Morgunblaðið - 28.10.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Boccia kl. 10:30. Gönguhópur kl. 10:30. Bingó kl. 13:00.
Myndlist kl. 13:30. Sundleikfimi kl. 14:30. Spjallhópur kl. 15:00.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-
10:30. Jóga með Carynu kl. 8:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Jóga með
Ragnheiði kl. 11:10. Hádegismatur alla virka daga kl. 11:30-12:20 og
kaffi kl. 14:30-15:30. Jóga með Ragnheiði kl. 12:05. Tálgun – opinn
hópur kl. 13:00-16:00. Frjáls spilamennska 13:00. Liðleiki í stólum
13:30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Kaffi, spjall og
blöðin við hringborðið kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga kl.
10, ef veður leyfir. Byrjendanámskeið í Línudansi kl. 10. Hádegismatur
kl. 14:30. Myndlistarnámskeið kl. 12:30-15:30. Handavinnuhornið kl.
13-14:30. Foreldrastund kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30.
Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8:30. Hjúkrunarfræðingur
kl. 10:00. Núvitund kl. 10:30. Silkimálun kl. 12:30. Göngutúr um hver-
fið kl. 13:00. Handaband kl. 13:00. Bridge kl. 13:00. Bókabíllinn á
svæðinu kl. 13:10-13:30. Skák kl. 14:00. Handavinnuhópur hittist kl.
15:30. Á morgun kl. 15:00 verður Óskar Magnússon með upplestur og
bókaspjall á Vitatorgi. Verið öll hjartanlega velkomin.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi
kl. 13:00. Vatnsleikf. Sjál kl.7:10/7:50/15:15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9:30.
Kvennaleikf Ásg. kl.11:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Zumba salur
Ísafold. kl. 16:15
Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður
m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Qigong 10:00-11:00 Leikfimi Helgu Ben 11:00-
11:30. Kóræfing kl. 13:00-15:00. Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 10.50
Jóga, kl. 13.15 Canasta-spil, kl. 16.30 Kóræfing Söngvina, kl. 19.00
Skapandi skrif.
Gullsmára Postulínshópur kl.9.00. Jóga kl. 9.30 og 17.00. Handav-
inna og Bridge kl.13.00, Félagsvist kl. 20. Þriðjudagur: Myndlis-
tarhópur kl.9.00 Boccia kl. 9.30. Málm-og silfursmíði. Canasta.
Trésmíði kl 13.00. Leshópur kl. 20.00 fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.
Miðvikudagur: Myndlist kl 9.30. Postulínsmálun. Kvennabridge. Sil-
fursmíði kl. 13.00. Línudans fyrir lengra komna kl 16.00
Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl 8.00-12.00 Myndmennt kl
9.00 Ganga í Haukahúsi kl.10.00 Gaflarakórinn kl 11.00 Félagsvist kl
13.00
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9, ganga kl 10 frá Grafarvogskir-
kju og Borgum, dans í Borgum kl. 11 í dag allir velkomnir í dans-
gleðina. Prjónað til góðs og gefið til líknarmála í listasmiðju Korpúlfa í
Borgum kl 13 í dag og félagsvist kl. 13:00 í Borgum. Tréútskurður í
umsjón Gylfa kl 13 í dag á Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpusyst-
kina kl. 16:00 í Borgum, fleiri hjartanlega velkomnir í hópinn.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,morgunleikfimi kl.9.45, opin
listasmiðja kl. 9-16, upplestur kl.11,trésmiðja kl.13-16, Gönguhópurinn
kl.13.30, bíó í betri stofunni kl.15.30.Uppl í s.4112760.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð Félagsh. kl, 9. og 13. Leir Skólabraut
kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30.
Jóga í salnum kl. 11. Handavinna, leiðbeiningar og föndur í salnum á
Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Skráning er
hafin á sýningu Þjóðleikhússins á Atómstöðina fimmtud. 14.
nóvember. Skráningarblöð liggja frammi.
Skrán. einnig í síma 8939800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er
félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30
– 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4, ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20 -ZUMBA Gold
framhald kl. 10.30 -STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl.
