Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019FRÉTTIR
Meryl Streep skrúfar frá öllum sín-
um hæfileikum í mögnuðu lokatriði
The Laundromat, og hrífur áhorf-
andann með sér í þessari glænýju
netflixkvikmynd um Mossack Fon-
seca og Panamaskjölin.
Þar les hún upp úr stefnuyfirlýs-
ingu manneskjunnar á bak við
gagnalekann sem skók heimsbyggð-
ina árið 2016 og svipti hulunni af alls
kyns glæpum og undanskotum.
„Bankar, eftirlitsstofnanir fjár-
málageirans og skattayfirvöld hafa
brugðist skyldum sínum. Ákvarð-
anir hafa verið teknar sem hafa hlíft
þeim ríku en fært byrðarnar á
herðar meðal- og lágtekjufólks,“
segir í yfirlýsingunni sem uppljóstr-
arinn sendi frá sér nokkru eftir að
hafa hleypt öllu í háaloft. Hann, eða
hún, kemur víða við; fjallar um mis-
skiptingu auðs, valdakerfi gegnsósa
af spillingu, vanhæfa fjölmiðla, sið-
ferðisbrest og ósanngirni. „Í þessu
kerfi – því kerfi sem við búum við –
hafa þrælarnir enga hugmynd um
hlutskipti sitt, né hverjir það eru
sem stjórna þeim [enda eru þeir]
vandlega faldir á bak við flókna
lagabálka, langt utan seilingar.“
Allt sem Mosscak Fonseca snerti
er í dag geislavirkt, og ríki heims
hafa einsett sér að þrengja enn
meira að skattaparadísum, setja
aflandsfélög undir smásjá og passa
að enginn geti spilað eftir öðrum
reglum en allir hinir.
Svo lenti Ísland, sísvona, á gráum
lista hjá samtökum sem leiða her-
ferðina gegn peningaþvætti og fjár-
mögnun hryðjuverka. Allt fór á ann-
an endann og úr öllum áttum var
skotið fast á bæði stjórnsýslu og
stjórnmálamenn. „Þvílíkt fúsk!
Hvernig gat þetta gerst? Ísland
komið niður á jafn lágt plan og Pak-
istan, Gana og Sýrland! Við sem
ætluðum aldeilis að taka okkur á
eftir sársaukafullar lexíur banka-
hrunsins. Hverjir fleiri eru þetta á
gráa listanum, Panama og Bahama-
eyjar? Náið í ilmsöltin!“
Stöldrum samt aðeins við.
Kannski er það hreinlega í fínasta
lagi að vera á gráa listanum. Eða
hvað ef baráttan gegn peninga-
þvætti er á rangri braut? Það sakar
ekki að spyrja. Þeir sem gefa engan
afslátt af frjálshyggjunni myndu
jafnvel segja að það geti verið já-
kvætt að vera kominn í félagsskap
Panama og Bahamaeyja, þar sem
fólk fær að eiga sitt í friði.
Mikill kostnaður en
sáralítill ávinningur
Alls kyns rumpulýður kemur við
sögu í The Laundromat; fjár-
svikafólk, harðstjórar, morðingjar
og grútspilltir embættismenn. Það
er eðlilegt að vilja gera þannig fólki
erfitt fyrir að stunda illvirki sín og
hagnast á þeim. En þau kerfi og að-
ferðir sem stofnanir á borð við
FATF vilja að allar þjóðir heims
innleiði íþyngja öllum banka- og
fjármálafyrirtækjum. Hvert og eitt
okkar þarf að yfirstíga ögn fleiri og
hærri hindranir, greiða ögn meira
fyrir hverja færslu og þola ögn
lengri bið vegna þess að hver pen-
ingasending er undir smásjá yfir-
valda.
Á einum stað var áætlað að það
kostaði alla banka heims um 70
milljarða dala árlega að fullnægja
skilyrðum laga um eftirlit með pen-
ingaþvætti en varnirnar dugi samt
ekki til að stoppa nema 25 milljarða
dala virði af illa fengnu fé. Fagsam-
tökunum BAFT reiknast til að af
öllu þvættu fé renni um 99% í gegn-
um fjármálakerfið án þess að vekja
nokkrar grunsemdir, en að af hverj-
um tíu færslum sem eftirlitsbúnaður
bankanna flaggar séu níu fullkom-
lega löglegar.
Er ekki hægt að klekkja á misind-
ismönnum þess heims og kippa fót-
unum undan hryðjuverkastarfsemi
án þess að flækja bankaviðskipti
okkar hinna? Hvað ef þeir 70 millj-
arðar sem bankarnir, og þar með
viðskiptavinir þeirra, þurfa að sjá á
eftir í þessa hít ár hvert færu frekar
í beinharðar rannsóknir og löggæslu
– væri það ekki gáfulegra?
Gleymum heldur ekki að spyrja
hvernig stjórnmálamenn og stofn-
anir ákveða hver fær að vera inni í
hlýjunni og hver úti í kuldanum.
