Morgunblaðið - 05.11.2019, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Grámi Það var þungbúið veðrið í höfuðborginni í gær og gengu yfir rigningarskúrir. Spáð er slyddu eða snjókomu á Suðausturlandi í dag og éljagangi fyrir norðan og austan.
Hari
Hver er ásættan-
legur biðtími eftir lífs-
nauðsynlegri aðgerð?
Mánuður? Dagur? Hálf
mínúta? Hvað ef að-
gerðin snýst ekki um líf
og dauða heldur lífs-
gæði og minni lyfja-
neyslu? Ef aðgerðin
bindur enda á sársauka
og þjáningu og gerir
fólki kleift að halda
áfram störfum og lifa eðlilegu lífi?
Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar í
heilbrigðismálum virðist ásættan-
legur biðtími vera margir mánuðir –
jafnvel ár – eftir því að hljóta bót
meina sinna. Svo lengi sem ríkisapp-
aratið fær sitt. Valfrelsi er fyrir vikið
ýtt út af borðinu þótt það geti hjálp-
að til við að leysa vandann og stytta
biðlista. Og fólkinu ýtt úr landi til að
fá lækningu. Þetta eru lítil klókindi
og auðvitað ekki ásættanlegt.
Tölvan segir nei –
og ríkisstjórnin líka
Staðan er stór-
furðuleg. Fyrir hverja
eina liðskipta- eða
mjaðmaaðgerð sem
framkvæmd er á er-
lendri grundu er hægt
að gera allt að þrjár á
Íslandi. Og vel að
merkja þá eru það
einkaaðilar sem fram-
kvæma þessar aðgerðir
í útlöndum, eins kald-
hæðnislegt og það er. Á
meðan standa stofur auðar og sér-
fræðiþjónusta sniðgengin hér heima
í stað þess að nýta kraft og þekkingu
í íslensku samfélagi.
Sjúkratryggingar Íslands telja sér
ekki heimilt að greiða kostnað fyrir
sömu aðgerð hér á landi utan ríkis-
spítalanna enda pólitísku skilaboðin
skýr. Stefnubreyting ráðherra á
þessu sviði myndi spara ríkissjóði
háar fjárhæðir, minnka þjáningu og
óhagræði fólks og stytta biðlistana.
Eðlilega sættir fólk sig ekki við að
vera sett á biðlista til að komast á
biðlista til þess eins að vera þar í
mánuði eða jafnvel ár. Með von um
lausn fer fólk utan í mikilvægar að-
gerðir á borð við liðskipta- og
mjaðmaaðgerðir, með tilheyrandi
óþægindum fyrir sjúklinga og auka-
kostnaði fyrir ríkissjóð.
Það er enginn að tala um að opna
eigi fyrir krana í einkarekna sér-
fræðiþjónustu heldur fyrst og síðast
að lina þjáningar fólks og spara um
leið beinan og óbeinan kostnað fyrir
ríki og samfélag. Þetta er spurning
um að leita eftir læknisþekkingu og
kröftum óháð rekstrarformi. Rekstr-
arformið er ekki alfa og omega heil-
brigðisþjónustunnar heldur sjúk-
lingarnir sjálfir og þjónustan sem er
veitt. Þetta eigum við að geta gert
líkt og vinir okkar annars staðar á
Norðurlöndum. Fordómalaust. Ef
stjórnmálafólk treystir sér ekki í
þetta skilgreinda verkefni á það ein-
faldlega að snúa sér að einhverju
öðru.
Allar hendur á dekk
Ríkisstjórnin verður að setja sjúk-
lingana í fyrsta sæti. Hún þarf að
setja pólitískar kreddur sínar til hlið-
ar og einblína á þarfir fólksins. Eyði-
merkurganga hefur hún verið kölluð,
upplifun sjúklinga, vina þeirra og
fjölskyldumeðlima, sem reyna að
komast að hjá sérfræðilæknum
vegna mikilvægra aðgerða. „Farið til
útlanda og reddið ykkur þar í boði
ríkisins eða pungið sjálf út fyrir að-
gerðunum hér heima“ eru hins vegar
skilaboð ríkisstjórnarflokkanna til
biðlistafólksins. Var ekki einhver að
vara við tvöföldu heilbrigðiskerfi?
