Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 6

Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019FRÉTTIR the show 2O 2O LOO KS GOO D 7. — 1 1.2. Maðurinn skapar framtíðina. Ambiente mótar neytendavörumarkaðinn. Sköpunargáfa, nýsköpun, alþjóðleg þekking og væntingar renna saman. Greinin öðlast nýja orku á þessari mikilvægustu alþjóðlegu vörusýningu. #ambiente20 Upplifðu það núna: www.thespirit.video VERÐLAUN Fyrirtækið Curio hlaut nýsköp- unarverðlaun Íslands árið 2019 og voru verðlaunin afhent í gær af ný- sköpunarráðherra, Þórdísi Kol- brúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Starfsemi Curio felst í þróun fiskvinnsluvéla sem auka nýtingu og skila betri afurð í vinnslu á bol- fiski þegar kemur að afhausun, flökun og roðflettingu en fyrirtækið hefur einnig öryggismál og þrif að að leiðarljósi. 85% véla fyrir- tækisins selur Curio á erlendan markað, einna helst í Noregi, Bret- landi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Póllandi. Undanfarin ár hefur félagið lagt meiri áherslu á þróun- arstarf og eru starfsmenn félagsins nú að vinna að þróun nýrrar véla- línu fyrir lax og bleikju. Í tilkynn- ingu segir að umrætt þróunarstarf félagsins hafi skilað sér í nýjum og áhugaverðum vinnsluvélum sem hafi skilað félaginu mikilli veltu- aukningu á undanförnum árum. Fyrstu vélar undir vörumerkinu Curio voru framleiddar af fyrir- tækinu Gullmolum ehf. árið 2007 en Curio ehf. var stofnað árið 2013 og tók yfir þróun og framleiðslu vél- anna. Verðlaunin eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði at- vinnulífsins til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu sem er byggð á rannsóknar- og nýsköp- unarstarfi og hefur náð árangri á markaði. Starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Curio tók við viðurkenningunni í gær. Curio hlaut íslensku nýsköpunarverðlaunin Loksins kom að því að Íslendingar eignuðust sitt eigið forrit í anda Uber. Þeir lesendur sem reynt hafa á ferðalögum sínum erlendis vita hversu gagnlegt það er að geta notað snjallsímann til að panta far með leigubíl, en Ísland hefur rekið lestina í þessum efnum og stóru alþjóðlegu skutlfyrirtækin látið íslenska mark- aðinn í friði. Ívar Freyr Sturluson fer fyrir hópi fjögurra ungra frumkvöðla sem smíð- að hafa forritið Drivers Iceland (www.drivers.is), sem gerir not- endum kleift að panta bíl frá hvaða leigubílastöð sem er. Þá er von á að regluverk leigubílamarkaðarins taki miklum breytingum á komandi miss- erum, með þeim afleiðingum að fram- boð leigubifreiða ætti að stóraukast og munu sjálfstæðir leigubílstjórar geta boðið þjónustu sína í gegnum Drivers. Að sögn Ívars hafa leigubílastöðv- arnar gert tilraunir með forrit í anda Uber en ekki átt erindi sem erfiði. Ýmist hafi virkni forritanna ekki ver- ið nógu góð eða svo vandasamt að gera forritin vel að svaraði ekki kostnaði fyrir staka leigubílastöð. Drivers fer þá leið að vera opið bíl- stjórum hjá öllum leigubílastöðv- unum átta, ásamt þeim sem keyra bíla úti á landi þar sem engar fastar stöðvar eru. „Með þessu er verið að bæta þjónustuna við viðskiptavini, enda auðvelt að panta far í gegnum forritið og hægt að sjá fyrir fram áætlaðan kostnað fyrir hverja ferð. Þá mun Drivers vonandi auðvelda er- lendum ferðamönnum að panta leigu- bíl og bæta þannig nýtingu leigubíla- flotans.“ Lægra verð með betri nýtingu Ívar bendir réttilega á að fyrir marga ferðamenn sé það mjög fram- andi að panta leigubíl með gamla lag- inu, og langtum hentugra að nota for- rit þar sem hægt er að sjá skýrt og vel hvert leiðin liggur. „Með því að fjölga viðskiptavinum og bæta nýt- ingu leigubíla vonumst við líka til að með tímanum verði hægt að lækka Stefna öllum leigubílum á einn stað Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Forritið Drivers Iceland virkar ekki ósvipað og forrit Uber og gæti leikið lykil- hlutverk í að greiða fyrir þeim miklu breytingum sem eru í vændum á ís- lenskum leigubílamarkaði. Drivers forritið gerir notendum kleift að panta bíl frá hvaða leigubílastöð sem er að sögn Ívars Freys Sturlusonar. HLUTAFJÁRÚTBOÐ Hlutafjárútboði Iceland Seafood International lauk hinn 18. október síðastliðinn og bárust áskriftir fyrir þrjá milljarða króna. Stjórn félags- ins ákvað að taka 144 tilboðum í þá 225 milljón hluti sem boðnir voru til sölu að andvirði 2,1 milljarður króna. Gert er ráð fyrir að viðskipti með hlutabréf félagsins hefjist þriðju- daginn 29. október. „Hluthöfum fjölgar um um það bil 100. Að stofninum til eru þetta ís- lenskir fagfjárfestar sem eru að kaupa þessi bréf,“ segir Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Iceland Seafood, í samtali við ViðskiptaMoggann. „Við teljum að við séum góð viðbót inn á íslenskan hlutabréfamarkað. Okkar áhætta liggur fyrst og fremst utan Íslands og vaxtartækifærin líka. Við eigum að hafa úr stærra mengi tækifæra að spila og að geta boðið upp á ákveðna áhættudreif- ingu fyrir innlenda fjárfesta,“ segir Bjarni. Kvika banki var umsjónaraðili út- boðsins og á vef bankans var haft eftir Bjarna að ánægjulegt hefði ver- ið að sjá þann mikla stuðning sem fjárfestar hefðu sýnt félaginu. „Sá áhugi sem félaginu var sýndur í hlutafjárútboðinu er gott veganesti fyrir skráningu á aðalmarkað Nas- daq,“ segir Bjarni. Bjarni Ármannsson er forstjóri Icelandic Seafood sem stefnir á markað. Skráning ISI auki áhættudreifingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.