Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Síða 2
Hver er kveikjan og hugmyndin að baki sýningunni?
Það er í raun að það séu 20 ár að baki í þessu brölti, í grínheimum. Ég
fann bara eftir því sem þetta nálgaðist að mig langaði að gera eitthvað úr
þessu. Það var aldrei neitt annað sem kom til greina en einhvers konar
sýning. Þegar ég spáði meira í það fannst mér góð hugmynd að horfa til
baka, rifja upp, spá og kryfja. Hvernig kom hitt og þetta til og hvernig gerð-
ist það? Hvernig fæðast sumar af þessum hugmyndum sem maður tekur þátt
í? Það er líka svo margt sem gerist að tjaldabaki sem er gaman að segja frá. Í
uppistandi, veislustjórn og öllum þessum þáttum sem ég hef komið að. Það er í
rauninni þannig að maður nær ekki að komast yfir þetta allt. Listinn er enda-
laus af uppákomum og kjaftæði sem ég þarf að koma frá mér.
Hvernig verður stemningin, verður grín og glens?
Það verður náttúrulega grín og glens en að sama skapi bara sögustund. Þetta
eru hlutir sem ég hef orðið vitni að. Ég er að reyna að koma fólki á staðinn. Ef ég
næ því væri það geggjað. En þetta er ekkert uppgjör, bara létt og skemmtilegt.
Þú ferð yfir uppruna nokkurra landsþekktra karaktera,
ekki satt?
Jú, uppruna þeirra og hvernig þeir urðu til. Mikið af þessu varð til í útvarpi, maður hefur
verið að hringja endalaust hingað og þangað sem einhverjir skrítnir karlar og svona.
Sumir karakterar hafa fylgt mér lengur en aðrir. Sumir urðu til áður en ég varð fyndnasti
maður Íslands 1999. Maður hefur verið í tómu rugli alla ævi, ef ég á að vera hreinskilinn.
Alltaf eitthvert grín.
Er eitthvað annað á döfinni hjá þér?
Nei, í rauninni ekki. Þetta er búið að eiga hug minn og hjarta og mun gera
þar til ég skila þessu af mér. Það er ýmislegt í farvatninu sem er í salti
þar til ég verð búinn með þetta. Ég er einfaldur af því leytinu til að ég næ
ekki að einbeita mér að of mörgu í einu. Ég er of gamall maður. Ég geri
eitt vel frekar en margt illa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Uppákomur
og kjaftæði
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2019
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn
Sunnumörk 2, Hveragerði, og Larsenstræti 5, Selfossi • Sími 483 1919,
Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18
Vikan hefur verið óvenjumenningarleg hjá pistlahöfundi sem hefur far-ið bæði á kvikmynd á RIFF og í leikhús og það dag eftir dag. Kvik-myndin sem ég sá heitir Marianne og Leonard og er heimildamynd
um hinn mikla meistara Leonard Cohen og hans norsku ástkonu Marianne.
Frábær mynd um minn uppáhaldstónlistarmann sem synir mínir skilja ekki.
Þeir segja hann „tala en ekki syngja“. Ég spyr á móti, hvað um rapparana
sem þeir hlusta á?
En alla vega, það er alltaf gaman að koma í Bíó Paradís sem hét í gamla
daga Regnboginn. Það er einhver notaleg stemning þarna sem er ekki í öðr-
um kvikmyndahúsum.
Þar sem ég sat í salnum með poppið mitt og beið eftir meistara Cohen
skaust gömul minning upp í hugann.
Ég fór eitt sinni með systur minni
og mági í Regnbogann en ekki man
ég á hvaða mynd. Í hléi fórum við
fram að rétta úr fótum og „mingla“
við fólk. Á leiðinni inn úr hléi ákvað
ég að skjótast sem snöggvast á sal-
ernið og sagðist koma að vörmu
spori.
Þegar ég svo geng inn í litla sal-
inn er myndin byrjuð og skil ég ekk-
ert í því að í sætum okkar þriggja
situr bláókunnugt fólk. Hvergi bólar
á systur minni og mági og dreg ég
þá ályktun að þau hafa líklega líka
farið á salernið á síðustu stundu.
Í þá daga voru sætin númeruð og
ég spurði fólkið kurteislega, í myrkrinu, hvort það gæti verið að þau væru í
vitlausum sætum.
Jú, þau játtu því, það gæti vel verið, og færðu sig í næstu röð. Ég settist
niður, alein, og fór að horfa á myndina, enn að undra mig á því hvar sam-
ferðafólk mitt væri. Fimm mínútur liðu og í myndinni var kafari að koma
upp á yfirborðið. Vondir menn með byssur hlupu um og skutu í gríð og erg á
bryggjunni. Enn bólaði ekkert á systur minni og mági.
Nú fóru að renna á mig tvær grímur. Myndin mín fjallaði alls ekki um
neina kafara og var enn síður ofbeldismynd.
Ég fann hvernig ég roðnaði í myrkrinu.
Það var ansi lúpuleg kona sem laumaði sér út úr salnum og inn í næsta
sal. Kona sem var þar að auki búin að vísa blásaklausu fólki úr sætum sín-
um.
Ég laumaði mér í sætið við hliðina á systur minni sem horfði á mig hissa
og hvíslaði: „hvar ertu eiginlega búin að vera?“
Roðnað í myrkrinu
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’Nú fóru að renna ámig tvær grímur.Myndin mín fjallaði allsekki um neina kafara og
var enn síður ofbeld-
ismynd. Ég fann hvernig
ég roðnaði í myrkrinu.
Eva Rún Rúnarsdóttir
Börnin mín, alveg klárlega.
SPURNING
DAGSINS
Hvað
gefur
lífinu
gildi?
Eggert Jóhannesson
Fjölskyldan.
Matthildur Steinbergsdóttir
Tónlist gefur lífinu gildi af því að ég
er óperusöngkona.
Karl Ólafur Hinriksson
Fjölskyldan og heilsan.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina er frá
AFP
20 ár eru liðin frá því Pétur Jóhann Sigfússon varð fyndnasti maður Íslands. Af því til-
efni fer hann yfir ferilinn og rifjar upp skemmtileg atvik og uppákomur á uppistands-
sýningu í Hörpu 9. og 23. nóvember. Miðar fást á tix.is.