Morgunblaðið - 29.10.2019, Qupperneq 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
„ÉG HEF NÚ ALDREI KOMIÐ ÞANGAÐ
SJÁLFUR – EN ÉG Á NÁGRANNA ÚR VÍTI.”
„AMMA, EF ÞÚ KAUPIR MÓTORHJÓL
GETUM VIÐ BÆÐI NOTAÐ ÞAÐ!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vona að hún sjái
þig.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VEISTU HVAÐ ER
ÁHUGAVERT?
HVAÐ?
LÍTIL ÞORP BYGGÐ ÚR
TANNSTÖNGLUM!
GETTU HVER ER
ÞREYTANDI?
JÆJA, UNGA PAR, ERUÐ ÞIÐ
TILBÚIN AÐ PANTA?
JÁ, EN SKIPTU
REIKNINGNUM Í
TVENNT!
ÉG ELSKA MENN
MEÐ KÍMNIGÁFU!
Arnarsdóttir, f. 13.1. 2015. Dætur
Sunnu eru tvíburarnir Sól Elíasdótt-
ir nemi í arkitektúr, og Embla Mjöll
Elíasdóttir, nemi í hjúkrunarfræði, f.
10.11. 1995.
Systir Arnars er Ása Sólveig
Stefánsdóttir, f. 14.3. 1983,
hjúkrunarfræðingur, og hálfbróðir
Arnars samfeðra er Ófeigur Óskar
Stefánsson, f. 18.4. 1998, háskóla-
nemi.
Foreldrar Arnars eru Valgerður
Anna Mikkelsen, f. 18.2. 1948, kenn-
ari, búsett í Reykjavík, og Stefán
Haraldsson, f. 23.4. 1950, tannlæknir,
búsettur á Húsavík. Þau skildu. Nú-
verandi eiginkona Stefáns er Frið-
rika Baldvinsdóttir, f. 2.2. 1961.
Arnar Þór
Stefánsson
Stefán Haraldsson
tannlæknir Húsavík
Haraldur Gíslaon
mjólkurbússtjóri á Húsavík
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Haugi
Gísli Brynjólfsson
bóndi á Haugi í
Gaulverjabæjarhreppi
Gísli Gíslason kaupmaður í ReykjavíkIngibjörg Sólrún Gísladóttir frkvstj.
Lýðræðis- og mannréttindastofnunar
ÖSE, fv. alþm. og ráðherra
Sigurður Jó hanns-
son vélgæslumaður
í Gufunesi
Sigurþór
Sigurðsson rekur
bónstöðina Bónfús
Sunna Karen
Sigurþórs-
dóttir
blaðamaður
Bryndís Brynjólfsdóttir í Tryggvaskála,
fv. kaupm. og útibússtj. á Selfossi
Brynjólfur Gíslason
veitingamaður í Tryggvaskála
Solveig Stefánsdóttir
húsfreyja í Vogum
Sigfús Hallgrímsson
bóndi í Vogum í Mývatnssveit
Valgerður Sigfúsdóttir
húsfreyja á Húsavík
Stefán Sigfússon
bóndi í Vogum
Jón Stefánsson organisti
Benedikt Bóas
Hinriksson
blaðamaður
Guðfi nna Kristín
Sigfúsdóttir
fv. húsfreyja
á Stuðlum í
Mývatnssveit, nú
í Rvík
Hinrik Árni Bóasson
vélfræðingur í Rvík
Birgir Tjörvi
Pétursson
lögmaður
og formaður
knattspyrnu-
deildar Gróttu
Ásdís Sigfúsdóttir
matráðskona í
Rvík
Sólveig Ólöf
Jónsdóttir fv.
verslunarmaður
í Rvík
Valgerður Guðmundsdóttir
húsfreyja í Miðkrika
Jóhann Pétur Þorkelsson
bóndi og kennari í Miðkrika
í Hvolhreppi, Rang.
Valgerður Jóhannsdóttir
húsfreyja á Selfossi
Mangor Harry Mikkelsen
mjólkurfræðingur á Selfossi
Anna Josefi ne Mikkelsen
kjólameistari á Skagen
Christian Emil Mikkelsen
skipstjóri á Skagen í Danmörku
Úr frændgarði Arnars Þórs Stefánssonar
Valgerður Mikkelsen
kennari í Reykjavík
Bjarni Sigtryggsson yrkir áBoðnarmiði:
Um Bagdadí eitt sinn var ort
að illvirki væru hans sport.
En djúpt oní helli
drapst hann með hvelli
í vesti af vitlausri sort.
Á laugardag, fyrsta vetrardag,
óskaði Sigurlín Hermannsdóttir
Leirverjum gleðilegs vetrar og
þakkaði fyrir sumarið með þessari
athugasemd: „Ef saman frýs í
sumarbyrjun hafa menn meiningar
um hvernig sumarið verði. En hvað
með vetrarbyrjun?
Ef sumar og vetur saman frjósa
segja menn það boði sumar heitt.
Ef vetur og sumar það sama kjósa
segja menn það boði ekki neitt.“
Þann hinn sama dag kom Sig-
mundur Benediktsson við hjá Jóni
Gissurarsyni á leið sinni norður í
Eyjafjörð og hafði þessa vísu í far-
teskinu:
Ljósið krýnir sólarsal
sveipast gleði hagur.
Flóðlýstur um fjöll og dal
fyrsti vetrardagur.
Jón heldur síðan áfram sögunni
og segir: „Í dag var hér lygnt veð-
ur, heiðskír himinn og glampandi
sólskin. Svolítil fannaslæða hylur
jörðina með smá skafla á víð og
dreif. Nú klukkan að ganga ellefu
að kvöldi er frostið um sjö gráður.
Sólarhaddur vítt um völl
vekur sanna braginn.
Fönnum skrýðist foldin öll
fyrsta vetrardaginn.
Ingólfur Ómar svarar og segir að
enginn snjór sé sunnan heiða, að-
eins föl en þó svolítið svalt:
Röðull gyllir grund og sjá
glæðir sálarhaginn,
föl þó skrýði foldarbrá
fyrsta vetrardaginn
Að lokum orti Gústi Mar á sunnu-
dag:
Nyrðra vetur gekk í garð
götur snjórinn huldi.
Hér er frosinn hóll og barð
hér er skítakuldi.
Á Boðnarmiði gerir Guðrún
Nellý Sigurðardóttir kjötsúpudag-
inn að yrkisefni, „mismunandi af-
brigði kjötsúpu með nokkurra
metra millibili á Skólavörðustíg“:
Kjötsúpudaginn ég kann vel að meta,
krásanna á milli þá banhungruð feta,
það er svo einstakt og indælt að geta
á annarra kostnað fengið að éta.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fyrsti vetrardagur
og kjötsúpudagurinn