Morgunblaðið - 05.11.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.11.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019 Kvarterma- peysur með kraga Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Verð 7.900.- Str. M-XXXL • 2 litir Metabolic Reykjavík | Stórhöfða 17 | metabolicreykjavik.is Metabolic Reykjavík Ný þjálfunarstöð við Gullinbrú Faglegt Fjölbreytt Skemmtilegt Æfðu á þínum hraða, á þínu erfiðleikastigi Við upphaf þing- fundar á Alþingi í gær minntist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Birgis Ísleifs Gunn- arssonar í nokkr- um orðum en hann lést 28. október sl., 83 ára að aldri. Eftir að hafa verið í borgarstjórn frá árinu 1962 og síðan borgarstjóri í Reykjavík árin 1972-1978 settist Birgir á Alþingi 1979 fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Hann varð mennta- málaráðherra 1987-1988 í stjórn Þorsteins Pálssonar. Birgir Ísleifur varð seðlabankastjóri 1991 og hætti þá á Alþingi. „Hann var afar háttvís í fram- komu, hófsamur og vinsamlegur í samskiptum, fremur hlédrægur að dagfari en batt vináttubönd, eigi síður við pólitíska andstæðinga en samherja, sáttfús og réttsýnn við öll störf. Í málflutningi var hann hóf- samur og málefnalegur. Í Birgi Ísleifi var listamannstaug, hann var ágætur djasspíanisti og mikill tónlistarunnandi, gleðimaður í vinahópi. Genginn er dagfars- prúður og góður drengur. Ég bið þingheim að minnast Birgis Ísleifs Gunnarssonar með því að rísa úr sætum,“ sagði forseti Aþingis í sín- um minningarorðum. Birgis Ísleifs minnst í byrjun þingfundar Birgir Ísleifur Gunnarsson BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bjartsýni ríkir um að loðnuvertíð verði fyrstu mánuði ársins 2021, en mikið á þó eftir að gerast þar til upp- sjávarskipin geta leyst landfestar og haldið til loðnuveiða. Starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar vinna þessa dag- ana að frágangi gagna sem send verða Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES), sem veitir ráðgjöf um upphafsafla- mark vertíðarinnar 2020/2021 hinn 29. nóvember næstkomandi. Í grænlenskri lögsögu Í haust mældust 608 þúsund tonn eða 83 milljarðar einstaklinga af ókyn- þroska loðnu að mestu leyti á tiltölu- lega litlu svæði á landgrunni Græn- lands, syðst og vestast á rann- sóknasvæðinu. „Okkar viðmið er að ef í þessari vísitölu mælast fleiri en 50 millj- arðar einstaklinga þá sé ástæða til að ætla að einhver vertíð geti verið fram undan. Við byggjum þessa lang- tímaráðgjöf á eldri gögnum og fylgj- um gildandi aflareglu, en það er margt sem getur gerst fram að vertíð,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri í haustmælingu á loðnu núna í september og október. Hann segir að loðnan hafi verið að færa sig vestar og nær Grænlandi síð- ustu ár, bæði ungloðnan og fullorðna loðnan, en ókynþroska fiskurinn virð- ist þó ekki leita eins langt norður með grænlenska landgrunninu. Í ár hafi í heildina minna verið um loðnu norð- anvert á rannsóknasvæðinu en verið hefur undanfarin ár. Breytt göngumynstur og vestlæg- ari útbreiðsla hefur einkum verið skýrt með umhverfisbreytingum eins og hærra hitastigi sjávar við Ísland. Aðspurður segir Birkir að loðnan virð- ist að stórum hluta vera í grænlenskri lögsögu frá unga aldri þar til hún hef- ur hrygningargöngu sína inn í ís- lenska lögsögu. Loðnan verður ekki langlíf og drepst að mestu eftir hrygningu 3-4 ára gömul og þeir 14 mánuðir þar til loðnuvertíð hefst væntanlega í árs- byrjun 2021 er langur tími í lífi henn- ar. Ekki er ofsögum sagt að loðnan sé mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar við Ísland og fyrir hvali, seli, þorsk- fiska og fleiri tegundir er loðna mik- ilvæg fæða. Beint mat á afráni á loðnu að sumri