Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 13SJÓNARHÓLL
Árið 1896 flutti Björn Þorláksson bóndi áVarmá inn vélar til að
vinna ull og notaði til þess vatnsorku úrÁlafossi. Verksmiðjan
átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar íMosfellsbæ
Álafoss , Álafossvegi 23 Mosfellsbæ, Laugavegi 4-6, alafoss.is
BÓKIN
Sú var tíð að stjórnendur fyrirtækja
áttu að hafa aðeins eitt að leiðarljósi:
skila sem mestum hagnaði svo að
hagur eigenda fyrirtækisins yrði sem
bestur. Vægðarlaus
og ískaldur kapítal-
ismi þótti það eina
sem vit væri í, og í
raun öllum fyrir
bestu enda helst það
í hendur að skila góð-
um arði og að bjóða
viðskiptavinum sem
besta vöru eða þjón-
ustu á sem hagstæð-
ustu verði.
En smám saman
hefur þetta viðhorf
breyst, og ríkari
kröfur verið gerðar
til fyrirtækja að hugsa vel um allt og
alla. Það þykir smánarlegt að valda
tjóni á umhverfinu, og verður að
stórum bletti á orðspori fyrirtækja ef
þau bjóða starfsfólki í verksmiðjum
sínum upp á bág kjör og slæmar
vinnuaðstæður.
Sarah Kaplan, sem kennir við Rot-
man-viðskiptaháskólann í Toronto,
fjallar um þetta fyrirbæri í nýrri bók:
The 360° Corporation – From Stake-
holder Trade-Offs to Transformation.
Titill bókarinnar vísar til þess að
fyrirtæki þurfi í dag að huga að því
hvernig rekstur þeirra hefur áhrif á
allt þeirra umhverfi. Miklu fleiri eiga
hagsmuna að gæta en
bara þeir sem eiga
reksturinn og þeir sem
kaupa vörurnar. Vand-
inn er að frá sjónarhóli
stjórnandans getur
það oft virst bæði dýr
og erfið ákvörðun að
taka samfélags- og um-
hverfisáhrif með í
reikninginn. Þegar töl-
urnar eru settar upp í
excel-skjali kemur
vægðarlausa og
ískalda rekstrarmód-
elið betur út.
Kaplan vill meina að það þurfi að
skoða hlutina enn dýpra, og ráðast í
grundvallarbreytingar frekar en að
laga bara það sem blasir við á yfir-
borðinu. Allt önnur vinnubrögð, allt
aðrar áherslur, ferlar og vinnubrögð.
Þeir sem þora að taka stökkið, og
hafa það úthald sem þarf, standa oft-
ar en ekki uppi sem sigurvegarar, að
mati höfundar. ai@mbl.is
Fyrirtæki hugsi
vel um allt og alla
Hinn 25. júní sl. voru lög um Höfðaborgarsamning-inn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyf-anlegum búnaði og bókun um búnað loftfara
samþykkt á Alþingi. Með lögunum tók téður Höfðaborg-
arsamningur þó ekki samstundis gildi hér á landi heldur
var ráðherra veitt heimild til þess að fullgilda samninginn
fyrir Íslands hönd. Tilgangur samningsins er að efla rétt-
arvernd kröfuhafa sem eiga hagsmuna að gæta í loftför-
um á grundvelli fjármögnunar- eða leigusamninga ásamt
því að gera skrásetningu réttindanna einfaldari og gagn-
særri. Þannig færist skráning alþjóðlegra réttinda í loft-
förum til dæmis frá hinni fýsísku loftfaraskrá Sýslu-
mannsins á höfuðborgarsvæðinu yfir í hina alþjóðlegu
réttindaskrá sem er að öllu leyti
rafræn. Er sú réttindaskráning
mun nútímalegri en sú sem við-
höfð er hér á landi, en núgildandi
lög um skrásetningu réttinda í
loftförum voru sett árið 1966.
