Morgunblaðið - 28.10.2019, Side 18

Morgunblaðið - 28.10.2019, Side 18
✝ Kristján JóhannÁsgeirsson fæddist í Hafn- arfirði 1. apríl 1932. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi 19. október 2019. Foreldrar hans voru Ásgeir Páll Kristjánsson, f. 1900, d. 1970, og María Ólafsdóttir, f. 1901, d. 1971. Alsystkini hans: Kristín Mikkalína Ásgeirs- dóttir, d. 2016, Karólína Guð- ber 1954 Önnu Guðbjörgu Er- lendsdóttur, f. 8. ágúst 1932. Foreldrar hennar voru Vil- helmína Arngrímsdóttir, f. 1909, d. 2008, og Erlendur Indriðason, f. 1898, d. 1990. Börn Kristjáns og Önnu eru 1) Anna Karen, f. 1951, maki: Björn H. Arnar, synir þeirra eru Ríkharður, kvæntur Hildi Arnar Kristjánsdóttur, og eiga þau tvö börn og Kristján Björn, kvæntur Júlíu Tan Kimsdóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Kristína Vilhelmína, f. 1969 3) Kristján Jóhann, f. 1972, d. 1987. Kristján bjó lengst af í Hafnarfirði fyrir utan 14 ár í Bandaríkjunum. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 28. október 2019, klukkan 13. rún Ásgeirs- dóttir, d. 2017. Hálfsystkini hans: Stefanía Torfadóttir, d. 1994, Einar Kar- el Torfason, d. 2009, Vilborg Torfadóttir, d. 2009, Hrönn Torfadóttir, d. 2006, og eftirlif- andi bróðir, Gunnar Már Torfason, f. 26.06. 1924 (95 ára). Kristján giftist 24. desem- Þá er hann afi okkar farinn frá okkur. Við minnumst hans sem einstaklega góðrar manneskju sem ávallt var tilbúin að rétta fram hjálparhönd, hvort sem var um hversdagslega atburði eða stærri verkefni að ræða. Það var ávallt hægt að treysta á afa til að hjálpa okkur ef við vorum í einhverjum framkvæmd- um eða ef eitthvað bjátaði á. Hann var til dæmis fljótur á stað- inn þegar um var að ræða palla- eða girðingasmíði. Hann var einnig mjög hjálpsamur þegar kom að viðhaldi fyrstu bílskrjóð- anna okkar. Eflaust hefðu þeir ekki enst jafn lengi og þeir gerðu ef ekki hefði komið til aðstoð afa. Við bræðurnir eyddum tals- verðum tíma á okkar yngri árum heima hjá afa og ömmu. Ekki var óvanalegt að koma bæði við í há- degishléi í skóla og svo aftur um kvöldið til að slaka á og njóta samveru og góðra veitinga. Við gátum alltaf stólað á að til væri amerískt nammi og gos sem afi kom heim með frá varnarliðs- svæðinu gamla en hann starfaði þar í fjölmörg ár. Við bræðurnir fengum stundum að fylgja hon- um í vinnuna. Okkur þótti sér- staklega skemmtilegt að koma inn í annan menningarheim varn- arliðssvæðisins, umgangast Bandaríkjamenn og borða ekta ameríska hamborgara og nammi. Mikil enska var töluð innan fjölskyldunnar m.a. vegna bú- setu afa og ömmu í Bandaríkj- unum og vinnu hans á varnarliðs- svæðinu eftir að þau fluttu aftur heim til Íslands. Einn uppáhalds- frasinn hans afa var alltaf notað- ur á afmælisdegi hans, en þegar við óskuðum honum til hamingju með afmælið þá sagði hann alltaf „A day older and deeper in debt“. Við fórum oft í skemmtilegar útilegur og veiðiferðir með ömmu og afa en afi hafði mjög gaman af veiði. Minnisstæðar eru ferðir til Grundarfjarðar og flugferð sem við bræðurnir