Fréttablaðið - 18.02.2020, Side 16
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Það er ekki góð
hugmynd að
skiptast á munnvatni við
veika manneskju, en það
gæti hins vegar verið
hollt að kyssa heilbrigða
manneskju.
Nú er Valentínusardagur að baki og meðfylgjandi kossaflensi lokið. Eins og kom
fram í fréttum síðustu viku hefur
fólk ólíkar hugmyndir um hvað sé
viðeigandi að gera á almannafæri í
þeim efnum og því er ekki að neita
að kossar eru góð leið til að dreifa
bakteríum. Því er kannski eðlilegt
að velta fyrir sér hvers vegna fólk
kýs að sýna hvert öðru ást með
kossum.
Að deila munnvatni er góð
leið til að skiptast á bakteríum
og í ýmsum menningarhópum
kyssist fólk ekki á munninn.
Vísindamenn frá Nevadaháskóla
í Las Vegas rannsökuðu 168
menningarhópa og komust að
þeirri niðurstöðu að bara 46%
þeirra stunduðu það að kyssast á
munninn á rómantískan eða kyn
ferðislegan hátt. Þannig að kossar
eru ekki bara venjuleg mannleg
hegðun, heldur eru þeir menn
ingarbundnir.
Fylgir flóknum félagskerfum
Vísindamennirnir komust að þeirri
niðurstöðu að því f lóknari sem
félagskerfi væru innan menningar
hóps, þeim mun algengari væru
rómantískir eða kynferðislegir
kossar. Samfélög sem eiga uppruna
sinn sunnan Saharaeyðimerkur
og í NýjuGíneu kyssast ekki á
munninn og það sama gildir um
frumbyggja Amasonfrumskógar.
Árið 2014 fannst Mehinaku
fólkinu, sem eru frumbyggjar frá
Brasilíu, það einfaldlega ógeðslegt
að kyssast.
Kossar gætu því hafa þróast
samhliða bættri tannhirðu eða
þegar yfirstéttarhópar sem vilja
sýna tilfinningar sínar opinber
lega verða til.
Mannapar kyssast líka
En þó að rannsóknin frá Nevada
gefi í skyn að kossar séu nýleg leið
til að sýna ástúð er minnst á kossa
í 3500 ára gömlum texta frá Ind
landi, svo þeir hafa tíðkast lengi í
ákveðnum samfélögum.
Til að reyna að skilja hvers
vegna fólk kyssist skoðuðu vís
indamenn dýr. Simpansar kyssast
eftir átök til að ná sáttum, en það
virðist ekkert tengjast róman
Kostirnir við kossaflens
Að kyssast á munninn er góð leið til að deila bakteríum og sums staðar er það talið ógeðslegt.
En hvers vegna sýnum við hvort öðru ást á þennan hátt og ætli kossar hafi einhverja kosti?
Spurt er af hverju fólk vill deila munnvatni. Ein kenningin er sú að kossar séu tákn um skuldbindingu og þeir sýni
að maður sé tilbúinn til að taka áhættuna á að fá smitsjúkdóma með því að vera nálægt einhverjum. MYND/GETTY
Simpansar kyssast eftir átök til að ná sáttum, en það virðist ekkert tengjast rómantík. Bonóbó-apar kyssast líka
nokkuð oft, en það er ekki víst að kossarnir tengist ást en þessi tegund apa er sögð vera afar lauslát. MYND/GETTY
tík. Bonóbóapar kyssast líka og
nota meira að segja tungurnar, en
Bonóbó apar eru svo lauslátir að
kynlíf er næstum eins handaband
í þeirra augum, svo það er ekki
víst að kossarnir tengist ást.
Ýmsar kenningar
Svo virðist sem engin önnur dýr
stundi það að deila munnvatni
sín á milli á sama hátt, en það gæti
tengst því að f lest dýr hafa öflugra
þefskyn en við og geta þefað uppi
ferómón til að átta sig á frjósemi
tilvonandi maka. Vísindamenn
frá Oxfordháskóla telja að þar
sem þefskyn okkar sé ekki jafn
öflugt noti margir kossa til að
meta mögulegan maka. Þannig
að kossar gætu einfaldlega verið
félagslega viðurkennd aðferð til að
nema ferómón.
Þeir gætu líka þjónað því hlut
verki að styrkja tengsl milli para,
jafnvel þó þessi hegðun sé í raun
bara „leikrit“ sem samræmist hug
myndum fólks um hvað sé eðlileg
kynhegðun.
Síðan segir önnur kenning að
kossar séu tákn um skuldbindingu
og þeir sýni makanum að maður
sé tilbúinn til að taka áhættuna
á að fá smitsjúkdóma með því að
vera nálægt honum.
Getur verið hollt
Það er engin spurning að það er
ekki góð hugmynd að skiptast á
munnvatni við veika manneskju,
en það gæti hins vegar verið hollt
að kyssa heilbrigða manneskju.
Í hollenskri rannsókn var 21
par tekið fyrir og öðrum helmingi
hvers þeirra gefin jógúrt með
meltingargerlum, en þessir hollu
gerlar geta bætt varnir gegn
ákveðnum sjúkdómum. Pörin
voru svo látin kyssast „innilega“
og bakteríufjöldi á tungum þeirra
var mældur fyrir og eftir kossinn.
Í f lestum tilvikum færðust góðu
gerlarnir yfir og að meðaltali
skiptist fólk á um 80 milljón bakt
eríum í tíu sekúndna kossi.
Þannig að ef ykkur langar í góða
meltingargerla en þið nennið ekki
eða hafið ekki tíma til að borða
jógúrt er hægt að spara tíma með
því að fá koss frá einhverjum sem
var að enda við það.
Japanski læknirinn dr. Hajime
Kimata hefur rannsakað hvernig
kossar geta fyrirbyggt ofnæmis
viðbrögð. Hann rannsakaði 30
manns með exem, 30 með nefs
límubólgu vegna ofnæmis og 30
heilbrigða sjálf boðaliða. Þátt
takendur voru svo látnir komast í
snertingu við ofnæmisvalda sína,
en bæði fyrir og eftir það var þeim
sagt að vera einn með maka sínum
í herbergi í 30 mínútur og kyssast.
Þessi meðferð reyndist hafa
veruleg áhrif og minnka ofnæmis
viðbrögðin töluvert. Þannig að
fólk með ofnæmi ætti ef til vill að
vera duglegra að fara í sleik.
Síðast en ekki síst hafa kossar
líka verið tengdir minni kvíða,
lægri blóðþrýstingi og því að
hægja á öldrun, svo kannski eru
þeir smávegis eins og líkamsrækt
fyrir andlitið.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir:
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is
NOTAÐIR BÍLAR
Veglegt sérblað um notaða bíla
kemur út þriðjudaginn 25. febrúar.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R