Morgunblaðið - 28.10.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 28.10.2019, Síða 24
ÓL 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Handknattleiksþjálfarinn Aron Kristjánsson verður á meðal þeirra Íslendinga sem taka þátt í Ólympíu- leikunum í Japan næsta sumar. Aron er landsliðsþjálfari karla hjá Barein og kom liðinu inn á leikana með sigri á Asíumótinu sem haldið var í Doha í Katar. Um stórfrétt er að ræða í Barein því þetta er í fyrsta skipti sem Bar- ein kemst inn á Ólympíuleika í liðs- íþrótt eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. „Það er mjög skemmti- legt fyrir mig að vera þátttakandi í þessu. Einn af prinsunum úr kon- ungsfjölskyldunni, sem er yfir Ól- ympíusambandinu í Barein, tók á móti okkur á flugvellinum. Það var risastórt fyrir handknattleiks- sambandið og leikmennina að hann skyldi taka á móti þeim. Þegar við komum út af flugvellinum var hell- ingur af fólki sem spilaði, dansaði og söng. Rosa fjör,“ sagði Aron þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í gærkvöldi. Sjálfur er Aron á leið á Ólympíu- leikana í fyrsta skipti á sínum ferli. Sem leikmaður tók hann þátt í því að koma Íslandi á leikana í Aþenu 2004 með góðum árangri á HM 2003. Aron meiddist hins vegar á hné áður en kom að leikunum og missti af þeim. Lagði raunar skóna á hilluna og sneri sér að þjálfun. „Það var mjög svekkj- andi að missa af leikunum árið 2004.“ Áfangi að vinna Katar Undir handleiðslu Arons, og Guð- mundar Þ. Guðmundssonar þar áður, hefur landslið Barein tekið umtals- verðum framförum á umliðnum ár- um. Ekki var hins vegar búist við því að liðið yrði sterkara en lið Katar auk þess sem margir hafa brennt sig á því í gegnum tíðina að vanmeta lið Suður-Kóreu á handboltavellinum. Japan, sem Dagur Sigurðsson stýrir, var ekki með í undankeppninni að þessu sinni þar sem liðið er komið með keppnisrétt út á gestgjafa- hlutverkið venju samkvæmt. Barein lagði Katar að velli í undan- úrslitum 28:26 og S-Kóreu í úrslita- leiknum 34:29 en vinna þurfti As- íuleikana til að komast inn. Fyrir lið Barein var lið Katar sálrænn þrösk- uldur sem Barein þurfti að komast yfir. „Katar setur mikinn pening í liðið og Suður-Kórea gerir það einnig þegar um Ólympíuleikana er að ræða. Barein hafði tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum á Asíum- ótunum gegn Katar en síðustu tveir höfðu verið ansi jafnir. Síðast töp- uðum við fyrir þeim í framlengingu en núna tókst okkur loksins að yfir- stíga það að vinna Katar. Okkur gekk erfiðlega gegn S-Kóreu í riðl- inum og töpuðum þá fyrir þeim. Að- almarkvörður okkar er meiddur á hné en honum var „fórnað“ í úrslita- leikinn og var það eini leikurinn sem hann spilaði. Hann er á leið í aðgerð á liðþófa,“ sagði Aron ennfremur við Morgunblaðið en hann kemst heim á næstu dögum eftir tæplega þriggja mánaða vinnutörn. Tímamót í sögu Barein  Aron fer á Ólympíuleika í fyrsta sinn Ljósmynd/Handknattleikssamband Asíu Á sigurstundu Aron leyfir leikmönnum að njóta augnabliksins. 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Danmörk Bröndby – Randers ................................. 5:2  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. BSF – Odense ........................................... 3:2  Kristrún Rut Antonsdóttir lék allan leik- inn með BSF og skoraði eitt mark. Svíþjóð Häcken – Norrköping ............................. 0:1  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með Norrköping. Ísak Bergmann Jó- hannesson var á bekknum. Sundsvall – Helsingborg......................... 1:2  Daníel Hafsteinsson lék fyrstu 60 mín- úturnar með Helsingborg. A-deild kvenna, lokaumferð: Kristianstad – Rosengård ...................... 0:1  Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad og Svava Rós Guðmundsdótt- ir fyrstu 82 mínúturnar. Elísabet Gunnars- dóttir þjálfar liðið sem endaði í 7. sæti.  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård sem er meistari. Vittsjö – Djurgården............................... 2:0  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Djurgården, Guðrún Arnardóttir var ónotaður varamaður. Lið þeirra slapp við fall á markatölu. Noregur Kristiansund – Viking............................. 