Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2019 LÍFSSTÍLL Stálhjartað í Kolkata Hvernig sem heimurinn veltirsér og snýst, hvað semgengur á nær eða fjær og hvernig sem viðrar, þá heldur fjöld- inn áfram að streyma yfir hina hálf- áttræðu Howrah-brú í Kolkata. Brúna sem heimamenn segja margir hjartað í borginni, og víst er hún þekktasta kennileitið og þrátt fyrir að nú orðið teygi fjórar brýr sig yfir Hooghly-fljótið, og tengi Kolkata og systurborgina Howrah á vest- urbakkanum, þá er Howrah-brúin enn sú langfjölfarnasta af þeim en yf- ir hana fara um 100 þúsund bílar dag hvern og um 150 þúsund gangandi vegfarendur. Á árum áður fóru líka nokkur þúsund kýr yfir brúna dag hvern en það er ekki leyft lengur. Þetta er sjötta lengsta hengibrú jarðar en engin önnur er jafn mikið notuð, og er talið að notkunin hafi áratugum saman verið langt yfir þol- mörkum brúarinnar. Kolkata-borg hefur gengið gegn- um margskonar breytingar. Ekki eru til að mynda nema 18 ár síðan breytt var um nafn á borginni sem hét áður Kalkútta. Hún var byggð upp á bökkum Hooghly-fljóts af hinu breska Austur-Indíafélagi sem náði á átjándu öld völdum í þessu víðfeðma landi, og þegar bresk stjórnvöld tóku við stjórninni á nítjándu öld varð Kalkútta höfuðborgin en hún var einnig orðin miðstöð viðskipta í hinu víðfeðma Bengal-ríki. Á síðustu öld var svo smám saman dregið úr mætti Kalkútta, Nýja-Delí varð höfuð- borgin og við sjálfstæði og uppskipt- ingu Indlands árið 1947 varð stór hluti Bengal að Austur-Pakistan, sem nú er Bangladess, og þar með missti borgin stóran og mikilvægan hluta baklands síns. En Kolkata skrapp þó ekki saman, þótt hún missti fyrri efnahagslegan styrk. Fólkinu hefur sífellt fjölgað og er hún í dag næstfjölmennasta borg Indlands – í henni búa yfir 14 millj- ónir manna – og er ein sú þéttbýlasta á jörðinni. Og hún er höfuðstaður ríkisins sem nefnist í dag Vestur- Bengal. Borgin hefur löngum verið rómuð miðstöð menningar, mennt- unar og lista á Indlandi en um og upp úr aldamótunum 1900 var skáldið Rabindranath Tagore (1861-1941) fyrir miðju menningarlífsins en þessi fjölhæfi listamaður, sem var einnig tónlistar- myndlistar- og kennimað- ur, varð fyrstur Indverja, og í raun Asíubúa, til að hreppa Nóbels- verðlaunin, árið 1913. Og brúin var reyndar árið 1965 nefnd eftir Tagore, Rabindra Setu, en það nafn hefur aldrei fest við hana. Engin fegurðarverðlaun Howrah-brúin er eins og segull í miðri Kolkata, segull sem dregur að sér fólk og vörur. Hún fengi seint fegurðarverðlaun, og er þvert á móti allklunnaleg með neti breiðra stálbit- anna sem halda henni saman. En hún þykir vel og traustlega hönnuð en hafið milli turnanna sem bera brúna uppi er um 460 metrar. Þrátt fyrir að ferjur gengju strax á 18. öld milli bakka fljótsins, og geri enn, þá töldu stjórnvöld í Kalkútta afar mikilvægt að það yrði brúað og lausnin var gríð- armikil flotbrú sem fyrst komst í gagnið árið 1871 en oft gekk brösug- lega að halda henni opinni. Verk- fræðingar þess tíma sáu þó ekki aðra lausn, brúarhafið væri of breitt og leðjan of mikil í farveginum til að reisa stöpla. En síðar komu nýjar lausnir til sögunnar og ýmsar voru skoðaðar. Að lokum var fýsileg lausn fundin – að reisa gríðarmikla hengi- brú – og bygging brúarinnar nýju hófst um miðjan fjórða áratug síð- ustu aldar. Og eftir allrahanda erf- iðleika og uppákomur, þar sem heimsstyrjöld setti strik í reikning- inn, var umferð hleypt á hana 1943. Fjölskrúðugt mannlífið Ein knýjandi ástæða fyrir byggingu brúarinnar var sú að á vesturbakk- anum, gegnt Kolkata og alveg við brúna, er Howrah-lestarstöðin, sem er ekki bara sú fyrsta sem reist var Fyrir neðan lestarstöðina baðar fólk sig í Hoogly-fljóti og yfir því teygir mikilfengleg brúin sig bakka á milli. Morgunblaðið/Einar Falur Ótölulegur fjöldi verkamanna rogast með eða dregur vörur að og frá brúnni. Í dimmum göngum undir brúarendanum bíða blómasalar og viðskiptavinir markaðarins af sér þrumuskúr. Guðamyndir prýða þar stein- veggina. Þarna starfa blómasalar í óreiðukenndu sambýli við flutningafyrirtæki og alls kyns vörur eru sífellt fluttar til og frá. Allrahanda farartæki bruna eftir brúnni allan sólarhringinn og er hinn klassíski Ambassador enn áberandi í umferðinni. Howrah-brúin er oft kölluð hjarta mannlífsins í Kolkata. Yfir hana fara fleiri en yfir aðrar hengibrýr, við annan brúarendann er fjölsóttasta lestarstöð Indlands og víðfrægur blómamarkaður við hinn. Einar Falur Ingólfsson fylgdist með lífinu við brúna. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.