þarf eitt að útiloka annað þegar ætlunin er að skilgreina flug sem almenningssamgöngur. Undanfarin 8 ár hefur verið unnið hörðum höndum að því að koma á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll, sveitarfélög hafa lagt til 90 milljónir til verkefnisins og ljóst er að um milljarður hefur skilað sér beint inn í hagkerfið. Þetta er í sjálfu sér ákveðið afrek þar sem því er haldið fram að flugvöllurinn á Akureyri sé sprunginn, hann beri ekki stórar flugvélar. Það er vitað að bæta þarf aðstöðu flugvallarins til þess að hægt verði að gera enn betur, klára þarf flughlaðið og ráðast þarf í stækkun flugstöðvarinnar, einnig þarf að jafna elds- neytiskostnað og viðhalda tilvist flugþróunarsjóðs. Þó svo að þessum hlutum verið komið í lag er ekki þar með sagt að ekki eigi að byggja upp á Egilsstöðum. Það sem þarf er pólitísk ákvörðun, stefnumótun um að líta á landið sem eina heild og virkja slagorðið „Allt Ís- land, allt árið“, það gagnast öllum. Það er því beinlínis nauðsynlegt að halda áfram að styðja við og styrkja enn frekar þá vinnu sem hafin er, annað er óábyrgt. Það er líka ágætt að hafa það í huga í þessu sambandi að það eru tapaðir fjármunir sem felast í því að stjórnvöld bakki endanlega út úr verkefninu núna, þetta er ekki aðeins byggðamál heldur er það þjóðhagslega hagkvæmt og okkur ber að opna fleiri gáttir inn í landið, líka á virkum dögum og ekki aðeins í hátíðarræðum. Anna Kolbrún Árnadóttir Pistill Flug til framtíðar Höfundur er þingmaður Miðflokksins. annakolbrun@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þetta hefur verið æv-intýraferð, allt frá því að fáí hendur handrit að fyrstusögu Arnaldar og vera komin á þann stað sem erum á í dag,“ segir Valgerður Benedikts- dóttir á Réttindastofu Forlagsins. Valgerður vísar í máli sínu til vel- gengni rithöfundarins Arnaldar Indriðasonar en hún hefur starfað við útgáfu bóka hans allt frá upphafi. Á föstudaginn kemur út 23. bók Arnaldar á jafn- mörgum árum. Það er ekki bara hér á landi sem aðdáendur bíða spenntir eftir nýrri bók höfund- arins. Arnaldur á traustan les- endahóp um heim allan og á dög- unum bar svo við að útgáfa númer þúsund af bókum hans kom út. Var það norsk útgáfa bókarinnar Myrkrið veit. Valgerður segir að mikil vinna fylgi því að halda utan um réttinda- mál bóka Arnaldar um heim allan. Sífellt sé verið að endurnýja samn- inga, skrifa nýja, fylgjast með sölu- tölum og þar fram eftir götunum. Bækur Arnaldar hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál og hafa selst í vel yfir fjórtán milljónum eintaka. Þorðu ekki að veðja á Arnald En þó að Arnaldur sé í dag einn af þekktustu glæpasagnahöfundum heims var á brattann að sækja í byrjun. „Það tók drjúgan tíma að finna fyrsta erlenda útgefandann. Nokkur ár. Þetta var mikil barátta. Við fengum alls kyns athugasemdir frá erlendum útgefendum, meðal annars þær að það væri morgunljóst að engir glæpir væru framdir í landi álfa og eldfjalla. Það tæki því ekki að líta á glæpasagnahandrit frá þessu landi. Aðrir sögðu að nafn höfundar væri svo erfitt í framburði að ætti hann að tryggja sér útgáfu á er- lendri grund þyrfti hann að skipta um nafn sem skjótast,“ segir Val- gerður. Mikil vinna skilaði sér á end- anum. „Árið 2003 gerðum við samn- ing við þýskan útgefanda um útgáfu á Mýrinni. Það var mikill sigur. Bók- in fór strax á þýska metsölulistann. Og þá tók boltinn að rúlla. Þegar Napóleonsskjölin komu út skömmu síðar í Þýskalandi seldist bókin í yfir einni milljón eintaka. Í mörg ár eftir það hittum við volduga þýska útgef- endur sem hörmuðu það mjög að hafa ekki þorað að veðja á höfundinn í upphafi.