Morgunblaðið - 29.10.2019, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fara verðurvarlega íað draga of
víðtækar ályktanir
af úrslitum kosn-
inga í einstökum
fylkjum (löndum)
Þýskalands. Töluverður mun-
ur er á milli þeirra og allmikið
getur oltið á hvorum megin
járntjalds þeim var skipað
fyrir sameiningu landsins á
ný.
En þær kosningar sem þeg-
ar hafa farið fram draga þó
þegar upp nokkra mynd og
hún verður ljósari eftir því
sem slíkum úrslitum fjölgar. Í
fyrradag var kosið í Thür-
ingen í Mið-Þýskalandi, sem
áður var í Alþýðulýðveldinu.
Úrslitin þar eru mjög sláandi
og gerðist margt í senn.
Frá því að Þýskaland var
sameinað hafa Kristilegir
Demókratar, flokkur Merkel
kanslara, verið stærsti flokk-
ur fylkisins. Hann hafði 33,5%
atkvæða í fylkinu í síðustu
kosningum, en hrapaðu nú
niður í 21,8% fylgi, sem er
mikið fall, og tapaði þar með
forystusæti sínu í Thüringen.
En ekki nóg með það. Hann
féll niður í þriðja sætið í styrk-
leika flokkanna, á eftir þeim
tveimur flokkum sem Merkel
kanslari hefur hvað mesta
andúð á og jafnvel fyrir-
litningu.
Vinstrið (Die Linke) varð
stærstur flokka í Thüringen
með 31% fylgi og Valkostur
fyrir Þýskaland (AfD) varð
næst stærsti flokkur þar með
23,4 prósent atkvæða. Þessir
tveir flokkar voru ótvíræðir
sigurvegarar kosninganna.
Vinstrið með því að verða
stærsti flokkur fylkisins og
AfD með því að verða næst-
stærsti flokkur þar og með því
að vinna langmest á allra
flokka í kosningunum.
Vinstrið, undir forystu
Bodo Ramelow, bætti aðeins
við sig 2,8 prósentustigum og
einum þingmanni, en Valkost-
urinn bætti við sig 12,8 pró-
sentustigum og 11 þingmönn-
um.
Nafnið Valkostur fyrir
Þýskaland er þannig til komið
að þegar þessi flokkur var í
burðarliðnum sagði Merkel
kanslari að annar eins flokkur
og hann gæti aldrei orðið val-
kostur fyrir Þýskaland. Nýi
flokkurinn gerði orð Merkel
hins vegar að sínum og að
heiti flokksins sjálfs.
Erlend blöð, þar með talin
þekkt bresk blöð, hafa vakið
athygli á því að fyrir kosning-
arnar hafi þýsk sjónvarpsstöð
á landsvísu kallað
foringja AfD í
Thüringen, Björn
Höcke, „nýjan
Hitler“ þar. Þar er
vissulega mjög
langt gengið. En
hvað sem því líður þá hefur sá
verið mjög óvarkár í ýmsum
yfirlýsingum sínum í aðdrag-
anda kosninganna. Þannig að
þótt talið væri að langt væri
seilst af nefndum fjölmiðli
gagnvart þessum tiltekna
flokksleiðtoga og kannski
heimskulega langt, þá verður
hinu ekki neitað að sá hefur að
minnsta kosti gefið til þess
ærin tilefni.
Af öðrum fréttapunktum í
þessum fréttavænu kosn-
ingum má nefna að hrun
þýskra krata heldur áfram.
Flokkurinn fékk aðeins 8,2%
atkvæðanna og hefur ekki
mælst lægri, en í síðustu kosn-
ingum fór hann einnig illa en
var þó með 12,4% at-
kvæðanna.
Í fréttum er mjög bent á að
þátttaka í þessum kosningum
hafi verið góð og miklu betri
en endranær. Þannig hafi
52,7% kosið í fylkiskosning-
unum fyrir 5 árum en 66%
kosið nú. Þótt það sé ekki
mjög mikið á íslenskan mæli-
kvarða þá er stökkið stórt.
Þeir sem rýna í þessar tölur
hafa einnig til hliðsjónar upp-
lýsingar úr könnunum. Þeir
benda á að AfD hafi fengið
mest fylgi ungra kjósenda en
hinn sigurvegarinn Die Linke
hafi sótt sitt fylgi til eldri
kjósenda.
Þá varð það frétt að Frjáls-
lyndi flokkurinn komst yfir
5% lágmarkið og því inn á
fylkisþingið á ný með 5 þing-
menn.
Fréttaskýrendur telja að
ekki verði hlaupið að því að
koma á meirihlutastjórn í
fylkinu eftir þessi úrslit.
