Morgunblaðið - 29.10.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Tillaga Boris Johnsons, forsætisráð-
herra Bretlands, um að efnt yrði til
þingkosninga 12. desember var felld í
atkvæðagreiðslu í neðri deild þings-
ins í gærkvöldi. Tillagan þurfti að fá
stuðning tveggja þriðju allra þing-
manna deildarinnar, eða 434 þing-
manna, en svo fór að hún fékk 299 at-
kvæði og 70 þingmenn greiddu
atkvæði á móti henni. Verkamanna-
flokkurinn er með 245 þingmenn í
deildinni og flestir þeirra sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna. Jeremy Corbyn,
leiðtogi flokksins, hafði sagt að hann
myndi ekki samþykkja kosningar
fyrr en ljóst væri að Bretlandi gengi
ekki úr ESB án samnings. Þingmenn
Skoska þjóðarflokksins og Frjáls-
lyndra demókrata sögðust vilja að
kosningarnar færu fram 9. desem-
ber.
Forsætisráðherrann lagði tillög-
una fram samkvæmt lögum sem sett
voru árið 2011 og kveða á um að tveir
þriðju allra þingmanna neðri deildar-
innar þurfi að samþykkja að flýta
þingkosningum. Eftir að niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar lá fyrir í gær-
kvöldi kvaðst Johnson ætla að leggja
fram sérstakt frumvarp um að efnt
yrði til kosninga 12. desember og það
þarf aðeins meirihluta atkvæðanna,
eða 320, en stjórnarandstaðan getur
þá lagt fram breytingartillögur,
t.a.m. um að lágmarkskosningaald-
urinn verði lækkaður í sextán ár.
Gert er ráð fyrir að neðri deildin
greiði atkvæði um frumvarpið í dag.
Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á
breska þinginu sagði að þingmenn
hans myndu ekki greiða atkvæði með
frumvarpi forsætisráðherrans nema
hann héti því að reyna ekki að fá
þingið til að samþykkja brexit-samn-
inginn sem hann náði við ESB fyrr í
mánuðinum.
Johnson samþykkti frestun
Fyrr um daginn hafði Donald
Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB,
skýrt frá því að það myndi sam-
þykkja beiðni Bretlands um að út-
göngu landsins úr ESB yrði frestað í
allt að þrjá mánuði. Útgangan átti að
taka gildi á fimmtudagskvöldið kem-
ur en breska þingið samþykkti lög
sem skylduðu Boris Johnson til að
óska eftir því að brexit yrði frestað til
31. janúar. ESB-ríkin samþykktu þá
beiðni en sögðu að útgangan gæti
tekið gildi 30. nóvember eða 31. des-
ember ef breska þingið samþykkir
brexit-samninginn.
Samkvæmt samkomulagi ESB-
ríkjanna þurfti breska stjórnin að
samþykkja frestunina formlega áður
en Tusk leggur hana fyrir leiðtoga
ESB-ríkjanna til endanlegrar stað-
festingar. Boris Johnson sendi Tusk
bréf í gær þar sem hann samþykkti
frestunina en kvaðst ætla að óska eft-
ir því að ESB útilokaði að brexit yrði
frestað lengur en til 31. janúar. John-
son hafði áður lagt áherslu á að hann
væri andvígur frestuninni og sagt að
hann myndi frekar „liggja dauður í
skurði“ en að óska eftir henni.
Tillaga Johnsons um þing-
kosningar 12. desember felld
Boðar frumvarp um kosningar Frestun á brexit í allt að þrjá mánuði samþykkt
Hindúar punta kú á trúarhátíðinni Tihar í Kat-
mandú, höfuðborg Nepals, í gær. Tihar er
ljósahátíð sem haldin er í fimm daga ár hvert á
þessum árstíma í Nepal og nokkrum svæðum
Indlands. Hátíðin er ekki aðeins helguð guðum
hindúa heldur einnig dýrum sem eru mikilvæg í
goðafræði þeirra, m.a. hundum, kúm og krákum.
Þriðji dagur hátíðarinnar er helgaður kúnni sem
hindúar líta á sem tákn um velsæld og auð.
Hindúar halda fimm daga trúarhátíð í Nepal
AFP
Votta guðum, kúm og hundum virðingu sína
Ólíklegt er að dauði hugmyndafræði-
legs leiðtoga Ríkis íslams verði til
þess að baráttu samtakanna fyrir
stofnun íslamsks ríkis ljúki, að sögn
sérfræðinga í baráttunni gegn
hryðjuverkastarfsemi.
Skýrt var frá því um helgina að
Abu Bakr al-Bagdadi, hugmynda-
fræðilegur leiðtogi Ríkis íslams, hefði
fallið í árás bandarískra hermanna í
Sýrlandi. Sérfræðingarnir telja ólík-
legt að dauði Bagdadis hafi mikil áhrif
á starfsemi Ríkis íslams, þar sem
hann hafi dreift valdinu og valdakerf-
ið hafi verið sveigjanlegt. „Bagdadi
var aðeins forystumaður að nafninu
til. Hann tók ekki þátt í starfsemi
samtakanna frá degi til dags,“ hefur
Newsweek eftir leyniþjónustumanni
sem hefur starfað í Mið-Austur-
löndum. „Það eina sem hann sagði var
já eða nei – hann skipulagði ekkert.“
Talið er að samtökin reyni að auka
samstarf sitt við al-Qaeda, að sögn
fréttaskýranda The Wall Street
Journal. „Baráttan heldur áfram,“
hefur blaðið eftir Bruce Hoffman,
prófessor við Georgetown-háskóla,
sem hefur rannsakað starfsemi
hryðjuverkahópa í rúm 40 ár. Dauði
Bagdadis gæti einnig þjappað liðs-
mönnum samtakanna saman og blás-
ið nýju lífi í starfsemi þeirra.
Hver tekur við?
Fréttaveitan AFP hefur eftir sér-
fræðingum í baráttunni gegn Ríki ísl-
ams að óvissa sé um hver verði eftir-
maður Bagdadis. Þeir telja tvo menn
koma helst til greina, Túnisann Abu
Othman al-Tunsi og Sádann Abu Sa-
leh al-Juzrawi. Fullyrt var í yfirlýs-
ingu sem birt var í ágúst að Bagdadi
hefði valið Írakann Abdullah Qardash
sem eftirmann sinn en hún hefur ver-
ið dregin í efa. Yfirlýsingin var sögð
hafa komið frá áróðursdeild Ríkis ísl-
ams en AFP hefur eftir sérfræðing-
um að samtökin hafi ekki staðfest
hana og hún sé líklega fölsuð.
bogi@mbl.is
AFP
Íslamistar Liðsmenn Ríkis íslams í
fangelsi Kúrda í Norður-Sýrlandi.
Baráttan
heldur
áfram
Óvissa um eftir-
mann Bagdadis