Morgunblaðið - 29.10.2019, Síða 26
ÍR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Silfurliði ÍR var spáð þriðja neðsta
sæti Dominos-deildar karla í körfu-
bolta fyrir tímabilið. Í ljósi þess að ÍR
missti allt byrjunarlið sitt og einn
helsta varamanninn í sumar kom það
kannski ekki svo á óvart. Eftir að hafa
tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í
vetur hefur liðið hins vegar unnið tvo
síðustu leiki og endurheimt landsliðs-
miðherjann Sigurð Gunnar Þor-
steinsson, og í Breiðholtinu virðast
menn nú ekki vera að velta fyrir sér
neinni fallbaráttu.
„Það munar svakalega um það fyrir
okkur að fá Sigga inn í þetta aftur.
Hann kemur með þekkingu á körfu-
bolta, reynslu, gæði og ekki síst stærð
sem okkur vantaði,“ segir Trausti Ei-
ríksson, leikmaður ÍR. „Við erum því
kannski hættir að horfa niður á við og
byrjaðir að horfa meira upp á við.
Fyrir tímabilið var takmarkið að ná
inn í úrslitakeppnina, alveg eins og í
fyrra þegar við sýndum að það skiptir
ekki öllu máli hvort maður lendir í 1.,
2. eða 8. sæti, og það er áfram mark-
miðið. Með komu Sigga horfum við
3-4 sætum ofar en áður.“
Þrátt fyrir endurkomu Sigurðar,
sem reyndar meiddist í fyrsta leik, er
brotthvarfið mikið frá því að ÍR tapaði
í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn
gegn KR síðasta vor:
„Auðvitað er það svekkjandi, líka
vegna þess að það var ekki eins og
menn væru að flýja. Menn fengu bara
ýmis tækifæri. Hákon fékk boð um að
koma út í skóla, Siggi fékk boð um at-
vinnumennsku [en sneri svo aftur til
ÍR], Matthías vildi fá að spila með
bróður sínum, Kevin vildi reyna sig í
stærri deild, og Sigurkarl hafði lengi
ýjað að því að hann ætlaði að fara að
hætta. Þetta er auðvitað leiðinlegt og
svekkjandi, og maður hugsar um
þennan oddaleik og fjórða leik í úrslit-
unum nánast á hverjum degi, en við
höldum áfram. Við erum svolítið að
byrja upp á nýtt og það er mikil vinna
fram undan, en við reynum að ýta því
að þeim sem eru nýir hérna hvað við
gerðum í fyrra og hvernig. Við reyn-
um að smita þá af sama hugarfari en
einnig að laga okkur að því sem þeir
hafa upp á að bjóða,“ segir Trausti.
Nóg af leiðtogum í liðinu
Reyndar stóð til að ÍR tefldi fram
Roberto Kovac, landsliðsmanni Sviss,
en það breyttist eftir 29 stiga stórleik
hans gegn Íslandi þegar króatískt fé-
lag sem Kovac ber sterkar taugar til
keypti hann af ÍR. ÍR hefur hins veg-
ar fengið til sín menn á borð við
Bandaríkjamanninn Evan Singletary,
sem stýrir leik liðsins, og Búlgarann
Georgi Boyanov sem Trausti segir
málglaðan og virkilega áhugaverðan
náunga, sem smiti frá sér mikilli orku
og hafi þegar náð góðri tengingu við
Ghetto Hooligans, stuðnings-
mannasveit ÍR. Florijan Jovanov, sem
leikið hefur um árabil í 1. deild hér á
landi, bankaði upp á hjá ÍR-ingum og
landsliðsmaðurinn Collin Pryor og
Arnór Hermannsson, yngri bróðir
Martins, hafa einnig styrkt hópinn.
„Matti var leiðtogi liðsins innan og
utan vallar, og maður lærði mikið af
hugarfari hans. En það er fullt af
sterkum karakterum í þessu liði og
ekkert vandamál hvað það varðar.
Inni á vellinum er það Evan sem tekið
hefur við leikstjórnandahlutverkinu.