11.30 umsjón Tanya. Enska námskeið kl. 13.00 leiðbeinandi Margrét
Sölvadóttir.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Björn Þor-bjarnarson,
fyrrverandi skurð-
læknir í New York,
fæddist á Bíldudal
9. júlí 1921. Hann
lést í New Jersey 4.
október 2019. For-
eldrar hans voru
Þorbjörn Þórð-
arson, læknir á
Bíldudal, og Guð-
rún Pálsdóttir, hús-
freyja á Bíldudal. Björn var
næstyngstur af sjö systkinum, en
þau voru Páll, alþingismaður og
útgerðareigandi í Vest-
mannaeyjum, Þórður, forstjóri
Fiskistofu, Arndís, húsfreyja og
hreppsnefndarkona á Selfossi,
er eitt sinn var barnfóstra fyrir
J.R.R. Tolkien, höfund Hringa-
dróttinssögu, Sverrir, forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins,
Guðrún, húsfreyja í Reykjavík,
og Kristín, húsfreyja og próf-
arkalesari í Reykjavík. Eru
systkinin nú öll látin.
sínar, kennslu og læknisstörf á
langri starfsævi. Björn komst í
hringiðu heimsviðburða árið
1979 þegar hann skar upp Mo-
hammad Reza Pahlavi Íranskeis-
ara sem þá var í útlegð í Banda-
ríkjunum. Meðal annarra
sjúklinga Björns voru eðlisfræð-
ingurinn J. Robert Oppenheimer
og listamaðurinn Andy Warhol.
Barnsmóðir Björns af fyrra
sambandi er Hulda Guðrún Fil-
ippusdóttir, síðar gift Árna
Kjartanssyni. Dætur þeirra eru
tvíburasystur, f. 12. september
1946, Kristín gift Magna Jóns-
syni lækni og Guðrún gift Valdi-
mar Ritchie flugvirkja. Í Banda-
ríkjunum gekk Björn að eiga
Margaret Thorbjarnarson (f.
1928). Þau eignuðust John Björn
dýrafræðing (f. 1957 d. 2010),
Kathryn Wilmu jarðfræðing (f.
1959), gifta Richard Yates, Paul
Stewart tónlistarmann og tölvu-
forritara (f. 1960, d. 1996) og
Lisu Anne (f. 1964) bókmennta-
fræðing, gifta Brian Enslow.
Björn lætur eftir sig 11 barna-
börn og 20 barnabarnabörn.
Minningarathöfn um Björn
mun fara fram á Flórída síðar.
Björn varð stúd-
ent frá MA 1940 og
cand. med. frá HÍ
1947. Hann starfaði
sem aðstoðarlæknir
hjá héraðslækn-
inum í Patreks-
fjarðarhéraði sum-
arið 1947 og
kandídat frá Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 1948 en
þaðan hélt hann til
Bandaríkjanna. Björn lauk sér-
fræðiprófi í skurðlækningum
1954 og fékk almennt lækn-
ingaleyfi í New York-ríki 1955.
Hann var prófessor handlækn-
ingadeildar á New York Hospit-
al, Cornell University Medical
Center frá 1968 til starfsloka.
Björn ritaði fjölmargar greinar í
erlend læknarit einn eða með
öðrum og á átti þátt í þróun
skurðlækninga á þessum árum.
Björn var yfirlæknir á New
York-sjúkrahúsinu og naut við-
urkenningar fyrir rannsóknir
Björn Þorbjarnarson prófessor
og skurðlæknir í Bandaríkjunum
er látinn eins og fram kom i Mbl. 7.
október og þar sem meginatriði
glæsilegs ferils voru rakin.
Björn hitti ég aðeins einu sinni,
það var á norrænu meltingar-
læknaþingi hér á Íslandi 1975. Þar
var ég að kynna niðurstöður mínar
um málefni sem hann hafði fyrstur
manna látið í ljós, þ.e. efasemdir
um gagnsemi skurðaðgerða við
briskirtilkrabbameini vegna eðlis
þess sjúkdóms.
Björns hafði ég þó heldur betur
heyrt getið áður eða frá fyrstu
komu á Yale. Á slíkum stofnunum
er nánasta samvinnan milli melt-
ingarlækna og almennra skurð-
lækna vegna sjúkdóma í kviðar-
holi.
Einn skurðlæknanna við Yale,
síðar deildarforseti, hafði verið
með Birni í sérnámi á Cornell-há-
skólasjúkrahúsinu og dáði hann
sem grískan guð. Átti hann ekki
orð til að lýsa ágæti hans sem per-
sónu, skurðsnillings og kjark-
mennis. Það er varla viðeigandi að
minnast á göngu á gluggasyllum í
gleðskap í lok vinnuviku.
