Morgunblaðið - 29.10.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Blár vinur í stofunni,
yndislegur litur sem nýtur
sín vel í flestum rýmum.
Skoðaðu litaúrvalið
okkar á slippfelagid.is
Notalegur 60 ára Guðfinna er fráVogum IV í Mývatns-sveit en býr á Akureyri.
Hún er hjúkrunarfræð-
ingur að mennt og
vinnur á gjörgæslunni
á Sjúkrahúsi Akureyrar.
Maki: Friðjón Halldórs-
son, f. 1962, sjálfstætt starfandi húsa-
smiður.
Dóttir: Lilja Huld Friðjónsdóttir, f. 1992,
hjúkrunarfræðingur. Barnabörn eru
Mikael Þór, f. 2013, og Gabríel Aron, f.
2015. Dóttir Friðjóns er Jenný, f. 1981.
Foreldrar: Þorlákur Jónasson, f. 1922, d.
2009, bóndi í Vogum, og Lilja Guðbjörg
Árelíusdóttir, f. 1937, fyrrverandi versl-
unarmaður og húsfreyja í Vogum, búsett
á Akureyri.
Guðfinna Aðalheiður
Þorláksdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að taka þig saman í and-
litinu og einbeita þér að því sem fyrir
liggur. Lítið á björtu hliðarnar og reynið
að muna að allt reddast þetta.
20. apríl - 20. maí
Naut Sinntu þínum nánustu sérstaklega,
því þú hefur satt að segja látið þá sitja á
hakanum að undanförnu. Þér er létt því
stóru verkefni er lokið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert ekki alveg með báða
fætur á jörðinni þessa dagana. Ástin hef-
ur tekið völdin. Þú færð skemmtilegar
fréttir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft ekki að vera unglingur til
að finnast allt frekar fáránlegt. Losaðu
þig við kæki sem þú hefur tileinkað þér,
þeir fara nefnilega í taugarnar á öðrum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér finnst ábyrgð þín svo yfirþyrm-
andi að það dregur úr sjálfstrausti þínu
og framkvæmdagleði. Gleymdu ekki að
áhyggjur eru eins og ruggustóll sem
hreyfist en fer hvergi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það eru mikil sannindi í því fólgin
að illt sé að leggja ást við þann sem enga
kann í móti. Áhyggjur leysa engan vanda.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hvernig þú bregst við streitu og
álagi sýnir persónuleika þinn. Þú elskar
að ferðast, af hverju ekki bara að flytja út
og prófa það?
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einvera er stundum upp-
spretta nýrra uppgötvana, það er eins og
þær hafi marað í hálfu kafi. Þiggðu hjálp
ef þú þarft hana.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú vilt gjarnan afla meiri
tekna. Vertu maður til að biðjast afsök-
unar þegar það á við.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að sinna persónu-
legum málum í dag og gætir þurft að
hagræða ýmsu til þess að geta það. Ná-
grannar þínir eru ekki þeir skemmtileg-
ustu þessa dagana.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Taktu til á heimilinu og drífðu
síðan í þeim lagfæringum sem bíða. Þér
eru allir vegir færir í lífinu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Leggðu hönd á plóg þar sem þess
er þörf, hvort sem það er beinlínis í þín-
um verkahring eða ekki.
hefur því réttindi til að dæma í öllum
deildum, en hann dæmir mest í efstu
deild kvenna og 1. og 2. deild karla,
en er einnig fjórði dómari í úrvals-
deild karla.
„Mig langaði alltaf til að vera góð-
ur í fótbolta en verð ævinlega afleitur
leikmaður, bæði stirður og hægfara.
Þjálfari á Húsavík í barnæsku sagði
við mig á fótboltaæfingu: „Þetta
kemur eftir 25 ár.“ Ég held reyndar
að hann hafi haft á röngu að standa.
námskeiði til öflunar héraðsdóms-
lögmannsréttinda.
Helsta áhugamál Arnars eru
ferðalög. „Við fjölskyldan reynum að
ferðast með börnin um allt, sýna
þeim heiminn og einnig innanlands
eftir því sem hægt er. Við höfum far-
ið til Taílands, Mexíkó og víðar og
stefnum á fleiri landvinninga. Ég er
mikill fjölskyldumaður og ver mest-
um frítímanum með fjölskyldunni.“
Arnar er landsdómari í fótbolta og
A
rnar Þór Stefánsson
fæddist 29. október
1979 Landspítalanum í
Reykjavík og ólst upp á
Húsavík til 11 ára ald-
urs. „Það var frábært að alast upp
þar upp sem barn, ég ber sterkar
taugar þangað norður og á góðar
minningar úr barnæsku.“
Arnar vann á bensínstöð ESSO í
Mosfellsbæ á unglings- og mennta-
skólaárum. „Mér skilst að handrits-
höfundar Vaktanna (Næturvaktin
o.fl.) hafi haft persónugalleríið þar í
huga er þeir gerðu þau handrit.“
Arnar vann síðan á RÚV með há-
skóla, einkum sem næturfrétta-
maður, en það starf mun nú vera af-
lagt. „Meðal þess sem næturfrétta-
maður gerði á þessum árum upp úr
aldamótum var að vera eins konar út-
sendingarstjóri, sem meðal fólst í því
að tengja Veðurstofuna inn í útsend-
ingu kl. 4.30 en einnig að lesa fréttir
kl. 2, 5 og 6. Ómissandi þáttur var að
lesa flugáætlun farþegaflugs í lok
frétta kl. 5 og sem barst fréttastof-
unni með faxi. Nú er það allt á net-
inu.“
Arnar gekk í Barnaskóla Húsavík-
ur, Flataskóla í Garðabæ í eitt ár og
svo Gagnfræðiskóla Mosfellsbæjar,
var stúdent frá MR 1999 og var í sig-
urliði MR í Gettu betur 1998 og 1999.
