Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Page 13
SADA er úr arabísku
og þýðir rödd. Að
gefa konum rödd.
Morgunblaðið/Gúna
talað við konur í svipuðum aðstæðum. Við erum
farin að sjá fleiri tyrkneskar konur koma til
okkar og þetta hefur gjörbreytt samskiptum
þeirra á milli, það er á milli sýrlenskra kvenna
og tyrkneskra og flóttakvenna frá Afganistan
og öðrum löndum. Staðreyndin er sú að það er
ákveðin togstreita á milli hópa flóttamanna í
Tyrklandi, þar sem stuðningurinn sem þeir fá
er mismunandi og almennt meiri til Sýrlendinga
en annarra. Innan SADA hefur tekist að auka
samskipti og samheldni milli hópa, sem skilar
sér langt út fyrir konurnar sjálfar því þær eiga
flestar börn og margar eiga eiginmenn,“ segir
Íris.
Frá Ankara til Istanbúl og nýtt starf
Breytingar urðu á starfi Írisar í sumar þegar
hún tók við nýju starfi innan UN Women, sem
sérfræðingur mannúðarmála og fólksflutninga
hjá UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, alls 14
ríkjum. Eftir rúmlega tveggja ára dvöl í Ank-
ara er hún flutt ásamt fjölskyldu sinni til Ist-
anbúl.
Að sögn Írisar veitir hún landsskrifstofum
UN Women í þessum ríkjum stuðning í mál-
efnum flóttafólks en Tyrkland og sýrlenskir
flóttamenn verða áfram meginviðfangsefnið.
Hún er einnig fulltrúi UN Women í samstarfs-
vettvangi stofnana SÞ í höfuðstöðvum þeirra í
Evrópu í Genf fyrir þetta svæði. Þar vinnur hún
náið með samhæfingarskrifstofu aðgerða
Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, þar
sem eitt af verkefnum hennar er að veita
tæknilega ráðgjöf við að bæta kynjagleraugu
stofnana og starfsmanna Sameinuðu þjóðanna.
„Að koma í veg fyrir að það gleymist að taka
tillit til kvenna. Við greinum þarfir kvenna, sem
stundum vilja gleymast hjá besta fólki ef ekki
er horft með gagnrýnum hætti á viðfangsefnið.
Þrátt fyrir að ekki sé ætlunin að mismuna getur
verið erfitt fyrir karla sem ekki þekkja reynslu-
heim kvenna að gera sér grein fyrir þörfum
þeirra. Ég get tekið einfalt dæmi eins og matar-
úthlutun á neyðarsvæðum. Matarsending kem-
ur og öllum gert að standa í röð eftir úthlutun.
En það gleymist að taka tillit til einstæðra
mæðra sem komast ekki frá börnum sínum til
að standa í biðröðinni. Sem þýðir að þær og
börn þeirra svelta. Eða þegar salernisaðstaða
er byggð á þannig stað að það þarf að ganga
einhvern stíg og jafnvel fara á bak við tré, en þá
er búið að margfalda áhættuna á kynferðis-
ofbeldi,“ segir Íris og bendir á að stelpur séu
frekar teknar úr skóla en strákar, þær fái síður
mat að borða og hátt hlutfall kvenna og stúlkna
verði fyrir kynferðisofbeldi í svona aðstæðum.
Fáar konur á vinnumarkaði
Íris segist áfram munu vinna að því að styrkja
Tyrkland í að bæta stöðu kvenna. Eitt af því er
að auka alla tölfræði og greiningar svo það sjá-
ist svart á hvítu hver staðan er, til að mynda
varðandi vinnumarkað og hverjir eru færir um
að koma inn á þann markað.
