Morgunblaðið - 05.11.2019, Side 17

Morgunblaðið - 05.11.2019, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019 ✝ Sigmar Jörg-ensson fæddist 12. maí 1945 á Hellisfjörubökkum, Vopnafirði. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans Hringbraut 27. október 2019. Hann var sonur hjónanna Jörgens Kerúlf Sigmars- sonar, f. 29. mars 1913, d. 18. mars 1999 og Hrafn- hildar Helgadóttur, f. 25. júní 1917, d. 23. júní 1991. Systkini Sigmars eru Laufey, f. 1942, Sverrir, f. 1943, Helgi, f. 1947, Hjalti, f. 1951, Flosi, f. 1951, d. 2012, Jónína Sigríður, f. 1956. Hálfsystir Sigmars var Margrét Katrín Jónsdóttir, f. 1937, d. 1999. Eiginkona Sigmars er Jón- heiður Björnsdóttir, f. 1946, frá Hrísey. Þau eignuðust tvær dætur: a) Sigfríður Birna, f. 1972. Synir hennar eru Sigmar Freyr, f. 1990. Son- ur hans er Steinar Óli, f. 2015. Kristinn Björn, f. 1994. b) Hrafnhildur, f. 1982. Fyrir átti Sig- mar soninn Ólaf Kristin, f. 1965. Eiginkona hans er Aðalheiður Stefáns- dóttir, f. 1968. Dætur þeirra eru Lilja Katrín, f. 1990 og Jenný Sif, f. 1994. Sigmar ólst upp á Hellisfjöru- bökkum. Hann fór ungur suður til Reykjavíkur og lærði þar járn- smíðar og vann á ýmsum stöðum, s.s. í Lýsi, Stólpa og síðustu árin hjá Jarðborunum, allt þar til hann hætti vegna veikinda. Útför Sigmars fer fram frá Áskirkju í dag, 5. nóvember 2019, klukkan 13. Elsku pabbi minn, ég sit hérna í stólnum þínum við borðstofuborðið og hugsa til þín og ég verð bara svolítið lítil. Ég var mikil pabbas- telpa, sat alltaf á bríkinni á stóln- um þínum og við horfðum á sjón- varpið og stundum gleymdir þú að segja mér að fara að sofa, viljandi held ég, og náði ég þá einni og einni Carry On-mynd, það var toppur- inn. Þú varst mjög duglegur að fara með mig í sunnudagsbíltúr. Alltaf á höfnina, bílasölurnar og oft var ís- búðin á Hjarðarhaga heimsótt. Ég fékk mikið að brasa með þér í bíl- skúrnum og þar var nú ýmislegt í gangi. Ég man sérstaklega eftir hillunum sem þú smíðaðir og leyfð- ir mér að mála í öllum regnbogans litum, þær hillur eru núna í bíl- skúrnum í Álheimunum. Þú varst lítið fyrir að henda nytsamlegum hlutum, svolítill safnari. Ég hafði mjög gaman af því að standa í end- anum á stofunni á Sogaveginum með litina mína og láta þig segja mér hvernig þeir voru á litinn. Þú varst nefnilega litblindur og yfir þessum leik gátum við bæði skemmt okkur. Þú varst ótrúlega þolinmóður skutlari. Sast í rússajeppanum (Súðinni) og reyktir pípuna fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og beiðst eftir því að ég væri búin að vinna. Keyrðir svo allar vinkonur mínar heim, aldrei vandamál. Þið mamma rákuð mjög mynd- arlegt heimili og aldrei skorti neitt, allir velkomnir. Þið voruð heima öll kvöld þannig að lítið þurfti að passa okkur systurnar. Það var alveg sama hvað kom upp á í lífinu; þið voruð alltaf til staðar. Ég hef sem betur fer átt heima í sama hverfi og þið síðan ég flutti að heiman þannig að í uppeldi strákanna minna eigið þið mikinn hlut. Þú varst frábær afi og langafi. Ég er óendanlega þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mína fjöl- skyldu. Að fylgjast með þér í bar- áttunni við krabbameinið var aðdá- unarvert. Yfirvegunin og æðruleysið fylgdi þér í gegnum þessi ár og fram á síðasta dag. