Fréttablaðið - 18.02.2020, Síða 18
Þátttakendur
svöruðu spurninga-
lista með spurningum
um heilsufar, lífsstíl,
lyfjanotkun, mataræði,
hreyfingu og notkun á
snyrtivörum.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Sumar húðvörur innihalda hormónatruflandi efnasam-bönd og hafa margir haft
áhyggjur af þeim vörum, sérstak-
lega í sambandi við hormónatengt
krabbamein.
„Við höfum ekki fundið
neinar vísbendingar um að mikil
notkun húðvöru auki hættuna
á brjósta- eða legkrabbameini,“
segir Charlotta Rylander, dósent
við UiT-háskóla í Noregi, á vefsíðu
forskning.no. Nokkrir vísinda-
menn við UiT, háskólann í Ósló
og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina
standa á bak við rannsóknina.
„Bæði notendur snyrtivara og húð-
sjúkdómalæknar hafa velt því fyrir
sér hvort eitthvert samhengi sé á
milli húðvara og krabbameins.
Niðurstöður rannsóknar-
innar birtust nýlega í tímaritinu
Environ mental Health. Markmið
hennar var að kanna hvort mis-
munandi notkun húðvara leiði til
aukinnar hættu á krabbameini
í brjóstum og legi hjá miðaldra
konum og eldri. Þegar rætt er um
notkun á húðvörum er átt við
handáburð, andlitskrem og húð-
krem (body lotion). Miðað er við
að notkunin sé að minnsta kosti
Húðvörur ekki krabbameinsvaldandi
Mikil notkun húðkrema eykur ekki líkur á brjósta- eða leghálskrabbameini, að því er fram kemur
í nýrri rannsókn sem gerð var í Noregi. Mikill fjöldi kvenna á miðjum aldri tók þátt í rannsókninni.
Norska rann-
sóknin ætti að
róa konur sem
komnar eru á
miðjan aldur en
margar þeirra
hafa verið
hræddar við
notkun snyrti-
vara. MYND/GETTY
tvisvar á dag. Þetta eru algengustu
húðvörur sem konur nota daglega.
Sumar þeirra innihalda paraben
og þalöt. Paraben eru notuð sem
rotvarnarefni í snyrtivörur. Þalöt
eru samheiti yfir efni sem aðal-
lega eru notuð sem mýkingarefni
í plasti en einnig í snyrtivörum.
Þessi efni komast hæglega inn í
blóðrásina við notkun. Áhyggjur
hafa beinst að því hvort þessi efni
geti aukið hættuna á hormóna-
tengdu krabbameini þar sem þau
eru mikið notuð. Ekki var hægt að
finna nein tengsl þarna á milli í
rannsókninni.
Upp úr 2000 voru settar hömlur
á notkun parabena í snyrtivörum.
Þær takmarkanir komu í kjölfar
niðurstaðna sem gætu bent til
tengsla milli parabena og auk-
innar tíðni brjóstakrabbameins.
Vísindamenn hafa nú rannsakað
skaðleg áhrif þessara efna og hvort
eitthvert samhengi gæti verið
þarna á milli. Í rannsókninni
voru norskar konur á aldrinum
46-68 ára sérstaklega skoðaðar
en meðalaldur var 55 ár. Þátt-
takendur svöruðu spurningalista
með spurningum um heilsufar,
lífsstíl, lyfjanotkun, mataræði,
hreyfingu og notkun á snyrti-
vörum. Alls tóku yfir 174 þúsund
norskar konur þátt. Svörin voru
borin saman við aðrar rannsóknir
sem gerðar hafa verið um konur
og krabbamein og ná allt til ársins
1991. Niðurstaðan sýnir engin
tengsl á milli mikillar notkunar
á alls kyns húðvörum og brjósta-
eða leghálskrabbameins hjá
konum, hvorki fyrir né eftir breyt-
ingaskeiðið. Sérstök vörumerki í
snyrtivörum voru ekki skoðuð auk
þess sem einungis var spurt um
handáburð, andlits krem og húð-
krem (body lotion). Sömuleiðis var
einungis verið að skoða ákveðinn
aldur kvenna, ekki er hægt að
fullyrða neitt um yngri konur sem
byrja oft snemma að nota snyrti-
vörur. Niðurstöðurnar ættu hins
vegar að geta róað miðaldra og
eldri konur.
Rannsóknin ber nafnið, ef ein-
hver vill kynna sér hana betur:
Use of skincare products and risk
of cancer of the breast and endo-
metrium: a prospective cohort
study.
Öldum saman hefur grænt te verið órjúfanlegur hluti af lífi og fæðu margra
Asíuþjóða. Þegar heilsufars-
legir ávinningar þess eru skoðaðir
kemur kannski ekki á óvart hversu
margar asískar þjóðir eru ofarlega
á listum yfir langlífustu þjóðir
heims.
Hér eru nokkrir af helstu ávinn-
ingum tes.
n Grænt te er talið auka langlífi
en svo virðist vera sem mikið
tedrykkjufólk lifi hreinlega
lengur en aðrir. Mögulega spilar
þar inn í að tedrykkjufólk borði
hugsanlega hollari mat en
gengur og gerist en rannsóknir
gefa þó til kynna að það séu viss
efni í grænu tei sem dragi úr
líkum á fjölda sjúkdóma.
n Grænt te er talið hægja á öldrun
húðar en það er sneisafullt af
andoxunarefnum sem veita
vörn gegn ýmsu kvillum sem
fylgja hækkandi aldri.
n Grænt te er einnig talið draga
úr líkum á margs konar aldurs-
tengdum hjarta- og heilasjúk-
dómum á borð við Alzheimer og
Parkisons.
n Þá er grænt te talið draga úr
líkum á ýmsum gerðum krabba-
meina, þar á meðal í blöðruhálsi,
brjóstum og ristli.
n Grænt te er ríkt af amínósýrunni
L-Theanine sem stuðlar að
slökun taugakerfisins.
n Grænt te inniheldur hæfilegt
magn koffíns og er koffín og
L-Theanine saman talið bæta
einbeitingargetu og heilastarf-
semi.
n Vissar rannsóknir hafa sýnt
fram á tengsl milli græns tes og
þyngdartaps og er grænt te því
oft innihaldsefni í megrunar-
töflum og -dufti.
n Grænt te er talið auka blóð-
flæði sem hefur góð áhrif á bæði
húðina og hjartað.
n Grænt te dregur úr háum blóð-
þrýstingi og þá sérstaklega mikil
neysla yfir lengri tíma.
n Grænt te er talið hafa bakteríu-
drepandi áhrif og getur dregið
úr andremmu ásamt því að hafa
góð áhrif á tannheilsu.
Grænt te er sennilega hollasti drykkur veraldar en 3-4 bollar á dag eru taldir afar heilsusamlegir. MYND/GETTY
Hollasti drykkur í heimi
Smiðsbúð 10, 210 Garðabæ - s. 787 9933
vpallar@vpallar.is - www.vpallar is
SJÁU
MST
Á VER
K OG
VIT
12. - 1
5. MA
RS 20
20
Plettac vinnupallar
- Protekt fallvarnarbúnaður
Öruggar lausnir
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R