Af þeim rúmlega 3,6 milljónum Sýrlendinga
sem njóta tímabundinnar verndar í Tyrklandi
eru tæplega 1,7 milljónir kvenna. Með þessari
tímabundnu vernd fá Sýrlendingar aðgang að
heilbrigðisþjónustu, menntun, félagsþjónustu
og vinnumarkaði. Aftur á móti er afar lágt hlut-
fall kvenna á vinnumarkaði og er eitt af helstu
hlutverkum SADA-miðstöðvarinnar og annarra
aðgerða UN Women að gera konur færar um
að fara á vinnumarkaðinn. Eins og Íris bendir á
er afar mikilvægt að flóttakonur hafi tækifæri
til þess, þar sem þær eru margar hverjar aðal-
fyrirvinna fjölskyldunnar þar sem þær eru
ekkjur eða einstæðar mæður.
Hvað gerist þegar fjármagnið stöðvast til
Tyrklands? er ein af þeim spurningum sem
blasa við Írisi og öðrum sem koma að flótta-
mannaðstoð í landinu. Sú staða er ekki komin
upp en óvíst er hvenær það verður. Fjármagn
til reksturs SADA-miðstöðvarinnar er tryggt í
tæpt ár í viðbót, en um sex þúsund konur hafa
fengið þjónustu þar frá stofnun. Af þeim eru
nokkur hundruð komin út á vinnumarkaðinn. Á
sama tíma er að vaxa úr grasi kynslóð sýr-
lenskra barna sem hefur verið fjarri heimkynn-
um sínum í átta ár. Hvort sú kynslóð snýr aftur
er alls óvíst þrátt fyrir fyrirætlanir stjórnvalda í
Tyrklandi.
6.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
bænum á sitt vald að nýju í árslok 2017 eftir
harða orrahríð við vígamenn Ríkis íslams.
„Í Bukmal gengu drengirnir mínir í hefð-
bundinn skóla en þegar Ríki íslams náði svæð-
inu á sitt vald var bundinn endi á skólagönguna.
Við þurftum að fara af heimilum okkar þar sem
vígamennirnir fluttu inn í húsin okkar en okkur
var gert að búa í skólahúsnæðinu. Sonur minn
talaði smá ensku en það er álitið guðlast af Ríki
íslams. Hann gætti ekki að sér og sagði eitthvað
á ensku og einn vörðurinn spurði hver á þennan
dreng? Ég svaraði að hann væri sonur minn.
Þessi maður var frá Bukmal en hafði gengið til
liðs við vígasamtökin. Ég óttaðist um líf drengs-
ins míns,“ segir Gayed.
„Hann sagði við mig að drengurinn hefði
brotið lögin og örvænting greip mig því refs-
ingin við þessu broti er að skera tunguna úr
þeim sem mælir á bannaðri tungu,“ segir Ga-
yed. En það varð drengnum til bjargar að vörð-
urinn var heimamaður. „Hann sagði: þú skalt
þakka Guði þínum fyrir að ég er einn hér og að
félagar mínir heyrðu þetta ekki. Forðið ykkur,
og við flúðum,“ segir Gayed.
Hún hafði unnið fyrir lækni í Bukmal og hann
skrifaði upp á pappíra um að eiginmaður Gayed
yrði að komast í aðgerð sem ekki væri hægt að
framkvæma þarna.
Þú veist aldrei hvað bíður þín
Gayed fór með skjölin á skrifstofu æðsta stjórn-
anda Ríkis íslams á svæðinu og hann kvittaði
upp á heimild fyrir þau að yfirgefa bæinn. Með
þessa staðfestingu upp á vasann komumst þau
að mörkum Raqqa-héraðs og þaðan til Afrin,
skammt frá Aleppo.
Að sögn Gayed áttu þau að fara þaðan til
Aleppo-borgar en forðuðu sér þess í stað yfir
landamærin til Tyrklands. Ekki vegna þess að
þau vildu yfirgefa heimalandið heldur vegna
þess að það var ekkert annað í boði.
