Morgunblaðið - 05.11.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Á þingi Norður-
landaráðs í Stokkhólmi
á dögunum tókst Gretu
Thunberg að varpa
kastljósinu eftirminni-
lega að skinhelgi lofts-
lagsmálanna þegar hún
afþakkaði umhverfis-
verðlaun ráðsins. Í
skeytinu sem stöllur
hennar lásu upp sagði
hún að loftslagshreyf-
ingin þyrfti ekki á fleiri verðlaunum
að halda, heldur að stjórnmálamenn
og almenningur færu að taka mark á
fyrirliggjandi staðreyndum. Norður-
löndin væru einmitt í þeirri drauma-
aðstöðu að geta lagt mest til umhverf-
ismála.
Ég tók líka eftir því að í umfjöllun
norskra fjölmiðla örlaði á tóni móðg-
unar þegar Greta lét þess getið að
Norðmenn hefðu gefið út metfjölda
olíuvinnsluleyfa og að nýjasta svæðið
sem kennt er við Johan
Sverdrup gæti framleitt
olíu og gas til næstu 50
ára. Á sinn raunsæis-
lega hátt varpaði hún
eiginlegri sprengju
framan í forsætisráð-
herra allra Norður-
landaþjóðanna sem sátu
alvörugefnir á fremsta
bekk þegar hún bætti
við að þess væru engin
merki að nauðsynlegar
breytingar væru fram
undan.
Á eftir klöppuðu allir settlega og
hrósuðu Gretu litlu Thunberg fyrir
hugrekkið. Þetta er málið, sennilega
eru allar Norðurlandaþjóðirnar sekar
um tvíræðni í loftslagsmálunum. Hér
á landi forðast menn t.d. eins og heit-
an eldinn að gera upp gamlar syndir
stóriðjunnar í losun koltvíildis eða
hinn gríðarmikla umhverfiskostnað
sem nýja „stóriðjan“ okkar, ferða-
þjónustan, er völd að. Þess í stað er
sjónum markvisst beint að litlum og
sætum aðgerðum sem allir skilja, s.s.
eins og að fella niður virðisaukaskatt
á reiðhjólum eða auka grænkerafæði í
mötuneytum skólabarna.
Olían veldur siðferðiskreppu
hjá Norðmönnum
Aftur að Noregi. Stóra siðferðis-
lega þversögnin í umhverfismálum
þar er sú að á sama tíma og lands-
menn telja sig með réttu vera í for-
ustu í loftslagsmálum eru Norðmenn
með sjálft ríkið í fararbroddi að þéna
stórar fúlgur fjár á olíu- og gas-
vinnslu. Hlutur Norðmanna er um 2%
heimsframleiðslunnar. Equinor (sem
áður hér Statoil) bendir sífellt á að
hætti Norðmenn að vinna olíu gætu
aðrir auðveldlega dælt upp því sem
annars vantaði fyrir óseðjandi mark-
aðinn. Þeir klifa líka stöðugt á því að
vinnslusvæðið sé umhverfisvænt því
notast er við rafmagn ofan af landi við
uppdælinguna. Það sé nær einstakt í
heiminum í dag.
Mörg fjölþjóðleg stórfyrirtæki í
jarðefnaeldsneyti reyna hvað þau
geta að rugla myndina, draga vísindin
í efa, dreifa röngum áróðri o.s.frv.
Norðmenn fara aðeins aðrar leiðir, en
slá engu að síður ryki í augu fólks
þegar þeir reyna að telja fólki heima
fyrir trú um umhverfisvænan olíu-
iðnað. Og svo virðist sem landsmenn
trúi fegrunaraðgerðunum og það
hentar ágætlega sálarlífi norsku þjóð-
arinnar þessa dagana. En þegar kaf-
að er dýpra kemur í ljós að vinnslan
sjálf losar um 60 kg koltvíildis á hvert
tonn hráolíu á meðan 3.000 kg losna
við sjálfan brunann.
Það er ekki nema mánuður síðan
fyrstu olíudroparnir fóru að renna um
leiðslurnar á nýja Sverdrup-svæðinu
djúpt vestur af Stafangri. Á næstu ár-
um mun það standa undir þriðjungi
allrar olíuframleiðslu Noregs. Losun
koltvíildis við brennslu allrar þeirrar
olíu sem vænta má úr þessum brunn-
um samsvarar allri losun gróðurhúsa-
lofttegunda í Noregi í 21 ár!