4:2  Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik- inn með Viking. Axel ÓskarAndrésson er frá keppni vegna meiðsla. Lilleström – Vålerenga........................... 0:0  Arnór Smárason kom inn á sem vara- maður á 68. mínútu hjá Lilleström.  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn með Vålerenga. B-deild: Aalesund – Start ...................................... 2:1  Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Aalesund, Aron Elís var tekinn af velli á lokamínútunni, Davíð Kristján Ólafsson var allan tímann á bekknum og Hólmbert Aron Friðjónsson er frá vegna meiðsla.  Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið. Ull/Kisa – Sandefjord ............................. 0:2  Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandefjord og Emil Pálsson síðustu 19 mínúturnar. Belgía Zulte-Waregem – Oostende ................... 2:0  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Oostende. Ítalía Spezia – Juve Stabia................................ 2:0  Sveinn Aron Guðjohnsen lék fyrstu 57 mínúturnar með Spezia. Frakkland Brest – Dijon ............................................ 2:0  Rúnar Alex Rúnarsson var ónotaður varamaður hjá Dijon. Hvíta-Rússland Shakhtyor Soligorsk – BATE Borisov.. 2:2  Willum Þór Willumsson lék síðustu 14 mínúturnar með BATE. KNATTSPYRNA Sara Björk Gunnarsdóttir, lands- liðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Þýskalandsmeistara Wolfsburg, var á skotskónum fyrir liðið í stórsigri á Essen í þýsku 1. deildinni. Leiknum lauk með öruggum 5:1-sigri Wolfsburg en Sara Björk lék allan leikinn fyrir og skoraði fjórða mark Wolfsburg á 85. mínútu úr vítaspyrnu. Wolfsburg er með fullt hús stiga í efsta sæti með 24 stig eftir fyrstu átta leikina. Hoffenheim er í öðru sætinu með 18 stig en á leik til góða á Wolfsburg. Sara skoraði fyrir Wolfsburg Ljósmynd/Þórir Tryggvason Skoraði Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í liði Wolfsburg. Sverrir Ingi Ingason, landsliðs- maður í knattspyrnu, virðist vera að vinna sér sæti í byrjunarliði PA- OK sem er á toppnum í Grikklandi. Liðið hafði betur gegn Volos í grísku úrvalsdeildinni á laugardag- inn 2:0. Sverrir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK og hefur hann spilað síðustu tvo leiki og hefur liðið haldið hreinu í þeim báðum. Fram að því hafði Sverrir fá tækifæri fengið hjá PAOK sem er í toppæti deildarinnar eftir átta leiki með 20 stig. Liðið varð grískur meistari í vor. Sverrir í vörninni hjá toppliðinu Morgunblaðið/Eggert Grikkland Sverrir Ingi er kominn í byrjunarliðið hjá meistaraliðinu. Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar hafnaði í 2. sæti á EM golfklúbba en leikið var í Frakklandi. Aron Snær Júlíusson og bræðurnir Ragnar Már og Sigurðar Arnar Garðarssynir skipuðu sveitina og jöfnuðu besta árangur sem íslensk sveit hefur náð í þessari keppni. Á EM eru samankomnar sveitir þeirra klúbba sem urðu landsmeistarar en GKG sigraði í efstu deild karla á Íslandsmóti golfklúbba í sumar. Á Íslandsmótinu geta atvinnumenn verið með og þá eru sveitirnar fjölmenn- ari. Á EM eru hins vegar einungis áhugamenn. Þeir léku 36 holur á samtals tveimur höggum undir pari en bestu skor tveggja þeirra töldu í hvorri umferð. Ein umferð var felld niður vegna mikillar úrkomu. Aron lék á 69 og 72 höggum, Ragnar á 75 og 67 og Sigurður á 74 og 79 höggum. Aron var með fimmta besta skor einstaklinga og Ragnar með sjöunda besta. Alls voru 25 klúbbar sem tóku þátt á EM golfklúbba í ár en enski klúbb- urinn City of Newcastle fagnaði sigri á sex höggum undir pari. Jöfnuðu besta árangurinn Aron Snær Júlíusson Íslandsmeistarar SA unnu sinn ann- an sigur á tímabilinu í Hertz-deild karla í íshokkí er liðið lagði SR á útivelli, 4:2. Staðan var 2:2 þegar tíu mínútur voru til leiksloka en meistararnir voru sterkari í lokin. Björn Már Jakobsson, Jóhann Már Leifsson, Hafþór Sigrúnar- sonar og Heiðar Kristveigarson skoruðu fyrir SA. Miloslav Rac- ansky og Fantisek Matula fyrir SR. Fjölnir er á toppi deildarinnar með níu stig, SA er með sex og SR er án stiga. Annar sigur meistaranna Morgunblaðið/Golli Reyndur Gamla brýnið Björn Már Jakobsson skoraði fyrir SA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.