fór- um í til Akureyrar til að hitta ömmu og afa sem höfðu keyrt þangað nokkrum dögum fyrr. Við bræðurnir hjálpuðum afa oft með ýmis verkefni heima fyr- ir hjá þeim. Það má með vissu segja að mikið af verksviti okkar bræðra komi frá afa þar sem mottóið var að mæla tvisvar og saga einu sinni eða „measure twice, cut once“. Afi var reyndar oftast ekki að flýta sér mikið og þurfti maður stundum að anda með nefinu þegar kom að því að þaulhugsa framkvæmdir. Loka- útkoman var samt alltaf fullkom- in þannig að ekki fór á milli mála að rólegheitin og 4-5 mælingar skiluðu tilætluðum árangri. Margar bílferðir voru farnar um helgar niður á Hafnarfjarð- arhöfn til að skoða trillur og skip. Þótt vegalengdin frá heimili ömmu og afa niður á höfn væri ekki löng þá gat bílferðin tekið dágóðan tíma sökum ökuhraða, en afi var venjulega ekki að flýta sér mikið í umferðinni, að minnsta kosti ekki innanbæjar. Stundum horfði maður í bak- sýnisspegilinn og sá talsverða röð bíla fyrir aftan okkur en það þótti aldrei ástæða til að hafa orð á því. Ferðirnar enduðu svo oft- ast á stoppi í nálægu bakaríi. Þótt afi hafi glímt við veikindi síðustu ár sem drógu talsvert af honum styrk viljum við frekar minnast fyrri ára. Afi var hjálp- samur, ósérhlífinn, harðduglegur og afar góður við okkur bræð- urna. Þín verður sárt saknað. Ríkharður og Kristján. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum tengdaföður míns Kristjáns Jóhanns Ásgeirs- sonar, sem lést 19. október sl. 87 ára að aldri. Ég gleymi seint þeim degi fyr- ir 47 árum þegar Anna Karen til- vonandi eiginkona mín kynnti mig fyrir foreldrum sínum. Ver- andi tæpum 10 árum eldri en hún og 10 árum yngri en þau var ég hræddur um að þeim litist ekki á gripinn! En ekki þurfti ég að hafa áhyggjur, frá fyrsta degi var mér tekið með hlýju og ástúð. Þau hjónin voru nýflutt heim frá Bandaríkjunum með börnin sín þrjú, Önnu Karen, Kristínu Vilhelmínu og Kristján Jóhann, en þar höfðu þau búið í 14 ár þar sem Kiddi hafði starfað sem verkstjóri við verklegar fram- kvæmdir. Hér hóf hann svo störf hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli þar sem hann starfaði allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 2002. Hann gat sér gott orðspor hjá varnarliðinu og var hann heiðraður sérstaklega fyrir störf sín þar. Kiddi og Anna (Didda) höfðu kynnst ung að aldri og bjuggu um tíma á Keflavíkurflugvelli. Hann byrjaði kornungur að vinna ýmis störf, keypti m.a. stóran Renault-sendibíl sem hann ók í atvinnuskyni í nokkur ár, en hóf svo störf á Keflavík- urflugvelli hjá varnarliðinu. Þar kviknaði ævintýraþráin að kom- ast til Bandaríkjanna, sem þau gerðu. Bjuggu þau fyrst í Ari- zona í eitt ár og svo í San Diego í 13 ár. Fyrst eftir heimkomuna bjuggu þau í leiguhúsnæði, en fljótlega hóf Kiddi byggingu einbýlishúss við Miðvang í Hafnarfirði. Lagður var dagur við nótt við að koma húsinu upp og flutti fjölskyldan í húsið fyrir jól 1974, að vísu mörgu ólokið eins og algengt var í þá daga, en á næstu árum lauk hann því með sóma. Heimili þeirra