Frami Björns á Cornell var með
ólíkindum. Hann sérhæfði sig í að-
gerðum á líffærum í efri hluta kvið-
arhols, þ.e. gallvegum, lifur og
briskirtli. Hann varð endanlega
deildarforseti og yfirlæknir skurð-
deildar og nefndur „leading sur-
geon“ í blaðagrein. Slíkur ferill á
sömu stofnun frá upphafi náms er
fágætur. Ágætt dæmi um amer-
íska drauminn þar sem menn
framast fyrir eigin verðleika en
ekki pólitísk eða ættaráhrif. Björn
birti fjölmargar greinar um sér-
þekkingu sína og finna má yfir 500
tilvitnanir í verk hans, langhæstur
íslenskra skurðlækna. Hann lauk
sérfræðiprófi 1954 og varð Fellow
American College of Surgeons
1960 þ.e. FACS.
Blettur þótti falla á starfsferil
hans þegar Andy Warhol og Írans-
keisari létust eftir aðgerðir á hans
ábyrgð.
Veikindasaga Andys Warhols
var síðar könnuð af sagnfræðingi í
læknisfræði (medical historian) og
skurðlækni á eftirlaunum (retired
surgeon) og niðurstöður voru birt-
ar á skurðlæknaþingum og m.a.
sagt frá í New York Times í febr-
úar 2017. Andy Warhol hafði langa
sjúkrasögu; var vannærður, hafði
mikla sjúkrahúshræðslu og hafði
ítrekað hafnað ráðgjöf um aðgerð
en þurfti síðan bráðaaðgerð. Gall-
blaðran var þá með drepi og fór í
smáhluta við aðgerðina sem tókst
þó vel. Andy Warhol var hress um
kvöldið hringjandi í kunningja en
lést næsta morgun. Dánarorsök
var talin hjartsláttartruflun. Engin
gagnrýni kom fram á aðild Björns.
Veikindasaga Íranskeisara
kemur vel fram á netinu og var
ótrúleg og flókin. Í stuttu máli var
hann með margra ára sögu um
eitlakrabbamein og hafði verið á
umdeildri meðferð margra mis-
munandi lækna í mörgum löndum.
Björn var í forystu þeirra lækna
sem fjarlægðu marga litla steina í
gallgöngum sem höfðu orsakað
stíflu og gulu. Var því um bráðaað-
gerð að ræða. Dánarorsök kemur
ekki fram í fréttagrein New York
Times.
Ég tel að starfsferill Björns hafi
verið stórkostlegur og flekklaus.
Ekki minnkaði það aðdáun upp-
alins Vestmannaeyings að átta sig
á því að hann var bróðir Páls sem
var skipstjóri á Skaftfellingi, 60
tonna báti með sjö manna áhöfn,
sem bjargaði 52 þýskum kafbáts-
mönnum 1942.
Þvílíkir bræður.
Birgir Guðjónsson,
MACP, FRCP, AGAF,
FASGE.
Frv. Assistant professor við
Yale School of Medicine
Það var alltaf ákveðinn ævin-
týraljómi yfir Birni móðurafa mín-
um, „Afa í Ameríku“ eins og við
barnabörnin á Íslandi kölluðum
hann yfirleitt. Við heimsóttum þau
oft þegar ég bjó í Bandaríkjunum
sem barn og minnist ég þess þegar
við vorum eitt sinn úti á hraðbraut í
Connecticut þegar nafn hans
heyrðist í útvarpinu í tengslum við
skurðaðgerðina á Íranskeisara árið
1979. Hann bjó með Peggy og
börnum sínum í stóru hvítu húsi í
New Jersey með stórri sundlaug.
Þau áttu fjóra hressa unglinga,
John elsti sonurinn var upprenn-
andi líffræðingur með kyrkislöngu
og krókódíl í svefnherberginu sínu,
Paul var listhneigður og spilaði á
gítar, Lísa bókhneigð og Kathy var
raunvísindastelpan. Peggy kona
hans var hress og falleg kona en afi
alltaf eilítið einrænni og lokaðri en
samt með lúmskan húmor þegar
hann sagði sögur. Hann kom reglu-
lega til Íslands og við fórum vestur
að heimsækja bernskuheimili hans
á Bíldudal árið 2006, hann sýndi
okkur hvar hann fæddist þar sem
nú er veitingastaðurinn Vegamót.
„Gott ef ég fæddist ekki þar sem nú
er kókkælirinn,“ sagði hann og
benti út í horn. Ég náði að heim-
sækja hann býsna oft í seinni tíð og
við áttum oft ágætar samræður.
