Fréttablaðið - 18.02.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 18.02.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 www.hekla.is/volkswagensalur Nýja T6.1 línan er mætt! Komdu og skoðaðu úrvaliðAtvinnubílar HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 TÆKNI Ísland kemur til greina sem staður fyrir nýja ofurtölvu bresku veðurstofunnar sem byggð verður á árunum 2022 til 2032. Verður hún átjánfalt öflugri en núverandi tölva og langstærsta framkvæmd sem veðurstofan hefur farið í. Áætlaður kostnaður við verk- efnið í heild er 1,2 milljarðar punda eða tæpir 200 milljarðar króna samkvæmt breskum miðlum. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins væri raforkuþörfin 7 MW í upphafi en gæti síðar margfaldast. Nefndur hefur verið 14 ára þjónustusamn- ingur og að fyrirhugað sé að ljúka málinu fyrir árið 2022. Tölvan mun bæði geta reiknað út veðurspár með betri og afmarkaðri hætti en áður hefur verið hægt og verður hún einnig notuð til lang- tímarannsókna. Helsta viðfangs- efnið er hlýnun jarðar og áhrif hennar langt inn í framtíðina. Hingað til hafa allar ofurtölvur bresku veðurstofunnar verið í Bret- landi en nú verður breyting þar á. Slík tölva þarf mikla orku og því er leitað að stað á Evrópska efna- hagssvæðinu til að hýsa tölvuna með tilliti til hreinna orkugjafa. Samkvæmt BBC er einkum horft til Íslands og Noregs. Árið 2016 var ofurtölva frá dönsku veðurstofunni tekin í gagn- ið hér á Íslandi og eru upplýsing- arnar samnýttar. Sú tölva þrefaldaði reiknigetu dönsku veðurstofunnar. Árni Snorrason, forstjóri Veður- stofu Íslands, segir að Bretar hafi ekki haft samband varðandi upp- setningu ofurtölvu hér á landi. Reynslan af notkun dönsku ofur- tölvunnar sé mjög góð. Veðurstofan sjái um innviðina, svo sem að afla rafmagns, kælingu og þess háttar. Danir sjái hins vegar um stýringuna og keyrsluna. „Norðurlöndin hafa verið í sam- starfi um veðurrannsóknir um nokkurra ára skeið og það hefur verið víkkað út til baltnesku land- anna og síðan Írlands og Hollands,“ segir Árni. „Næsta skref í sam- starfinu er að Norðmenn, Svíar og Finnar sjái um veðurreikninga fyrir Skandinavíu og baltnesku löndin. Svo erum við að undirbúa að keyra veðurspár fyrir Ísland, Danmörku, Holland og Írland. Það hefst 2023.“ Aðspurður segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að utanríkisþjónustan fylgist með málinu. „Ég hef falið sendiráði okkar í London að fylgjast með þeim möguleikum sem hugsanlega geta opnast fyrir Íslendinga. Þarna er um að ræða stórt gagnaver sem þarf á mjög mikilli orku að halda. Þannig getur þetta verið talsvert tækifæri fyrir Ísland,“ segir utan- ríkisráðherrann. Eyjólfur Magnús Kristinsson, for- stjóri Advania Data Centers, stað- festir að félagið sé að skoða þátttöku í verkefninu sem óbeinn aðili, enda sé verkefnið af þeirri stærðargráðu að ólíklegt sé að íslenskt fyrirtæki gæti leitt það. „Það er of snemmt að segja fyrir um hversu líklegt þetta sé. Það væri frábært ef slíkt verkefni kæmi til Íslands, en það reynir á marga samkeppnisþætti á borð við orkuverð, bandvídd, pólitískan vilja og stöðugleika og fleira.“ – khg, ds Bresk ofurtölva gæti endað á Íslandi Breska veðurstofan áformar nýtt 200 milljarða verkefni með gríðarlegri ofurtölvu. Sökum hreinna orkugjafa er einna helst horft til Íslands og Noregs með staðsetningu. Utanríkisráðherra Íslands segir um að ræða stórt gagnaver sem myndi þurfa mikla raforku. Lúðrasveit verkalýðsins leiddi mótmælagöngu Eflingar úr Iðnó í Ráðhúsið í gær. Boðað er til fundar hjá ríkissáttasemjara í deilu félagsins við borgina í dag. Sjá nánar síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég hef falið sendi- ráði okkar í London að fylgjast með þeim mögu- leikum sem hugsanlega geta opnast fyrir Íslendinga. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.