„Við neyddumst til þess að yfirgefa Sýrland
þegar þarna var komið. Sýrland er skelfilegur
staður og við gátum ekki lengur flutt á milli
svæða í okkar eigin landi. Þrátt fyrir að vilja
fara heim til Damaskus var það ekki í boði
vegna stríðsins. Þessir flutningar okkar á milli
staða í Sýrlandi voru allt annað en auðveldir og
ég held að fólk eigi oft erfitt með að skilja hvers
vegna við getum það ekki. Þú veist aldrei hvað
bíður þín, allir innviðir landsins eru lamaðir. Til
að mynda ef við hefðum ætlað að fara frá Buk-
mal til Damaskus hefðum við þurft að fara um
Raqqa. Sú leið var undir yfirráðum Ríkis ísl-
ams. Síðan tóku aðrir við, Free Syrian Army
[þ.e. hernaðarbandalag stjórnarandstæðinga]
og svo sýrlenski herinn. Hvar sem er og hve-
nær sem er getur þú átt von á skothríð,
sprengjum, að vera handtekinn. Því var ekkert
annað í stöðunni fyrir okkur en að leggja af stað
til Tyrklands,“ segir Gayed. „Við áttum ekkert
val.“
Ástandið var oft mjög erfitt í flótta-
mannabúðunum segir hún, einkum vegna þess
að þau voru allslaus. Áttu enga peninga og
fengu engar greiðslur frá stjórnvöldum. „Þann-
ig að við áttum ekki fyrir lífsnauðsynjum,“ segir
Gayed.
„Þegar við komum til Gaziantep hafði ég
samband við Al Farah-miðstöðina sem rekin er
af ASAM (Association for Solidarity with
Asylum Seekers and Migrants). Þar fengum
við aðstoð til að greiða húsaleigu og helstu
nauðsynjar. Ég fékk líka aðstoð við allskonar
atriði, meðal annars var mér bent á
SADA-miðstöðina. Hún hefur breytt öllu fyrir
mig. Þar fékk ég sálrænan stuðning auk verk-
þjálfunar í hárgreiðslu og kennslu í tyrknesku.
Í Sýrlandi áttum við fjölskyldu og vini en
enginn þeirra er hér í Gaziantep. Við erum ein.
Þess vegna hefur verið svo gott að kynnast öll-
um þessum konum hér í SADA-miðstöðinni og
uppgötva að ég er ekki ein. Við erum svo marg-
ar sem eigum svipaða sögu. Eins hefur skipt
miklu máli að kynnast tyrkneskum konum og
finna vinsemd þeirra,“ segir Gayed.
Spurð um líðan eldri drengjanna segir hún að
þeir hafi átt afar erfitt í flóttamannabúðunum.
Hafi verið eins og fuglar í búri.
„Enda eru flóttamannabúðir hræðilegur
staður til að búa á. Það er eiginlega ekki hægt
að lýsa því. Þú ert læstur inni og þú hefur ekki
möguleika á að hitta neina sem ekki búa þar.
Islâhiye-búðirnar voru læstar þannig að það
fékk enginn að koma þangað og þess vel gætt
að hleypa engum blaðamönnum inn til þess að
fjalla um ástandið.
Fyrir okkur var það því mikil og góð breyting
að koma til Gaziantep en það sem er erfiðast
fyrir okkur í borginni er húsaleigan og hversu
dýrt það er að lifa í borginni. Ekki síst fyrir fólk
eins og okkur þar sem maðurinn minn er
óvinnufær vegna veikinda og við erum með þrjú
börn,“ segir Gayed.
Spurð út í það hvort hún sé á vinnumarkaði
svarar Gayed neitandi en hún taki þátt í verk-
efnum á vegum SADA. Vinnudagurinn er lang-
ur á þessu svæði, 12 tímar, frá 8-20, og hún geti
ekki unnið svo langan vinnudag. Bæði vegna
drengjanna og veikinda eiginmannsins sem hún
verði að sinna.
Gayed segir að elsti drengurinn hafi átt erfitt
með að aðlagast og sé í stöðugum vandræðum í
skólanum. Hann er ekki í skóla sem stendur en
það er verið að reyna að finna nýtt úrræði fyrir
hann. Aftur á móti gengur allt vel hjá þeim
yngri. Fjölskylda Gayed er dreifð út um allan
heim. Sjö ár eru síðan hún sá þau síðast og eng-
inn veit hvort fjölskyldan eigi einhvern tíma eft-
ir að sameinast að nýju, segir Gayed Sened.