Hann sagði mér frá því þegar hann
var á sjó á stríðsárunum meðfram
námi í MA, frá eftirminnilegu fólki
sem varð á vegi hans í lífinu,
bernskuminningum frá Bíldudal,
Þormóðsslysinu sem var reiðarslag
fyrir þorpið og hvernig hann fór ut-
an til Bandaríkjanna í starfsnám í
skurðlækningum, það átti að verða
eitt ár en þau urðu tvö og þrjú og
svo voru þau allt í einu orðin sjötíu.
Hann átti langa og viðburðaríka
ævi, hann missti báða syni sína en
bar harm sinn í hljóði. Líf hans
spannaði heila öld, hann sagði mér
frá sínum eigin forfeðrum og sjálf-
ur kom hann nærri fólki sem mót-
aði 20. öldina, Oppenheimer, Írans-
keisara og Andy Warhol svo fáir
séu taldir. Ég hitti hann síðast í
september síðastliðnum, þá var
hann orðinn rúmlega 98 ára gamall
og enn stálminnugur, mundi nán-
ast hvert smáatriði úr fortíðinni en
fæturnir farnir að gefa sig, bílpróf-
ið hans frá Flórída gilti ekki í New
Jersey, sem honum þótti miður.
Við höfðum oft rætt um bókina sem
ég var að skrifa, enda voru kaflar í
henni sem fjalla um hann og ekki
síst John Thorbjarnarson son
hans, ég náði að sýna honum loka-
útgáfuna á tölvuskjá en þá var
verkið í prentun. Hann lést í svefni
daginn sem bókin kom út. Það var
gæfa að fá að eiga afa svona lengi,
að fá að kynnast honum á svona
mörgum skeiðum lífsins, sem barn,
unglingur og síðar sem fullorðinn
maður. Hann gat miðlað af mörgu
og ég spurði hann hvort hundrað ár
væru langur eða stuttur tími; þá
svaraði hann strax: „Stuttur tími,
mér finnst ég hafa verið á síld fyrir
vestan bara í fyrradag.“ Hann
verður ekki jarðsettur, ösku hans
verður dreift í hafið undan strönd-
um Flórída, þar dvaldi hann eins og
farfugl síðustu árin og naut þess að
sitja á svölunum og horfa á geim-
skotin á Canaveral-höfða. Haf-
straumar munu þá væntanlega
bera hann heim á gamlar síldar-
slóðir í Arnarfirði.
Andri Snær Magnason.
Ég er alin upp við sögur frá
Bíldudal þar sem afi minn Þor-
björn Þórðarson, sem var læknir á
fyrri hluta síðustu aldar, og amma
mín, Guðrún Pálsdóttir, ólu upp sjö
systkina hóp við sérstakar aðstæð-
ur. Fyrir litla stúlku á Selfossi,
fjarri bröttum hlíðum, fjöllum og
sjó, voru sögurnar frá Bíldudal æv-
intýri líkastar þar sem allt gat
gerst. Þar slapp Sverrir móður-
bróðir naumlega við að lenda í snjó-
flóðinu sem hreif allt með sér til
sjávar og þar var skautað og farið á
sleðum á ís yfir fjörðinn á tungl-
björtum nóttum.
Nú eru þau öll systkinin farin og
var það Björn sem kvaddi síðastur.
Björn Thorbjarnarson, Bjössi
frændi eins og hann var í huga okk-
ar, fór til náms í Ameríku og starf-
aði síðan sem prófessor við Cornell
University Medical Center á Man-
hattan. Bjössi var sterkur og mikill
karakter og í augum okkar krakk-
anna hér heima stafaði alltaf af
honum ævintýralegur ljómi og fjöl-
skylduboðin urðu ríkari þegar svo
bar við að hann var á landinu.
Við hjónin fengum að njóta gest-
risni Bjössa og Peggy eiginkonu
hans þegar við héldum til náms við
Rutgers University á áttunda ára-
tugnum. Bjössi og Peggy tóku okk-
ur undir sinn væng og aðstoðuðu
okkur við að setjast að í New Jer-
sey. Þar komu þau okkur í for-
eldrastað og veittu okkur skjól sem
við gátum leitað í á öllum tímum.
Þaðan eigum við líka gleðilegar
minningar af börnum Bjössa og
Peggy, þeim Kathy, Lísu, John og
Paul, en við vorum öll á svipuðum
aldri og nutum góðs af þekkingu
þeirra og reynslu. Síðar kynntumst
við einnig Guðrúnu og Kristínu,
dætrum Björns og Huldu, og eign-
uðumst við þar enn fleiri frábær
frændsystkini og vini.
