Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  260. tölublað  107. árgangur  RÚNAR MÁR MEISTARI Í KASAKSTAN POTTÞÉTT MYRKUR Í HONG KONG SAMTÍMA- OG GLÆPASAGA ÚR REYKJAVÍK DANSFLOKKURINN 29 SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR 29ÍÞRÓTTIR 24 Leyfist kettinum að líta á kónginn, segir gamalt máltæki, og óhætt er að segja að þessar forvitnu skepnur hafi rekið upp stór augu þegar þær sáu til ljósmyndara með linsu sína á lofti fyrir innan rúðuna. Sá var eins og úr annarri veröld, kom að dýrunum óvörum og náði því að fanga sérstök svipbrigði sem lýsa undrun og einhverju óræðu. Kisur eru bestu skinn að flestra mati þótt stundum hlaupi í þær kapp þegar góð og safarík bráð birtist þeim. Að eiga þá létta spretti er klárlega nokkuð sem hendir víst alla ketti. Að eiga létta spretti hendir víst alla ketti Morgunblaðið/RAX  „Já, ég er frekar bjartsýnn,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur spurður hvort hann telji líkur á loðnuvertíð 2021. Hann tekur þó fram að margt geti gerst fram að vertíð eftir 14-15 mánuði. Loðnan er mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar við Ísland og fyrir hvali, seli, þorskfiska og fleiri teg- undir er hún mikilvæg fæða. Beint mat á afráni á loðnu að sumri og hausti liggur ekki fyrir. Minni líkur eru taldar á loðnu- vertíð í vetur, þ.e. í ársbyrjun 2020, og yrði það þá annað árið í röð sem engar loðnuveiðar yrðu leyfðar. »11 Frekar bjartsýnn á loðnuvertíð 2021 Vertíð Hrogn loðnunnar eru verðmæt afurð. Morgunblaðið/Ómar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rúmlega 3.000 erlendir ríkisborgar- ar fluttu til landsins á þriðja árs- fjórðungi. Með því hafa um 7.500 er- lendir ríkisborgarar flutt til landsins á árinu, eða rúmlega einn á hverri klukkustund alla þessa mánuði. Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýjum mannfjöldatölum Hagstof- unnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Á móti fluttu héðan um 3.300 er- lendir ríkisborgarar á tímabilinu. Tölurnar eru vísbending um að Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, hafi réttilega spáð því að fjölskyldur innflytjenda myndu sameinast þeim. Þ.e. að maki og börn sameinist fyrirvinnu. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, segir að- spurður að fjölgun landsmanna vegna aðflutnings erlendra ríkis- borgara hafi efnahagsleg áhrif. „Það hefur veruleg áhrif á innlenda eftir- spurn hvort landsmönnum sé að fjölga eða ekki. Því þeir sem hingað koma til að vinna verða hluti af hag- kerfinu. Þeir kaupa mat og aðrar neysluvörur fyrir sig og sína og stækka hagkerfið.“ Meiri samkeppni um störfin Jón Bjarki segir þróunina geta orðið þá að tilfærsluútgjöld til ís- lenskra ríkisborgara, sem missa vinnuna um lengri eða skemmri tíma, muni aukast. Vegna meiri sam- keppni við erlent vinnuafl kunni ís- lenskir ríkisborgarar að finna í meiri mæli fyrir breytingum á vinnumark- aði. Aðflutningur jókst í niðursveiflunni  Einn erlendur ríkisborgari flutti hingað hvern klukkutíma MÁfram er straumur … »10 Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Margir horfa til Íslands.  Nýorkubílar, það eru tengiltvinn- bílar, hybrid-bílar, rafbílar og met- anbílar, eru 26,6% af nýskráðum fólksbílum það sem af er þessu ári til 1. nóvember. Tengiltvinnbílar eru 10% af heildarsölu ársins á ný- skráðum fólksbílum, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreina- sambandinu (BGS). Stjórnvöld áforma að afnema virðisaukaskattsívilnun af tengil- tvinnbílum í lok næsta árs. Viðmæl- endur úr bílgreininni telja að það sé of snemmt og of bratt að afnema ívilnunina í einni svipan. Innleiðing rafbílavæðingar þurfi lengri aðlög- unartíma og þar geti tengiltvinn- bílar gegnt stóru hlutverki. »4 Morgunblaðið/Hari Hleðslustöðvar Hlaða þarf fleiri bíla. Tengiltvinnbílar 10% af nýjum bílum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.