Eigum við að mótmæla
í Norðurlandaráði?
Er réttlætanlegt að horfa þegjandi
á ný og ný hafsvæði þar sem borað er
eftir olíu í raun ekki svo ýkja langt frá
okkur? Á sama tíma og streðað er við
að ná markmiðum Parísarsamnings-
ins!
Innan Norðurlandasamstarfsins
eigum við rödd og líka áhrif. Eins í
norðurskautsráðinu. Þar sitja líka
Bandaríkjamenn og Rússar við okkar
borð. Við getum líkt og Svíar hér áður,
sem mótmæltu kröftuglega hval-
veiðum Íslendinga, beitt okkur meira
á þessum vettvangi. Snýst vitanlega
um pólitískt þor, en kannski ekki síður
hvort við höfum efni á að setjast í slíkt
hásæti dómarans í loftslagsmálum.
Blautar tuskur Gretu Thunberg
og sálarlíf Norðurlandabúa
Eftir Einar
Sveinbjörnsson » Þess í stað er sjónum
markvisst beint að
litlum og sætum aðgerð-
um sem allir skilja
Einar Sveinbjörnsson
Höfundur er veðurfræðingur hjá
Veðurvaktinni ehf.
Í kvöldfréttum sl.
föstudag var fjallað um
rjúpnaveiðar og það
sem kallað var hluti af
sjálfbærninámi Hall-
ormsstaðarskóla. Fínt
orð sjálfbærninám auð-
vitað, en það átti ekki
við hér.
Fréttin kom frá
Rúnari Snæ Reynis-
syni. Þar var sýnt
hvernig vængir voru höggnir af
rjúpu og hún síðan skorin og tætt í
sundur. Algjört virðingarleysi við
þennan fallega og skaðlausa fugl,
þessa tignarlegu lífveru, sem auðgar
og fegrar náttúru Íslands með fegurð
sinni og líflegu korri.
Um leið sýnir RÚV í raun mikið
tilfinningaleysi og virðingarleysi al-
mennt við villt dýr, náttúru og lífríki
landsins.
Börn og unglingar horfa auðvitað
líka á kvöldfréttir. Þessi heiftarlega
meðferð á rjúpunum gat verið eins og
kennslustund í því að þetta eru „bara
dýr“, í raun bara hlutir sem drepa
má, mishöndla og misbjóða að vild og
engan rétt eða virðingu eiga skilið.
Ef þetta hefði nú verið í mat-
reiðsluþætti hefði kannski mátt
flokka þetta undir smá glóru.
Hvernig þetta á að teljast til sjálf-
bærnináms Hallorms-
staðarskóla er með öllu
óskiljanlegt.
Rjúpan stendur mjög
höllum fæti í ár. Á 26 af
32 talningarsvæðum
þar sem Náttúrufræði-
stofnun Íslands fram-
kvæmdi talningu nú í
sumar dróst stofnstærð
saman um allt að 70%
frá í fyrra. Aðeins á sex
svæðum styrktist stofn-
inn lítillega. Í raun
hefði átt að banna veið-
ar í ár eða í það minnsta takmarka
þær við ákveðin fá landsvæði. Í stað
þess er fjöldi veiðidaga stóraukinn
undir þrýstingi veiðimanna.
Í raun virðist tilfinning frétta-
stjórnar RÚV fyrir dýravelferð, nátt-
úru og umhverfi vera takmörkuð og
fréttir ykkar manna á Austurlandi
oft vafasamar í þessu tilliti.
15. september sl. voruð þið með
frétt, líka í kvöldfréttum, sem líka
var kennd við sjálfbærninám í Hall-
ormsstaðarskóla, þó að þetta „nám“
hafi gengið út á og sýnt dráp á gæs-
um með haglabyssu, og voru fugl-
arnir ekki kallaðir gæsir heldur „hrá-
efni“. Þessi frétt var líka frá Rúnari
Snæ. Góður smásagnahöfundur, er
sagt, en tilfinningalítill fyrir dýrun-
um og lífríkinu virðist vera.