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér síðasta spölinn og hafa reykt með þér síðustu rett- una, og ég reyki ekki. Langur dagur að kvöldi kominn er kærar minningar ylja okkur hér. Okkur kenndir það lífsins leyndarmál að lífsgleðin er sótt í eigin sál. Þá stóru brimskafla og boðaföll sem buldu á, þú tókst á við þau öll. Á æviskeiðinu lagðir mörgum lið nú loks þú hvílist, öðlast ró og frið. Þitt sólarlag, svo er komin nótt þitt sólarlag, þú hvílir vært og rótt. Þitt sumarland, bjart nú bíður þín þitt sumarland, bæna þinna sýn. Senn vaknar þú á björtum betri stað sem bíður þín, þú sagðir okkur það. Þar læknast allt sem áður þjáði þig þú ert kominn á nýtt tilverustig. Við söknum þín en vitum það víst öll að vegurinn í þína draumahöll liggur beinn, þar brosir allt þér við brátt þar finnur vini þér við hlið. Þitt sólarlag, svo rís sólin hlý þitt sólarlag, við tekur veröld ný. Þitt sumarland, sem að þráðir þú þitt Sumarland, sem þig faðmar nú. (Jón Ingi Arngrímsson) Mig langar að þakka starfsfólki á krabbameinsdeild 11E við Hringbraut fyrir að hugsa svona vel um pabba og Helga Sigurðs- syni lækni fyrir hlýhug og um- hyggju. Einnig vil ég þakka líkn- arþjónustunni Heru en síðast en ekki síst henni Móniku sjúkra- þjálfara sem gladdi bæði mömmu og pabba með heimsóknum sínum. Elsku pabbi minn, sjáumst þegar minn tími kemur. Ég veit þú tekur á móti mér Þín Sigfríður Birna (Siffa Birna). Þögul reisn er eiginleiki sem ég held að sé fágætur kostur í dag. Pabbi minn hafði þennan eigin- leika. Hann var rólegur, þögull og heimakær og lifði einföldu lífi. Hann tók veikindum sínum af æðruleysi og sagði í upphafi þeirra að ekkert ætti að breytast. Hann vildi lítið ræða veikindin eða líðan sína og vildi að allt hefði sinn vanagang. Barátta hans við krabbameinið síðastliðin 5 ár ein- kenndust af mikilli seiglu, þraut- seigju og dugnaði. Baráttuhugur sem skal taka sér til fyrirmyndar. Hann var hörkunagli af gamla skólanum með húmor. Hann kunni allt. Hann byggði handa mér íbúð, keyrði alla um allt og hann og mamma hjálpuðu mér að hefja lífið. Ég gat komið til hans þegar lífið lék mig grátt eða þegar ég fór fram úr mér. Hann rausaði reyndar alltaf eitthvað yfir mér en ég held hann hafi skilið að maður þarf að reka sig á og gera sín eigin mistök. Við vorum góðir vinir en sjaldnast sammála og úr því spruttu oft fjörugar umræður. Mamma og pabbi byggðu heim- ili sem allir voru velkomnir á, ætt- ingjar jafnt sem vinir. Vinir mínir voru alltaf allir velkomnir heim þótt pabbi segði lítið og hefði sig lítið í frammi við þá. Hann hafði þó húmor og þegar unglingsaldurinn færðist yfir og strákarnir komu í heimsókn átti hann það til að sitja í eldhússtólnum sínum, reykjandi í hlýrabol með brunagötum, hreinsandi riffilinn sinn. Margir þeirra minnast hans enn með ótta- blandinni virðingu. Ég sakna hans sárt og það verður skrýtið að hafa hann ekki í næstu götu. Skrýtið að hitta þau ekki bæði saman því þau voru allt- af saman. Við lítum á foreldra sem eina órjúfanlega heild og það skiptir engu máli hversu gamall maður verður, maður er alltaf barn foreldris síns. Stór hluti af heildinni er farinn og ég á eftir að sakna hans lengi. Elsku pabbi, ég skal passa steinana þína. Þín dóttir, Hrafnhildur. Það verður seint sagt að hann afi okkar hafi verið hress eða mannblendinn en skemmtilegur var hann og mjög góður afi og langafi. Hann hefur verið okkur mikil fyrirmynd síðan við vorum litlir snáðar og hann kenndi okkar margt, við bræðurnir eyddum mörgum sumrum með afa og ömmu á Hellisfjörubökkum í Vopnafirði þar sem afi kenndi okkur strákunum að smíða og mála, oftar en ekki klæddur rauð- um jólasveinaaxlaböndum, ber að ofan með sígarettu í munnvikinu. Það var gaman að sjá hvað hann lifnaði yfir gamla þegar Steinar Óli fæddist fyrir fjórum árum; þá var búið að greina afa með krabbamein og hann átti ekki að lifa mikið lengur. En afi var þrjóskasti harðjaxl sem við höfum kynnst