og hausti liggur ekki fyrir, það hefur aðeins verið metið á tíma- bilinu frá því að loðnan kemur inn á íslenska landgrunnið upp úr áramót- um og fram að hrygningu. Sú ráðgjöf sem gefin verður út í lok mánaðarins byggist á varúðarnálgun og verður endurmetin að ári. Ekki alltaf fulldekkuð Birkir segir að tilgangurinn með haustmælingum á loðnu hafi bæði verið að mæla ungloðnu og fullorðna loðnu, en síðustu tvö ár hefur verið aukin áhersla á vistfræðirannsóknir samhliða loðnumælingu. „Síðustu ár hefur verið lögð meiri áhersla á að ná utan um fullorðnu loðnuna, en alltaf hefur verið reynt að skipuleggja leið- angra þannig að náist utan um báða aldurshópa. Því er þó ekki að neita að við höfum ekki alltaf haft fjármagn og skipatíma til að ná utan um mæl- ingar á ungloðnu og sum árin hefur hún ekki verið fulldekkuð,“ segir Birkir. Meðalþyngd eins árs loðnu mæld- ist 7,4 grömm í nýafstaðinni haust- mælingu. Loðnan bætir hratt við sig í þyngd og mældist tveggja ára loðnan nú í haust um 22,5 grömm, eða þre- falt meiri. Til samanburðar þá var sú loðna sem var í hrygningargöngu á íslenska landgrunninu í janúar í fyrra rúm 23 grömm. Síðustu ár hafa engar sumar- eða haustveiðar verið stund- aðar úr loðnustofninum, en auk Ís- lendinga veiða Grænlendingar, Norð- menn og Færeyingar úr stofninum. Loðnan vel haldin Birkir segir að frá því um 2005 hafi loðnan verið að þyngjast og geti ein skýringin verið sú að með minni þétt- leika verði meira æti fyrir hvern ein- stakling, en jafnframt geti breytt að- gengi að fæðu samhliða breyttri útbreiðslu haft þar áhrif. Loðnan hafi augljóslega þrifist mjög vel á sama tíma og stofninn hafi verið lítill. Bjartsýni en langt fram að vertíð  Ungloðnan lofar góðu en 14 mánuðir langur tími í lífi loðnunnar  Upphafsaflamark fyrir vertíðina 2021 gefið út í lok mánaðarins  Þrefaldar þyngd sína á einu ári  Loðnan er mikilvæg fyrir vistkerfið Heildarloðnuafl i og nýliðun loðnu Hrygningarstofn loðnu í mars 1980-2020 Vísitala ungfi sks 1980-2020 80/81 85/86 90/91 95/96 00/01 05/06 10/11 15/16 80 84 88 92 96 00 04 08 12 16 20 Loðnuafl i fi skveiðiárin 1980/81 til 2018/19 80/81 85/86 90/91 95/96 00/01 05/06 10/11 15/16 18/19 Þús. tonn Milljarðar fi skaÞús. tonn 1.000 1.250 1.000 800 600 400 200 0 200 150 100 50 0 750 500 250 0 Júní-september Október-desember Janúar-mars Heimild: Hafrannsóknastofnun 186.000 tonnHrygningarstofn loðnu haust 2019: Hæsta vísitala ung- fi sks síðan 2010 Engar loðnuveiðar voru stundaðar fi skveiðiárið 2018/2019 Birkir Bárðarson „Já ég er frekar bjartsýnn,“ segir Birkir aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á loðnuvertíð 2021. Hann er ekki eins jákvæður þegar hann er spurður um líkur á vertíð í vetur, þ.e. ársbyrjun 2020. „Mælingin á hrygningar- stofninum í haust lofaði ekki góðu og ég ætti því að svara þessu neitandi. Það eina sem getur kannski gefið mönnum von er að haustið 2016 mældist mjög lítið af loðnu. Með vetrar- mælingum í janúar/febrúar 2017 mældist meira magn þannig að úr varð vertíð engu að síður. Þannig að maður ætti aldrei að segja aldrei,“ segir Birkir. Hafrannsóknastofnun mun að venju mæla veiðistofn loðnu í janúar/febrúar næstkomandi og endurskoða ráðgjöfina í ljósi þeirra mælinga. Útgerðir upp- sjávarskipa hafa oft tekið þátt í því verkefni og eins fór eitt loðnuskip yfir líklegt svæði fyrir Norðurlandi um miðjan desem- ber í fyrra. Í ár hafa engar loðnu- veiðar verið. Aldrei að segja aldrei VERTÍÐ Í VETUR EKKI LÍKLEG Loðna Tölur um hrygningarstofn eru miðaðar við stærð hans í marsmánuði hverju sinni að loknum veiðum. Matið nú upp á 186 þúsund tonn er miðað við mælingu sem gerð var í september og október í haust. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.