Sýnt var hvernig skotið var á fljúg-
andi gæsahóp eftir að farið var að
rökkva og illa sást til og sást hvar
tvær eða þrjár féllu til jarðar sýni-
lega dauðar. „Hráefni“. Engum sög-
um fór af þeim fuglum sem komust
undan, særðir af höglum, án þess að
drepast strax, eða af dauðastríði
þeirra næstu daga. Þetta þótti frétta-
stofu greinilega líka flott og
skemmtilegt; fín frétt.
Væntanlega hugðu fréttamenn
ekki mikið að því að flestar gæsateg-
undir eru á válista Náttúrufræði-
stofnunar Íslands, rjúpan reyndar
líka.
Að undanförnu höfum við í Jarðar-
vinum verið að berjast fyrir því að
lengja griðatíma hreindýrskálfa, en
eins og kunnugt er hefst dráp þeirra
með núverandi fyrirkomulagi þegar
þeir yngstu eru rétt átta vikna. Sýnd-
um við fram á að allt að 600 litlir
hreindýrskálfar hefðu farist í íslensk-
um hreindýrahögum síðasta vetur, að
nokkru eða verulegu leyti vegna þess
að mæður þeirra voru drepnar frá
þeim of snemma.
Fréttamenn RÚV birtu fréttir um
það fyrir nokkru að 200 hreindýr
hefðu farist á Svalbarða vegna lofts-
lagsbreytinga, en þar lifa um 22.000
hreindýr. Fórst þannig 1%, þó að það
hafi auðvitað verið nógu hörmulegt.
Hér fórust síðasta vetur um 10%
allra hreindýra í landinu, en frétta-
menn sáu enga ástæðu til að gefa því
gaum. Flestir aðrir fjölmiðlar fjöll-
uðu þó um málið og t.a.m. Stöð 2
mjög myndarlega.
Æskilegt væri að þú eða eftir-
maður þinn færuð ofan í saumana á
málefninu dýra-, náttúru- og um-
hverfisvernd við fréttamenn ykkar
og að ráðherra hefði þennan mikil-
væga framtíðarþátt líka í huga við
skipan eftirmanns þíns. Því fær hún
afrit.
Ég vona að við getum öll verið
sammála um að virðing fyrir lífríki
jarðar og vernd þess og varðveisla sé
líka menning – af því að hún er ykkur
báðum mjög hugleikin – ef þessi
vernd og varðveisla er ekki einn
helsti inntakspunktur hennar.
Opið bréf til útvarpsstjóra –
afrit til menntamálaráðherra
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Í raun hefði átt að
banna veiðar í ár
eða í það minnsta
takmarka þær. Í stað
þess er fjöldi veiðidaga
stóraukinn undir
þrýstingi veiðimanna.
Ole Anton Bieltved
Höfundur er stofnandi og formaður
Jarðarvina.
Fyrir réttum tíu ár-
um lenti ég í bílslysi og
slasaðist mjög illa. Var
ég á gjörgæslu í
nokkra daga, hálfan
mánuð á bækl-
unardeild og á annan
mánuð í endurhæfingu
á Grensásdeild.
Þegar ég svo komst
ég í endurhæfingu á
Reykjalundi kom að
því sem mestu réði um hve vel mér
hefur gengið að rétta mig við eftir
þetta áfall. Þar tók við líkamsrækt,
innanhúss og utan, vinnuþjálfun og
ýmis fræðsla um það sem miklu ræð-
ur um almennt heilsufar. Eftir
vistina á Reykjalundi tók svo við úti-
vist og fjallgöngur, sem ekki hefði
orðið nema vegna veru minnar þar.
Starfsemi Reykjalundar hefur
vakið eftirtekt og aflað sér virðingar
víða um lönd. Því varð ég vitni að
meðan á dvöl minni þar stóð. Það
voru sífelldar komur erlendra gesta
og undrun þeirra og hrifning af
starfinu leyndi sér ekki.
Þeir verða líka seint upptaldir
sem eiga endurhæfingarstarfinu á
Reykjalundi endurheimt heilsu sinn-
ar og lífsgæða mikið að þakka. Því
eru öll rök fyrir því að halda áfram
og efla starfsemi Reykjalundar og
umhugsunarvert hvort
tryggingafélögin í land-
inu ættu ekki að setja
fé í rekstur þessarar
stofnunar. Jafnvel
mætti líka áskilja að
þeir sem lenda í slysum
fari í endurhæfingu á
slíka stofnun, sem skila
myndi bæði þeim sjálf-
um og þjóðfélaginu öllu
margföldum ávinningi.
