Morgunblaðið - 05.11.2019, Page 2

Morgunblaðið - 05.11.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vinnutímamálin að leysast  Skriður er í viðræðum BSRB við ríkið og fleiri  Mörg mál á borði ríkissáttasemjara  Flugstéttir eru í kjaradeilum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kominn er skriður á viðræður full- trúa BSRB og ríkisins um gerð nýs kjarasamnings. Fyrir liggja drög að samkomulagi um styttingu vinnu- viku dagvinnufólks, en þá er eftir að ná niðurstöðu um sama efni fyrir vaktavinnufólk. Sömu tillögur eru einnig til viðræðu við Reykjavíkur- borg og Samband íslenskra sveitar- félaga. Viðræður þessar fara fram hjá Ríkissáttasemjara og hafa staðið í hálft ár. Margir í aðildarfélögum BSRB eru vaktavinnufólk og því þykir mik- ilvægt að ná samkomulagi um vinnu- tímamál, skv. því sem Árni Stefán Jóhannsson, for- maður Sameykis, greinir frá á vef félagsins. Enn er eftir að ræða jöfn- un launa á vinnu- markaði, sem einnig er sam- eiginlegt baráttu- mál aðildarfélaga BSRB og hluti af eldra og víðtæk- ara samkomulagi á vinnumarkaði. „Stytting vinnutíma hefur verið stór breyta í viðræðum BSRB-félag- anna við ríkið. Nú er þar kominn grunnur að samkomulagi, en auðvit- að hangir þetta saman við mörg fleiri atriði í samningagerðinni. Það er heilmikið eftir enn,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari í samtali við Morgunblaðið. Efling, flug og blaðamenn Mörg fleiri mál eru á borð Ríkis- áttasemjara þessa dagana. Þar má nefna deilu Eflingar – stéttarfélags við Reykjavíkurborg og ýmissa flug- stétta við Samtök atvinnulífsins. Þar með er talið mál flugmanna Air Ice- land Connect sem eru farnir í yfir- vinnubann. Sömuleiðis fara félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem starfa á netmiðlum í fjögurra stunda verkfall næstkomandi föstudag hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma en sú kjaradeila er til með- ferðar hjá Ríkissáttasemjara. Bryndís Hlöðversdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sala á aðgöngumiðum á uppfærslu Þjóðleikhússins á barnaleikritinu Kardimommubænum, sem frum- sýnd verður í apríl næstkomandi, slær öll met. Sala á netinu hófst á miðnætti í fyrrinótt og um klukkan 17 í gær voru um 12 þúsund miðar seldir. „Viðtökurnar eru einstakar, meiri og betri en við höfum áður séð í nokkru leikriti sem hér hefur verð fært upp,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri í samtali við Morgunblaðið. Kardimommubærinn eftir hinn norska Thorbjörn Egner hefur oft áður verið sýndur í Þjóðleikhúsinu og aðsókn hefur jafnan verið góð. „Egner stendur alltaf fyrir sínu og leikritin hans og boðskapur þeirra eru nærri hjarta margra kynslóða,“ segir Ari. Ásdís Skúladóttir verður leik- stjóri uppfærslunnar á Kardi- mommubænum. Með hlutverk ræn- ingjanna fara Sverrir Þór Sverris- son, Hallgrímur Ólafsson og Oddur Júlíusson, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir leikur Soffíu frænku, Örn Árnason Bastían bæjarfógeta og Þórhallur Sigurðsson verður Tóbías í Turninum. Þá taka 24 börn þátt í verkinu; tveir tólf manna hópar. Þykir nauðsynlegt að vera með stór- an hóp enda gangi verk eins og Kardimommubærinn oft á annan vetur. Því á að fjölga sýningum mið- að við fyrstu áform. 12 þúsund aðgöngumiðar á Kardi- mommubæinn seldir á einum degi  Frumsýningin er í apríl  Leikrit Thorbjörns Egners eru alltaf vinsæl Morgunblaðið/Árni Sæberg List Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu. Ari Matthíasson Enginn kúabóndi vildi selja mjólk- urkvóta á þriðja og síðasta inn- lausnardegi árs- ins, 1. nóvember, og því varð engin innlausn. Ástæð- an er væntanlega sú að nýtt kerfi tekur við um ára- mót og búast má við að verðið hækki. Núverandi innlausnarkerfi grund- vallast á því að leggja átti kvótakerfi í mjólkurframleiðslu niður. Eftir að þau áform breyttust hefur sáralítið framboð verið af mjólkurkvóta á fyrirframákveðnum innlausnar- dögum og nú alls ekki neitt. Ríkið greiðir 100 krónur fyrir lítrann í ár og úthlutar kvótanum síðan til þeirra sem óska nema hvað nýliðar og fleiri hópar njóta ákveðins forgangs. Tilboðsmarkaður um áramót Samkvæmt endurskoðun búvöru- samnings sem gengið var frá fyrir skömmu tekur nýtt kerfi, tilboðs- markaður, við um áramót. Það er nær því að vera markaðskerfi þótt með takmörkunum sé. Þannig kerfi var notað á árunum 2011 til 2016. Vitað er að margir bændur vilja minnka við sig eða hætta en hafa ekki viljað selja á því verði sem ríkið hefur boðið. Þá er eftirspurn eftir kvóta alltaf mikil því margir bændur vilja stækka búin. Má því búast við að flóðgáttir opnist á nýju ári og verðið hækki. helgi@mbl.is Enginn vill selja kvóta Kýr Margir vilja stækka kúabúin.  Nýtt fyrirkomulag tekið upp á nýju ári Búast má við fljúgandi hálku á Suður- og Vesturlandi nú í morgunsárið og er því ástæða fyrir fólk að fara var- lega. Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur reiknar með glærahálku á flest- um vegum og gangstéttum fram eftir degi. Frostið leggst á blauta vegi svo úr verður skæni sem ganga þarf var- lega um. Vegagerðin og aðrir salt- bera stofnleiðir en ætla má þó að víða verði vetrarþjónustu ekki komið við. Á mánudag í sl. viku þurfti að kalla út aukamannskap á slysadeild en þá leituðu þangað tugir manna eftir byltur, það er í aðstæðum líkum þeim sem gætu myndast í dag. Einar ítrek- ar því tilmæli um að fólk fari að öllu með ítrustu gát. Varað við mik- illi hálku í dag Í Borgarleikhúsinu er mikið að gerast þessa vik- una á undanúrslitakvöldum Skrekks, sem er hæfileikahátíð skóla- og frístundasviðs Reykja- víkur. Fulltrúar alls 24 grunnskóla taka þátt og átta þeirra keppa til úrslita á lokahátíð Skrekks sem verður 11. nóvember og þá sýnd á RÚV. Um 230 unglingar mættu í Borgarleikhúsið í gær- kvöld og tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá fyrsta undanúrslitakvöldsins. Alls munu um 600 ung- lingar blanda sér í leikinn í Skrekk á næstu dögum með ýmsum frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóð- færaleik, búningahönnun, förðun, lýsingu, hljóð- blöndun og annarri þroskandi og lærdómsríkri leikhúsvinnu. sbs@mbl.is Upphitun í undanúrslitum Skrekksins Morgunblaðið/Eggert Fjöldi krakka blandaði sér í leikinn í Borgarleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.