og honum tókst að berjast við krabbann í fjögur ár í viðbót án þess að það sæist mikið á honum. Í hvert skipti sem Steinar Óli kom í heimsókn til afa og ömmu gítar, eins og sá stuttu kallar þau, leið ekki á löngu þar til gamli var far- inn að brosa og leika við litla, þeir voru góðir vinir. Við erum þakklátir fyrir öll árin sem við áttum með honum og við munum minnast hans með hlýju í hjarta. Þínir afastrákar og vinir, Sigmar Freyr Eggertsson, Kristinn Björn Eggertsson, Steinar Óli Sigmarsson. Sigmar bróðir hefur kvatt okk- ur eftir erfið veikindi, minninga- brot koma fram í hugann. Jólaball á Torfastöðum, Sigmar bróðir kemur í stutta heimsókn frá Reykjavík. Hann labbar með litlu systur um allan salinn og leiðir mig. Ég lít mjög upp til hans. Mamma situr á bekk og brosir til okkar. Seinna meir flyt ég til Reykja- víkur þar sem Sigmar og Heiða áttu sitt heimili á Sogaveginum og má með sanni segja að það hafi verið okkar annað heimili. Alltaf pláss við borðið í eldhúsinu og pláss fyrir alla biluðu bílana í bíl- skúrnum. Síðar flytja Sigmar og Heiða í Álfheimana og alltaf var jafn gott að koma til þeirra. Kaffispjall á laugardags- eða sunnudags- morgnum, málin rædd, brandarar fuku og mikið hlegið. Ég votta Heiðu, Olla, Siffu, Hröbbu og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Farðu í friði bróðir minn. Jónína Sigríður (Jonna systir). Við vorum fimm, sem skírðir vorum í höfuðið á Sigmari Jörg- enssyni (1882-1960) bónda í Krossavík í Vopnafirði. Hann var fósturfaðir eins okkar, Sigmars Björnssonar (1915-2003), en afi okkar hinna, Sigmars Frímanns- sonar (1941-1995), Sigmars Jörg- enssonar (1945-2019), undirritaðs Sigmars Karlssonar (1949) og Sig- mars Sigurðar Björnssonar (1953). Af börnum Sigmars bónda og Sigríðar Grímsdóttur (1887- 1968) konu hans bjuggu fjögur á Vopnafirði en móðir mín kvaddi heimahagana fyrst allra afkom- endanna og settist að í Reykjavík. Synirnir þrír kvæntust og dæt- urnar tvær giftust og öll eignuðust þau börn með sínum mökum. Á Bökkum bjó Jörgen Sig- marsson (1913-1999) með konu sinni Hrafnhildi Helgadóttur (1917-1991) og eignuðust þau átta börn, fimm stóra og sterka syni og tvær öflugar dætur en frumburð- ur þeirra dó tveggja mánaða gam- all. Sigmar nafni minn var fjórða barn þeirra hjóna. Hann fluttist fyrstur barnabarna afa okkar og ömmu frá Vopnafirði, fleiri fylgdu, settist að í Reykjavík og hóf nám og störf í vélsmiðju. Honum þótti lítið til bóknáms koma, en var maður verka. Á þessum árum var heimili foreldra minna nokkurs konar miðstöð ættingja okkar frá Vopnafirði, bæði þeirra sem áttu stutt erindi til höfuðborgarinnar sem og þeirra sem flust höfðu suður. Þeir voru velkomnir og margir komu. Sigmar kom oft og unglingnum mér líkaði það vel. Hann var bæði fyndinn og skemmtilegur, hnyttinn í tilsvör- um og sagði skemmtilegar sögur. Sveitadrengnum frá Bökkum þótti mikið til skemmtanalífsins í höfuðborginni koma og tók drjúg- an þátt í því. Hann sagði mér frá böllum í Þórscafé og á Röðli svo og partíum í heimahúsum fyrir og eftir dansleiki. Eftir að ég fékk ökuréttindi ók ég honum stundum á skemmtanir. Mér fannst hann flottur og ég leit upp til hans. Árin liðu, nafni minn frá Bökk- um sneri baki við skemmtanalíf- inu, kvæntist og eignaðist börn. Hann var orðinn heimakær heim- ilisfaðir í Reykjavík. Sjálfur hef ég lengst af búið erlendis og því hitt- umst við sjaldan. En ég hugsa með hlýju til þess tíma þegar hann var tíður gestur á heimili okkar í Skipasundinu. Eiginkonu Sigmars, syni hans, dætrum og fjölskyldum þeirra sem og systkinunum frá Bökkum í Vopnafirði sendi ég