Morgunblaðið - 29.10.2019, Page 15

Morgunblaðið - 29.10.2019, Page 15
Við Íslendingar stöndum á spennandi tímamótum. Eftir óvissu undanfarinna ára hefur íslenskt efnahagslíf tekið al- gerum stakkaskiptum og þrátt fyrir tímabundna kólnun á þessu ári bendir allt til þess að við verðum komin á hagvaxtar- braut að nýju strax á næsta ári. Það er spennandi verkefni að horfa fram á veginn og kortleggja þau margvíslegu tækifæri sem við okkur blasa sem þjóð. Aukið virði – nýjar tekjur Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því hjá Íslandsstofu að móta stefnu fyrir ís- lenskar útflutningsgreinar í samræmi við lög sem sett voru um starfsemina í fyrra. Í tengslum við þá vinnu hafa verið haldnar vinnustofur um land allt og með fulltrúum ólíkra atvinnugreina. Alls hafa yfir 350 manns tekið þátt í vinnustofunum. Þetta hefur verið gefandi starf og ljóst að tæki- færin eru víða. Hefðbundnu útflutnings- greinar Íslands til þessa, þ.e. sjávarútvegur, ferðaþjónusta og orkusækinn iðnaður, standa vissulega frammi fyrir margvíslegum áskorunum en þessar greinar byggja á traustum grunni og tækifærin þar felast ekki síst í því að auka virði vöru og þjón- ustu, m.a. með öflugu markaðsstarfi og áframhaldandi nýsköpun. Takmarkað eðli náttúruauðlinda setur vexti þessara atvinnu- greina hins vegar skorður og er nauðsynlegt að vöxtur í þeim byggi á sjálfbærri nýtingu auðlinda. Hugvitsdrifinn útflutningur, tengdur ný- sköpun og tækni, á mikil sóknarfæri og gróska er í frumkvöðlastarfsemi. Engar skorður gilda þegar kemur að útflutningi sem ekki krefst aðgengis að náttúru- auðlindum. Útflutningur sem byggir á hug- viti en ekki staðbundnum náttúruauðlindum byggir á aðgengi að öflugum mannauði, bæði innlendum og erlendum sérfræðingum. Þá standa menningarstarfsemi og skapandi greinar á Íslandi framarlega í alþjóðlegum samanburði. Áskorunin Undirliggjandi er sú mikilvæga áskorun að tryggja komandi kynslóðum lífsgæði og spennandi störf. Við þurfum að tryggja það að ungt fólk kjósi að búa og starfa á Íslandi. Það gerum við meðal annars með því að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf sem skapar verðmæti með útflutningi, hvort sem um er að ræða vörur eða þjónustu. Og það er ekki sama hvernig það er gert. Sjálfbærni er samnefnari Einn þáttur stefnumótunar- innar laut að mörkun Íslands og mótun þeirra skilaboða sem við viljum sækja fram undir á er- lendum mörkuðum. Ein þeirra spurninga sem leitað var svara við á vinnustofum var hvað væri æskilegast að erlendir aðilar tengdu við Ísland. Fljótlega kom í ljós sterkur þráður í svörunum og gilti nánast einu hvort fólk kom úr sjávarútvegi, iðnaði, hugvitsgreinum, ferðaþjónustu eða skapandi greinum svo dæmi séu tekin. Sjálf- bærni var sá eiginleiki sem talinn var bestur til þess að búa íslenskum fyrirtækjum já- kvæða aðgreinandi stöðu á mörkuðum. Framtíðarsýnin er því sú að Ísland verði þekkt sem leiðandi land í sjálfbærni. Hér höfum við sterka stöðu; rannsóknir sýna að á erlendum mörkuðum er orðspor Íslands gott þegar kemur að sjálfbærni og ósnort- inni náttúru. Hins vegar stöndum við ekki eins vel að vígi þegar spurt er um ýmsa þætti sem snúa að innri gerð samfélagsins, viðskiptaumhverfi, nýsköpun