Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 1
ÖGNERFIÐARA ÞEGARVELVIÐRAR Heilklæðnaður hannaður fyrir geimferðalanga Bransons. 4 Íslenska forritið Drivers gerir notend- um þess kleift að panta leigubíl frá hvaða leigubílastöð sem er. 14 VIÐSKIPTA Langur vetur og rysjótt veður er kostur í augum þeirra sem selja sólarlandaferðir til Íslendinga allt árið um kring að sögn framkvæmdastjóra VITA. EKKIÓSVIPAÐUBER 4 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Nokkurra mánaða lokun hjá Brimi Fiskvinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. við Norðurgarð á Granda í Reykjavík verður lokað í nokkra mánuði á næsta ári á meðan unnið verður að sjálfvirknivæðingu. Um er að ræða stórfellda uppbyggingu sem kallar á fjárfestingu sem nema mun allt að þremur milljörðum króna, en í því felst full- kominn hátækni tækjabúnaður og end- urbætur á húsakosti, að sögn Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims. Hluti af því er samningur við Marel sem kynntur var í gær um gerð þriggja vinnslulína. Á meðan vinnslan á Norðurgarði er lokuð mun félagið nýta fiskvinnslu Kambs í Hafn- arfirði, en samningar um kaup Brims á fé- laginu auk útgerðarinnar Grábrókar voru til- kynntir síðastliðinn mánudag. Kaupverðið var sagt rétt rúmir þrír milljarðar króna. Forstjórinn segir ástæður kaupanna margþættar og bendir meðal annars á kvóta og bátakost félaganna. „Það er mikill þorsk- kvóti í Kambi og Brim hefur verið að styrkja sig í þorski. Þarna er einn nýr bátur í króka- aflamarki og svo er mikil þekking í þessu fyrirtæki bæði í útgerð smábáta og svo er vinnslan mjög góð í Hafnarfirði. Hún er al- gjörlega tæknivædd. Kambur er nýbúinn að kaupa glænýja tæknivædda vinnslulínu frá Völku sem er með nýjustu vatnsskurðarvél- inni og er að ná mjög góðum árangri,“ segir hann og bætir við að til lengri tíma sé stefna Brims að nýta vinnsluna í Hafnarfirði sem ákveðna sérvinnslu sem viðbót við rekstur Brims. „Við erum með margar fisktegundir sem við veiðum og við sjáum tækifæri í því að hafa fiskvinnsluna í Hafnarfirði áfram.“ En fiskvinnsla Kambs þjónar einnig til að leysa ákveðið vandamál félagsins til skamms tíma. „Við erum búnir að gera stóran samn- ing við Marel um að tæknivæða vinnsluna í Reykjavík. Við munum þurfa að loka henni í nokkra mánuði á næsta ári og þá munum við vinna mikinn þorsk í vinnslunni í Hafnar- firði. Með þessum kaupum leysum við ákveð- ið vandamál. Það er svo mikilvægt að við séum alltaf með framboð af ferskum afurð- um allt árið um kring til viðskiptavina okkar um allan heim,“ segir Guð- mundur. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Umfangsmiklar breytingar í rekstri Brims fela í sér sex milljarða króna fjárfestingar. Morgunblaðið/Hari Umtalsverðar breytingar verða í rekstri Brims og verður vinnslunni á Granda lokað tímabundið. 10 EUR/ISK 23.4.‘19 22.10.‘19 145 140 135 130 125 135,65 138,75 Úrvalsvísitalan 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 23.4.‘19 22.10.‘19 1.920,94 1.978,68 Búið er að setja upp nýjan vef Kringlunnar og geta neytendur nú flett upp yfir 100 þúsund vörum frá um 70 verslunum í nýrri vöruleit verslunarmiðstöðvarinnar. Stjórn Kringlunnar setti sér það markmið í upphafi árs 2018 að gera Kringluna að stafrænni verslunarmiðstöð, sem var liður í því að koma til móts við breytta hegðun, breyttar væntingar og breyttar kröfur viðskiptavina, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar. „Við erum verslunarmiðstöð og erum nokkurs konar hattur yfir fjölda þjónustu- og rekstraraðila sem allir stýra sínum þáttum ein- angrað. Verkefni okkar er að draga þessa aðila alla saman undir einn hatt þannig að fólk geti nálgast allar vörur í viðkomandi verslunum á ein- um stað,“ segir Sigurjón. Auk vöru- leitarinnar hefur Kringlan tekið í notkun fleiri stafrænar þjónustu- leiðir til þess að auka sveigjanleika í rekstri og auka þjónustustigið Hluti þess er „smella og sækja“-þjónustan sem gerir fólki kleift að nálgast vörur sínar á sínum forsendum, utan afgreiðslutíma Kringlunnar, í sér- stökum afgreiðsluskápum og nýtt Kringluapp þar sem sjá má yfirlit yf- ir þau tilboð sem eru í boði í Kringl- unni frá degi til dags. Hinni staf- rænu Kringlu er einnig ætlað að ná til yngri markhópa og þeirra sem hafa þróað með sér nýjar verslunar- venjur sem fara í auknum mæli fram á netinu. Gera áætlanir Kringlunnar meðal annars ráð fyrir að breyta verslunarmiðstöðinni í meiri upplifunarstað. 100 þúsund vörur í leitarvél Kringlunnar Morgunblaðið/Hari Sigurjón Örn Þórsson er fram- kvæmdastjóri Kringlunnar. Kringlan eflir stafrænar þjónustuleiðir og tekst á við breyttar kröfur neytenda. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.