Morgunblaðið - 28.10.2019, Side 27
HANDBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik þurfti að sætta sig
við fjögurra marka tap, 35:31,
þegar liðið mætti Svíþjóð í vin-
áttulandsleik í Brinova Arena í
Karlskrona í Svíþjóð í gær.
Þetta var annar vináttu-
landsleikur þjóðanna á þremur
dögum en liðin mættust einnig
í Kristianstad á föstudaginn
síðasta þar sem Ísland fagnaði
eins marks sigri, 27:26, en
þetta voru lokaleikir íslenska
liðsins áður en EM 2020 hefst í
janúar í Austurríki, Noregi og
Svíþjóð.
Svíarnir byrjuðu leikinn bet-
ur en íslenska liðið vann sig vel
inn í hann og náði mest
þriggja marka forskoti í fyrri
hálfleik, 9:6. Svíar komu til
baka og var staðan jöfn í hálf-
leik, 18:18. Sænska liðið seig
svo hægt og rólega fram úr í
síðari hálfleik og fagnaði sann-
færandi sigri í leikslok.
Sóknarleikur Íslands var til
fyrirmyndar í gær allan leik-
inn. Liðið skapaði sér frábær
marktækifæri og skoraði auð-
veld mörk. Varnarleikurinn var
hins vegar slakur en íslenska
liðið skipti á tveimur mönnum í
sókn og vörn og Svíarnir nýttu
sér það vel. Þá fengu allir
sautján leikmenn liðsins tæki-
færi í landsleikjunum gegn
Svíum og þeir stóðu sig allir
vel. „Ég fékk mjög mikið af
svörum en það gerir starfið
mitt ekkert einfaldara,“ sagði
Guðmundur Þ. Guðmundsson,
þjálfari íslenska liðsins, í sam-
tali við Morgunblaðið þegar
hann var inntur eftir því hvort
hann hefði fengið þau svör
sem hann kallaði eftir þegar
hann valdi minni spámenn í
hópinn. „Mér fannst
menn standa sig mjög
vel, heilt yfir, og sókn-
arleikurinn var al-
gjörlega frábær. Ég á
von á því að kalla lands-
liðshópinn saman um
miðjan desember en ég
mun að sjálfsögðu halda
áfram að fylgjast með leik-
mönnum liðsins og því sem
þeir eru að gera í sínum fé-
lagsliðum.“
Landsliðsþjálfarinn er mjög
ánægður með þá vegferð sem
liðið er á en Ísland hefur leik
á EM 2020 gegn Dönum í
Malmö 11. janúar næstkom-
andi.
„Það var margt mjög já-
kvætt við þessa tvo leiki og
við þurfum að halda áfram á
þessari braut. Heilt yfir þá
voru þetta mjög góð úrslit fyr-
ir okkur og ég er mjög sáttur
með allt liðið eftir þessa tvo
leiki,“ bætti Guðmundur við.
Hans bíður erfitt verkefni
að velja lokahópinn sem fer á
EM í janúar enda margir leik-
menn sem gera tilkall til þess
fara með eftir landsleikina tvo
gegn Svíum.
Erfitt verk-
efni fyrir
þjálfarann
Frábær sóknarleikur íslenska
liðsins en vörnin oft verið betri
Ljósmynd/@handbollslandslaget
Tekist á Sveinn Jóhannsson fékk tækifæri gegn Svíum og lætur hér finna fyrir sér í
vörninni. Miklir nákvæmnismenn myndu ef til vill kalla þetta peysutog hjá Sveini.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Smárinn: Breiðablik – Sindri .............. 19.15
Ísafjörður: Vestri – Hamar ................. 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Skallagrímur ...... 19.15
VHE-höllin: Höttur – Snæfell ............. 19.15
Í KVÖLD!
1. deild kvenna
Keflavík b – Njarðvík........................... 62:57
Tindastóll – Hamar .............................. 78:72
Fjölnir – Grindavík b ........................... 90:51
Tindastóll – Hamar .............................. 78:58
Staðan:
Tindastóll 5 4 1 356:327 8
ÍR 4 3 1 256:192 6
Njarðvík 5 3 2 303:290 6
Keflavík b 4 3 1 297:285 6
Fjölnir 4 1 3 301:285 2
Grindavík b 3 1 2 139:207 2
Hamar 5 0 5 256:322 0
Rússland
Tsmoki Minsk – Unics Kazan............. 80:84
Haukur Helgi Pálsson skoraði 3 stig og
tók 2 fráköst á 7 mínútum hjá Kazan.
Spánn
Zaragoza – Barcelona......................... 89:83
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 5 stig og
tók 1 frákast á 11 mín fyrir Zaragoza.