og tækniin- nviðum. Þar er verk að vinna. Verkefnið okkar er að þróa skýra mörkun fyrir Ísland og íslenskar útflutningsgreinar og miðla áhrifaríkum sögum sem skapa traust á landi og þjóð. Gefandi ferðalag Við höfum farið víða undanfarna mánuði, átt samtöl við fjölda fólks úr ólíkum atvinnu- greinum um land allt, horft inn á við og út fyrir landsteinana. Við erum afar þakklát þeim mikla fjölda fólks sem hefur lagt stefnumótuninni lið. Hún er afrakstur viða- mikils samtals þar sem niðurstaðan er sam- eiginleg sýn sem byggir á styrkleikum lands og þjóðar. Eftir Pétur Þ. Óskarsson Pétur Þ. Óskarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Mótum framtíðina saman »Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því hjá Íslandsstofu að móta stefnu fyrir íslensk- ar útflutningsgreinar. 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019 Bein Hrekkjavakan er á næsta leiti en þessi ólánsama beinagrind skreytir nú Babalú á Skóla- vörðustíg. Sá siður að halda upp á hrekkjavöku hefur rutt sér til rúms hérlendis á síðustu árum. Eggert Á síðasta ári birti háskólinn í Pennsyl- vaníu niðurstöðu úr mjög upplýsandi sál- fræðirannsókn. Í rann- sókninni var hópi nema skipt í tvennt og annar hópurinn látinn takmarka notkun félagslegra samskipta- miðla, þ.e facebook, twitter o.fl., við hálfa klukkustund á dag yfir þriggja vikna tímabil á meðan hinn hóp- urinn fékk hið hefðbundna hömlu- leysi. Niðurstaðan var mjög afger- andi og í raun svo afgerandi að ótrúlegt er að rannsóknin hafi ekki fengið meiri umræðu en raun ber vitni. Sá hópur sem takmarkaði notkun samskiptamiðlanna upplifði minnkað þunglyndi, minni kvíða og minni einmanaleika. Án þess að fara nákvæmlega í tölfræðina, enda drepleiðinleg fyrir almenna um- ræðu, er hægt að setja niðurstöð- una fram með þeim hætti að hún sé svo afgerandi að ef um rannsókn á nýju kvíða- eða þunglyndislyfi væri að ræða værum við lyfjafræðing- arnir líklega í einhverslags Örlygs- staðabardaga um einkaleyfið. Sú spurning hlýtur því óhjákvæmilega að vakna í fram- haldinu – því ef hægt er að minnka einmana- leika, þunglyndi og kvíða með minnkaðri notkun félagslegra samfélagsmiðla – hvort orsök aukningar á slíkum sjúkdómum tengist notkun miðl- anna. Gæti verið að notkun miðlanna ylli heilanum okkar skaða? Blindur fær sýn Til hamingju með frelsið; var heilsa bóksalans til lyfjafræðingsins fyrir ekki svo löngu. Fyrst um sinn hélt lyfja- fræðingurinn að enn einn alþjóðlegi dagurinn, þar sem einhverjum áfanga er fagnað, væri runninn upp. Svo var ekki og til að bregðast við ört stækkandi ginnungagapi í augum lyfjafræðingsins útskýrði bóksalinn að hann ætti auðvitað við að lyfjafræðingurinn væri laus við helsisfjötra félagslegra samskipta- miðla. Áttu þeir félagar, eins og svo oft áður, eftirminnilegt spjall í framhaldinu. Nú er komið á annað ár frá því að sá sem þetta ritar ákvað að hætta notkun félagslegra sam- skiptamiðla. Hugmyndin kviknaði í kjölfar þess að ég las mjög áhuga- vert Reykjavíkurbréf, Um kæk og læk, gamlan vana og nýjan. Sem faðir varð ég að horfast í augu við að það er á minni ábyrgð að vera góð fyrirmynd dætra minna. Reynslan af þessum nýja lífsstíl er sú að ég hef meiri tíma og ég næ betri