Við í Viðreisn ásamt fleiri þing-
mönnum höfum á þessu þingi lagt
aftur fram tillögur sem taka einmitt
á þessu vandamáli. Fjármálaráð-
herra viðurkennir að um stórt heilsu-
farslegt vandamál sé að ræða, sem
skipti máli fyrir vinnumarkaðinn og
fyrir lífsgæði fólks, en lætur eins og
hendur hans séu bundnar þótt ítrek-
að hafi verið bent á aðrar lausnir.
Hér er um ljóta pólitík að ræða sem
kemur verst niður á þeim sem
minnst mega sín. Það er brýnt að
heilbrigðisráðherra og fjármála-
ráðherra haldi ekki áfram að senda
þau skilaboð til fólksins á biðlist-
unum að verið sé að skoða og meta
stöðuna, endalaust. Allt til að halda
friðinn innan ríkisstjórnar. Það er
búið að fara yfir þetta, við vitum hver
vandinn er og getum lagað þetta
núna. Styttum biðlistana og fáum all-
ar hendur á dekk, ríki sem sjálfstætt
starfandi aðila.
Eftir Þorgerði
Katrínu
Gunnarsdóttur
» Staðan er stór-
furðuleg. Fyrir
hverja eina liðskipta-
eða mjaðmaaðgerð sem
framkvæmd er á er-
lendri grundu er hægt
að gera allt að þrjár á
Íslandi.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er þingmaður og formaður
Viðreisnar.
Biðlistar og kreddur í boði ríkisstjórnar
Við stofnun Sjálfstæðisflokksins
með sameiningu Íhaldsflokksins og
Frjálslynda flokksins voru sett fram
tvö ófrávíkjanleg aðalstefnumál sem
skulu ítrekuð. Fyrsta aðalstefnu-
málið var að „Ísland taki að fullu og
öllu sín mál í sínar eigin hendur og
gæði landsins til afnota fyrir lands-
menn eina“ en hitt var „að vinna í
innanlandsmálum að víðsýnni og
þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli
einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis
með hagsmuni allra stétta fyrir
augum“. Þessi tvö aðalstefnumál eru
betur þekkt sem sjálfstæðisstefnan.
Sjálfstæðisstefnan er sál flokksins –
hinn hái turn sem gegnir hlutverki
vitans í síbreytilegu veðurfari
stjórnmálanna. Flokksforystan
mætti huga að afleiðingum þess þeg-
ar skipstjórar og stýrimenn, týndir í
evrópskri þoku, villast frá, hirða
ekki um eða meðvitað neita að nota
ljósmerki vitans. Það endar ekki vel
ef menn segja skilið við sálina.
Þótt að þeim þætti sem sneri að
stofnun lýðveldisins hafi lokið með
sambandsslitum við Dani 17. júní
1944 er ekki þar með sagt að sjálf-
stæðisbaráttunni sé lokið. Sjálfstæð-
isbaráttan er eilíf því það er ekki nóg
að berjast fyrir frelsinu
– fengið frelsi þarf að
verja. Þetta vissu fyrr-
um forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins og má
það sjá á málflutningi
þeirra, stefnu og laga-
setningu undir þeirra
forystu. Þeir lögðu
áherslu á að efla föður-
landsást og verja burð-
arstoðir þjóðarinnar,
s.s. sjávarútveginn,
landbúnaðinn og mat-
vælaöryggið, orku-
framleiðsluna, löggjafarvaldið,
dómsvaldið, eignarrétt íslenskra
ríkisborgara á jarðnæði o.fl. Þeir
voru sigursælir.
Sjávarútvegurinn er burðugur en
þar ber að fara gætilega. Óhófleg
gjöld á þessa burðarstoð munu
óhjákvæmilega koma í bakið á
þjóðarbúskapnum líkt og hættu-
legur bjúgverpill. Stöðvun á sæ-
bjúgnaveiði hefur einnig valdið
skaða. Enn hefur ekki verið útskýrt
hvað bjó þar að baki.
