Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Síða 15
6.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 líka verið að tryggja sig gagnvart því að eitt- hvað svona gerist aftur. Það er búið að fækka meðferðarheimilum úti á landi og í dag eru þau bara þrjú, en voru ellefu fyrir einhverjum ár- um. Ég er ekki að skella skuldinni á barna- vernd; Kristján náði að leyna þessu svolítið. En þegar hann var orðinn sautján ára og neyslan var orðin mjög slæm var ég mjög ósátt við að yngri bróðir hans þyrfti að búa við þess- ar aðstæður; að vera með einstakling í virkri neyslu á heimilinu. Er boðlegt að bjóða yngri systkinum upp á þetta?“ spyr hún og vill bæta við að tilkynningar til barnaverndarnefndar ná bara til þess barns sem er tilkynnt en ekki annarra barna á heimilinu. „Þannig að ef fólk hefur áhyggjur af yngri systkinum er um að gera að tilkynna þær áhyggjur líka.“ Kristjáni var boðið að fara í skamm- tímavistun í Breiðholti sem heitir Hólaberg. „Hann harðneitaði,“ segir Ingveldur og út- skýrir að ferlið að nauðungarvista barn sé bæði dýrt og flókið og því hafi hann verið kyrr heima. Skipti um lás „Þegar hann átti fjóra mánuði í átján ára gat hann verið stjórnlaus í neyslu og neitað með- ferð. Mér fannst svolítið eins og barnavernd væri að bíða eftir að hann yrði átján. Barna- vernd segir bara: „þú ert forráðamaður hans, hann hefur lögheimili hjá þér og þér ber að veita honum húsaskjól“. Barnavernd útvegaði mér sálfræðing og ég fór að undirbúa það að vísa honum út af heimilinu þegar hann væri orðinn átján, en í raun mátti ég ekki gera það fyrr. Þá fékk ég það tæki í hendurnar að segja við Krist- ján: „ef þú ætlar að búa hér, verður þú að fara í meðferð“,“ segir hún og segist hafa sett honum stólinn fyrir dyrnar þegar hann varð átján. „Ég vísaði honum út af heimilinu og fór til kærastans míns uppi á Kjalarnesi til að reyna að gleyma áhyggjum um stund. Þegar ég kom heim daginn eftir hafði hann samt komið heim og þar hafði verið standandi partí, slagsmál um nóttina og allt í rúst. Nágrannarnir voru brjálaðir og lögreglan hafði komið. Heimilið var viðbjóður. En það var ekki einu sinni hringt í mig,“ segir hún. „Þá skipti ég um lás. Ég sagði við hann að á meðan hann væri í neyslu gæti hann ekki búið heima. En hann væri velkominn að vera heima ef hann færi í meðferð og yrði edrú.“ Hvert fór hann? „Á götuna, eða til vina. Þetta var bara hræðilegt. En þetta voru bara tveir sólar- hringar. Þá hringdi hann í bróður minn sem fór með hann upp á bráðamóttöku og hann var lagður inn á fíknigeðdeild. En það er einmitt eitt sem gerist þegar hann varð átján, þá varð hann gjaldgengur á fíknigeðdeild. BUGL tek- ur ekki við börnum í neyslu. Samt hafði hann oft lent í því að vera í geðrofi í neyslu. Það er engin heilbrigðisþjónusta fyrir veikustu börn- in í neyslu, þau sem fá geðrof,“ segir hún. „Hann var svo þarna á fíknigeðdeildinni og fór þaðan á Vog og svo á Staðarfell,“ segir hún og hefur Kristján verið edrú síðan, í tvö og hálft ár. Ekki bara unglingaveiki Eftir allt sem Ingveldur hefur gengið í gegnum hefur hún séð ýmsar brotalamir í kerfinu. „Ef ég ætti að benda á eitthvað sem mætti fara bet- ur þá myndi ég vilja sjá að hægt væri að sækja um umönnunargreiðslur fyrir börn í neyslu. Það er kostnaðarsamt að kaupa fíkniefnapróf og ef maður testar barnið nokkrum sinnum í viku er það kannski þrjátíu þúsund á mánuði. Svo þarf maður að vera meira heima frá vinnu,“ segir hún og bendir einnig á að bjóða mætti upp á að ungir neytendur gætu mætt á heilsugæslu til að skila þvagprufu því oft geti verið erfitt fyrir aðstandendur að standa yfir börnum sín- um þegar þau skila prufunni, ekki síst ef þau eru af sitt hvoru kyninu. „Svo mætti líka bjóða upp á fríar prufur eða niðurgreiddar.