Þannig hafa t.d. íslensk félög sem
sýsla með rafmynt átt erfitt með að
fá að nota greiðslumiðlunarkerfi
bankanna. Þeir bera það fyrir sig að
samstarfsbankar þeirra erlendis gú-
teri ekki rafmyntarstarfsemi. Þá er
skemmst að minnast þess að fjár-
málaráðherrar og seðlabankastjórar
Evrópu virðast hafa sammælst um
að kæfa facebook-rafmyntina líbru í
fæðingu. Þeir vísa í hættuna á pen-
ingaþvætti og óstöðugleika í pen-
ingakerfinu, en mörgum þykir skína
í gegn að það sem ráðamenn óttast
mest af öllu sé að seðlaprentunar-
vald þeirra verði að engu. Einn við-
mælandi minn líkti þessu, nokkuð
réttilega, við eins konar samtrygg-
ingarkerfi þeirra sem sitja við
stjórnvölinn og vilja ekki fyrir
nokkra muni hleypa öðrum að.
Í Bandaríkjunum ráku frum-
kvöðlar sig á, þegar stjórnvöld tóku
að slaka ögn á vímuefnalögum og
leyfa neyslu, ræktun og sölu á
kannabis. Þá þorðu bankarnir ekki
að leyfa nýopnuðum hassplöntu-
fyrirtækjum að opna hjá sér reikn-
ing og það þrátt fyrir að stjórnvöld
hefðu tekið það skýrt fram að bank-
arnir hefðu ekkert að óttast. Þessu
tengt væri fullkomlega eðlilegt að
spyrja hversu mikið af því fé sem er
verið að reyna að stoppa með pen-
ingaþvættisvörnum er ágóði af
starfsemi sem ætti hvort eð er ekki
að vera ólögleg s.s. sala á vímuefn-
um og vændi.
Aðrar leiðir að sama marki
Sérfræðingum FATF gengur ef-
laust gott eitt til (þótt það sé
óheppilegt hve mikil leynd virðist
hvíla yfir ferlum og vinnubrögðum
stofnunarinnar) og sama gildir
örugglega um þá íslensku stjórn-
málamenn sem er um og ó yfir því
að landið hafi slysast inn á gráa
listann. En hvað með að við notum
tækifærið og skoðum vel og vand-
lega hvar við viljum standa, og
hvort það samræmist mögulega
gildum okkar og metnaði að gera
eitthvað allt annað en FATF mælist
til – og segjum svo frá því í heims-
pressunni, svo vinaþjóðir okkar
haldi ekki að við viljum leggja út
rauða dregilinn fyrir alla heimsins
skúrka og skítseiði.
Minnum á að allt þetta umstang
skilar aðeins því að 1% af pen-
ingaþvætti er stöðvað, og að það
hljóti að vera vísbending um að
beita þurfi allt annarri nálgun á
vandann. Að kannski, eins og með
svo mörg af þeim verkefnum sem
hið opinbera efnir til af góðum
ásetningi, sé lækningin verri en
sjúkdómurinn.
Þá ætti FATF-klúðrið líka að
minna okkur á að skúrkarnir eru
líklega langtum snjallari og slótt-
ugri en blessaðir stjórnmálamenn-
irnir sem höfðu nærri fimmtán ára
tilhlaup til að koma í veg fyrir að
lenda á gráa listanum.
Meira að segja á 3. áratug síðustu
aldar, löngu fyrir tíma aflandsreikn-
inga, IBAN-númera og bitcoin,
gætti sprúttsalinn Al Capone þess
að skrá ekki eina einustu eign á
sjálfan sig og ef hann þurfti að
senda pening sendi hann lágar fjár-
hæðir í einu til að vekja ekki grun-
semdir. Er gaman að minnast þess
að Capone, sem á okkar tímum hefði
fengið að starfa sem ósköp heiðar-
legur vínsali, klikkaði á því sama og
viðskiptavinir Mossac Fonseca: lög-
fræðingurinn kjaftaði af sér. Yfir-
völd höfðu nappað bróður hans fyrir
skattaundanskot og Capone vildi
ekki lenda í sömu gildru svo hann
bað lögfræðing sinn að fara í málið.
Lögfræðingurinn hafði samband við
yfirvöld og sagði skjólstæðing sinn
tilbúinn að borga skatta af svo og
svo háum tekjum fyrir tiltekin ár og
þar með hafði saksóknari loksins
einhver gögn í höndunum til að
sækja Capone til saka.
Capone var ekki einu sinni með
bankareikning.
Er svo slæmt að vera grár?
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Istanbúl
ai@mbl.is
Þegar litið er á kostnaðinn
og ávinninginn af aðgerð-
um gegn peningaþvætti
verður ekki hjá því komist
að spyrja hvort betra væri
að finna aðrar lausnir á
vandanum.
Í kvikmyndinni The Laundromat sýnir Meryl Streep stjörnuleik. Boðskapur hennar er m.a. að betur má ef duga skal.
En ef til vill er verið að nálgast vandann frá röngum enda með vörnum gegn peningaþvætti sem íþyngja okkur öllum.
BÍLAMERKINGAR
Vel merktur bíll er
ódýrasta auglýsingin
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is