Raforkulögin frá 1946, sem
Sjálfstæðisflokkurinn mótaði,
mörkuðu upphaf framsækinnar
orkustefnu íslenska ríkisins. Orku-
stefna þessi varð að burðarstoð ís-
lenskra atvinnuvega en
grundvallaratriði
stefnunnar var að ríkið
væri eigandi orkufyr-
irtækja og gæti þar
með ákveðið stefnu
þeirra, sem einnig var
lögbundin í sömu lög-
um og var „að afla al-
menningi og atvinnu-
vegum landsins
nægrar raforku á sem
hagfelldastan og ódýr-
astan hátt“. Innleiðing
á evrópsku lagaumhverfi og á evr-
ópskri orkustefnu – sem er að ein-
hverju leyti viðspyrna við allt önnur
markaðssjónarmið sem hafa ríkt á
meginlandi Evrópu – hefur sett okk-
ar farsælu orkustefnu í uppnám með
til dæmis skilgreiningu á orku sem
almennri vöru, einkavæðingu Hita-
veitu Suðurnesja, einkavæðing-
aráformum Landsvirkjunar og að-
skilnaði á orkuframleiðslu og
dreifingu ásamt nýlegri upptöku
þriðja orkupakkans sem hefur mikil
og flókin áhrif á lagaumgjörð orku-
mála.
Íslenski landbúnaðurinn, hið mikil-
væga hryggjarstykki þjóðarinnar,
sem framleiðir einstök matvæli, er
vanmetin auðlind. Sýklalyfjaónæmar
bakteríur drápu um 33 þúsund
manns innan Evrópska efnahags-
svæðisins á árinu 2015, sbr. upplýs-
ingar í nýlegri rannsókn sem unnin
var fyrir evrópsku smitsjúkdóma-
stofnunina. Til samanburðar létust
um átta þúsund af völdum ópíóíða á
sama svæði á síðasta ári.
Raunveruleg og vaxandi ógn er
fyrir hendi vegna baktería sem eru
ónæmar fyrir öllum eða nánast öllum
sýklalyfjum. Talið er að kostnaður
Bandaríkjanna í baráttunni við
sýklalyfjaónæmar bakteríur nemi
um 55 milljörðum dala á ári hverju.
Sé sá kostnaður heimfærður yfir á
mannfjölda Íslands og íslenskar
krónur er árlegur kostnaður í kring-
um sjö milljarða. Flóðgarðana ber
því frekar að styrkja en að fjarlægja.
Þau lög sem heimiluðu aðeins ís-
lenskum ríkisborgurum að kaupa
fasteignir á Íslandi voru samþykkt
að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins.
Þau lög voru sett til þess að vernda
hagsmuni hins unga lýðveldis og ís-
lenskra þegna. Í síðari tíð hefur því
verið haldið fram að slík lagasetning
rúmist ekki innan evrópska sam-
starfsins en þó eru sambærileg lög
enn í gildi á Álandseyjum, sem telj-
ast hluti af Evrópusambandinu.
Þessar kröfur halda eyjarskeggjar í
til að verja sína hagsmuni því vitað
er að lögleysa í málaflokknum getur
sett samfélagið í uppnám með marg-
víslegum hætti, t.d. verðbólgu sem
útilokar jarðakaup í ósigrandi og
óseðjandi samkeppni við erlenda
auðkýfinga um jarðnæði. Eins fá-
menn þjóð og Ísland getur auðveld-
lega glatað öllu ef menn huga ekki
að eignarhaldi útlendinga á jörðum
og þeim auðlindum sem þeim fylgja.
Það væri synd ef sofandaháttur
stjórnmálamanna eða ótti yrði þess
valdandi að eftir nokkur ár vöknuðu
þeir fullir af eftirsjá.
Málflutningur forystumanna
Sjálfstæðisflokksins upp á síðkastið
hefur valdið flokksmönnum miklum
áhyggjum. Margir mætir menn hafa
sagt skilið við flokkinn og almanna-
tenglar ganga fram með frekju og
dónaskap í viðtölum. Ofan á þetta
hafa hin og þessi umrótsmál fengið
brautargengi á vakt fulltrúanna.
Fylgi flokksins hefur helmingast.
Það er sagt að þegar vinnu lýkur
við þakið á húsinu banki engill dauð-
ans á framdyrnar. Fátt bendir til
þess að þeirri vinnu ljúki í bráð.
Eftir Viðar Guðjohnsen
»Málflutningur
forystumanna
Sjálfstæðisflokksins
upp á síðkastið hefur
valdið flokksmönnum
miklum áhyggjum.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur og
sjálfstæðismaður.
Hin eilífa barátta