var rómað fyrir glæsibrag, ýmislegt var öðruvísi en fólk átti að venjast, því þau höfðu flutt með sér ýms- an húsbúnað frá Bandaríkjun- um. Kiddi var mjög verklaginn og hjálpsamur, alltaf var hann boð- inn og búinn að hjálpa til þegar ég eða drengirnir mínir stóðum í framkvæmdum við okkar hús, mætti alltaf fyrstur og dreif hlutina áfram. Í minningunni koma upp allar ferðirnar og útilegurnar sem við fjölskyldurnar fórum í saman, þar var alltaf glatt á hjalla. Ferðir í Grundarfjörð voru fjöl- margar, ein þeirra var sérlega minnisstæð því þá fuku öll tjöld- in í ofsaroki og við urðum að sofa í bílunum! Kiddi var glæsilegur á velli og var oft haft á orði að hann líktist Tom Jones á yngri árum. Hann var mikill húmoristi og var oft mikið hlegið þegar hann sagði mér frá ýmsu sem borið hafði á dagana í Ameríku. Þau hjónin voru miklir og góðir dansarar og unnu m.a. danskeppni í Reykja- vík árið 1956. Hann var hjartahlýr og mild- ur í skapi og var hagur fjöl- skyldunnar og velferð ávallt í fyrirrúmi. Einstakt var hve vel hann sinnti tengdaforeldrum sínum á þeirra efri árum. Þau hjónin urðu fyrir miklu áfalli þegar þau misstu einkason sinn Kristján Jóhann úr alvar- legum sjúkdómi árið 1987 að- eins 15 ára að aldri. Síðustu ár voru honum erfið þar sem hann greindist með Lewy Body sjúkdóminn sem smám saman ágerðist. Að leiðarlokum kveð ég ást- kæran tengdaföður minn með sorg í hjarta. Hvíl þú í friði, Kiddi minn. Björn H. Arnar. Kristján Jóhann Ásgeirsson 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁKON ÁRNASON hæstaréttarlögmaður, lést á heimili sínu Heiðarási 26, í faðmi fjölskyldu, fimmtudaginn 24. október. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bertha Stefanía Sigtryggsdóttir Helena Hákonardóttir Sveinbjörn Sigurðsson Harri Hákonarson Lísa Birgisdóttir Tryggvi Hákonarson Sólveig Árnadóttir og barnabörn Amma fæddist 25. nóvember 1924 á bóndabæ þar sem foreldrar hennar, Björg Eyjólfsdóttir og Hafliði Óskar Friðriksson, bjuggu á Íslandi. Hún var elst sjö systkina. Amma flutti sem ung kona til Reykjavíkur og bjó hjá kenn- aranum sínum Viktoríu og síð- an frænku, frænda og þremur frændsystkinum, Ingu, Svöfu og Lillý. Amma var 18 ára þeg- ar hún kynntist afa, Ólafi Bach- mann, á balli á Hótel Borg. Þau giftu sig 19. febrúar 1944. Fljótlega eftir að þau giftu sig fluttu þau til Minneapolis í Minnesota þar sem afi mennt- aði sig. Í október sama ár fæddist fyrsta barn þeirra, Erla Bachmann Montelli. Þau fluttu nokkrum mánuðum síðar aftur til Íslands, nánar tiltekið til Hafnarfjarðar, siðar fluttu Hulda Hafliða- dóttir Bachmann ✝ Hulda Hafliða-dóttir Bach- mann fæddist 25. nóvember 1924. Hún lést 20. mars 2019. Útför Huldu fór fram á Íslandi í ágúst 2019. þau til Reykjavíkur til móðurömmu, Guðlaugar Narfa- dóttur. Hinn 25. desem- ber 1949 var haldið til Ameríku með flutningaskipi frá Reykjavíkurhöfn og var áfangastað- urinn Kalifornía. Fyrst áttu þau heima í Caopton, þar fæddist Victoria Bachmann Bagby. Afi stofnaði fyrirtæki, Bachmann Industries, amma vann