einbeitingu, líklega því að hið óhóflega áreiti – sem ég er orðinn sannfærður um að ali á áunnum at- hyglisbresti og valdi heilanum lang- tímaþreytu – minnkaði. Ég les fleiri bækur, ég næ nánari tengslum við fólk og ef út í það er farið er ég í dýpri og raunverulegri samskiptum við þá sem mér þykir vænt um. Fé- lagslegu samskiptamiðlarnir höfðu nefnilega líka þá tálsýn að mér fannst að ég væri í samskiptum við allt og alla. Þessi tími hefur í raun opnað augu mín fyrir skaðsemi umræddra samfélagsmiðla. Nefnum örfá dæmi ofan á það sem fyrr hefur verið nefnt. Ég verð í auknum mæli var við það að fólk getur varla lagt frá sér snjallsímann í samræðum. Næmni fyrir þessu hefur aukist. Ég verð sérstaklega var við þetta hjá hinni marglofuðu ungu kynslóð stjórn- málamanna, sem komin er í mikla ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu, en slíkt er ekki bara dónaskapur held- ur er þetta veikleikamerki sem bendir til einhverslags fíknar. Ég hef líka tekið eftir því að stór hópur bílstjóra ekur með augun á síman- um með tilheyrandi áhættu og akst- urslagi sem minnir á drukkinn öku- mann. Það bendir einnig til fíknar ef menn eru tilbúnir að leggja lífið að veði fyrir slíkan óþarfa. Að lokum mætti nefna að stóru samskiptafyrirtækin, sem eiga þessa miðla, virðast ítrekað staðin að verki með óhreint mjöl í poka- horninu. Vitað er að eigendur miðl- anna eru með spilavítissérfræðinga til þess að hanna miðlana með sama hætti og spilavíti eru hönnuð, til þess að festa notendur í viðjum fíknar. Vá fyrir dyrum Í mjög forsjálu og innihaldsríku kveðjuávarpi til landsmanna sinna nefndi Dwight D. Eisenhower Bandaríkjaforseti að ekki mætti horfa fram hjá því að tækniframfar- irnar væru orðnar slíkar og svo ör- ar að ef menn gættu ekki að sér gæti sjálft almenningsálitið verið hneppt í gíslingu og jafnvel endað sem fangi hinna fáu. Nú liggur fyrir að mest notuðu samskiptamiðlarnir hafa fengið há- ar stjórnvaldssektir vegna brota á persónuverndarlögum og brotafer- illinn lengist með degi hverjum. Ástæðan fyrir því að þýskar götumyndir eru almennt ekki birt- ar á mest notuðu leitarvél og vegsjá veraldarvefsins er sú að sannað var að fyrirtækið var ekki eingöngu að taka ljósmyndir með þekktri bifreið sinni. Nemar, sem opinberlega áttu að vera einhvers- lags staðsetningarbúnaður, höfðu verið settir á bifreiðina en vegna þess sem fyrirtækið kallaði „hönn- unargalla“ fór búnaðurinn að safna ótrúlegu magni upplýsinga um netnotkun þeirra sem notuðu opin net í nálægð bifreiðarinnar. Reyndar safnar sama fyrirtæki sambærilegum upplýsingum í öll- um öðrum rekstrareiningum sínum og skrifar öll okkar skref í skýin ef út í það er farið. Fáir vita í hvað allar þessar upplýsingar eru notaðar en margt bendir til að þær séu m.a. notaðar til þess að hafa áhrif á lýðræð- islegar kosningar eða stefnu stjórnmálamanna, hvað við kaup- um og hvaða skoðanir við höfum en það er mjög alvarlegt ef rétt reynist. Eftir Viðar Guðjohnsen » Sá hópur sem tak- markaði notkun samskiptamiðlanna upplifði minnkað þung- lyndi, minni kvíða og minni einmanaleika. Viðar H. Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Vanmetin fíkn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.