Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Gríðarlegur áhugi var á Íslandi og ís- lenskum vörum á alþjóðlegu menning- arhátíðinni „Heimur án landamæra, framtíðin er núna“ sem haldin var í Peking-háskóla um helgina. Þetta var í 16. skipti sem hátíðin er haldin í höf- uðborg Kína en ólíkt fyrri skiptum var Ísland nú meðal þátttökuþjóða. Tvö íslensk fyrirtæki, Brim og Bioeffect, sem verið hafa að hasla sér völl á kín- verskri grundu, komu að hátíðinni. Meðal vara sem dreift var til gesta og gangandi voru íslenskar húðvörur og fiskur, sem hvorutveggja vakti mikla lukku. Fyrirtækin hafa bæði verið í mikilli sókn á Asíumarkaði, en til marks um það má benda á að Bio- effect fékk til liðs við sig fimm nýja starfsmenn í fyrra til að styðja við vöxt fyrirtækisins erlendis. Ef marka má viðbrögð kínverskra gesta er ljóst að vaxtarmöguleikar fyr- irtækjanna í Kína eru gríðarlegir. Það má því með sanni segja að hátíð- in hafi heppnast með eindæmum vel og forvitnilegt verður að fylgjast með því hvort sókn fyrirtækjanna á Kínamarkaði heldur áfram af sama krafti næstu misseri. Alls voru námsmenn frá 58 mis- munandi löndum og landshlutum í Kína meðal þátttakenda á hátíðinni. Tilgangur hennar er að veita alþjóð- legum nemendum í Peking tækifæri til að kynna eigin menningu fyrir Kínverjum jafnt sem öðrum alþjóð- legum nemendum. Við kynningarbás Íslands stóðu vaktina alls fimm íslenskir nem- endur úr háskólum í Peking og kynntu viðstöddum íslenska menn- ingu. Íslenskar húðvörur og fiskur vöktu mikla lukku meðal þeirra sem kíktu á ís- lenska básinn á alþjóðlegri menningarhátið Peking-háskóla í Kína. Vöktu mikla athygli í Peking Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Íslenskar vörur frá Brim og Bioeffect vöktu mikla at- hygli á alþjóðlegri menn- ingarhátíð sem haldin var í Peking háskóla. Stærstu þoturnar í íslenska flug-flotanum eru af gerðinni Boeing 767-300. Fullhlaðnar vega þær tæp 160 tonn. Það þarf mikið afl til að koma slíkum farmi í loftið en alltaf verður Innherji jafn hissa þegar flugmönnum félagsins tekst að lenda þessum risum jafn mjúklega og raun ber vitni. Það er ekki gert á neinni smáferð, heldur á ríflega 200 kíló- metra hraða. Í líkingamáli er gjarnan talað umhvernig samfélögum tekst að lenda heilu hagkerfunum. Teljast lendingar þar oftast nær mjúkar eða harðar – sjaldnast er þar nokkuð á milli. Um nokkurra mánaða skeið hafa fyrirtækjastjórnendur og for- svarsmenn ríkissjóðs, ásamt flug- umferðarstjórunum í Seðlabank- anum, unnið að því að stilla íslensku breiðþotuna af í von um að tryggja megi henni sem mýksta lendingu eftir lengsta flug sögunnar, þ.e. í hagsögulegu tilliti. Margt bendir til þess að þaðmuni takast. Ræður þar miklu sú staðreynd að enn hefur ís- lenski seðlabankinn stjórntæki sem duga – stýrivexti sem hægt er að lækka, auk annarra stjórntækja sem grípa má til eftir því sem þurfa þyk- ir. Þykir það mikið öfundarefni víða um lönd þar sem víða er búið fyrir löngu að leggja þann búnað af með vaxtastigi við frostmark. Vandasamasta verkefnið í þessumikla aðflugi, sem skiptir alla Íslendinga máli, hefur tengst sjálfri ferðaþjónustunni og hvernig henni muni reiða af eftir hið dramatíska fall WOW air fyrr á þessu ári. Hliðarvindurinn hefur reynst erf- iður, einkum sá sem birst hefur í fækkun ferðamanna. Þar glittir þó í jákvæð tíðindi. Tölur Hagstofunnar sem sýna tekjur þjóðarbúsins af er- lendum ferðamönnum fylla þann flokk. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs drógust þessar tekjur saman um 7%. Lækkunina má hins vegar að öllu leyti rekja til flugreksturs. Aðr- ar tekjur, þ.e. þær sem lúta að neyslu erlendra ferðamanna hér á landi, hafa staðið í stað. Það gera þær þrátt fyrir að talsvert færri leggi leið sína hingað en áður. Hver og einn leggur meira til og það eru í raun alveg hreint frábært tíðindi. Eyðsluglaðir gestir Morgunblaðið/Ómar Lendingar eru mjúkar eða harðar. ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is VIÐSKIPTI Á MBL.IS Fékk 7,5 milljónir fyrir rannsóknina Aðeins 70 á lista Creditinfo frá upp … Taka ekki afstöðu til frétta af Boeing Helgi eignast Fréttablaðið „Ekki bestu eigendur alþjóðlegra … Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og þeir vita sem þekkja migvel fellur mér sjaldan verk úr hendi. Um daginn gerðist það hins vegar að ég hafði nákvæmlega ekk- ert að gera. Þá varð mér litið á far- símann minn og á þann aragrúa smáforrita sem þar voru. Hér er verk að vinna, hugsaði ég, þarna má taka hressilega til. Eftir að ég hafði skrunað yfirlistann af öppunum velti ég fyr- ir mér hvort forritin endurspegluðu margþætt og spennandi áhuga- málasvið mitt eða hvort ég væri ein- faldlega þræll neyslusamfélagsins. Við skoðunina komst ég að því aðrétt eins og maður þarf að taka reglulega til í bílskúrnum heima hjá sér er nauðsynlegt að taka reglulega til í símanum sínum. Sem betur fer er frekar auðvelt aðtaka til í símanum; maður styð- ur bara fingri á hann og dregur draslið í rafrænu ruslakörfuna. Það eina sem er erfitt er þegar maður fer að finna til með framleiðendum for- ritanna. Meðal forrita sem fengu að fjúkaí þessari tiltekt voru t.d. nokkur sem nýttust mér í sumarfríi á Ítalíu síðasta sumar en höfðu eng- an tilgang lengur í fimbulkuldanum hér heima. Þegar tiltektinni lauk var ég meðeinungis 67 bráðnauðsynleg forrit í símanum mínum. Tiltekt í símanum Frumvarpsdrög um breytingar á sam- keppnislögum valda Samkeppniseftirlitinu miklum vonbrigðum. SKE varar við frumvarpi 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.