Fréttablaðið - 18.02.2020, Page 6

Fréttablaðið - 18.02.2020, Page 6
DÓMSTÓLAR „Í dag er full samstaða um að við eigum að vernda grund- vallarréttindi – þau sem eru brotin á hverjum degi í Tyrklandi. En það eru skiptar skoðanir um hvort mann- réttindi eigi að leiða af sér túlkun sem þvingar aðildarríki til að tryggja dvalarleyfi fyrir erlenda glæpamenn, skipuleggja vinnumarkaðinn með tilteknum hætti eða veita aðgang að opinberum skjölum á grundvelli laga,“ sagði Mads Bryde Andersen, prófessor við Kaupmannahafnar- háskóla, í gagnrýni sinni á Mann- réttindadómstól Evrópu í tilefni af 100 ára afmæli Hæstaréttar Íslands. Andersen var einn ræðumanna á hátíðarsamkomu sem efnt var til í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Andersen er nokkuð umdeildur í danska fræðasamfélaginu en hann hefur gagnrýnt bæði dómafram- kvæmd Mannréttindadómstóls Evr- ópu og aðild Danmerkur að honum árum saman. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Danir aftur- kalli aðild sína að Mannréttindasátt- mála Evrópu til að komast undan áhrifum dómstólsins. Í erindi sínu fór Andersen yfir hlutverk æðstu dómstóla Norður- landanna, sem ber stjórnarskránum samkvæmt að dæma eingöngu eftir lögunum og gæta þess að stíga ekki inn á svið hins lýðræðislega kjörna löggjafa. Önnur viðhorf séu við lýði hjá alþjóðadómstólum og Mann- réttindadómstóllinn hafi víkkað mjög út inntak ákvæða Mannrétt- indasáttmálans í dómaframkvæmd sinni. „Eru ekki allir sammála um að við viljum vernda mannréttindi eins vel og við getum?“ spurði Andersen og svaraði sjálfur: „Jú, kannski, en bara kannski. Svarið fer eftir því hvaða mannréttindi við erum að tala um. Ef átt er við þau sem brotin eru í Tyrklandi á hverjum degi, getum við svarað játandi. Enginn hér á Norður- löndunum leggur blessun sína yfir þær árásir á tjáningarfrelsið, frelsi fræðimanna og dómara sem þar við- gangast. Sé hins vegar litið til margra dóma sem MDE hefur kveðið upp gegn ríkjum í Norður-Evrópu, þar sem réttur til fjölskyldulífs kemur í veg fyrir brottvísun glæpamanna, réttur til einkalífs bannar hávaða frá f lugvöllum og næturklúbbum […] þá erum við komin inn á svið samfélagsins þar sem viðhorfin eru mörg og öll jafn góð,“ sagði Andersen meðal annars í ræðu sinni. Í svari Hæstaréttar við fyrirspurn Fréttablaðsins, um ástæður þess að Andersen var boðið að ávarpa gesti á afmæli réttarins, segir að ákveðið hafi verið að fyrirlesarar á samkom- unni yrðu tveir, einn innlendur og annar erlendur. Um Andersen segir í svari Hæstaréttar: „Mads Bryde Andersen prófess- or við Kaupmannahafnarháskóla er einn fremsti fræðimaður á sviði lögfræði á Norðurlöndunum. Hann hefur í ræðu og riti látið sig miklu varða starfsemi og aðferðarfræði alþjóðlegra dómstóla og dómstóla á Norðurlöndum.“ adalheidur@frettabladid.is Það eru skiptar skoðanir um hvort mannréttindi eigi að leiða af sér túlkun sem þvingar aðildarríki til að tryggja dvalarleyfi fyrir erlenda glæpamenn. Mads Bryde Andersen kopavogur.is kopavogur.is kopavogur.is Boðað er til samráðs með íbúum og öðrum hagsmuna- aðilum á Digranesi vegna vinnu við Hverfisáætlun Digraness fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi kl. 17:00 - 18:30 í sal Álfhólsskóla, Álfhólsvegi 120 (Hjalla). Digranes er fjölmennasta og stærsta hverfi Kópavogs og afmarkast af dölunum tveim Kópavogsdal og Fossvogs- dal annarsvegar og Hafnarfjarðarvegi og Reykjanesbraut hinsvegar. Í hverfisáætlun er fjallað um byggð, þjónustu, umhverfi, umferð og íbúa, auk nánari skilgreininga og ákvæða fyrir hvert hverfi. Þar gefst íbúum frekari kostur á að taka þátt í að móta sitt nánasta umhverfi. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu Kópavogs. https://www.kopavogur.is/is/ibuar/skipulagsmal/ hverfisaaetlun-og-hverfisskipulag Í HVERNIG HVERFI VILT ÞÚ BÚA? TAKTU ÞÁTT - LÁTTU Í ÞÉR HEYRA ÍBÚASAMRÁÐ HVERFISÁÆTLUN DIGRANESS Hörð gagnrýni á MDE á afmæli Hæstaréttar Danskur prófessor, sem er einn helsti gagnrýnandi Mannréttindadómstóls Evrópu, kvaðst á 100 afmæli Hæstaréttar efast um að áfellisdómar gegn Norð- urlöndunum varði grundvallarréttindi á borð við brot framin í Tyrklandi. Dagskrá fyrir boðsgesti var á 100 ára afmæli Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INDLAND Konum á Indlandi voru í gær tryggð jöfn réttindi á við karla í indverska hernum þegar hæsti- réttur landsins úrskurðaði að rík- isstjórninni bæri að veita konum sömu tækifæri og körlum til stöðu- hækkunar innan hersins. Úrskurðurinn er sagður marka þáttaskil í jafnréttisbaráttunni á Indlandi. Konur geti nú klifið met- orðastiga hersins líkt og karlar með hærri stöðugildum, hærri launum og frekari ábata. Konur í indverska hernum hafa löngum barist fyrir réttindum sínum en fram til dags- ins í gær var konum ekki heimilt að gegna herþjónustu lengur en í fjór- tán ár og þær fengu ekki sömu tæki- færi og karlkyns hermenn. Ástæðan var sögð sú að þær hefðu skyldum að gegna vegna barna og heimilis og væru því ekki hæfar til herþjónustu. Seema Singh, yfirmaður í ind- verska f lughernum, sagði eftir að úrskurðurinn féll að breytingarnar væru mikilvægar fyrir allar stúlkur og konur. „Þessar breytingar munu upphefja konur, ekki bara í hernum heldur allar konur um allt Indland og allan heim.“ – bdj Indland jafnar rétt í hernum Tania Shergill kafteinn. MYND/GETTY Denni setur Bretland á flot DAG HVERN LESA 96.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP APR-JÚN 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 Björgunarmenn f leyta tveimur konum í öruggt skjól eftir að hafa hjálpað þeim að yfirgefa heimili sitt þegar f læddi inn á það í kjölfar stormsins Denna í Hereford í Bretlandi. Denni er fjórða óveðrið sem Bretar gefa nafn á þessum vetri og fylgir það í kjölfar stormsins Ciara. MYND / GETTY 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.