Þeim ófriði sem nú er
uppi á Reykjalundi
verður að linna án tafar. Það væri
sögulegt slys og stórtjón fyrir þjóð-
félagið ef þessi starfsemi legðist af.
Þess vegna verða allir sem í hlut
eiga að vinna að því eina sem öllu
varðar, sem er að setja niður deilur
og tryggja að það góða starf sem þar
er unnið haldi áfram – og eflist.
Hugsað til
Reykjalundar
Eftir Ámunda
Loftsson
Ámundi Loftsson
» Þeim ófriði sem nú
er uppi á Reykja-
lundi verður að linna án
tafar. Það væri sögulegt
slys og stórtjón fyrir
þjóðfélagið ef þessi
starfsemi legðist af.
Höfundur er fv. sjómaður og bóndi.
Um miðbik síðustu
aldar kom út bók sem
vakti heimsathygli:
Silent spring eftir
bandaríska konu,
Rachel Carson. Þar
var bent á að ofur-
notkun eiturefna í ak-
ur- og garðyrkju muni
hafa skelfilegar afleið-
ingar fyrir allt líf á
jörðu. Með því að úða eitri á akrana
og garðana þá drepum við ekki ein-
ungis svonefnda skaðvalda heldur
einnig óvini þeirra og nytsamlegu
smádýrin. Smáfuglum hefur til
dæmis fækkað því lífsviðurværi
þeirra, nefnilega alls konar skordýr,
er ekki lengur í boði í nægjanlegu
magni.
Skordýrum sem eru
svo mikilvæg til að
frjóvga plöntur hefur
fækkað þannig að garð-
yrkjubændur hafa
verulegar áhyggjur.
Býflugnadauði er til
dæmis vandamál á
heimsvísu. Skordýra-
fánan er ekki lengur
eins fjölbreytt og æski-
legt væri. Fleiri og fleiri
tegundir deyja út og
þar með raskast allt
jafnvægi í náttúrunni. Hver lífvera
hefur nefnilega sinn tilgang í stóru
samhengi.
Í þættinum „Kveikur“ þann 15.10.
var talað um eiturefnanotkun og hve
alvarleg þessi þróun er. Innflutt eit-
ur til að nota í ræktun er sagt vera 18
tonn á ári hér á landi. Hversu holl er
þá innlenda matvælaframleiðslan?
Ekki eru mörg ár síðan margir
landsmenn fóru alveg hjá sér að sjá
hunangsflugur eða geitunga í návígi.
Þá var æpt og hlaupið upp til handa
og fóta og kallað í meindýraeyði.
Ekki er heldur langt síðan eit-
urbrasarar bönkuðu upp á hjá fólki á
vorin til að bjóða þjónustu sína við
að úða í görðunum. Þetta hefur sem
betur fer minnkað stórlega. En
ennþá er hægt fyrir hvern sem er að
kaupa eitur eins og Round up í garð-
yrkjustöðvum. Þetta efni var talið
skaðlaust en er það alls ekki. Fyrir-
tækinu Monsanto sem framleiðir
þetta eitur var nýlega gert að greiða
manni sem vann með þessi efni
skaðabætur því krabbamein hans
var rekið til þeirra efna.
Er ekki tími kominn til þess að
herða reglur hér á landi í sambandi
við eiturefnanotkun? Illgresiseyði,
mosaeyði, skordýraeyði og hvað
þetta allt heitir á að meðhöndla með
gát. Eiturefnin eiga ekki að vera til
sölu nema með mjög ströngum skil-
yrðum.
Það sem Rachel Carson skrifaði
fyrir meira en hálfri öld er ennþá í
fullu gildi og hefur aldrei verið eins
ofarlega á baugi og nú. Í lokin smá
tilvitnun í Albert Schweizer: „Mað-
urinn hefur tapað hæfileikanum að
sjá fram í tímann og að gera ráð-
stafir í samræmi við það. Hann mun
eyðileggja jörðina fyrir rest.“
Raddir vorsins þagna
Eftir Úrsúlu
Jünemann »Eiturefnin eiga ekki
að vera til sölu nema
með mjög ströngum
skilyrðum.
Úrsúla Jünemann
Höfundur er kennari á eftirlaunum.