En hver verða áhrifin á
landsvísu? Sé horft á umræð-
ur í þýskum fjölmiðlum er
rætt um að staða eftirmanns
Merkel á formannsstóli,
Annegret Kramp-Karren-
bauer, muni veikjast enn við
þessar kosningar og þær sem
hafa farið á undan í hennar tíð.
Jafnframt kunni þungi
krafna um að Merkel sjálf víki
burt sem kanslari sjálfsagt
aukast.
Og loks er því bætt við að
eftir þessi hraklegu úrslit
sósíaldemókrata muni flokkur
þeirra verða enn órólegri í
stjórnarsamvinnu „stóru
flokkanna“ og gæti því hæg-
lega styst í því.
Áhrif kosninganna
í Thüringen gætu
orðið meiri en fyrir
fram var ætlað}
Eitt fylki af mörgum
með fullt af fréttum
T
íunda hvern dag fellur Íslend-
ingur fyrir eigin hendi, oft má
tengja það fíkn. Tíunda hvern
dag deyr Íslendingur af völdum
lyfjaeitrunar af ýmsum toga.
Flest þó af völdum hinna svo kölluðu ópíóða.
Einstaklingarnir blanda saman alls konar
efnum sem að lokum leiða þá til dauða.
Nýjustu upplýsingar frá landlæknisemb-
ættinu undirstrika alvöru málsins. Í ágúst
var embættið þegar með til rannsóknar
tæplega 40 dauðsföll vegna mögulegrar
lyfjaeitrunar. Tíu þeirra voru á aldrinum 20-
30 ára.
Stöðugar fregnir af því þegar fólk er tekið
með risasendingar af stórhættulegum eitur-
lyfjum sem það er að smygla til landsins, ættu að
skelfa fleiri en mig. Það sem af er árinu hafa tugir
kílóa af amfetamíni og kókaíni verið gerð upptæk, auk
mikils af ólöglegum lyfseðilsskyldum ópíóðum. For-
eldrar margir eru skelfingu lostnir og vita ekki hvern-
ig þeir eiga að vernda börnin sín. Ástvinir þeirra sem
hafa ánetjast þessum efnum, lifa hvern dag í stöðugri
sektarkennd og angist. Foreldrar þeirra sem fallnir
eru fyrir fíknsjúkdómnum spyrja stöðugt: Er þetta
mér að kenna, hvað gerði ég rangt?
Er furða þótt ég sem fulltrúi í fjárlaganefnd geti
engan vegið áttað mig á því hvers vegna ríkisstjórnin
vill skera niður fjármagn til lögreglunnar um tæpan
hálfan milljarð króna í fjárlögum fyrir 2020? Hér er
verið að höggva þar sem hlífa skyldi.
Þessa dagana verðu mér oft hugsað til ráðherra
ríkisstjórnarinnar. Þau bera ábyrgð á
ástandinu. Þróun fíkniefnafaraldursins er
öll á þeirra vakt.
Hvar eru forvarnirnar, hæstvirtur heil-
brigðisráðherra? Hvar er löggæslan,
hæstvirtur dómsmálaráðherra? Hvar er
félagslegi stuðningurinn, hæstvirtur fé-
lags- og barnamálaráðherra? Hvernig for-
gangsraðar þú fjármunum í þágu þjóðar
þinnar, hæstvirtur fjármálaráðherra?
Hversu lengi á fólkið að bíða eftir því að
ríkisstjórnin skeri upp herör gegn fíkni-
efnafaraldrinum, hæstvirtur forsætisráð-
herra? Hvar eru menntunartækifæri unga
fólksins okkar þegar þau koma út í sam-
félagið eftir að hafa leitað sér hjálpar
vegna fíknar, hæstvirtur menntamálaráðherra?
Mér líður virkilega illa að vera einn af þjóðkjörnum
fulltrúum og þurfa að horfa upp á þessa vá án þess að
geta virkilega barið í borðið og tekið á málunum eins
og skot. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Ég lýsi eftir þjóðarátaki í baráttunni gegn fíkni-
efnafaraldrinum. Þar þarf samræmt átak margra
ráðuneyta, ríkisstjórnar, alþingis, sveitarstjórna og
allrar þjóðarinnar. Oft hefur verið þörf en nú er
nauðsyn að viðurkenna staðreyndir, tölurnar ljúga
ekki. Við vitum um dauðsföllin, við vitum um flóð
fíkniefna til landsins. Við vitum að sem sameinuð
þjóð þá getum við brotið þessa óheillaþróun á bak
aftur. Vakning og vilji er það sem þarf.
Inga Sæland
Pistill
Fíknin –Vakning og vilji er það sem þarf
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þriggja daga þing Norður-landaráðs hefst í Stokk-hólmi í Svíþjóð í dag.Fulltrúar á þinginu verða
forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar
og þingmenn frá öllum norrænu
ríkjunum. Þó að formleg dagskrá
hefjist í dag var í gær rætt um lýð-
ræði á undirbúningsfundum, en
þetta er í 71. skipti sem Norður-
landaráðsþing er haldið. Á dagskrá
verða meðal annars loftslagsmál,
sjálfbærni og málefni ungs fólks.
