Morgunblaðið - 28.10.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.10.2019, Qupperneq 28
VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þögla barnið heitir ný bók eftir Guð- mund Brynjólfsson sem Sæmundur gefur út. Í kynningu á bókinni kemur fram að hún er annar hluti í þríleik, en fyrsta bókin í leiknum, Eitraða barnið, kom út á síðasta ári. Guðmundur segist hafa verið rétt um það bil hálfnaður með Eitraða barnið þegar hann sá þríleik fyrir sér og setti niður fyrir sér í grófum drátt- um. „Mér þótti strax svo vænt um að- alpersónurnar tvær, kvenskörunginn Önnu og hinn breyska sýslumann Eyjólf – þetta eru mögnuð hjón, svo ólík en samt svo passandi hvort öðru. Mér fannst að ég þyrfti að segja af þeim fleiri sögur, kannski var það að hluta til eigingirni því mig langaði sjálfan að kynnast þeim betur. Þegar ég lauk við Eitraða barnið var alveg ljóst í huga mér hvernig Þögla barnið ætti að vera enda byrjaði ég strax á henni og þegar henni var lokið hófst ég handa við Síðasta barnið, lokasögu þríleiksins – og vissi nokk hvernig hún myndi byggjast upp og fara. Er nú á kafi í henni miðri.“ Rétt eins og fyrsta bókin í þrí- leiknum gerist Þögla barnið fyrir lið- lega öld, en að þessu sinni á Vatns- leysuströndinni. Guðmundur segir að söguefnið hafi leitað á sig „og mig langaði að skrifa um nærumhverfið hér á Eyrarbakka, og þá small þetta tvennt saman. Ég hef áhuga á þessu tímaskeiði í sögu þjóðarinnar – og reyndar heimsins, þetta eru spenn- andi tímar fyrir margra hluta sakir. Bókmenntasaga þessa tíma er suðu- pottur og aldahvörf eru líklega alltaf áhugaverðir tímar. Þögla barnið gerist að megni til á æskuslóðum á Vatnsleysuströnd, en sögusviðið spannar einnig London, Reykjavík og Eyrarbakka. Þetta eru tímar þar sem skörp skil eru á milli stétta, íslenskir embættismenn hafa danskt vald yfir sér og á margan hátt held ég að það hafi yddað samskipti þeirra við alþýðu manna, þeir þurftu gjarna að sýna vald sitt um leið og þeir höfðu í sjónmáli aukið vald og mögulegt sjálfstæði þjóðarinnar. Lík- lega hafa menn þess vegna notað ýmsa klæki til að styrkja sjálfa sig í sessi og búa í haginn fyrir sig og sína. Sú er a.m.k. mín tilfinning. Ég lít ekki á þessar sögur sem hefðbundnar glæpasögur, en þær hafa vissulega mörg einkenni þeirra og mér fellur vel að skrifa um glæpi með þeim hætti sem ég geri. Kannski hófst sú vegferð með Líkvöku [sem kom út 2015]. Ég nota óhikað sögulegar persónur í þessum þríleik, háar sem lágar, til að gera sögurnar trúverðugri og staðsetja þær betur í tíma fyrir les- andann. Það eru færri þjóðkunnir menn sem koma við sögu í Þögla barninu en Eitraða barninu en fleiri alþýðumenn og útgerðarmenn t.d. á Vatnsleysuströnd eru sögulegar per- sónur. Auk þess sem embættismenn, sem voru til í raun og sann, koma við sögu. Þar má nefna Pál Einarsson sem þá var sýslumaður í Gull- bringusýslu, séra Árna Þorsteinsson á Kálfatjörn, Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka og Halldór Daníelsson bæjarfógeta í Reykja- vík.“ Gerir ekki upp á milli forma Guðmundur hefur skrifað jöfnum höndum leikrit og skáldsögur og seg- ist ekki gera upp á milli formanna. „Vinnan við leikritunina er meira lif- andi – þá er maður í félagsskap og margir þræðir þurfa að falla saman sem maður ræður ekki sjálfur. Það er gefandi því ég hef verið svo gæfu- samur að vinna með svo góðu fólki í leiklistinni. Skáldsagnagerð er ein- manalegri iðja, en ég þoli sjálfan mig alveg bærilega og get verið einn með sjálfum mér – og það er skemmtilegt að „ráða öllu“ ef svo má að orði kom- ast. En á lokametrunum er auðvitað liðsvinna þar líka, kápa, próförk o.fl. Stundum held ég að það gildi mig einu hvaða sort af skáldskap ég fæst við – ég veit ekki hvort það er rétt mat – en hitt veit ég fyrir víst að ég verð að skrifa. Ég get ekki án þess verið.“ Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Nærumhverfi Guðmundur Brynjólfsson segir að sér hafi þótt svo vænt um aðalpersónurnar að honum hafi fundist hann verða segja af þeim fleiri sögur. Get ekki án þess verið að skrifa  Þögla barnið er önnur bókin í þríleik Guðmundar Brynjólfssonar  Notar óhikað sögulegar per- sónur, háar sem lágar, til að gera sögurnar trúverðugri og staðsetja þær betur í tíma fyrir lesandann 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 Púað var á nokkrar konur á miðviku- dagskvöld í nýliðnni viku, gripið fram í fyrir þeim og þær beðnar um að yfirgefa viðburð fyrir upprenn- andi hæfileikafólk þegar þær gagn- rýndu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem var á svæð- inu. Uppistandarinn Kelly Bachman sagði í samtali við enska dagblaðið Guardian að henni hefði liðið eins og loftið hefði tæmst úr herberginu þegar hún benti á að Weinstein, sem hefur verið kærður af fleiri en 80 konum fyrir kynferðislegt ofbeldi, væri á staðnum. Bachman gagnrýndi Weinstein ásamt kollegga sínum Amber Rollo og leikkonunni Zoe Stuckless á við- burði sem nefnist Actors Hour. Weinstein var á svæðinu og sat hann við borð með nokkrum ungum konum og tveimur lífvörðum. „Ég er uppistandari og það er vinnan mín að benda á fílinn í her- berginu,“ sagði Bachman í uppi- standi þetta sama kvöld. „Þetta er í raun Freddy Krueger herbergisins. Ég vissi ekki að ég þyrfti að koma með mitt eigið piparsprey og flautu á Actors Hour,“ bætti Bachman við. Í hléi ávörpuðu Stuckless og Rollo Weinstein við borðið hans og var fylgt út af lífvörðum Weinsteins í kjölfarið. Almannatengill Weinsteins sagði í yfirlýsingu eftir atvikið að Weinstein hefði verið í fullum rétti á viðburð- inum og sagði framkomu kvennanna dónaskap. AFP Weinstein Konurnar telja að ekki hafi átt að hleypa honum inn. Hent út eftir gagnrýni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.