Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2019 Alsælan varði stutt Renia Spiegel var 15 ára hinn31. janúar 1939 þegar húnhóf að skrifa um líf sitt. Hún var gyðingur og bjó hjá ömmu sinni í Przemysl í Póllandi. Renia saknaði móður sinnar sem bjó í Varsjá ásamt yngri systur Reniu, Ariönu, saknaði föður síns og mest af öllu saknaði hún gamla heimilis fjölskyldunnar við ána Dnjestr. Móðir þeirra systra hafði flust til Varsjár ásamt Ariönu þar sem Ar- iana ætlaði sér að verða kvik- myndastjarna. „Ég vil vin. Einhvern sem ég get spjallað við um hversdagslegar áhyggjur mínar og gleðistundir. Einhvern sem getur fundið það sem ég finn, trúað því sem ég segi og aldrei sagt frá leyndarmálum mínum. Engin manneskja gæti nokkurn tímann orðið slíkur vinur,“ sagði Renia í fyrstu dagbókar- skrifum sínum. Þetta sama ár braust út stríð í Evrópu. Nasistar og Sovétmenn skiptu upp Póllandi og lenti móðir Reniu undir yfirráðum nasista í Varsjá en Renia og systir hennar, sem var í heimsókn í Przemysl, sátu fastar undir yfirráðum Sovét- manna. Anna Frank okkar tíma Dagbókin, sem nýlega komst aftur á yfirborðið eftir að hafa verið gleymd í mörg ár, var gefin út á ensku hinn 24. september síðastlið- inn. Er hún talin einkar vel skrifuð og fylgir ungri stúlku þar sem hún fótar sig í lífinu með stríð og gyð- ingaofsóknir allt um kring. Allar 700 blaðsíður dagbókarinnar varð- veittust í gegnum árin. Í bókinni má finna fyndnar sögur um vini Reniu, fallegar lýsingar á heiminum í kringum hana og þá talar Renia opiskátt um samband sitt við kærasta sinn. Einnig má sjá hvernig átök þjóða í allsherj- arstríði birtast stúlku sem er að taka sín fyrstu skref sem sjálf- stæður einstaklingur. Líkindi eru með dagbókar- skrifum Reniu og dagbók Önnu Frank sem er ein frægasta frásögn gyðings úr seinni heimsstyrjöldinni. Renia var þó eldri og skrif hennar nokkuð fágaðari en hún samdi reglulega ljóð og lét fylgja í dag- bókinni. Auk þess lifði Renia ekki í felum nema rétt undir lok dagbók- arskrifanna ólíkt Önnu Frank. Gef- ur frásögn Reniu innsýn í líf gyð- ings í seinni heimsstyrjöldinni og minnir okkur á að hvert fórnar- lamb helfararinnar á sér einstaka sögu sem oft gleymist þegar um er að ræða eins fjölmennan hóp og raun ber vitni. New York Times hefur eftir Alexöndru Garbarini, prófessor og sagnfræðingi sem sérhæfir sig í dagbókum frá helförinni, að dag- bókin sé einstök því Renia upplifði bæði stjórn Sovétmanna og nasista. „Dagbókin sýnir líf unglingsstúlku fyrir stríðið, eftir að það hefst og þar til hún er látin færa sig yfir í gettóið. Hún er svo sannarlega merkileg.“ Þrjú skot, þrjú líf Nasistar, undir stjórn Hitlers, réð- ust inn í Sovétríkin 1942 og tóku þar með yfir þann hluta Póllands þar sem Renia bjó. Stuttu áður kynntist hún strák að nafni Zyg- munt Schwarzer og urðu þau ást- fangin. Í júní, tveimur vikum fyrir 18 ára afmæli Reniu, segist hún hafa fundið fyrir alsælu með Zyg- munt í fyrsta skipti. Alsælan varði stutt enda tóku nasistar yfir Przemysl og var Renia, ásamt systur sinni og 20 þúsund gyðingum, neydd inn í gettóið í borginni. Zygmunt tókst að smygla þeim út úr gettóinu áður en nasistar hófu að senda fólk í út- rýmingarbúðir og faldi Reniu ásamt foreldrum sínum á háalofti frænda síns en Ariana dvaldist hjá annarri kristinni fjölskyldu. 