Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 8
Fyrst og fremst leitarsíða
Vöruleitin er í sífelldri þróun og uppfærist á 15
mínútna fresti en hugbúnaðurinn á bak við hana
endurspeglar ávallt nýjustu upplýsingar á vefsíð-
um þeirra verslana sem eru í Kringlunni. Að sögn
Sigurjóns fylgir vöruleitinni því á engan hátt við-
bótarvinna af hálfu rekstraraðila í Kringlunni sem
á annað borð eru með virka vöruleit eða net-
verslun.
Sigurjón leggur aftur á móti áherslu á að við-
skiptavinir klári ekki kaupin í vöruleit Kringl-
unnar. „Þetta er fyrst og fremst leitarsíða. Þú ert
að skoða búðargluggana í Kringlunni uppi í sófa
heima og getur í raun vafrað um húsið og skoðað
vöruúrvalið hvenær sem er. Hins vegar er það
þannig að þú getur klárað kaupin hjá þeim versl-
unum sem þegar eru með netverslun. Þá ferðu af
okkar síðu inn á vef viðkomandi verslunar og klár-
ar kaupin hnökralaust,“ segir Sigurjón og nefnir
að Stafræna Kringlan sé í anda þess sem útleggst
á ensku sem omnichannel, sem segja má að sé
samruni stafrænnar tækni og hefðbundinnar
verslunnar, en fyrrnefnd Edda Blumenstein legg-
ur einmitt stund á doktorsverkefni sitt í þeim
fræðum í Bretlandi.
Ekki eru mörg ár síðan öryggisverðir þurftu
reglulega að hafa afskipti af hópum ungmenna
sem voru til vandræða innan veggja versl-
unarmiðstöðva, og óskuðu starfsmennirnir þess
eflaust heitast að þau myndu halda sig sem mest
utan þeirra. Eftir þeim tíma man Sigurjón Örn
Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, sem
stendur í dag ásamt öðrum forsvarsmönnum
Kringlunnar á miklum tímamótum þar sem
áherslan er allt önnur: að ná til yngri kynslóðar og
þeirra sem hafa þróað með sér nýjar verslunar-
venjur sem fara í auknum mæli fram á internet-
inu. Undirbúningur fyrir hina svokölluðu Staf-
rænu Kringlu, sem nú er komin í loftið, hefur
staðið frá ársbyrjun 2018. Á nýrri heimasíðu
Kringlunnar er búið að tengja heila verslunar-
miðstöð undir einn hatt þar sem aðgengilegar eru
yfir 100 þúsund vörur frá 70 verslunum. Stjórn
Kringlunnar setti sér það markmið í upphafi árs
2018 að gera Kringluna að stafrænni versl-
unarmiðstöð. Var það liður í því að koma til móts
við breytta hegðun, væntingar og kröfur við-
skiptavina. Að sögn Sigurjóns fóru forkólfar
Kringlunnar í umfangsmikla stefnumótun um
stafræna stefnu Kringlunnar og var það verkefni
leitt af Eddu Blumenstein markaðssérfræðingi.
Verkefnið var risavaxið
„Við fórum í mikla greiningarvinnu. Hér inn-
an húss fórum við svo í kjölfarið í mikla vinnu
sem stjórn, starfsmenn og hagaðilar í rekstri
hér í húsinu komu að. Úr varð svokölluð staf-
ræn stefna Kringlunnar, sem var tilbúin í júlí
2018. Þá hófst sú vinna að velja sér ráðgjafa til
þess að innleiða stefnuna. Við tókum stórt upp í
okkur. Verkefnið var risavaxið og á sér ekki
mörg fordæmi,“ segir Sigurjón í samtali við
ViðskiptaMoggann.
„Við erum verslunarmiðstöð og erum nokk-
urs konar hattur yfir fjölda þjónustu- og
rekstraraðila sem allir stýra sínum þáttum ein-
angrað. Verkefni okkar er að draga þessa aðila
alla saman undir einn hatt þannig að fólk geti
nálgast allar vörur í viðkomandi verslunum á
einum stað,“ segir Sigurjón.
