Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2019 LESBÓK Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökum vel á móti ykkur í Vegmúla 2 Fjarlægir allar gerðir af hárum Háreyðing Lasermeðferð Við bjóðum upp á nýjustu tækni í laser háreyðingu! KVIKMYNDIR Liza Minnelli er alveg hörð á því að ætla ekki að sjá kvikmyndina Judy með Renee Zellweger í hlutverki móður Lizu, Judy Garland, en kvikmyndin, sem fjallar um líf Judy Garland, hefur fengið afar góða dóma. Minnelli hefur áður gefið það út að hún muni aldrei horfa á kvikmyndir sem fjalla um lífshlaup móður hennar eða hennar sjálfrar þar sem atriði í kvikmyndum um hennar æsku gætu sært. Þá segir Liza Minnelli einnig að vilji fólk minnast móð- ur hennar heitinnar og vita meira um hana geti það ein- faldlega hlustað á plötur Judy Garland og horft á kvik- myndirnar sem hún lék í sjálf á sínum tíma. Liza Minnelli ætlar ekki að sjá Judy Liza Minnelli segir að atriði í kvik- mynd um móður hennar geti sært. REUTERS KVIKMYNDIR Leikarinn Eddie Murphy staðfesti á dögunum í viðtali við Collider að fjórða myndin um Beverly Hills Cop væri í bígerð. Murphy hefur margoft, alveg frá áttunda áratug- unum, lýst yfir áhuga sínum á því að gera fjórðu myndina af Beverly Hills Cop, en á tímabili var orð- rómur um að gerðir yrðu þættir upp úr kvikmynd- unum. Þáttunum var fljótt ýtt út af borðinu en nú hefur það fengist staðfest að fjórða myndin verði að veruleika. Þetta er ekki eina þekkta hlutverkið sem leikarinn tekur að sér um þessar mundir, en nú er í bígerð Coming 2 America, framhaldsmynd kvikmyndarinnar Coming to Am- erica, þar sem Murphy fór með aðalhlutverkið. Beverly Hills Cop 4 væntanleg Það er veisla fram undan fyrir aðdá- endur Eddie Murphy. Fjórða þáttaröðin fer í sýningu á næsta ári. Fjórða þáttaröð- in væntanleg ÞÆTTIR Streymisveitan Netflix tilkynnti nýverið að fjórða þátta- röðin af vinsælu þáttunum Stran- ger Things yrði að veruleika. Þriðja þáttaröðin var sýnd fyrr á þessu ári. Kitlan af fjórðu þáttaröðinni var frumsýnd í vikunni og spennandi að sjá hvenær hún byrjar í sýningu en víst er að fólk þarf að bíða til ársins 2020. Þá er jafnframt gefið í skyn að nýja þáttaröðin muni gerast annars staðar en í smábænum Hawkins í Indiana-ríki sem aðdáendur þátt- anna kannast við. Vala Kristín og Júlíana kynnt-ust í Versló en urðu ekki vin-konur fyrr en Júlíana flutti til Londnon í leiklistarnám en þær höfðu báðar tekið þátt í nemenda- sýningum Verzlunarskólans á sama tíma. „Ég man alltaf svo sérstaklega eftir því þegar ég kom heim til Ís- lands og við fórum út að skokka saman og þarna komumst við að því hvað við erum ótrúlega líkar að mörgu leyti,“ segir Júlíana og Vala bætir við: „Svo byrjuðum við að spjalla eitthvað og úr varð 40 mín- útna hláturskast og það var svona byrjunin á okkar vinskap.“ Vala og Júlíana fundu fljótlega að þær langaði að búa til verkefni sam- an og þegar Júlíana útskrifaðist og flutti heim til Íslands árið 2013 byrj- uðu þær að skrifa niður hugmyndir. „Við skrifuðum allskonar sem við tengdum við og sem okkur fannst fyndið og við ætluðum upphaflega að gera leikrit. Fyrrverandi maðurinn minn var að vinna fyrir 365 miðla á þessum tíma og sagði að það væri eitthvert bil í bransanum. Þá datt okkur í hug að gera sketsaþætti, sér- staklega því þetta voru mjög sketsa- kenndar hugmyndir sem við vorum með. Við byrjuðum á að taka upp tvo sketsa á iphone 4 og mættum á skrif- stofur 365 miðla og sýndum þeim og þá byrjaði þetta að rúlla,“ útskýrir Júlíana en þátturinn sem úr varð ber heitið Þær tvær en tvær seríur af þeim þáttaröðum fóru í loftið við góðar viðtökur. Lukka að vinna saman Spurðar hvernig samvinnan hafi gengið eru Vala og Júlíana sammála um að það sé mikil lukka að fá tæki- færi til að vinna saman. „Það er ótrúlega mikill kostur að vinna með bestu vinkonu sinni af því að við getum verið svo bein- skeyttar hvor við aðra. Hún getur alltaf sagt mér ef eitthvað mætti fara betur og ég sömuleiðis við hana. Ég held að vinasambandið sé sterkur grunnur í samvinnunni,“ svarar Júlíana. Varðandi nýju þáttaröðina af Venjulegu fólki hafa handritshöf- undarnir fjórir hist í hverri viku til þess að skrifa. Spurðar hvort það séu alltaf nægar hugmyndir á borð- inu segir Júlíana það auðvelt að koma með efni þegar þær vinna með tveimur öðrum snillingum, þeim Fannari Sveinssyni og Dóra DNA. Þá spinnst fljótlega efni út frá sam- tali og hugmyndum. „Það er held ég mikill misskiln- ingur að maður þurfi að bíða eftir því að fá andann yfir sig til þess að geta komið með góðar hugmyndir,“ segir Vala Kristín, „þetta snýst ekkert um að fá andann yfir sig, þetta snýst um að vinna. Maður lærir verklag og leið til að hugsa og spyrja réttu spurninganna.“ Vandamálin verða svolítið skökk Varðandi skrifin á annarri seríu segja þær það svolítið auðveldara að fara af stað þar sem þær vita hvern- ig karakterarnir eru núna og eru því nú bara að drífa söguna áfram. „Mér fannst eiginlega auðveldara að skrifa aðra seríu, þá þekkir mað- ur karakterana og veit hvað þeir gera og hvað er skemmtilegt að sjá þá fara út í og hvaða vandamál við viljum sjá þá leysa,“ segir Júlíana. Karakterar Völu og Júlíönu í þátt- unum bera sömu nöfn og þær og því kannski ekki úr vegi að spyrja hvort þeir séu ef til vill byggðir á þeim sálfum. „Já, ég myndi segja að grunnurinn að Júlíunu í þáttunum væri grunn- urinn á mér og ég myndi segja að við hefðum byrjað þannig að grunnurinn á karakterunum er við og svo fórum við alltaf lengra og lengra frá okkur sjálfum,“ svarar Júlíana. „Þetta er samt ekki bara grunnur okkar sjálfra heldur líka svolítið grunnurinn í okkar vinasambandi. Frá því að ég kynnist Júlíönu þá hef- ur hún verið í sambandi, í skóla, hún útskrifaðist, gifti sig eignaðist tvö börn á meðan ég var alltaf bara „aftur orðin einhleyp“ og að djamma á með- an hún var bara uppi á fæðingar- deild,“ segir Vala og hlær. „Þannig að það var alltaf þessi kontrast á milli. Þessi sem er komin „lengra í lífinu“ á Tiltal vegna hláturskasts Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leika saman í annarri þáttaröðinni af Venjulegu fólki sem fjallar um líf tveggja vinkvenna og dramað sem fylgir lífsgæðakapplaupi þeirra. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.