“ Ingveldur segir fordóma vera til staðar í heil- brigðiskerfinu gagnvart fólki með fiknisjúkdóm en Kristján hefur fengið mun betri þjónustu þegar hann hefur mætt til lækna vegna augn- anna en Kristján greindist með augnsjúkdóm fyrir um tveimur árum og er nú lögblindur. „Við höfum reynslu af því. Hann er með annan sjúkdóm og fékk miklu betri þjónustu, af því að þá er hann kominn með eitthvað lík- amlegt,“ segir hún. „Annað sem ég hefði viljað fá er fræðsla um fíknisjúkdóminn og hvernig hann virkar. Það var oft sagt að hann væri bara unglingur með hegðunarvanda. En hann var ekki stjórnlaus af því að hann væri unglingur heldur af því hann var að taka örvandi efni á hverjum degi. Ein- hvern tímann kom lögreglan og sagði: „já, ung- lingar eru svo skapstórir“. Þetta var ekki bara unglingaveiki. Fólkið í kerfinu þarf að vera bet- ur upplýst. Auðvitað veit ég að neysla getur stundum verið vegna hegðunarvanda. Mér finnst það samt hættulegt viðhorf að líta á börn, sem eru orðin mjög líkamlega ánetjuð og komin í fráhvörf og jafnvel geðrof vegna neyslu, sem óþekk frekar en veik. Það er ekkert umbunar- kerfi í heimahúsi að fara að laga þann vanda. Það er eins og að meðhöndla manneskju með heilaæxli með panódíl. Að mínu mati væri mikil framför að skilgreina neyslu sem heilbrigðis- vanda fyrst og fremst,“ segir hún. Annað sem Ingveldur vill segja við foreldra sem eru í dag í þeim sporum að eiga börn og unglinga í neyslu er að gefa sér tíma til að sinna sjálfum sér. „Farið út að hitta vini og hlæið heilt kvöld eða takið tíma til að fara í zumba. Maður þarf líka að taka sér frí frá þessu til að halda geðheilsunni.“ Sagði skilið við neyslufélaga Treystir þú að hann sé edrú í dag? „Já, ég geri það; ég veit að ef hann færi að nota efni í dag yrði hann strax svo veikur,“ segir hún. Kristján hefur unnið fyrir minningarsjóð Einars Darra og einnig að gerð þáttanna Óminni sem sýndir voru nýlega á Stöð2. „Þessi vinna er góð fyrir hann til að halda honum edrú. Hann er að vinna að forvarn- arfræðslu og öðrum verkefnum tengdum málaflokknum. Hann er eiginlega á fullu í fíknisjúkdómnum, bara hinum megin frá. Hann er að nota sína miklu hæfileika og góðu greind í eitthvað jákvætt,“ segir Ingveldur. „Hann spjarar sig furðulega vel þrátt fyrir augnsjúkdóminn,“ segir hún og útskýrir að sjónin hafi byrjað að fara um hálfu ári eftir meðferðina. „Hann hefur farið í tvær aðgerðir en þær tók- ust ekki eins vel og til stóð. En það er hægt að fá nýjar hornhimnur en hann er ekki alveg tilbú- inn í það strax. Þá ætti hann að fá góðan bata.“ Ingveldur segir Kristján hafa þurft að segja skilið við neyslufélagana. „En ég held að eitt hafi hjálpað honum mikið; hann er svo fé- lagslega sterkur og hafði aðgengi inn í svo marga hópa. Hann átti alveg líka vini sem voru bara að útskrifast með stúdentspróf og voru ekki í neyslu. Þegar hann varð edrú átti hann því sem betur fer vini,“ segir hún. Ingveldur segist í dag treysta Kristjáni en segist hafa sagt honum að hún yrði ekki reið ef hann veiktist. „Ég yrði samt sár og svekkt ef hann myndi ekki strax leita sér hjálpar.“ Morgunblaðið/Ásdís „Það er oft talað um að fólk þurfi að finna sinn botn, en það er ekki í boði þegar barnið þitt er í neyslu. Það er ekki boði að barnið finni einhvern botn því það gæti verið botn á líkkistu,“ segir Ingveldur Halla Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.