Elsku Peggy, Kathy, Lísa, Guð-
rún og Kristín, við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðaróskir og
þökkum fyrir allt sem þið hafið gef-
ið okkur.
Guðrún og Kristberg.
Björn Þorbjarnarson móður-
bróðir okkar er látinn, 98 ára gam-
all. Fyrir einu eða tveimur árum
sagði hann að hann hefði aldrei bú-
ist við að ná svona háum aldri og
„in a relatively good shape“ eins og
hann orðaði það. Líkamleg heilsa
var farin að gefa sig, en hugurinn
var heiðskír og hnífskarpur til
hinstu stundar.
Kristín móðir okkar og Björn
voru langyngstu börn foreldra
sinna og ekki nema tæp tvö ár á
milli þeirra. Bjössi er sá síðasti af
þeim systkinunum til að kveðja.
Milli mömmu og hans var alltaf ná-
ið samband, þrátt fyrir búsetu
Bjössa í Bandaríkjunum, en hann
fór í framhaldsnám til New York
1948 og settist þar að.
Bjössi var í sérstöku uppáhaldi
hjá móður okkar. Hann kom reglu-
lega til Íslands og gisti þá iðulega
heima hjá foreldrum okkar í
Hvassaleitinu. Þær heimsóknir
voru alltaf tilhlökkunarefni, enda
spennandi að eiga frænda í Amer-
íku, sem bar með sér framandi
andrúmsloft. Oft voru einhver
barna Bjössa með í för og gafst
okkur þá tækifæri til að kynnast
þessum amerísku frændsystkinum
okkar. Bjössi var í heimsókn á Ís-
landi ekki löngu áður en móðir okk-
ar lést. Hann vildi að sjálfsögðu
hitta systur sína, sem þá var að
mestu horfin inn í myrkur alzheim-
ersjúkdómsins. Við vöruðum
Bjössa við að hún þekkti fólk ekki
lengur og hann skyldi búa sig undir
það. En þegar Bjössi gekk inn í
herbergi mömmu breiddist bjart
bros yfir andlit hennar og hún
sagði: „Ertu kominn, Bjössi minn,
komstu með flugvélinni í morgun?“
Það var engu líkara en það hefði
dregið frá í huga hennar þegar
þessi elskaði bróðir hennar var
kominn í heimsókn.
Þá voru fréttir af störfum
Bjössa heillandi, okkur fannst mik-
ið til koma að eiga að frænda stórk-
írúrg sem skar upp frægt fólk í
Ameríku, svo sem Agnelli, for-
stjóra Fiat, Reza Pahlavi Írans-
keisara og Andy Warhol, sem
frægt varð. Bjössa hlotnaðist ýmis
heiður, m.a. var hann ritstjóri
fræðirits um gallvegasjúkdóma í
þekktri ritröð, Surgical Clinics of
North America. Hann sendi einu
okkar áritað eintak, maður fylltist
tilteknu stolti, þetta er frændi
minn.
Bjössi var duglegur að ferðast
um landið í heimsóknum sínum og
fór líka mikið til silungs- og lax-
veiða. Ekki fórum við með honum í
árnar, en einhverra hluta vegna
eru minnisstæðir ánamaðkar sem
hann fékk einhvers staðar og skildi
þá eftir í Hvassaleitinu sem ekki
voru notaðir. Þetta voru risastórar
skepnur, stórbrotin dýr. Allt stórt í
Ameríku. Við dreifðum möðkunum
í nálæg beð í nafni sjálfbærni og
umhverfisverndar, hugtaka sem
ekki var búið að finna upp þá, en nú
hefur eitt afabarna hans, Andri
Snær Magnason, heldur betur sett
þau á dagskrá.
Bjössi kveður þennan heim sátt-
ur, enda átt merkilegt lífshlaup og
verðugt. Vissulega skiptust á skin
og skúrir, hann varð að sjá á bak
tveimur sonum sínum sem létust
báðir í blóma lífsins. Við vottum
ekkju hans, börnum vestanhafs,
fjölskyldum þeirra og dætrum
hans tveimur hérlendis og þeirra
fjölskyldum okkar dýpstu samúð.
Bjössa verður lengi minnst.
Sigurður, Þórður
Ingvi og Þórunn
Guðmundarbörn.
Björn Þorbjarnarson