„Ég keppti síðar í Útsvari fyrir
Norðurþing með minni árangi, svo
vitið virðist minnka með árunum.“
Hann varð Cand. jur. HÍ 2004, hér-
aðsdómslögmaður í júní 2005 og
hæstaréttarlögmaður í mars 2011, 31
árs að aldri.
Arnar hefur starfað sem lögmaður
á LEX lengst af frá útskrift með
stuttu stoppi hjá umboðsmanni Al-
þingis í hálft ár og í Hæstarétti sem
aðstoðarmaður í eitt ár. Hann hefur
verið eigandi á LEX frá 2008. „Verk-
efnin í lögmennskunni eru fjölbreytt
og ég vil hafa þau fjölbreytt. Ég vil
ekki taka bara mál fyrir fyrirtæki og
stofnanir heldur líka prinsippmál fyr-
ir einstaklinga, mál sem eru áhuga-
verð, t.d. mannanafnamál og nú bóta-
mál vegna Guðmundar- og
Geirfinnsmála. Ég reyni að hafa víða
skírskotun í lögmennskunni en ekki
þrönga og vinna fyrir háa og lága.“
Arnar hefur kennt við háskólana og á
Þetta er ekki komið enn. Þrátt fyrir
að vera afleitur knattspyrnumaður
fann ég leið til að vera með í bolt-
anum á efri árum upp úr þrítugu með
því að troða mér að sem fótbolta-
dómari. Það var þó enginn sem hvatti
mig sérstaklega til þess en ég fékk
brennandi áhuga á þessu. Þetta er
frábær leið til að vera með í leiknum
og halda sér í þokkalegu standi í leið-
inni. Það eru gerðar nokkuð stífar
kröfur til dómara hjá KSÍ varðandi
þrek o.fl. Það er þrekpróf tvisvar á
ári, klippufundir, ráðstefnur og skrif-
leg próf í knattspyrnulögunum. Í
þeim eru sett upp absúrd tilvik sem
geta komið upp í fótboltaleik og
menn beðnir um að segja til um hvað
eigi að dæma.“
Fjölskylda
Eiginkona Arnars er Sunna
Jóhannsdóttir, f. 15.2. 1974, við-
skiptafræðingur. Foreldrar: Þóra
Ragnheiður Björnsdóttir, f. 14.2.
1951, fv. sóknarprestur í Norður-
Noregi, búsett í Reykjavík, og
Jóhann Guðmundsson, f. 18.11. 1948,
tannlæknir í Noregi. Þau skildu. Nú-
verandi kona Jóhanns er Erla Vals-
dóttir, f. 30.11. 1952.
Börn Arnars og Sunnu eru Vala
Arnarsdóttir, f. 31.7. 2012, og Auður
Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður – 40 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Embla, Vala, Arnar, Sunna, Sól og Auður á heimili þeirra árið 2018.
Afleitur leikmaður en skárri dómari
Knattspyrnudómarinn Arnar að
dæma í undanúrslitum bikarkeppni
kvenna á KR-vellinum í sumar.
Lögmaðurinn Arnar með Þorbirni
Þórðarsyni sem var að taka prófmál
til öflunar málflutningsréttinda.
50 ára Örn er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Hvassaleiti og Hlíð-
unum en býr í Árbæn-
um. Hann er verk-
fræðingur og
hagfræðingur að
mennt og er sérfræð-
ingur á fjármálastöðugleiksviði hjá
Seðlabanka Íslands.
Maki: Margrét Sigurðardóttir, f. 1970,
meinafræðingur á Landspítalanum.
Synir: Tvíburarnir Haukur Jón og Helgi
Þór, f. 2010.
Foreldrar: Haukur Sigurðsson, f. 1938,
d. 2016, sagnfræðingur og kennari við
MR, og Þyri Jónsdóttir, f. 1943, d. 2000,
hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum
og Sunnuhlíð.
Örn
Hauksson
Til hamingju með daginn
Hella Annabelle Kruklina fæddist 14.
febrúar 2019 kl. 17.19 á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Selfossi. Hún vó 3.726 g og
var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru
Veronika Kruklina og Maris Kruklins.
Nýr borgari