Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
atnsheldir
Kuldaskór
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
V
Verð 11.995
Stærðir 36 - 47
• Hlýir og léttir
• Waterproof filma
• Rennilás að framan
• Grófur stamur sóli
Alan Greenspan, þá seðla-bankastjóri Bandaríkjanna,
sagði aðspurður:
„Það sem ég hef
lært hér í bank-
anum er sérstakt
tungumál, kallað
„Fed-speak“. Það
felst í að muldra
samhengislaust.“
Og hann greip fram
í fyrir blaðamanni
sem sagðist skilja svar hans: „Sé
svo hef ég mismælt mig.“
Minni seðlabankaspámenn öpuðu þessa speki eftir
„meistaranum“. Þótt þeir hefðu
ekki frá neinu að segja klæddu
þeir það í þokukenndan búning.
Matolcsy, seðlabankastjóri Ung-
verjalands, er annarrar gerðar
eins og Gunnar Rögnvaldsson
bendir á:
Matolcsy „segir að evran ségagnslaus mynt og til mik-
illar óþurftar. Allar forsendur
hennar vantar og öll ríkin sem
tóku hana upp gengu í mynt sem
engar forsendur hafði. Ekkert hef-
ur lagast á 20 árum. Hann segir að
ríkið á bak við evruna vanti og hún
geti aldrei gert neitt nema ógagn.
Það er kominn tími til að lönd Evr-
ópusambandsins finni leið út úr
evrugildrunni, segir hann.
Þá segi ég: sú leið er ekki tilnema í gegnum einhvers kon-
ar styrjöld. Evran er dauðadómur.
Ungverjaland er sem betur fer
ekki á evrum. Áður fyrr sagði Ma-
tolcsy að Ungverjaland myndi taka
hana upp þegar efnahagurinn
leyfði það. En nú er hann alveg bú-
inn að gefa evruna upp á bátinn.
Evran er sennilega orðið leiðinleg-
asta og glataðasta umræðuefni
sem til hefur orðið í gjörvallri
mannkynssögunni. Pólitísk mynt
sem átti að búa til það ríki sem
enginn vill búa í. Þar var svo sann-
arlega byrjað á öfugum endanum.“
Gunnar
Rögnvaldsson
Óþurftarmynt
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Eskifjörður | Tveir ungir prestar
voru nýverið settir í embætti í Aust-
fjarðaprestakalli, þau séra Benjamín
Hrafn Böðvarsson og séra Erla
Björk Jónsdóttir.
Prófasturinn á Austurlandi, séra
Sigríður Rún Tryggvadóttir, stjórn-
aði athöfninni í Eskifjarðarkirkju.
Sóknarprestarnir séra Jóna Kristín
Þorvaldsdóttir, Davíð Baldursson og
Sigurður Rúnar Ragnarsson þjón-
uðu við athöfnina, sem var hin virðu-
legasta. Kirkjugestum var svo boðið
í veglegt kaffi.
Miklar breytingar hafa átt sér
stað í prestaköllum á Austurlandi.
Fjórir nýir prestar verma nú sæti
hinna sem þjónað hafa en mega ekki
starfa fram yfir sjötugsaldur, enda
þótt reynslunni séu ríkari og marga
fjöruna hafi sopið.
Hinir fjórir nýju og ungu prestar
eru: Benjamín Hrafn Böðvarsson,
Erla Björk Jónsdóttir, Alfreð Örn
Finnsson og Dagur Fannar Magnús-
son. Hið nýja prestakall nær frá
Mjóafirði í norðri og til Álftafjarðar í
suðri. Voru áður fimm prestaköll,
með 11 sóknum, en eru nú eitt Aust-
fjarðaprestakall.
Morgunblaðið/Emil K. Thorarensen
Innsetning Prestarnir að lokinni athöfn, f.v. Sigríður Rún, Erla Björk,
Benjamín Hrafn, Jóna Kristín, Sigurður Rúnar og Davíð Baldursson.
Prestar settir inn
Fjórir ungir prestar komnir til
starfa í nýju prestakalli á Austfjörðum
Hvalfjarðarsveit hefur ákveðið að
selja gagnaveitu sína sem rekur ljós-
leiðarakerfi fyrir allt sveitarfélagið.
Óskað er eftir verðtilboðum frá fjar-
skiptafélögum.
Ljósleiðarakerfið í Hvalfjarðar-
sveit var byggt upp á árunum 2013
til 2015 og kostaði um 370 milljónir á
þágildandi verðlagi. Linda Björk
Pálsdóttir sveitarstjóri segir að ráð-
ist hafi verið í framkvæmdina áður
en ríkið fór að styrkja lagningu ljós-
leiðara um dreifbýlið. Þeir sem notið
hafi styrkja ríkisins hafi gjarnan
gert samninga við fjarskiptafélög,
samhliða framkvæmdum.
Ekki verkefni sveitarfélaga
Gagnaveita Hvalfjarðarsveitar
innheimtir mánaðargjald hjá not-
endum sem eru nú 240 og er gjaldið
2.375 kr. á mánuði, auk virðisauka-
skatts. Þá eru innheimt gjöld hjá
fjarskiptafélögum vegna þjónustu og
afnota af ljósleiðaranum. Eigi að síð-
ur er tugmilljóna króna tap af
rekstrinum á hverju ári.
Linda Björk bætir því við, spurð
um ástæður þess að áhugi er fyrir
því að selja gagnaveituna, að slíkur
rekstur sé ekki eitt af lögbundnum
hlutverkum sveitarfélaga.
Linda reiknar ekki með að mörg
fyrirtæki keppi um ljósleiðarakerfið.
Aðallega séu þrjú fyrirtæki á þess-
um markaði og vonast hún til að fá
tilboð frá þeim öllum. Tilboðsfrestur
rennur út 18. þessa mánaðar, að því
er fram kemur á heimasíðu sveitar-
félagsins. helgi@mbl.is
Vilja selja ljósleiðarakerfið
240 notendur eru hjá gagnaveitu sem Hvalfjarðarsveit byggði upp án styrkja
Tap er af rekstrinum og sveitarstjórn leitar nú eftir tilboðum í ljósleiðarakerfið