30. júlí fundu nasistar felustað Reniu og foreldra Zygmunts og tóku þau öll af lífi. Zygmunt sem hafði tekið sér dagbókina til geymslu þegar Renia fór í felur skrifaði síðustu færslu bókarinnar og lýsti þar með dauða höfund- arins. „Þrjú skot! Þrjú líf týnd! Allt sem ég heyri eru skot, skot.“ Af hverju leyfði hann mér að lifa? Ariana komst að lokum til móður sinnar í Varsjá sem hélt í þeim líf- inu og kom þeim til Bandaríkjanna þegar stríðinu lauk. Þá höfðu þær báðar tekið kaþólska trú til að lifa af ofsóknirnar í stríðinu. Ariana tók við skírn sína nafnið Elzbieta og síðar Elizabeth þegar komið var vestur yfir haf. Hræðslan við að upp kæmist um uppruna þeirra mæðgna var Elizabeth og móður hennar svo sterk að þær sögðu engum manni frá uppruna sínum. Á sjötta áratugnum dúkkaði Zygmunt einn daginn upp hjá mæðgunum með dagbókina. Hann hafði hlotið þau ömurlegu örlög að vera sendur til Auschwitz- vinnubúðanna. Þar var hann skoð- aður af hinum alræmda lækni Josef Mengele en leyft að lifa en engum er ljóst hvernig hann hafði uppi á bókinni eftir að fangar vinnubúð- anna voru frelsaðir undir lok stríðsins. Zygmunt eignaðist konu og börn en gleymdi aldrei Reniu, gerði afrit af dagbók hennar og fór reglulega niður í kjallara til að lesa hana. Að sögn sonar hans var hann fyrst um sinn lífsglaður maður en þegar á leið herjuðu minningarnar á hann; spurði sig í sífellu af hverju honum var leyft að lifa í Auschwitz. Zygmunt Schwarzer dó 1992 og því verður að öllum líkindum aldrei vit- að hvernig hann fékk bókina í sínar hendur aftur. Ástfanginn við lesturinn Þegar móðir Elizabeth dó fékk hún dagbók systur sinnar í hendurnar. Hún þorði hins vegar ekki að lesa bókina og kom henni því fyrir í ör- yggishólfi. Það var ekki fyrr en 2012 sem dóttir Elizabeth, Alex- andra, forvitin um sögu systur móður sinnar, las dagbókina. Hún var orðin 12 ára þegar móðir henn- ar sagði henni og bróður hennar frá uppruna sínum og vildi nú vita meira. Hún fékk námsmann í Pól- landi til að þýða bókina á ensku fyrir sig og árið 2014 fékk hún kvikmyndagerðarmanninn Tomasz Magierski til að lesa hana og mögulega fá einhvern til að gefa hana út. Magierski gerði gott betur og gerði heimildarmynd um sögu Re- niu sem kom út í september. „Ég varð ástfanginn af Reniu,“ sagði Magierski við Smithsonian í fyrra. Elizabeth, systir Reniu Spiegel, með dóttur sinni Alexöndru og kvikmyndagerðarmanninum Tomasz Magierski við sýningu á heimildarmynd Magierski um Reniu, höfund dagbókar sem lýsir lífi ungs gyðings á tímum helfararinnar. AFP Dagbók sem segir frá upplifunum pólskrar táningsstúlku af gyðingaættum á tímum helfarar- innar kom út á ensku í síðasta mánuði. Er dagbók- inni líkt við dagbók Önnu Frank en bókin var geymd í öryggishólfi í banka í áraraðir. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Renia Spiegel brosir framan í myndavélina árið 1942, stuttu áður en lífi hennar var umturnað og hún neydd inn í gettóið í Przemysl ásamt þúsundum gyðinga. AFP ’ Dagbókin sýnir lífunglingsstúlku fyrirstríðið, eftir að það hefstog þar til hún er látin færa sig yfir í gettóið. Hún er svo sannarlega merkileg. Fjaðrafok frá Valkyrja Margrét Guðnadóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Helga Ragnhildur Mogensen

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.