Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Qupperneq 12
unnar. Konum og stúlkum er mun frekar haldið inni á heimilinu, þær ganga síður í skóla, eru frekar seldar í hjónabönd og mun líklegri til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þær eru ein- faldlega líklegri til að verða fyrir skaða, vegna þessara aðstæðna sem þær eru settar í, heldur en karlar og strákar. Á sama tíma beinist og fjármagnið og allur viðbúnaður að þörfum karla frekar en kvenna og nýtist þeim betur,“ segir hún. Að sögn Írisar kom hún inn í þetta samþætt- ingarstarf stofnana Sameinuðu þjóðanna með það að leiðarljósi að tryggja að jafnræðis sé gætt, að gögnum og tölfræði sé safnað og að það séu raunverulegar upplýsingar sem liggi þar að baki. Í raun að tryggja að kynjagleraugun séu sett upp þannig að réttar upplýsingar séu á bak við tölurnar og áætlanir. „Kynjagleraugu hafa þann mikilvæga aukaá- vinning að þegar þau eru komin á gilda þau um alla hópa á jaðrinum. Þótt sumir hóparnir séu ekki endilega greindir – svo sem aldraðir, fatl- aðir, LGBTQ, eða hvað sem er, gagnast tækin og tólin sem við erum að kynna öllum. Þau eru ekki bara ætluð til þess tryggja jafnrétti kynjanna heldur að tryggja jafnrétti á miklu fleiri sviðum,“ segir Íris. Bein þátttaka skiptir miklu Íris hefur unnið að uppbyggingu fleiri verkefna fyrir UN Women í Tyrklandi, svo sem þjálf- unarteymis sem annast þjálfun allra þeirra sem eru í framlínu og koma að þjónustu fyrir konur og börn. Að kenna þeim að setja upp kynjagler- augu í sínu starfi og tryggja betri þjónustu fyrir alla. Hún segir að þetta hafi tekist afar vel í Tyrklandi og að UN Women hafi byggt upp teymi bæði innlendra og erlendra sérfræðinga í að þjálfa þá sem starfa á þessum vettvangi um allt land. Nú fer slík þjálfun fram í hverjum mánuði einhvers staðar í Tyrklandi. Blaðamaður var í Gaziantep í síðustu viku og þar þekkja flestir SADA-miðstöðina, sérstak- lega sýrlenskar konur, af góðu. Íris tekur undir það og segir samstarfið um SADA hafa verið farsælt og náð markmiðum sínum og rúmlega það. Miðstöðin hefur líka gefið UN Women aukna rödd í Tyrklandi, ekki bara gagnvart stjórnvöldum, heldur einnig öðrum viðbragðs- aðilum sem þar starfa. „Bein þátttaka skipti miklu því ef við hefðum aðeins verið að styðja aðra í að setja upp kynjagleraugun er ljóst að við hefðum ekki orðið jafn hávær rödd á þessum vettvangi og raun ber vitni,“ segir Íris. SADA-miðstöðin er eins og áður sagði sam- starfsverkefni ASAM, UN Women, ILO og Gaziantep-héraðs með fjárhagsstuðningi frá japönskum stjórnvöldum, Evrópusambandinu og Íslandi. Miðstöðin er aðeins fyrir konur og er markmið hennar að styðja valdeflingu kvenna, mynda samband milli flóttakvenna og kvenna sem eru búsettar í héraðinu og styrkja fé- lagslegt sjálfstæði þeirra. Íris efast ekki um að í fyrstu hafi ýmsir haft vissar efasemdir um að kyngreina eins og gert er í SADA-miðstöðinni en telur að á mjög skömmum tíma hafi greiningin útskýrt sig sjálf. Að sýrlenskar konur hafi eignast eigið svæði þar sem þær eru öruggar og ráðandi um eigin mál. Enda er tilgangurinn með stofnun SADA að skapa öruggt svæði þar sem þær fá tækifæri til að læra hluti sem auka líkur á að þær geti verið styrktar til valdeflingar og sjálfsbjargar varðandi lífsbjargir. „Áður en við opnuðum miðstöðina í ágúst 2017 fórum við inn í hverfi Gaziantep þar sem flóttakonur bjuggu og ræddum við þær um SADA og þá möguleika sem þar yrðu í boði. Við gerðum þetta í samstarfi við yfirvöld í Gazian- tep, sem hafa staðið mjög vel við bakið á okkur allt frá upphafi. Þau hverfi voru valin þar sem mestar líkur voru á að finna konur sem fóru aldrei út af heimilinu og bjuggu við slæmar að- stæður – konur í verulega viðkvæmri stöðu. Við fórum með bækling og buðum þær velkomnar hvort sem þær væru sýrlenskar, tyrkneskar eða hverrar þjóðar sem er. Þrátt fyrir að verkefni okkar miði að sýrlenskum konum útilokum við ekki neina konu þó svo að fjármagnið komi úr sjóðum eyrnamerktum sýrlenskum flótta- konum.