Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2019 LÍFSSTÍLL Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Leiðandi í litum Almött veggmálning Dýpri litir – dásamleg áferð Svansvottuð Malik Ghat-blómamarkaðurinn við brúna er umfangsmikill og ævintýralegur og þar gengur ætíð mikið á. á Indlandi heldur enn sú stærsta og notuð af flestum. Og þangað berst gríðarstór hluti allra flutninga til Kolkata, ekki bara fólk heldur líka vörur, og að sama skapi fara vörur frá borginni að hluta með lestum þaðan. Og fjöldinn sem fer um stöð- ina er með ólíkindum – um tvær milljónir manna á dag. Það er heillandi að fylgjast með ið- andi og gríðar fjölbreytilegu mann- lífinu við og á Howrah-brúnni. Við lestarstöðina er fólk sífellt að koma og fara enda fara yfir sex hundruð farþegalestir um stöðina á hverjum sólarhring. Á tröppum skammt frá lestarstöðinni sem liggja niður í fljótið er oft margmenni, sumir af- klæðast að nærfötum undanskildum, sápa sig og stinga sér í bað, konur og karlar á aðskildum tröppum. Ofar í tröppunum situr fólk sem ýmist er að bíða eftir vinum og vandamönn- um með einhverri lestinni, eða bíður með farangur sér við hlið eftir að geta sjálft lagt upp í ferð. Tilsýndar má sjá látlaust streymi gangandi vegfaranda á brúnni miklu og þegar slegist er í för með þeim, eftir að hafa komist gegnum þröng götusala sem selja allskyns varning við brúna, þá er þar fjölbreytileg mannlífsflóra. Áberandi eru erfiðismenn sem bera þungar byrðar, oftast á höfðinu, og fara eins hratt yfir og þeir geta tipl- andi á sandölum og margir berfætt- ir. Þarna eru skólabörn á ferð í skólabúningum, húsmæður með vörur í skjöttum, glaðbeittir ungir vinir sem gantast við erlendan ferða- lang og líka indverskir ferðamenn sem stöðva á miðri brú og sýna ætt- ingjum í myndsamtali hvar þeir eru staddir. Á meðan þjóta allrahanda farartæki eftir miðri búinni; mis- hrörlegar hópferðabifreiðar, hjón saman á bifhjólum og sum með börn að auki, fólk á reiðhjólum, rikksjóar, mótordrifnir eða stignir, og meira að segja sumir dregnir af hlaupandi mönnum en Kolkata er eina borg Indlands þar sem það má enn sjá. Þegar komið er yfir brúna til Kol- kata er sjónarspilið ekki síðra því við brúna er víðfrægur og umfangsmik- ill blómamarkaður borgarinnar, þar hefjast viðskipti fyrir sólarupprás og standa fram á kvöld. Beggja vegna við markaðinn er síðan vöruflutn- ingamiðstöð mikil og verkamenn strita við að draga og bera þangað og þaðan vörur allan sólarhringinn. Þarna er aldrei stöðvað og glamrið og höggin frá brúnni yfir höfði fólks- ins er hinn þungi og seiðmagnaði hjartsláttur Kolkata-borgar. Sumir verkamennirnir rogast með gríðarstóra bagga á höfðinu, hér fram hjá piparsölum á innimarkaðinum. Úrhelli dynur á plastinu sem skýlir blómasölum sem láta ekkert trufla sig. Bakvið blómamarkaðinn kastar maður af sér vatni á rusli þakinn bakka fljótsins og horfir um leið yfir að brúnni. Örtröðin getur verið ævintýraleg á vegunum sem liggja að Howrah-brúnni, þar sem þunghlaðnar kerrur keppa um plássið við bíla og gangandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.