Hann er samt svolítið að fylla í skarð
Matta og Kevins á sama tíma, sem er
ansi stórt skarð, en svo erum við með
Arnór og Daða til að styðja við hann,“
segir Trausti.
ÍR-ingar
horfa upp
á við á ný
Morgunblaðið/Hari
Liðsauki Collin Pryor kom til ÍR frá Stjörnunni í sumar en hann hefur leik-
ið hér á landi frá 2014 og hefur spilað með íslenska landsliðinu.
Endurkoma Sigurðar skiptir sköpum
Singletary þarf að fylla stórt skarð
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Íslenska knattspyrnukonan Cloé La-
casse heldur áfram sigurgöngunni
með SL Benfica í portúgölsku knatt-
spyrnunni. Lið hennar vann Maritimo á
útivelli á portúgölsku eyjunni Madeira
á sunnudaginn, 5:0, þar sem Cloé
skoraði fyrsta markið og lék allan
leikinn. SL Benfica, sem er nýliði í
efstu deild, hefur unnið fimm fyrstu
leikina með gríðarlegum yfirburðum
og er með markatöluna 46:0. Cloé hef-
ur skorað sjö mörk í þessum fimm
leikjum.
Lars Olsen, sem var fyrirliði danska
landsliðsins í knattspyrnu þegar það
varð óvænt Evrópumeistari árið 1992,
hefur tekið við danska úrvalsdeildar-
liðinu Esbjerg. Ólafur H. Kristjánsson
var meðal þeirra sem voru orðaðir við
það starf í haust en danskir fjölmiðlar
sögðu hann hafa neitað boði Esbjerg.
Olsen, sem er 58 ára gamall, hefur ver-
ið landsliðsþjálfari Færeyja undanfarin
átta ár en hann lék á sínum tíma 84
landsleiki fyrir Danmörku.
María Þóris-
dóttir, norska
landsliðskonan í
knattspyrnu, verð-
ur frá keppni
næstu 10-12 vik-
urnar en hún er
með brotið bein í
fæti og þarf að
fara í aðgerð.
María leikur með Chelsea, sem er á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 13
stig að fimm umferðum loknum eftir
3:1 útisigur á West Ham á sunnudag-
inn. María missir því af næsta leik Nor-
egs í undankeppni EM sem er gegn
Norður-Írum á heimavelli 8. nóvember.
Norska liðið hefur unnið fyrstu þrjá
leiki sína með miklum yfirburðum og
María, sem leikur stöðu miðvarðar,
hefur gert eitt mark. Á dögunum gerði
hún sigurmark Chelsea í toppslag
gegn Arsenal, 2:1, í ensku úrvalsdeild-
inni.
Körfuknattleikslið Njarðvíkur í
karlaflokki hefur náð sér í liðsauka en
Kyle Williams, 24 ára bandarískur bak-
vörður, er kominn til liðsins frá enska
liðinu Newcastle Eagles. Hann kemur í
staðinn fyrir litháíska bakvörðinn Eval-
das Zabas sem var látinn fara frá
Njarðvíkurliðinu á dögunum.
Kristján Guðmundsson, þjálfari
kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu,
hefur samhliða því starfi verið ráðinn
yfirþjálfari yngri flokka hjá Garða-
bæjarfélaginu. Hann kemur þar í stað-
inn fyrir Atla Svein Þórarinsson sem
fyrr í þessum mánuði var ráðinn þjálf-
ari hjá karlaliði Fylkis.
Elín Edda Sigurð-
ardóttir úr ÍR náði á
sunnudaginn næst-
besta árangri ís-
lenskrar konu í
maraþonhlaupi.
Hún
keppti
þá í
Frank-
furt og varð í 33.
sæti á 2 tímum,
44,48 mínútum, og
bætti besta árangur
sinn um rúmar fjórar
mínútur. Martha Ernst-
dóttir, sem þjálfar Elínu,
á Íslandsmetið í grein-
inni, 2:35,15 klukku-
stundir, en hún setti það í
Berlín árið 1999.