“ Þegar kona kemur í SADA-miðstöðina fer hún í ítarlegt viðtal og mat á aðstæðum. Íris er ákaflega stolt af því hvernig það mat er unnið, en það kemur upphaflega frá ASAM og UNHCR og hefur verið í þróun í hátt í 20 ár. „Um er að ræða gátlista á stöðu fólks í við- kvæmri stöðu því helmingur skjólstæðinga SADA er konur í afar viðkvæmri stöðu. Við lög- uðum listann að þörfum kvenna og höfum síðan þróað hann áfram að þörfum markhópsins,“ segir hún. Eftir þetta fyrsta mat er tekin ákvörðun í samráði við konuna um framhaldið. Konur sem eru ekki skráðar inn í landið eiga almennt ekki rétt á þjónustu en þeim er veittur stuðningur við skráningu sem og önnur atriði sem tengjast hinu opinbera. Ef um afar slæmar heilbrigðis- aðstæður eða heimilisofbeldi er að ræða er strax gripið til aðgerða. Þeim er boðið upp á þjónustu félagsráðgjafa, sálfræðinga, lögfræðinga, lækna og fleira hér í SADA. Eins eru hér alls konar námskeið í boði, svo sem tyrkneskunámskeið, starfstengd þjálfun og námskeið í valdeflingu. Síðast en ekki síst hafa 50 konur, sem hafa notið stuðnings SADA, stofnað samvinnufélag, SADA Co-op, þar sem þær framleiða og hanna ýmsar vörur og selja. Má þar nefna skó, töskur, vefnaðarvöru og matvöru. Á hverjum föstudegi hittist hópur kvenna sem ganga undir nafninu Konur framtíðarinnar, (Syrian Women of the Future Committee) og halda opna fundi fyrir konur þar sem tekið er fyrir eitthvert ákveðið málefni sem einhver þeirra hefur framsögu um og stýrir umræðum. Ítarlegar verður fjallað um SADA-miðstöðina síðar í Morgunblaðinu. Íris segir að þetta tvennt sé aðeins dásam- legar aukaafurðir verkefnisins og sýni það vel og sanni að gott starf sé unnið í SADA- miðstöðinni. „Á sama tíma og verkefni UN Women í Tyrklandi hafa vaxið og dafnað þessi rúmu tvö ár sem ég hef starfað hér þá er SADA alltaf hjartað í starfsemi UN Women í landinu að mínu mati. Ég finn það svo vel í hvert skipti sem ég kem hingað til Gaziantep og upplifi allan þennan kraft sem býr í þessum frábæru konum sem hafa í samvinnu við aðrar konur fengið að blómstra,“ segir Íris. Þegar hún er spurð hvort til standi að opna fleiri slíkar kvennamiðstöðvar í Tyrklandi á vegum UN Women segir hún að ítrekað hafi verið óskað eftir því. Eins bendi konurnar í SADA alltaf á þetta þegar fulltrúar einhverra þeirra sem reka miðstöðina komi þangað í heim- sókn. „Þær eru ekki að biðja um nýjar miðstöðvar fyrir sig heldur fyrir hönd annarra kvenna. Konurnar upplifa þetta sem brýna nauðsyn sem hefur gjörbreytt lífi þeirra. Að eiga aðgang að öruggum stað og umhverfi þar sem þær geta ’ Þegar salernisaðstaða erbyggð á þannig stað að þaðþarf að ganga einhvern stíg ogjafnvel fara á bak við tré er búið að margfalda áhættuna á að verða fyrir kynferðisofbeldi Á LEIÐ TIL LÍFS 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2019 Lífið í Sýrlandi er nánast óbærilegt og þaðgetur verið erfitt fyrir þá sem ekkiþekkja til að ímynda sér aðstæður fólks þar. Á sama tíma og svipaður fjöldi fólks er á hrakhólum innanlands hafa sjö milljónir Sýr- lendinga flúið land. Flestir til Tyrklands. Gayed Sened er ein þeirra en hún kom ásamt fjöl- skyldu sinni yfir landamærin árið 2016 eftir að hafa verið á hrakhólum innanlands í fjögur ár. Þegar skera átti tunguna úr litlum syni hennar fyrir að mæla á ólögmætri tungu, ensku, að mati vígasamtakanna Ríkis íslams [Gayed talar alltaf í viðtalinu um Daesh sem er Ríki íslams á arabísku], gáfust þau endanlega upp og fóru. Gayed Sened er fertug að aldri og er frá Da- maskus. Hún og maðurinn hennar gengu í