Þingið er leiðtogafundur Norður-
landa og um leið stærsti norræni
stjórnmálaviðburður ársins.
Einn þeirra sem sækja þingið í
ár er Anna Kolbrún Árnadóttir,
þingmaður Miðflokksins. Morgun-
blaðið náði stuttlega tali af henni í
gær, en þá var hún ásamt öðrum
fulltrúum í undirbúningsvinnu.
„Ég er í svokallaðri þekkingar-
og menningarnefnd sem tekur með-
al annars fyrir falsfréttir og á ég
von á því að það verði eitt af þeim
viðfangsefnum sem við tökum
áfram þegar Ísland fer með forsæti
Norðurlandaráðs á næsta ári,“ seg-
ir Anna Kolbrún og bætir við að
dagskrá þingsins sé bæði fjölbreytt
og áhugaverð. „Þessi vinna er mjög
spennandi og skiptir um leið Ísland
miklu máli.“
Þétt dagskrá framundan
Að lokinni þingsetningu hefjast
þemaumræður með norrænu for-
sætisráðherrunum um málefnið
„Hvernig getur norræna sam-
félagslíkanið þróað og stuðlað að
sjálfbærum umskiptum?“ Verður
því þá velt upp hvort núverandi
fjöldahreyfingar og stjórn-
málaflokkar geti brugðist við vax-
andi kröfum um umskipti eða hvort
þörf sé á nýrri nálgun í því sam-
hengi.
Á morgun, miðvikudag, verður
undir liðnum velferð tekið fyrir
nefndarálit um að stöðva ættleið-
ingar frá einræðisríkjum og ótrygg-
um löndum, en á lokadegi þingsins
verður umræða tekin um loftslags-
mál. Mun þá Michael Tjernström,
prófessor við veðurfræðistofnun
Stokkhólmsháskóla, flytja erindi.
Þá mun einnig nýkjörinn forseti
Norðurlandaráðs frá Íslandi kynna
formennskuáætlun fyrir árið 2020
skömmu fyrir þingslit. Nánar má
lesa um dagskrá Norðurlandaráðs-
þings 2019 á heimasíðu Norræns
samstarfs, norden.org.
Góður samráðsvettvangur
Norðurlandaráðsþing er vett-
vangur fyrir svæðasamstarf þar
sem saman koma þingmenn sem
þjóðþingin tilnefna til setu í ráðinu
og ráðherrar úr ríkisstjórn Norður-
landa. Allir fulltrúar taka þátt í um-
ræðum um mikilvæg málefni í nor-
rænu samstarfi en einungis
þingmenn hafa atkvæðisrétt. „Gest-
ir og þingmenn frá öðrum alþjóð-
legum og norrænum stofnunum
hafa nú í tvö ár getað tekið þátt í
umræðum á þingi. Einkum eru það
gestir frá Eystrasaltsríkjunum og
Norðvestur-Rússlandi sem nýta sér
þann rétt. Á þemaþing er boðið
gestum sem tengjast því þema sem
er á dagskrá hverju sinni,“ segir á
heimasíðu Norræns samstarfs.
Það land sem gegnir for-
mennsku í ráðinu er jafnframt gest-
gjafi þingsins og fer það fram í
húsakynnum viðkomandi þjóðþings.
Ísland er þó undantekning þar sem
Alþingishúsið er ekki nógu stórt.
Fjallað verður nánar um
Norðurlandaráðsþingið og um-
ræður þar í Morgunblaðinu
og mbl.is í vikunni.
Þing Norðurlanda-
ráðs hefst í Svíþjóð
Hægt er að fylgjast með þingi
Norðurlandaráðs á netinu og í
símanum, en búið er að hanna
sérstakt app sem veitir yfirsýn
yfir alla dagskrána og upplýs-
ingar um einstaka dagskrárliði.
Appið má finna undir heitinu
„Norðurlandaráðsþing“. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Nor-
rænu samstarfi veitir appið
upplýsingar á sex tungumálum
og hentar það öllum símum og
spjaldtölvum.
„Appið inniheldur alla fund-
ardagskrá og dagskrá Norður-
landaráðsþingsins. Auk þess
eru þingmenn í Norðurlandaráði
kynntir og birtar fréttir af
þinginu sem stend-
ur yfir. Appið
inniheldur enn-
fremur hag-
nýtar upplýs-
ingar um þingið,“
segir þar.
Með þingið
í símanum
SÉRSTAKT APP FÁANLEGT
Anna Kolbrún
Árnadóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Norðurlönd Þing Norðurlandaráðs verður undir forystu Íslands á næsta
ári. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar fundurinn var haldinn hér 2015.