Eitt
ogannað
BAKVERÐIR:
Arnór Hermannsson
Daði Berg Grétarsson
Evan Singletary
Helgi Tómas Helgason
Skúli Kristjánsson
FRAMHERJAR:
Collin Pryor
Florijan Jovanov
Georgi Boyanov
Hafliði Jökull Jóhannesson
Ísak Máni Wíum
Sæþór Elmar Kristjánsson
Trausti Eiríksson
MIÐHERJAR:
Benóný Svanur Sigurðsson
Einar Gísli Gíslason
Ingvar Hrafn Þorsteinsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Þjálfari: Borché Ilievski.
Árangur 2018-19: 7. sæti og úr-
slitaeinvígi um meistaratitilinn.
Íslandsmeistari: 1954, 1955, 1957,
1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1969,
1970, 1971, 1972, 1973, 1975, 1977.
Bikarmeistari: 2001, 2007.
ÍR tapaði fyrir Njarðvík og
Stjörnunni í fyrstu leikjum deild-
arinnar en vann síðan Val og Þór
á Akureyri. Næsti leikur er við
KR á heimavelli á fimmtudags-
kvöld.
Lið ÍR 2019-20
KOMNIR:
Arnór Hermannsson frá Breiðabliki
Collin Pryor frá Stjörnunni
Evan Singletary frá Pardubice
(Tékklandi)
Florijan Jovanov frá Hamri
Georgi Boyanov frá Cherno More
(Búlgaríu)
FARNIR:
Gerald Robinson í Hauka
Hákon Örn Hjálmarsson í Bingham-
ton-háskóla (Bandaríkjunum)
Kevin Capers í Hapoel Ramat Gan
(Ísrael)
Matthías Orri Sigurðarson í KR
Sigurkarl Jóhannesson, hættur
Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór
í Orchies (Frakklandi) en er kominn
aftur til ÍR.
Breytingar á liði ÍR
Eftir frábæra frammistöðu í úrslitakeppninni í
vor var skrýtið að horfa upp á hvern leikmann-
inn á eftir öðrum yfirgefa ÍR-liðið í sumar.
Það stefndi í mikla fallbaráttu hjá liðinu en með
því að hafa endurheimt Sigurð Þorsteinsson tel
ég fullvíst að ÍR sé búið að kveðja þá baráttu.
Það er enginn betri að binda saman varnir en
Sigurður og svo er hann alltaf mikil ógn í sókn
líka.
Þá er Seljaskóli eitt mesta heimavallarvígi í deildinni þar sem
stuðningsmenn liðsins gera andstæðingum mjög erfitt fyrir með
trommuslætti og söng.
Benedikt Guðmundsson
um ÍR-inga
Pólverjinn Robert Lewandowski
setti um helgina nýtt met í þýsku 1.
deildinni í knattspyrnu þegar hann
skoraði fyrir Bayern München í 2:1
sigri á Union Berlín. Lewandowski
hefur þar með skorað í fyrstu níu
umferðunum, samtals 13 mörk, og
sló metið sem Pierre-Emerick
Aubameyang setti haustið 2015
þegar hann skoraði í fyrstu átta
leikjum Dortmund í deildinni. Lew-
andowski er markahæsti útlending-
urinn í deildinni með 215 mörk fyr-
ir Bayern og Dortmund og sá fjórði
markahæsti af öllum leikmönnum.
Lewandowski
setti nýtt met
AFP
Met Robert Lewandowski fagnar
markinu gegn Union Berlín.
Körfuknattleiksmaðurinn Breki
Gylfason er kominn aftur til Hauka
eftir hálfs annars árs fjarveru og
hefur skrifað undir tveggja ára
samning við Hafnarfjarðarfélagið.
Breki, sem er 2,04 m á hæð og leikur
sem framherji, hefur verið hjá
Appalachian State-háskóla í Banda-
ríkjunum frá sumrinu 2018 en ákvað
að snúa heim vegna breytinga hjá
liðinu þar, eins og segir í tilkynningu
frá Haukum. Hann er 22 ára gamall,
kom til Hauka frá Breiðabliki árið
2016 og hefur spilað 6 A-landsleiki
fyrir Íslands hönd. vs@mbl.is
Breki er kominn
aftur til Hauka
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimkoma Breki Gylfason er kom-
inn til liðs við Haukana á ný.