hjónaband fyrir fimmtán árum og eiga þrjá drengi, 14, 11 og þriggja ára. Sá yngsti fæddist í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Búðunum var lokað í fyrra og þá fluttu þau sig um set til borg- arinnar Gaziantep þar sem blaðamaður hitti hana að máli nýverið. Flóttamannabúðirnar voru í landamærabænum Islâhiye sem einnig er í Gaziantep-héraði. „Við komum hingað til þess að flýja stríðið. Fyrst vorum við í flóttamannabúðum í rúm tvö ár en þá ákváðu tyrknesk stjórnvöld að breyta reglunum og loka búðunum. Það er alltaf verið að breyta reglum. Við urðum því að koma okkur fyrir á nýjum stað og þess vegna erum við hér í Gaziantep,“ segir Gayed. Eiginmaður hennar missti heilsuna eftir bú- setu í stríðshrjáðu landi og er óvinnufær. Hann fékk heilablæðingu og eins hefur hann þurft að fara í aðgerð á baki og bíður nú eftir annarri skurðaðgerð. Gayed segir að líkami hans hafi einfaldlega gefist upp en hún hafi sjálf haldið líkamlegri heilsu. Hún hefur aftur á móti glímt við sálræna kvilla líkt og nánast öll sýrlenska þjóðin. Að sögn Gayed var ákvörðunin um að yf- irgefa heimilið í Damaskus tekin í skyndi árið 2012. „Við gátum ekki annað því þeir komu á skriðdrekum inn í hverfið okkar og hófu að skjóta á okkur. Við gátum ekki tekið neitt með okkur. Við hlupum bara af stað í því sem við vorum í,“ segir hún. Þaðan fóru þau til bæjarins Maden sem í Raqqa-héraði. Raqqa varð síðar höfuðvígi vígasamtakanna Ríkis íslams en á þessum tíma taldi Gayed og fjölskylda hennar sér betur borgið þar en í Damaskus. Árið 2014 gerðu vígasamtökin Raqqa að höfuðvígi sínu og eftir það voru stöðugar loftárásir gerðar á borgina og nágrenni af hálfu sýrlenska hersins, Rússa, Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Gayed og fjölskylda hennar flúðu eftir að hafa búið í Maden í átján mánuði. „Ríki íslams eru skelfileg samtök.Yfirleitt tel ég mig heppna konu. Ég fékk tækifæri til náms og var við nám í háskólanum í Damaskus á sín- um tíma. Í Maden starfaði ég við hárgreiðslu en þegar Ríki íslams kom þangað lokuðu samtökin hárgreiðslustofunni, því slíkar stofur eru bann- aðar samkvæmt þeirra lögum. Ég varð að hylja mig alla og klæðast svörtu frá toppi til táar. Það skipti engu hvort ég var andsnúin því eða ekki. Ég varð. Synir mínir áttu að ganga í skóla á vegum Ríkis íslams en ég vildi það ekki því á þeim stöðum þar sem Ríki íslams ræður ríkjum beinir sýrlenski herinn loftárásum sínum eink- um að stofnunum eins og skólum. Eins er kennsla í skólum Ríkis íslams ekki sú fræðsla sem ég vildi fyrir þá. Því Ríki íslams snýst um svo miklu meira en fólk sem ekki þekkir til ger- ir sér grein fyrir. Þeir stjórna öllu samfélaginu og jafnvel orð fá nýja merkingu. Saklaus arab- ísk orð verða í innprentun þeirra að einhverju öðru og skelfilegu. Ég er kannski ekki trúuð í bókstaflegri merkingu þess orðs en ég trúi á það góða í manneskjunni. Í návígi við Ríki ísl- ams getur það reynst erfitt,“ segir Gayed. Þegar ljóst var að þau gætu ekki verið lengur í Maden hélt fjölskyldan í austurátt að landa- mærum Íraks. Næsti áfangastaður var landa- mærabærinn Bukmal (sem heitir öðru nafni Abu Kamal) sem liggur við Efratfljót í Deir ez- Zor-héraði. Eftir að hafa búið þar í á annað ár voru þau hrakin af stað að nýju af vígamönnum Ríkis íslams því fljótlega eftir að fjölskyldan kom þangað náðu vígasamtökin yfirráðum yfir bænum líkt og öllu svæðinu til Raqqa. Sýrlenski herinn, með stuðningi íranskra hermanna, náði Gayed Sened er frá Sýrlandi. Morgunblaðið/Gúna „Ég óttaðist um líf drengsins míns“ Gayed Sened og fjölskylda hennar höfðu ekkert val ef þau ætl- uðu að halda lífi. Þau fóru frá Damaskus árið 2012 og voru á hrakhólum í Sýrlandi í 4 ár áður en þau komu til Tyrklands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.