þar líka. Þau komu ekki til íslands aftur í heimsókn fyrr en 1959, eftir það heimsóttu þau Ísland nokkrum sinum. Ár- ið 1960 keyptu þau sitt fyrsta heimili í Los Alamitos í Kali- forníu. Amma hafði mjög gam- an af að fá fjölskylduna og vini í heimsókn frá Íslandi. Árið 1962 eignaðist amma fyrsta barnabarnið sitt, Rocky Montelli, nokkrum mánuðum síðar eignaðist hún Ólaf H. Bachmann II. Amma átti fimm barnabörn til viðbótar; Kim Montelli, Chad, Casey og Shawn Bagby og Alexöndru Bachmann. Amma átti líka fjór- tán langömmubörn; Callie, Christoper, Söruh, Alexis, Tessu, Hunter, Avery, Emilie, Abigail, Jake, Belllu, Gideon, Erek og Caden. Einnig átti hún þrjú langalangömmubörn. Afi dó 24. mars 2002 og vildi hann láta jarða sig á Íslandi. Var það í síðasta skipti sem amma kom til Íslands. Amma dó friðsælum dauð- daga heima hjá sér 20. mars 2019, var hún 94 ára ung. Amma hafði mjög gaman af allri handavinnu og var mjög vandvirk, einnig hafði hún gam- an af bridge og bowling. Hún elskaði að vera með fjölskyldu og vinum; var alltaf “life of the party“. Hún elskaði að hlæja og hafa gaman. Hún var mjög virk í Íslend- ingaklúbbunum í Los Angeles. Amma fékk þann heiður að taka þátt í opnunarhátíð Ól- ympíuleikanna í Los Angeles 1984, klæddist hún íslenska þjóðbúningum mjög stolt. Amma elskaði lífið, fjölskyld- una og vini sína. Við erum mjög þakklát fyrir hvað við höfðum ömmu lengi hjá okkur. Við söknum hennar á hverjum degi en vitum að hún er glöð hjá ástinni sinni honum afa. Hlær og hefur gaman með honum, vinum og fjölskyldu. Við erum glöð að geta komið með jarðneskar leifar ömmu svo hún get hvílt við hliðina á ástinni sinni, honum afa, á Ís- landi. Kim Montelli. ✝ Hulda BrynjaSteingríms- dóttir fæddist á Búðarhóli, Kleif- um, Ólafsfirði, 6. ágúst 1932. Hún lést á dvalarheim- ili aldraðra, Horn- brekku, Ólafsfirði, 6. október 2019. Foreldrar hennar voru Steingrímur Baldvinsson, f. 28.4. 1894, d. 5.4. 1985, og Sólrún Sigvaldadóttir, f. 20.10. 1907, d. 1.11. 1998. Systkini: Sigríð- ur Steingríms- dóttir, f. 20.11. 1933. Börn Huldu eru Sólrún Pálsdóttir, f. 31.1. 1959, og Sesselja Margrét Pálsdóttir, f. 12.1. 1962. Útförin fór fram frá Ólafsfjarðarkirkju 15. október 2019. Við systur ólumst upp í Reykjavík en amma, afi og Hulda móðursystir bjuggu á Ólafsfirði. Samt var alltaf eins og það væri stutt á milli; mömmu og Huldu tókst einhvern veginn að hafa það þannig. Á hverju sumri biðum við systurnar þess með mikilli eftirvæntingu að fara norður á Ólafsfjörð. Spennan var þvílík kvöldið fyrir brottför að erfitt var að sofna vegna til- hlökkunar. Ferðalagið sjálft virt- ist engan enda ætla að taka en þegar á leiðarenda var komið var tekið á móti okkur opnum örm- um og borðið uppádekkað með kræsingum fyrir ferðalangana. Svo var sest inn í eldhús og spjallað og við systurnar fengum að mala kúmen út í kaffið. Áður en kvöldið var liðið voru mamma og Hulda frænka farnar að syngja raddað, Hulda með aðal- röddina og mamma með milli- rödd. Það var einstaklega kært á milli þeirra systra og þær