Að sögn hans var verkefnið metnaðarfullt og
kostnaðarsamt fyrir Kringluna, en meðal sam-
starfsaðila hennar sem stóðu að þessu verkefni
voru Tactica, Parallell, Kosmos og Kaos. „Það
voru efasemdaraddir sem heyrðust strax í upp-
hafi. Þetta var mikil áskorun en núna ári síðar
getum kynnt til sögunnar nýja leitarvél á
heimasíðu Kringlunnar. En svona aðgerð er
alltaf dýr og er kostuð að stórum hluta til af
eigendum Kringlunnar, Reitum, sem lögðu
mikla áherslu á að þetta verkefni tækist sem
best,“ segir Sigurjón.
„Við settum okkur það markmið að þegar við
færum í loftið værum við búin að ná 60 versl-
unum af 115 inn í leitina. Nú þegar erum við
með rúmlega 70 verslanir og svo munu þær
bætast við ein af annarri. Verslanir eru mis-
jafnlega langt á veg komnar með tæknilegar
útfærslur hjá sér en við erum að aðstoða aðila í
ferlinu til þess að geta orðið hluti af vöruleit
Kringlunnar,“ segir Sigurjón.
„Fyrsta skrefið hjá okkur í þessu er að þú getir
skoðað vöruúrval Kringlunnar á netinu. Það sem
rannsóknir okkar sýndu var að yfir 50% þeirra
sem eru í kauphugleiðingum hefja leitina á netinu.
Og þar til nú var Kringlan sem heild ekki hluti af
vöruleit fólks á netinu. Núna erum við komin á
þann stað og erum á þessum stóra markaði sem
internetið er og erum þar af leiðandi valkostur
þegar kemur að vöruleit og vörukaupum. Lang-
stærstur hluti neytenda vill hefja leit að vörunni á
netinu en fara svo í búðina og kaupa vöruna. Sam-
kvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar eru ein-
ungis um 3% af vörukaupum Íslendinga í flokki
smásölu gerð í gegnum netið. Þar erum við dálitlir
eftirbátar annarra þjóða, sem ná margar hverjar
upp í 10% hlutdeild hvað þetta varðar. En vöxt-
urinn hefur verið í kringum 15% á ári,“ segir Sig-
urjón.
Fleiri stafrænar þjónustuleiðir
Auk nýrrar leitarsíðu hefur Kringlan tekið fleiri
stafrænar þjónustuleiðir í notkun til þess að auka
sveigjanleika í rekstri og hækka þjónustustigið.
„Kringlan hefur frá upphafi verið leiðandi í
verslunarháttum og þótt leitarsíðan sé stærsti
hlutinn af þessari stafrænu innleiðingarstefnu hjá
okkur erum við einnig að koma til móts við ólíka
þjónustuþætti. Þar mætti nefna „smella og
sækja“ (e. click and collect) þjónustuna þar sem
fólk getur sótt vörur og nálgast þær á sínum for-
sendum og þar sem það vill. Við erum komin með
þjónustuver hér þar sem bæði Pósturinn og DHL
hafa sett upp afgreiðsluskápa. Svo er Kringlan
sjálf með afgreiðsluskápa þar sem utanaðkomandi
netverslanir og verslanir hér geta afhent sínar
vörur. Þetta er hagræði fyrir fólk til þess að nálg-
ast vöruna en einnig fyrir verslanir okkar sem
geta afhent vörur sínar utan afgreiðslutíma
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Verslunarmiðstöðvar þurfa að laga
sig að breyttum neysluvenjum og
breyttum kröfum neytenda að sögn
Sigurjóns Arnar Þórssonar, fram-
kvæmdastjóra rekstrarfélags Kringl-
unnar, sem hefur nú sett í loftið nýja
og glæsilega vöruleit á heimasíðu
sinni með yfir 100 þúsund vörum frá
70 verslunum Kringlunnar. Auk nýrr-
ar leitarsíðu hefur Kringlan tekið fleiri
stafrænar þjónustuleiðir í gagnið til
þess að auka sveigjanleika í rekstri
og hækka þjónustustigið.
”
Margir segja að á næstu
10 árum verði meiri þróun
og breyting í verslun en á
síðustu 50 árum. Þar spilar
þessi stafræna umbreyting
og mikil tækniþróun auð-
vitað stórt hlutverk.
Takast á við stórstígar
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019VIÐTAL
Vöruleitin á vefsíðu Kringlunnar var að
sögn Sigurjóns risavaxið verkefni sem á
sér ekki mörg fordæmi en Kringlan dregur
með framtakinu rekstraraðila sína saman
á einn stað þar sem aðgengilegar eru yfir
100 þúsund vörur frá 70 verslunum.