Morgunblaðið - 29.10.2019, Side 12
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ,
hefur samið við auglýsingastofuna
Brandenburg um stuðning við mót-
un, uppbyggingu og þróun á vöru-
merkjum sambandsins með það að
markmiði að efla ásýnd sambands-
ins, auka erlenda tekjumöguleika
þess og færa aukinn kraft í markaðs-
starf. Þröngum skilyrðum í lögum
KSÍ um útlit merkis KSÍ var breytt
fyrr á þessu ári og þarf merkið ekki
lengur að sýna fánaveifu og knött, né
þarf grunnurinn að vera hvítur eða
bókstafir bláir. Sú krafa er eingöngu
gerð að merkið sé í íslensku fánalit-
unum. Núverandi merki var tekið í
notkun árið 1997 í tilefni af 50 ára af-
mæli sambandsins. Forveri þess var
tekinn í notkun á síðari hluta 8. ára-
tugarins en þar áður var það íslenski
fáninn, nú eða ekki neitt utan núm-
ersins, sem prýddi landsliðstreyj-
una.
Þörfin aldrei verið meiri
Að sögn Stefáns Sveins Gunnars-
sonar, sviðsstjóra markaðssviðs
KSÍ, hefur þörfin fyrir að efla vöru-
merki KSÍ, sér í lagi á erlendri
grundu, aldrei verið meiri.
„Íslensk knattspyrna er orðin
heimsþekkt í kjölfar undangenginn-
ar velgengni og við vildum skerpa á
þeim tengingum sem landsliðin okk-
ar hafa. Við sjáum aukna tekjumögu-
leika á heimsvísu og erum sífellt að
leita leiða að fá erlend fyrirtæki að
borðinu sem sjá hag sinn í því að
tengja sig við þau gildi sem við höf-
um yfir að búa,“ segir Stefán í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hann segir að knattspyrnusam-
bandið hafi fundið fyrir miklum
áhuga erlendis frá í kjölfar þátttöku
landsliða Íslands, í karla- og kvenna-
flokki á stórmótum á síðustu árum.
„Vörumerki KSÍ var hinsvegar
hvorki skráð á erlendum mörkuðum,
né markaðslega í stakk búið til að
fullnýta þessa möguleika. Rann-
sóknir sýndu ennfremur að umheim-
urinn hafi hrifist af íslensku landslið-
unum, krafti þeirra og samheldni,“
segir Stefán og bætir því við að það
sem KSÍ stóð fyrir hafi verið tiltölu-
lega afskipt.
Lifir í minningunni
„Núverandi myndmerki KSÍ hef-
ur verið samofið þremur nýafstöðn-
um stórmótum hjá A-landsliðum
karla og kvenna. Það mun því lifa í
minningunni um ókomna tíð. En það
er alþekkt í umhverfinu að fyrirtæki
endurskoða og endurmeta sín mynd-
merki og hvort þau séu að kalla fram
þá aðgreiningu og þær hugarfars-
tengingar sem ætlast er til. Niður-
staðan var sú að breyta enda núver-
andi merki orðið yfir 20 ára gamalt,
og þykir það hár aldur hjá auðkenn-
um vörumerkja.
Eins er vörumerkið „KSÍ“ ólíkt
því að mörgu leyti sem landsliðin
okkar standa fyrir og því tækifæri til
að jafnvel skipta þeim upp eins og
víða er þekkt erlendis,“ segir Stefán
og á við að hugsanlega komi til
greina að knattspyrnusambandið
sjálft verði með sér vörumerki og
landsliðin einnig – sem er leið sem
bæði Spánverjar og Englendingar
hafa farið.
Kallað eftir breytingum
En fann hann fyrir því að kallað
væri eftir breytingum?
„Já. Bæði innan knattspyrnu-
hreyfingarinnar og ekki síst á mark-
aðnum voru okkur bakhjarlar, sam-
starfsmenn og stuðningsmenn,
farnir að kalla eftir endurnýjun.
Margt í núverandi merki er fremur
erfitt til notkunar og kallaði á upp-
færslu, ekki síst ef tekið er tillit til
allra þeirra nýju miðla sem við þurf-
um að vera sýnileg á,“ segir Stefán.
Breyta „háöldruðu“ merki
knattspyrnusambandsins
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Fáni Ríkharður Jónsson, borinn á gullstól, með þjóðfánann á brjósti, 1951.
Knattspyrnusamband Íslands sér aukna tekjumöguleika á heimsvísu
KSÍ Merkið til vinstri var í notkun frá síðari hluta 8. áratugarins til ársins
1996. Frá þeim tíma hefur merkið til hægri verið merki KSÍ, í 23 ár.
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
29. október 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.13 124.73 124.43
Sterlingspund 159.33 160.11 159.72
Kanadadalur 95.0 95.56 95.28
Dönsk króna 18.459 18.567 18.513
Norsk króna 13.548 13.628 13.588
Sænsk króna 12.844 12.92 12.882
Svissn. franki 125.17 125.87 125.52
Japanskt jen 1.1421 1.1487 1.1454
SDR 170.72 171.74 171.23
Evra 137.91 138.69 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.0007
Hrávöruverð
Gull 1504.65 ($/únsa)
Ál 1710.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.5 ($/fatið) Brent
Nafni fyrirtækisins Oddi Prentun og
Umbúðir hefur verið breytt í Kassa-
gerð Reykjavíkur. Í tilkynningu frá
félaginu segir að það muni halda
áfram sölu á fyrsta flokks umbúðum
með áherslu á gæði og þjónustu við
viðskiptavini sem byggist á áratuga
þekkingu og reynslu á þeim vett-
vangi. „Breytingin er hluti af stefnu-
miðuðum ákvörðunum til að styrkja
stöðu Kassagerðar Reykjavíkur á
umbúðamarkaði og tryggja að við-
skiptavinir geti áfram sótt fyrsta
flokks umbúðir og þjónustu til fyrir-
tækisins til framtíðar,“ segir í til-
kynningunni.
Straumlínulagað fyrirtæki
Samkvæmt tilkynningunni verður
með breytingunum til straumlínu-
lagað fyrirtæki sem standi við allar
skuldbindingar sínar og byggir á
sterku sambandi við viðskiptavini og
birgja, stöðugu umbótastarfi og virð-
ingu fyrir umhverfinu, eins og það er
orðað í tilkynningunni.
Elsta umbúðafyrirtækið
Kassagerð Reykjavíkur er elsta
umbúðafyrirtæki á Íslandi, stofnað
árið 1932. Félagið var ásamt Guten-
berg sameinað undir nafni Odda árið
2008. „Hjá fyrirtækinu starfar öfl-
ugur hópur starfsmanna með mikla
og langa reynslu og þekkingu á þörf-
um viðskiptavina. Kassagerðin legg-
ur áherslu á umhverfisvernd og hjá
fyrirtækinu starfa sérfræðingar sem
veitt geta ráðleggingar varðandi
ábyrga nálgun gagnvart umhverfinu
þegar kemur að vali og nýtingu um-
búða,“ segir að lokum í tilkynning-
unni frá félaginu. tobj@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Umbúðir Kristján Geir Gunnarsson,
forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur.
Oddi verður Kassa-
gerð Reykjavíkur
Vilja styrkja stöðu sína á markaði
Peysur
Str. M-XXXL
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Verð 7.900.-
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili