Morgunblaðið - 29.10.2019, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Manni krossbrá við að-sóknina að áskriftar-tónleikum SÍ síðastlið-inn fimmtudag, er
virtist jafnvel meiri en að Joshua
Bell fimm dögum áður – nú án þess
að alþjóðlegt stórstirni væri í boði
og viðfangsefnin að auki fremur
óþekkt verk lengst aftan úr öldum.
Og m.a.s. tiltölulega margt yngra
fólk meðal hlustenda!
Að vanda lá skýring ekki á lausu.
Freistandi væri að halda að hryn-
föst tónlist barokks og snemm-
klassíkur höfði fremur til ungra
eyrna en svellandi rómantík. En
kannski drógu né heldur úr tvö
verk eftir kventónskáld (harla fá-
gæt fyrr á tímum) – að svo miklu
leyti sem annars má álykta af
markhópi áskriftartónleika, þar
sem aðstreymi er í fastari skorðum
en að öðrum tónviðburðum.
Hljómsveitarsvíta Bachs nr. 1 í
C-dúr kvað talin sú elzta af fjórum
og því mögulega þegar frá Köthen-
árum 1717-23, þótt hinar þrjár séu
frá stjórnartíð hans í Leipzig 1729-
36 í forsvari stúdentasveitarinnar
Collegium Musicum er Telemann
stofnaði. Svítan er mun sjaldfluttari
en nr. 2 og 3, en sýnir engu að síð-
ur ómótstæðilega dillandi dans-
næmi þessa höfuðmeistara
kirkjutónverka.
Við hæfi fámenn hljómsveit (26)
lék hér – og raunar allt fram að
hléi – standandi (burtséð frá sellist-
um og semballeikara) og ekki laust
við að hafi örvað þrótt og snerpu
undir stjórn enska konsertmeist-
arans. Allavega flugu forleikur og
sex eftirfarandi franskir dansþættir
áreynslulaust um Eldborg af smit-
andi þokka. En þótt maður sé
löngu farinn að venjast hraðari
tempóum en tíðkuðust fyrir hálfri
öld hefði samt mátt fara sér ögn
hægar í lokaþætti (Passepied) – og
einkum í Feneyjadansinum For-
lane, er anga ber af líðandi undir-
öldu Adríahafs og kankvísri fót-
mennt.
Landi Truscotts, Matthew Halls,
sá síðan um hljómsveitarstjórn það
sem eftir var og sýndi innsæja túlk-
un í Passacaglíu Georgs Muffats úr
Sónötu nr. 5 í G frá 1682 með víð-
feðmum styrkbrigðum. Þetta nán-
ast óþekkta snilldarverk státaði af
furðumikilli fjölbreytni þrátt fyrir
síítrekaðan átta takta þrábassa
(reyndar talsvert tilbrugðinn er á
leið) og stóð upp úr hápunktum
kvöldsins.
Næst bar Händel að garði. Við-
miðunar vegna hefði verið óskandi
að fá að heyra einhvern af öllu
þekktari tólf Concerti grossi hans
Op. 6, en eldra verkið, Op. 3 nr. 2 í
B-dúr, lét samt yndisvel í eyru –
ekki sízt II. (Largo) er ómaði dún-
mjúkt undan dempurum con sor-
dino allt niður í hvíslandi pianos-
issimo.
Eftir hlé kom að fríðara kyninu.
Maria Antonia Walpurgis og Anna
Amalia von Braunschweig-
Wolfenbüttel, er lágu í tónrænu
þagnargildi 200 ár eftir sinn dag,
voru að vísu af efstu stigum þjóð-
félagsins og því varla jafn eftir-
tektarvert að þær hafi fengizt við
tónsmíðar en óbreyttar alþýðukon-
ur. Engu að síður komu sýnishorn
kvöldsins merkilega vel út; hvort
tveggja úr óperuverkum. Stuttur
þríþættur forleikur Maríu Antoníu
úr Talestri stóð kunnari rókokkó-
músík fyllilega á sporði, og millispil
Önnu Amalíu úr Erwin und Elmira
nálgaðist sjálfan Mozart að leikandi
elegans í fallegri meðferð hlutað-
=eigenda.
Loks var sinfónía Haydns úr
seinni 6 verka Lundúnasyrpu hans,
þ.e.a.s. nr. 102 frá 1794. Hún var
hér tekin af helmingi stærri hljóm-
sveit, og með þvílíku sópandi faldaf-
russi að stappaði nærri can-can æð-
inu fyrir 150 árum.
Gaman að heyra gamla ,Mela-
bandið‘ í slíku formi!
Glóir í gleymdum glæðum
Einleikari Matthew Truscott lék einleik á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum hennar 24. oktbóer.
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikarbbbbn
J. S. Bach: Hljómsveitarsvíta nr. 1. Muf-
fat: Passacaglia úr sónötu nr. 5. Händel:
Concerto grosso op. 3 nr. 2. Maria Ant-
onia Walpurgis: Talestri forleikur. Anna
Amalia von Braunschweig-Wolfenbüttel:
Erwin und Elmire, millispil. Haydn: Sin-
fónía nr. 102. Matthew Truscott fiðla/
konsertmeistari og Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Hljómsveitarstjóri: Matthew
Halls. Fimmtudaginn 24.10. kl. 19.30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Tónleikar sem sópransöngkonurnar
Alexandra Chernishova og Gerður
Bolladóttir, bassasöngvarinn Sirgej
Télénkov og Kjartan Valdimarsson
píanóleikari héldu í lok sumars í
Kamenostrov-höllinni í Pétursborg
hlutu lofsamlega dóma nú í mánuð-
inum í tímariti þar í borg sem á ís-
lensku nefnist Tónlistarfréttir St.
Pétursborgar. Dómurinn ber yfir-
skriftina Kvöldstund íslenskrar tón-
listar og ritar hann Anmonína
Rostovskaja. Skrifar hún í inngangi
að það dofni yfirleitt yfir tónlistarlífi
borgarinnar er sumri halli og því
fagni hlustendur enn meir þeim ein-
stöku tónlistarviðburðum sem
haldnir séu, einkum ef í borginni
birtist ný andlit og fersk nöfn.
„Þannig var það einnig þegar í
ágúst í hinni fögru endurbyggðu
Kamenostrov-höll voru haldnir
kvöldtónleikarnir Kynning á Íslandi.
Tónleikarnir voru hluti af hátíðinni
Tónlistarbrú á milli Rússlands –
Ítalíu – Íslands og voru fluttir innan
hinnar árlegu tónlistarraðar Tónlist-
arkvöld í Kamenostrov-höll.
Það var eftirtektarverð og einstök
gjöf sem tónskáldið og söngkonan
Alexandra Chernishova gaf íbúum
St. Pétursborgar þetta kvöld. Þetta
var í annað skipti sem hún kemur
færandi hendi frá Íslandi til St.
Pétursborgar með tónleika. Núna
kom hún með samstarfsmönnum
sínum, íslensku tónlistarmönnunum:
Gerði Bolladóttur sópran og undir-
leikaranum Kjartani Valdimarssyni.
Enn fremur var á sviðinu skipulögð
sýning hins þekkta íslenska ljós-
myndara Jóns Rúnars Hilmarsson-
ar, Iceland – Beyond Expectation.
Sýningar á verkum Jóns Rúnars
ferðast reglulega um allt Ísland og
myndir hans eru birtar um allan
heim í tímaritum, dagblöðum og
bókum. Sumar mynda hans hafa
hlotið virt alþjóðleg verðlaun,“ skrif-
ar Rostovskaja en tónleikarnir voru
styrktir af sendiráðum bæði Rúss-
lands og Íslands, af tónlistarbrúnni á
milli Rússlands og Íslands (Russian
Souvenir) og einnig af vináttufélagi
Íslands og Rússlands.
„Rödd söngkonunnar og tón-
skáldsins Gerðar Bolladóttur hljóm-
aði bæði einlæg og fersk. Hinn
yndislegi hljómburður salarins gerði
það að verkum að hægt var að njóta
hinnar einstöku íslensku tónlistar og
taka á móti bæði heimspekilegri og
lýrískri hlið flutningsins,“ skrifar
rýnir og að allir ljóðatextar hafi ver-
ið þýddir sérstaklega fyrir þessa
tónleika yfir á rússnesku og allt sem
sungið hafi verið einnig þýtt.
„Einkum langar mig að minnast á
lagið „Gjöfin“, einstaklega fallegt,
sem var eitt af þremur lögum sem
Gerður samdi sérstaklega fyrir tón-
leikana við ljóð Sigurðar Ingólfs-
sonar.“
Eftir hlé stigu á svið skipuleggj-
andi Alexandra og Télénkov og
sungu fyrst lög úr óperu Alexöndru,
Skáldið og biskupsdóttirin, sem hún
samdi við texta Guðrúnar Ásmunds-
dóttur. Gagnrýnandi segir Alex-
öndru hafa heillað hlustendur upp úr
skónum „með hinum dramatíska
krafti raddar sinnar, með orku sinni
og skínandi listfengi“ og að hlust-
endur hafi tekið vel á móti lista-
mönnunum.
Ópera Alexöndru hefur verið flutt
á Íslandi og Rússlandi, Japan og
Kaupmannahöfn og í fyrra valdi
Tónlistarakademían í Kiev verkið til
flutnings á 150 ára afmæli akademí-
unnar, að því er fram kemur í gagn-
rýninni sem þýdd er yfir á íslensku
af Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur en
allt verkið var þýtt á úkraínsku þeg-
ar það var flutt konsertflutningi.
Árið 2015 var það gefið út á nótna-
formi fyrir raddir og flygil.
Lofsamlegur dómur
um Kynningu á Íslandi
Tónleikar í Kamenostrov-höllinni í St. Pétursborg
Morgunblaðið/RAX
Sópransöngkonur Gerður Bolladóttir Alexandra Chernyshova sópran.
Hádegistónleikar verða haldnir í Hafnarfjarð-
arkirkju í dag kl. 12.15. Á þeim mun Björn Steinar
Sólbergsson, organisti við Hallgrímskirkju, leika á
bæði orgel kirkjunnar. Á efnisskránni verða verk
eftir Friedrich Wilhelm Zachow (1663-1712): Partita
– Jesu meine Freude LV 49, Sálmalag og 12 til-
brigði og eftir Sigfrid Karg-Elert (1877-1933): Cho-
ral-Improvisationen für Orgel op. 65; Liebster Jesu,
wir sind hier; Lobe den Herren, den machtigen
König der Ehren og Nun danket alle Gott. Aðgang-
ur er ókeypis og verður boðið upp á kaffisopa eftir
tónleikana.
Björn Steinar
Sólbergsson
Zachow og Karg-Elert í hádeginu
Sýning Olgu Bergmann og Önnu Hallin,
Fangelsi, í Sverrissal Hafnarborgar hefur
verið framlengd til nýárs og mun standa yf-
ir til sunnudagsins 12. janúar 2020. Inn-
setningin er sprottin af verki sem þær Olga
og Anna unnu fyrir fangelsið á Hólmsheiði.
Í sýningarsalnum hefur verið reistur klefi í
raunstærð út frá grunnmynd fangaklef-
anna í sjálfu fangelsinu og á sýningunni er
hægt að ganga inn í klefann og stíga um
stund inn í heim fangans, eins og það er
orðað í tilkynningu frá Hafnarborg. Innsetning Fangelsi í Hafnarborg.
Fangelsi sýnt fram til 12. janúar