B-deild:
Oviedo – Almansa................................ 70:72
Gunnar Ólafsson komst ekki á blað hjá
Oviedo.
NBA-deildin
Milwaukee – Miami .................. (frl.)126:131
Detroit – Philadelphia...................... 111:117
Atlanta – Orlando ............................... 103:99
New York – Boston ............................ 95:118
Houston – New Orleans................... 126:123
Chicago – Toronto .............................. 84:108
Cleveland – Indiana ........................... 110:99
San Antonio – Washington .............. 124:122
Utah – Sacramento ............................ 113:81
Phoenix – LA Clippers..................... 130:122
KÖRFUBOLTI
Brinova Arena, vináttulandsleikur karla,
sunnudag 27. október 2019.
Gangur leiksins: 4:4, 5:8, 9:10, 12:13,
16:15, 18:18, 20:19, 23:21, 26:23, 30:26,
34:29, 35:31.
Mörk Svíþjóðar: Albin Lagergren 7,
Kim Ekdahl Du Rietz 7, Fredric Petters-
son 5, Jim Gottfridsson 5, Valter
Chrintz 4, Linus Arnesson 3, Lucas Pel-
las 2, Simon Jeppsson 1, Linus Persson
1.
Varin skot: Andreas Palicka 10/1, Tobi-
as Thulin 3.
SVÍÞJÓÐ – ÍSLAND 35:31
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 6, Ólaf-
ur Guðmundsson 4, Elvar Örn Jónsson
3, Bjarki Már Elísson 3, Gísli Þorgeir
Kristjánsson 3, Haukur Þrastarson 3,
Kári Kristján Kristjánsson 3, Viggó Krist-
jánsson 2, Kristján Örn Kristjánsson 2,
Sigvaldi Björn Guðjónsson 1, Elliði Snær
Viðarsson 1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 5,
Viktor Gísli Hallgrímsson 4.
Utan vallar: 4 mínútur.
Áhorfendur: 2.650.
Stefanía Ragnarsdóttir er gengin í
raðir Fylkis og mun leika með lið-
inu í efstu deild Íslandsmótsins í
knattspyrnu næsta sumar. Stefanía
kemur til Fylkis frá Val þar sem
hún hefur verið samningsbundin
síðan 2017. Hún var hins vegar lán-
uð til Fylkis á fyrri hluta síðasta
tímabils. Stefanía var áður í Þrótti.
Stefanía í
raðir Fylkis
Guðlaug Edda Hannesdóttir, úr Breiðabliki, náði sínum
langbesta árangri í ólympískri þríþraut þegar heimsbik-
arkeppnin í Miyazaki (Japan) fór fram um helgina. Guð-
laug Edda endaði í 15. sæti af 49 keppendum og fyr-
irfram var henni raðað númer 34 eftir styrkleika
keppenda.
Í ólympískri þríþraut er synt 1.500 metra, hjólaðir 40
kílómetrar og hlaupin 10 km vegalengd. Guðlaug átti
frábært sund og kom sjötta upp úr sjónum. Eftir skipt-
ingu úr sundi yfir í hjól náðu þrjár konur smá forskoti og
Guðlaug var í næsta hópi fyrir aftan ásamt 11 öðrum
konum.
21 keppandi hjólaði á svipuðum tíma inn á skiptisvæði fyrir hlaupið.
Guðlaug frábært hlaup (37:46 mín.) og endaði í 15. sæti á tímanum 2:02,41
klukkustund. Árangurinn mun fleyta hanni vel upp úrtökulistann fyrir Ól-
ympíuleikana í Tókýó 2020. Sigurvegari varð heimakonan Ai Ueda á tím-
anum 1 klst. 59 mínútur og 32 sekúndur.
Besti árangur Guðlaugar
Guðlaug Edda
Hannesdóttir
Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvals-
deildinni í körfuknattleik þegar
Zaragoza lagði stórlið Barcelona að
velli 89:83 í Zaragoza. Landsliðs-
miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason
kom nokkuð við sögu hjá Zaragoza.
Skoraði hann 5 stig og tók eitt frá-
kast. Var hann með 100% skotnýt-
ingu. Nýtti bæði skot sín í teignum
og eina vítaskotið en Tryggvi lék í
rúmar ellefu mínútur. Zaragoza
hefur komið mjög á óvart með frá-
bærri byrjun og hefur unnið fimm
af fyrstu sex leikjunum.
Sigur gegn
stórliðinu
FIBA
Miðherji Tryggvi Snær skoraði 5
stig í sigri gegn Barcelona.