Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 7FRÉTTIR Það er vel við hæfi að Ólafur Lauf- dal, eigandi Hótel Grímsborga, sé fyrstur manna til þess að reka hótel sem fær fimm stjörnu vottun hér á landi. Hann hefur verið lengi í bransanum og hóf störf sín sem pik- kaló 12 ára gamall á Hótel Borg á 6. áratug síðustu aldar. Ólafur segir að ferlið hafi tekið nokkra mánuði og að uppfylla hafi þurft ýmis skil- yrði. Það hafi þó ekki verið neitt til- tökumál fyrir Hótel Grímsborgir þar sem hótelið uppfyllti þau öll fyrir að sögn Ólafs. „Það var nú ekkert sérstaklega erfitt. Maður var með þetta á hreinu nokkurn veginn,“ segir Ólafur í samtali við ViðskiptaMoggann aðspurður hvaða skilyrði hafi verið erfiðast að upp- fylla. Þó nefnir hann að hann þurfi að vera með næturmat og herberg- isþjónustu allan sólarhringinn. Vottunarstofan Tún og Ferða- málastofa veittu vottunina en ásamt Hótel Grímsborgum hlaut The Reatreat Bláa lónsins einnig fimm stjörnu vottun. En hvers vegna sóttist Ólafur eft- ir stjörnunum fimm á þessum tíma- punkti? „Það var ekki út af neinu sérstöku. Það kom upp hugmynd um að það væri gaman að reyna að fá fimmtu stjörnuna,“ segir Ólafur. Strangt próf Aðspurður bindur Ólafur vonir við það að fimm stjörnu vottunin komi til með að hafa markaðslegt gildi fyrir starfsemina. „Alveg örugglega. Það hjálpar mjög mikið upp á að vera fyrst til að fá þetta. Þú færð ekki meira en fimm stjörn- ur. Það eru ekkert margir á landinu sem koma til með að fá þetta. En þessu fylgja alls konar kröfur. Þetta er strangt próf sem þarf að fara í gegnum,“ segir Ólafur. Ólafur hóf uppbyggingu á svæð- inu fyrir 10 árum í þremur til fjór- um húsum en í dag rekur hann hót- elið í 15 húsum, er með gistipláss fyrir 240 manns, íbúðir sem telja 200 fermetra, aðrar minni, svítur sem fara upp í 50 fermetra, venju- lega hótelganga og 29 heita potta. Gistirýmin eru því mjög fjölbreytt. Þá er lifandi tónlist á staðnum á hverju kvöldi og alltaf nóg að gera um helgar og tekur salurinn hjá Ólafi 200 manns í sæti. „Við erum með talsvert mikið af afmælum, brúðkaupum, árshátíðum, og fund- um. Það er alltaf eitthvað. Í dag bjóðum við upp á villibráð og þá styttist í jólahlaðborðið okkar.“ 95% erlendir gestir á sumrin „Nú erum við með Bee Gees- sýningu undir stjórn Gunnars Þórð- arsonar, sem er alveg frábær sýn- ing og hún verður alveg til jóla. Flesta laugardaga er eiginlega upp- selt. Það er mjög mikið bókað hérna á föstudögum og laug- ardögum,“ segir Ólafur en í fyrra var hann með sambærilega Abba- sýningu, einnig undir stjórn Gunn- ars, og þurfti Ólafur að vísa 1.500 manns frá, en þeir félagar, Ólafur og Gunnar settu upp sömu sýningar fyrir 25 árum á Hótel Íslandi. Að sögn Ólafs eru 95% gesta á sumrin útlendingar. „En núna á þessum tíma eru fleiri Íslendingar og hjá þeim njóta sýningarnar mikilla vinsælda.“ Að sögn Ólafs er mjög misjafnt hvernig bókunarstaðan á hótelinu er yfir ár- ið. „Stundum er alveg smekkfullt hérna. Þannig var það um síðustu helgi en svo ertu með daga þar sem það er alls ekki mikið. Sumrin eru mjög vel bókuð en þú nærð sjaldan 100% bókun,“ segir Ólafur sem seg- ir reksturinn almennt ganga vel þótt lítillegur samdráttur sé í starf- seminni miðað við bestu árin, 2016- 17. Færð ekki meira en fimm stjörnur Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Ólafur Laufdal, einn reynd- asti hótel- og veitinga- maður landsins, landaði fimm stjörnu vottun fyrir Hótel Grímsborgir. Morgunblaðið/RAX Það er oft smekkfullt á Hótel Grímsborgum sem fékk fyrst hótela hér á landi fimm stjörnu vottun fyrir starfsemina. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Áratug a reynsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.