vildu ávallt allt fyrir hvor aðra gera. Það var því reglulegur viðburður að heyra þær kýta úti í búð um það hvor þeirra fengi nú að borga reikninginn. Hulda gaf líka litlu frænkum sínum bæði athygli og hlýju. Hún bauð okkur systrum oft að koma með í út- réttingar í bankann og pósthúsið og svo var komið við í Kaupfélag- inu eða Valberg þar sem hún keypti gjarnan einhvern glaðn- ing handa okkur þegar mamma var ekki nærri til að malda í mó- inn. Á veturna sendi hún okkur hlýja lopavettlinga, lopasokka og ýmsar smágjafir og við vorum alltaf spenntar þegar von var á póstsendingu frá Ólafsfirði að sjá hvað kæmi upp úr kassanum að þessu sinni. Um jólin hafði hún sérstakan skilning á því hve pakkafjöldinn er mikilvægur ungviðinu því hún pakkaði öllu sér í marga litla pakka til að auka gleði okkar enn frekar. Á síðari árum stendur ein dásamleg minning upp úr. Eitt sumar var haldið spilakvöld á Búðarhóli og var spilað á mörg- um borðum. Þá kom í ljós gríð- arlegt keppnisskap Huldu frænku, sem sló spilunum í borð- ið og hirti af okkur yngra fólkinu alla slagina. Í bílnum á heimleið söng hún fallega um sólarlagið sem blasti við þessa fallegu sum- arnótt. Nú blika við sólarlag sædjúpin köld. Ó, svona’ ætti að vera hvert einasta kvöld, með hreinan og ljúfan og heilnæman blæ og himininn bláan og speglandi sæ. Og fjallhnjúka raðirnar rísa í kring sem risar á verði við sjóndeild- arhring. Og kvöldroðinn brosfagur boðar þar drótt hinn blíðasta dag eftir ljúfustu nótt. (Þorsteinn Erlingsson) Agla Huld og Helga Dröfn. Hulda Brynja Steingrímsdóttir Barbro S. Þórð- arson hin ágæta kona og mikil vin- kona allra er látin. Barbro kom ung til Íslands eft- ir að hafa lært lyfjafræði í Finnlandi. Hún starfaði við ým- is apótek hér á höfuðborgar- svæðinu og bjó lengst af í Hafnarfirði, á Arnarhrauninu Barbro Þórðarson ✝ Barbro Þórð-arson fæddist 14. júlí 1928. Hún lést 1. október 2019. Útför Barbro fór fram 10. október 2019. með hinum ljúfa eiginmanni sínum Trausta Þórðar- syni sem lézt í sviplegu slysi óveð- ursdaginn mikla 16. desember 2014 og var það mikið reiðarslag fyrir alla sem hann þekktu og Barbro mikill harmdauði. Barbro var ávallt brosandi og skemmtileg, fræðandi og dugleg og bar erf- iðleika sína í hljóð, en gigt hafði hrjáð hana um langa tíð. Barbro gaf sig töluvert að fé- lagsmálum og var í stjórn ým- issa félaga, svo sem finnsk-ís- lenzka félagsins SUOMI og meðal annars starfaði hún tölu- vert innan norrænnar sam- vinnu. Hún var í stjórn Nor- ræna félagsins í Hafnarfirði og fór á mörg vinarbæjarmót og var þar afar virt og vinsæl, bæði sem ræðumaður og fulltrúi okkar Hafnfirðinga á þeim samkomum. Hún starfaði lengi sem leiðsögumaður innan- lands fyrir finnsku- og sænsku- mælandi ferðamenn og naut sín vel á þeim vettvangi. Það er mikill söknuður hjá okkur í Norræna félaginu, sem störf- uðum náið með henni um ára- tuga skeið, og þökkum við fyrir allt gott og sendum aðstand- endum innilegar samúðarkveðj- ur. Friðrik Á. Brekkan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.