Höfðaborgarsamningurinn var
upphaflega gerður árið 2001 í því
skyni að móta heildstætt lagaum-
hverfi um tryggingarréttindi í
hreyfanlegum búnaði þar sem
tekið yrði tillit til sérstöðu rétt-
indanna yfir hverjum búnaði fyrir
sig í bókunum. Aðildarríkjum er
þó léð ákveðið svigrúm við innleiðingu samningsins í
landsrétt þar sem sum ákvæði hans verða einungis virk
ef gerð er sérstök yfirlýsing þess efnis og önnur er hægt
að undanskilja frá innleiðingu samningsins með yfirlýs-
ingu þess efnis. Það er almennur samhljómur um að
fjármagnskostnaður í tengslum við kaup eða leigu á
flugvélum hafi farið lækkandi í þeim ríkjum sem innleitt
hafa samninginn með fullnægjandi hætti. Stafar það af
því að áhætta kröfuhafa í tengslum við réttarvernd og
fullnustuúrræði þeirra hefur verið takmörkuð með
ákvæðum samningsins. Það gefur enda auga leið að eig-
endur loftfara, sem hafa leigt þau út, geta orðið fyrir
miklu tjóni ef þeir þurfa að bíða lengi eftir því að ná aft-
ur yfirráðum yfir eign sinni í kjölfar vanefnda leigutaka.
Loftför eru líklega eitt dýrasta lausafé samtímans og
því felst mikil sóun í því ef þau eru látin standa aðgerð-
arlaus að tilefnislausu.
Þrátt fyrir að Höfðaborgarsamningurinn hafi ekki enn
verið fullgiltur af hálfu Íslands hafa nú þegar tekið gildi
ákveðin lagaákvæði sem ætlað er að laga íslenskan rétt að
ákvæðum sáttmálans, sbr. 12. gr. laga nr, 74/2019. Þar
kemur til að mynda fram í c-lið að Samgöngustofu sé heim-
ilt að verða við beiðni um afskráningu loftfars og útflutning,
enda sé það í samræmi við gildandi löggjöf á sviði flug-
öryggis, ef beiðni er framvísað af þar til bærum aðila á
grundvelli óafturkræfrar heimildar til að biðja um afskrán-
ingu og útflutning sem skráð er af Samgöngustofu og þar
til bær aðili vottar að fyrir liggi skriflegt samþykki hand-
hafa skráðra tryggingarréttinda
sem ganga framar trygging-
arréttindum kröfuhafans til af-
skráningar loftfarsins eða að slík
tryggingarréttindi séu niður
fallin. Er hér um nokkurs konar
utanréttarúrræði að ræða sem
eru fremur fátíð í íslenskum rétti
enda þurfa kröfuhafar almennt
að höfða aðfararmál til þess að
réttindi þeirra verða fullnustuð. Í
framkvæmd mun þetta ákvæði
væntanlega gera það að verkum
að flugrekendum verður gert að
skrifa undir slíka heimild við upphaflega samningsgerð
sem kröfuhafi getur þá lagt fram ef vanefndir eiga sér stað.
Það er jákvætt að nú hafi verið samþykkt lög hér á landi
sem greiða fyrir innleiðingu Höfðaborgarsamningsins í ís-
lenskan rétt. Það er bæði fjármögnunaraðilum og flugrek-
endum til góðs að aðilar hafi vissu fyrir því að hægt sé að
skrásetja réttindi yfir loftförum með einföldum og skjót-
virkum hætti og að fullnustuúrræði gangi hratt fyrir sig.
Sennilega eru fá dæmi um að löggjöf geti með þessum
hætti lækkað fjármagnskostnað þannig með beinum hætti.
Það ætti því að vera forgangsmál að tryggja aðild Íslands
að Höfðaborgarsamningnum sem allra fyrst svo innleið-
ingu sáttmálans í íslenskan rétt verði að fullu lokið, en það
yrði öllum aðilum sem koma að flugvélaviðskiptum til
góðs.
Höfðaborgar-
samningurinn
LÖGFRÆÐI
Ari Guðjónsson
yfirlögfræðingur Icelandair Group
”
Þrátt fyrir að Höfðaborg-
arsamningurinn hafi ekki
enn verið fullgiltur af
hálfu Íslands hafa nú
þegar tekið gildi ákveðin
lagaákvæði sem ætlað er
að laga íslenskan rétt að
ákvæðum sáttmálans.