“ Ruddi brautina fyrir aðra Eitt af þeim löndum sem Arn- aldur hefur notið mikilla vinsælda í er Frakkland. Svo skemmtilega vill til að síðustu vikurnar hefur hann átt þrjár bækur á metsölulistanum þar í landi. „Í efsta sætinu, sem mest selda glæpasagan í Frakklandi, er núna fyrsta bók Arnaldar, Synir duftsins, sem út kom hér á landi fyr- ir 22 árum, hvorki meira né minna, árið 1997. Í níunda sætinu eru síðan Dauðarósir, sem út komu hér árið 1998,“ segir Valgerður. Þriðja bókin á listanum er Skuggasund. „Ástæðan fyrir útgáfu þessara elstu bóka nú, öllum þessum árum síðar, er sú að franskir lesendur eru óseðjandi þegar kemur að bókum Arnaldar. Mýrin var sú bók sem ruddi honum braut út í heim í fyrstu og nú, þegar lesendur hafa fengið allar bækur höfundar í hendur, frá því að Mýrin kom út, krefjast les- endur þess að fá að sjá fyrstu verkin líka,“ segir Valgerður sem fékk sjálf að kynnast áhuga Frakka á Arnaldi á dögunum. „Ég kom við í París á leið heim af bókamessunni í Frankfurt. Þar var Métailie, bókaforlag Arnaldar þar í landi, að fagna 40 ára útgáfuaf- mæli sínu. Ég fann vel hve mikils hann er metinn þar. Arnaldur stopp- aði sjálfur þarna í rúman sólarhring og það flykktust að honum fjölmiðla- menn sem vildu fá hann í viðtal.“ Valgerður segir að áhrif Arn- aldar og verka hans á erlendum vettvangi séu síst ofmetin. „Þegar frægðarsól hans tekur að rísa er- lendis ryður hann brautina fyrir fjöl- marga aðra íslenska rithöfunda, bæði í glæpasagnageiranum og í öðrum bókmenntagreinum. Hann er auðvitað ekki fyrsti íslenski höfund- urinn sem gefinn er út á erlendu máli – þeir voru ýmsir áður – en þetta var í fyrsta sinn sem áhrifin urðu svo feikilega sýnileg. Þegar metsöluhöfundur af þessari stærð- argráðu kom fram á sjónarsviðið á þessum árum lukust augu alheims- ins upp fyrir þeirri staðreynd að ís- lenskir rithöfundar eru á heims- mælikvarða.“ Eitt þúsund útgáfur af bókum Arnaldar Ný bók Arn- aldar, Trega- steinn, kemur út á föstu- dag. Í henni segir af konu sem myrt er á heimili sínu en nokkru áð- ur hafði hún beðið Konráð, fyrr- verandi lögreglumann, að finna fyrir sig barn sem hún fæddi fyrir hálfri öld og lét frá sér. Hann neitaði bón hennar en ein- setur sér nú að bæta fyrir það. TREGASTEINN KEMUR ÚT Ótrúleg velgengni Arnaldar 14.400.000 eintök hafa selst af bókum Arnaldar á heimsvísu 23 glæpasögur hefur Arnaldur gefið út á jafnmörgum árum Bækur Arnaldar hafa verið þýddar á 41 tungumál 1.000 útgáfur á heimsvísu 500 þúsund eintök hafa selst af bókum Arnaldar á Íslandi H ei m ild : F or la gi ð Lj ós m yn d: G as si Valgerður Benediktsdóttir Fimm ára- tuga eftirsjá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.