samúðar- kveðjur. Sigmar Karlsson. Áfram tíminn streymir stríður stöðvar enginn framgang hans. Æviskeið að lokum líður, lokast augu dauðlegs manns. Nú er brostinn sterkur strengur, stríði hörðu lokið er. Gengið hefur góður drengur götu sína’ á jörðu hér. (Birgir Helgason) Hringt var í mig að morgni sunnudagsins 27. október sl., Sig- mar Jörgensson var látinn. Ég hef vitað lengi af baráttu hans við sjúkdóm sem fellir marga, samt koma lífslokin jafnan á óvart og snerta aðstandendur sárt þó að þau leggi líkn með þraut. Eftirfar- andi eru fáein kveðjuorð, en mér kunnugri rekja trúlega ætt hans og uppruna. Fyrstu kynni voru á Sogaveg- inum í Reykjavík í gamla daga. Sveitamaðurinn tekinn saman við systur Heiðu (Jónheiðar), konu Sigmars. Hann sagði ekki margt á þessum fyrsta fundi, spurði þó um ýmislegt og reykti pípuna sína í rólegheitum við eldhúsgluggann. Raddmikill og stór. Heimsóknum fjölgaði, enda systur nánar. Brátt kom í ljós mikið ljúfmenni undir dálítið hrjúfu yfirborði. Ég í námi, alltaf á bíldruslum sem biluðu. Þá var kærkomið að fá inni í bílskúrnum og fá hjálp sem var fúslega veitt, enda var Sigmar einstaklega hag- ur maður. Gat gert við bíla og smíðað margt og var afar hagur bæði á tré og járn. Það sýndi sig vel þegar hann stækkaði húsið á Sogaveginum, þar sem ég sá svila minn fyrst. Einnig í sumarbústaðnum við Meðalfellsvatn í Kjós. Síðast en ekki síst þegar tekið var til hend- inni á æskuslóðunum, en þær voru á Bakka í Vopnafirði, þaðan sem sést yfir fjörðinn til þéttbýlisins. Þar naut Sigmar sín á hverju sumri við viðgerðir og endurbæt- ur á æskuheimilinu, sem hann unni mjög, og sannaðist á honum að „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“, eins og seg- ir í Hávamálum. Þarna átti ég eitt sinn góðar stundir með minni fjölskyldu. Ég fékk að sjá „hrútinn“ sem dældi vatni upp í íbúðarhúsið og margt minnti mig á gamla daga frá æskuárum. Þetta var bæði gott og gefandi og húsbóndinn hafði frá mörgu skemmtilegu að segja við liðandi reykinn frá pípunni. Syst- ur í eldhúsinu, krakkarnir að ólm- ast úti á hlaðvarpanum og von á góðum kvöldverði. Gat það verið betra? Held varla. Árin hafa liðið. Samverustund- um fækkað. Sú síðasta var þegar ég heimsótti Heiðu og Simma í nýju íbúðina þeirra í Bryggju- hverfinu í Grafarvogi í Reykjavík. Allt að komast í horfið. Átti bara eftir að hengja upp nokkrar myndir og laga fleira sem ég efast ekki um að húsbóndinn hafi gert með láði. Bakkelsi á borði (hver skyldi trúa?). Skemmtileg sam- verustund og góð sem ég vil muna og mikið þakka fyrir. Nú er komið að leiðarlokum. Þá er gott að geta hugsað til baka með þakklæti fyrir margvíslega hjálp mér og mínum til handa. Kveð með orðum uppáhalds- skáldsins míns: Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Ég votta aðstandendum öllum mína dýpstu samúð og alveg sér- staklega Heiðu, börnum og barna- börnum. Kær kveðja frá mér og mínum. Í Guðs friði. Valtýr Sigurbjarnarson. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Fyrir hartnær 30 árum kynnt- ist ég Sigmari. Hann var maður mikill á velli, með sterka nærveru, hrjúfur á yfirborðinu og með sterkar skoðanir. Við frekari kynni kom í ljós að undir niðri var þarna á ferð einstakur maður. Sig- mar var mér einstaklega hjálp- samur og enginn betri til að leita ráða hjá fyrir ungan mann sem var að takast á við verkefni lífsins í leik og starfi. Þó er mér efst í huga einstök umhyggja og alúð hans við syni mína Simma og Kidda, sem ávallt nutu nærveru og stuðnings af hálfu afa síns. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Um leið og ég kveð gamlan vin, færi ég ykkur elsku Heiða, Olli, Siffa og Hrabba mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eggert Kristinsson. Sigmar Jörgensson ✝ Sturlína Sturlu-dóttir fæddist 8. september árið 1924 á Ísafirði. Sturlína átti heima á Hrafnistu í Hafn- arfirði og lést þar 27. október 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingi- björg Ásgeirsdóttir og Sturla Þorkels- son. Var hún yngst þriggja barna þeirra. Eldri voru Högni, f. 15. apríl 1919 á Látrum í Aðalvík, d. 27. maí 2009, og Guðrún, f. 6. maí 1923 í Hnífsdal, d. 5. janúar 2010. Faðir þeirra var sjómaður. Fórst hann með vélbátnum Nirði þegar Sturlína var á fyrsta ári. Sturlínu var komið í fóstur, fyrst í Svansvík við Ísafjörð, fluttist síðar að Keldu í Mjóafirði þar sem hún ólst upp. Hún vann fyrir sér frá því um fermingu, í Reykjavík frá 17 ára aldri. Fór í kaupavinnu að Fróðastöðum í Hvít- ársíðu. Kynntist þar Sigurði Jóhannes- syni mjólkurbíl- stjóra frá Hallkels- stöðum í Hvítár- síðu. Þau giftu sig árið 1947. Þau hófu búskap á Þorvalds- stöðum í sömu sveit árið 1949 og bjuggu þar til vors 1997, þá fluttu þau í Borgar- nes, síðar til Hafnarfjarðar. Sig- urður lést árið 2003. Synir þeirra eru: Ásgeir, f. 1946, kvæntur Sigrúnu Finn- jónsdóttur, Kristján, f. 1952, kvæntur Sigurveigu Sjöfn Einarsdóttur, og Halldór, f. 1958. Ásgeir og Sigrún eiga þrjú börn, Kristján og Sigurveig eiga þrjú börn, Halldór er ókvæntur og barnlaus. Sturlína verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag, 5. nóvember 2019, klukkan 11. Eldhúsið á Þorvaldsstöðum, Lína að útbúa matinn raulandi lagstúf, falleg og glöð, Siggi kíkir í pottinn, Lína danglar í hann segir honum að fara að þvo sér! Stríðni og kærleikur umvefur okkur öll. Já, við vorum sannarlega hepp- in að fá að vera hjá þeim hjónum í sveitinni, fyrst Edda elsta systirin og svo Inga og Sigga, samfellt vor- um við hjá þeim í sjö ár frá 1948. Finnur, elsta barnabarn Ingu, var svo hjá þeim í fjögur sumur frá 1991. Aðalstarf okkar systra var að líta eftir eldri strákunum Ásgeiri og svo Kristjáni, en Halldór fæddist eftir að við hættum. Umhverfið þarna er stórkost- legt, Litla fljót fyrir neðan túnið, eyrarrósir og fallegir steinar, m.a. hrafntinna á bakkanum, hraunið með allar sínar ævintýramyndir og oft var nú svolítill skrekkur í manni þegar þurfti að sækja kýrn- ar þangað. Lína var óþreytandi að kenna okkur ýmislegt, s.s. að baka þrjár sortir úr sömu grunnuppskrift- inni, læra kvæði og lög með mis- jöfnum árangri, en Lína hafði fal- lega rödd og söng oft fyrir okkur. Finnur á margar góðar minn- ingar frá sinni veru, en þá voru eldri strákarnir farnir að heiman svo þeir Halldór nutu þess að vera dekraðir af þeim hjónum. Alltaf mikill og góður matur og svo lagt sig eftir matinn meðan Lína gekk raulandi frá. Siggi var mikill barnakarl, kunni mikið af sögum, var mátulega stríðinn og ljúfur og Lína sívinnandi en hafði samt allt- af tíma til að spjalla við okkur krakkana. Við deilum öll minningunni um hve mikil góðmennska og kærleik- ur var á heimilinu. Það var auðvit- að mikið vinnuálag, sérstaklega á fyrstu búskaparárunum þeirra á Þorvaldsstöðum, það þurfti m.a. að bera allt vatn inn í bæ úr brunni í bæjarlæknum, fara með þvottinn niður að Fljóti til að skola og rog- ast svo aftur með allt blautt upp bratt túnið, en alltaf var gaman. Við kveðjum Línu og þökkum alla vináttu og elskusemi sem við nutum alla tíð frá þeim hjónum. Innilegar samúðarkveðjur til Ásgeirs, Kristjáns, Halldórs og fjölskyldna þeirra. Edda, Inga, Sigurbjörg og Finnur. Sturlína Sturludóttir Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.